Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.alno.is
eru komnir til síns heima og biðja um
að fá fugla senda til sín. Þá erum við
búin að framleiða lunda með fær-
eyska fánanum á gogginum, og við
seljum hann í Færeyjum. Það er fullt
að gera.“
Eyjólfur segir að auk þess sem
salan á fuglunum sé góð í verslunun-
um þá seljist talvert í vefverslun
fyrirtækisins, auk þess sem þónokk-
uð fari til endursölu erlendis.
Í Epal eru vörur eftir fjölda ann-
arra þekktra hönnuða til sölu, og
meðal annars vara eftir textílhönn-
uðinn Margrethe Odgaard, en hún
vinnur t.d. náið með bandaríska
tæknirisanum Apple. „Við látum
framleiða ullarteppi eftir hana úr ís-
lenskri ull. Hún er algjör snillingur
og við byrjuðum að vinna með henni
tveimur árum áður en hún sló í gegn.
Hún hefur lofað að hanna fleiri hluti
fyrir okkur.“
Pönduarkitekt
Auk fugla selur Epal ýmsar aðrar
hönnunarvörur úr dýraríkinu, eins
og þekktan apa danska hönnuðarins
Kay Bojesen. Þá er von á spennandi
nýjung í haust að sögn Eyjólfs.
„Danir fengu nýlega pöndu til sín í
dýragarðinn frá Kína. Arkitektinn
Bjarke Ingels, sem hannaði húsið
fyrir pandabirnina, teiknaði líka
pöndu, sem er að fara í framleiðslu,
og við munum bjóða hana til sölu nú í
haust, samhliða því sem varan fer á
markað í Danmörku. Pandan verður
framleidd í tveimur stærðum, og ég
lagði inn nokkuð stóra pöntun.“
Á heimasíðu Epal er rakin saga
fyrirtækisins, en hún hefst þegar
Eyjólfur kom heim frá Kaupmanna-
höfn að loknu námi í húsgagnahönn-
un. Fljótlega hafi hann gert sér ljóst
að sitthvað hafi vantað á Íslandi svo
leysa mætti verkefni sem honum
voru falin á hönnunarsviðinu á þann
hátt sem hann helst vildi. Þessi
skortur varð svo, að því er fram kem-
ur á vefnum, kveikjan að stofnun
EPAL.
„Frá upphafi hefur markmið
EPAL verið að auka skilning og
virðingu Íslendinga á góðri hönnun
og gæðavörum. Það hefur verið gert
með því að kynna góða hönnun og
bjóða viðskiptavinum EPAL þekkt-
ar hönnunarvörur frá Norðurlönd-
unum og víðar,“ segir á heimasíð-
unni, en þar er einnig ítrekuð sú
mikla áhersla sem fyrirtækið leggur
á stuðning við íslenska hönnuði.
Má aldrei vanta fugla
Morgunblaðið/Eggert
Hönnun Eyjólfur í Epal. Spói, stelkur og sendlingur eru fyrirmyndir fuglanna hans Sigurjóns Pálssonar hönnuðar.
Pantar fimm þúsund fugla í hvert sinn Selur um allan heim Panda á leiðinni
Hönnunarmálin eru ástríða hjá Eyjólfi Pálssyni í Epal 45 ára afmæli
Íslensk hönnun
» Epal fagnar á næsta ári 45
ára afmæli, og mun Epal kynna
ýmsa viðburði því tengda er
líður á haustið.
» Eyjólfur Pálsson stofnaði fé-
lagið þegar hann kom heim frá
Kaupmannahöfn að loknu námi
í húsgagnahönnun.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fuglar hannaðir af Sigurjóni Páls-
syni njóta mikilla vinsælda í hönn-
unarversluninni Epal, sem er með
höfuðstöðvar í Skeifunni 6 og útibú í
Hörpu, Kringlunni og á Laugavegi.
Fuglarnir eru bæði framleiddir af
danska hönnunarfyrirtækinu Nor-
mann Copenhagen, og af Epal sjálfu.
Að sögn stofnanda Epals, Eyjólfs
Pálssonar, þá lætur fyrirtækið fram-
leiða fimm þúsund fugla nokkrum
sinnum á ári, bæði af svokölluðum ís-
landslunda og prófasti, sem er stærri
útgáfa af fuglinum. Framleiðslan fer
fram í Peking í Kína, en þar er sonur
Sigurjóns búsettur og tryggir að
gæðin séu fyrsta flokks. „Það má
aldrei vanta fugla,“ segir Eyjólfur í
samtali við Morgunblaðið.
