Morgunblaðið - 02.07.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
FAT FAT borð
Hönnun: PATRICIA URQUIOLA
60 ára Hörður ólst
upp á Skagaströnd frá
7 ára aldri hjá afa sín-
um og ömmu og býr í
Reykjavík. Hann er
stúdent frá Flensborg á
viðskiptasviði. Hann
vann hjá Póstinum í 20
ár og Olís í 4 ár og vinnur nú að tölvu-
verkefnum fyrir Suss.education. Hann er
varaforseti Vinaskákfélagsins.
Börn: Ásmundur Tómas, f. 1989, og
Hanna Lára, f. 1993.
Foreldrar: Jónas Hafsteinsson, f. 1933,
d. 1995, bóndi á Njálsstöðum í Refasveit,
A-Hún., og Elísabet Ásmundsdóttir, f.
1941, d. 2010, vann ýmis störf og var bú-
sett í Hafnarfirði og Reykjavík.
Hörður
Jónasson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Burt með það gamla til að rýma
fyrir hinu nýja. Gríptu tækifærin þegar þau
bjóðast.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er kominn tími til að kveðja og
halda sína leið hversu sárt sem það nú er.
Leggðu þig fram um að vera vinur vina
þinna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er bjart í kringum þig og þú
hefur í nógu að snúast. Vertu ekki smeyk/
ur þótt þér sýnist margt snúið við fyrstu
sýn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér kann að falla illa að vita til þess
að þú sért umræðuefni annarra. Með lagni
og léttri lund hefst þetta allt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þolinmæði er dyggð og gott að æfa
hana ef hún er af skornum skammti. Gættu
þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú finnur fyrir óvenjumiklu sjálf-
stæði og vilt alls ekki láta segja þér fyrir
verkum. Raðaðu verkefnum eftir forgangs-
röð því þá verður eftirleikurinn auðveldari.
23. sept. - 22. okt.
Vog Dagurinn er fullur af óvæntum uppá-
komum. Reyndu að beina athyglinni að
björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð
hafa minnsta ábyrgð.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú stendur frammi fyrir því að
vera sammála þeim sem þú síst vildir.
Gefðu þér líka tíma til að vera með fjöl-
skyldunni og rifja upp gamlar minningar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ekki láta sjálfsvorkunnina ná
tökum á þér. Hver er sinnar gæfu smiður,
það getur enginn fært þér hamingjuna
nema þú sjálf/ur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gerðu ferðaáætlanir fyrir fram-
tíðina núna. Þú hefur nægan tíma þessa
dagana og ættir að sinna þér, eingöngu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu þess að halda útgjöld-
unum innan skynsamlegra marka og bíddu
heldur með kaupin en að stofna til skulda.
Grasið er ekki grænna hinum megin, hafðu
það í huga.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er aldrei hægt að gera svo að
öllum líki eða segja það sem allir sam-
þykkja. Tilfinningar þínar eru sterkar og
djúpar, eitthvað sem þú hélst að þú myndir
ekki upplifa aftur.
verðlauna Norðurlandaráðs 2003.
Síðasta ljóðabókin hans, Hugsjór,
kom út 2012. Jóhann hefur einnig
þýtt ljóð fjölmargra erlendra höf-
unda.
Jóhann hlaut viðurkenningu úr
þýðingarsjóði sænska skáldsins Art-
Jóhann hefur gefið út fjölda ljóða-
bóka og kom fyrsta bókin, Aungull í
tímann, út árið 1956. Ljóð Jóhanns
hafa verið þýdd á mörg tungumál og
birst í safnritum víðs vegar um
heiminn. Ljóðabókin Hljóðleikar
(2000) var tilnefnd til Bókmennta-
J
óhann Hjálmarsson fædd-
ist 2. júlí 1939 í Reykjavík
en ólst upp á Hellissandi
að níu ára aldri þegar hann
fluttist til Reykjavíkur.
Jóhann lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1956,
stundaði prentnám við Iðnskólann í
Reykjavík 1956-1959 og spænsku-
nám við Háskólann í Barselóna 1959
og 1965-66. Hann fór í margar náms-
ferðir, m.a. til Spánar 1996, þar sem
hann dvaldist sumarlangt í þýðing-
armiðstöðinni í Tarazona.
Jóhann var póstafgreiðslumaður,
póstfulltrúi og útibússtjóri hjá Póst-
og símamálastofnun 1964-985 og
blaðafulltrúi 1985-1990. Hann var
bókmenntagagnrýnandi við
Morgunblaðið 1966-2006 og
leiklistargagnrýnandi sama blaðs
1967-1988. Bókmenntagagnrýnandi
að aðalstarfi og umsjónarmaður með
bókmenntagagnrýni frá 1990. Hann
stjórnaði einnig bókmenntaþáttum
hjá RÚV um skeið.
Jóhann sat í stjórn Félags ís-
lenskra rithöfunda og Rithöfunda-
sambands Íslands 1968-1972 og er
félagi í PEN. Hann sat í frímerkja-
útgáfunefnd 1982-1988, í dómnefnd
bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs 1981-1990 og 1994-2001 og for-
maður nefndarinnar 1987-1989.
Hann sat í þýðinganefnd Evrópu-
sambandsins, Ariane, frá 1995 til
1999 þegar nefndin var lögð niður.
Hann var formaður Samtaka gagn-
rýnenda 1986-1988, íslenskur rit-
stjóri Nordisk Posttidskrift, tímarits
norrænu póststjórnanna, 1986-1990,
var einn af ritstjórum Forspils 1958-
59 og sat í ritstjórn Birtings 1958-
1961. Hann vann ýmis nefndarstörf
á vegum Pósts og síma og sam-
gönguráðuneytisins 1985-1990, var í
samnorrænni nefnd skipaðri af
menntamálaráðuneyti, gegn
útlendingafordómum 1995-1996 og í
fleiri nefndum á vegum
menntamálaráðuneytisins m.a. í Stíl-
verðlaunanefnd Þórbergs Þórð-
arsonar