Eins og fram kom í Viðskipta-
Mogganum í síðustu viku gekk
rekstur Epal vel á síðasta ári og
hagnaðist fyrirtækið um 92 milljónir
króna.
Heita Shorebirds
Auk Íslandslundans og Prófasts-
ins, þá eru til sölu hænur og vað-
fuglar eftir Sigurjón, en þeir eru
framleiddir undir heitinu „Shore-
birds“ af Normann Copenhagen.
„Auk vaðfuglanna þá byrjaði Nor-
mann Copenhagen að framleiða
lunda eftir Sigurjón í fyrra, og við er-
um með þá útgáfu til sölu í versl-
uninni hjá okkur, ásamt þeim fuglum
sem við framleiðum.“
Eyjólfur segir að í tilefni af 45 ára
afmæli Epals á næsta ári verði ým-
islegt gert til að vekja athygli á ís-
lenskri hönnun. Það verði nánar
kynnt með haustinu. „Við hjá Epal
erum alltaf að reyna að vekja athygli
á því að íslensk hönnun er ekki bara
hobbí, heldur alvöru bisness. Hönn-
unarmálin eru ástríða hjá okkur. Það
er svo margt jákvætt að gerast í ís-
lenskri hönnun sem menn gera sér
ekki grein fyrir.“
Eyjólfur segir að fuglar Sigurjóns
seljist um allan heim, en Sigurjón
hóf hönnun fuglanna árið 2013. „Við
erum að selja fuglana til Japans,
Bandaríkjanna, Ítalíu og víðar. Oft
hafa ferðamenn samband þegar þeir
2. júlí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.16 124.76 124.46
Sterlingspund 157.43 158.19 157.81
Kanadadalur 94.77 95.33 95.05
Dönsk króna 18.931 19.041 18.986
Norsk króna 14.575 14.661 14.618
Sænsk króna 13.394 13.472 13.433
Svissn. franki 127.33 128.05 127.69
Japanskt jen 1.1526 1.1594 1.156
SDR 172.54 173.56 173.05
Evra 141.3 142.1 141.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.2084
Hrávöruverð
Gull 1413.2 ($/únsa)
Ál 1773.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.51 ($/fatið) Brent
Icelandair Group
vinnur nú að því að
ljúka samninga-
viðræðum um sölu
fyrirtækisins á Ice-
landair Hotels.
Þetta kom fram í
tilkynningu sem
fyrirtækið sendi
frá sér í gærmorg-
un. Í henni kemur
fram að eftir viðskiptin sé gert ráð
fyrir að hlutur Icelandair Group verði
um 25% í hótelfélaginu.
Greint var frá því í ViðskiptaMogg-
anum í maí að dótturfélag malasíska
fjárfestingafélagsins Berjaya Cor-
poration stæði að viðræðunum við
Icelandair Group. Stofnandi þess er
Vincent Tan, malasískur auðkýfingur
sem m.a. hefur vakið mikla athygli í
kjölfar þess að hann keypti velska
fótboltafélagið Cardiff City.
Salan á loka-
metrunum
Vincent Tan
Icelandair stefnir
að hótelsölu 16. júlí
Íslandspóstur
hefur hafið
undirbúning að
sölu á prent-
smiðjunni
Samskiptum
sem verið hef-
ur í eigu fyrir-
tækisins frá
árinu 2006. Í
tilkynningu frá
fyrirtækinu
segir Birgir Jónsson, nýráðinn
forstjóri þess, að prentsmiðju-
rekstur sé ekki hluti af kjarna-
starfsemi Íslandspósts og því
hafi verið tekin ákvörðun um að
selja fyrirtæki.
Óháðir aðilar verða fengnir til
þess að verðmeta Samskipti og
útbúa sölugögn. Áhersla verður
lögð á að ferlið taki skamman
tíma og að auglýsing um ferlið
verði birt á næstu vikum. Árs-
reikningur Samskipta fyrir árið
2018 hefur ekki verið birtur.
Hins vegar skilaði fyrirtækið
ríflega 10,4 milljóna króna hagn-
aði árið 2017 og 10,7 milljóna
hagnaði 2016. Velta þess á fyrr-
nefnda árinu nam 204 milljónum
króna.
Samkvæmt efnahagsreikningi
félagsins námu eignir þess í árs-
lok 2017 99,5 milljónum króna.
Eigið fé nam 67,9 milljónum en
skuldir stóðu í 31,6 milljónum.
Pósturinn
hefur
eignasölu
Selja prentsmiðju
sem keypt var 2006
Birgir
Jónsson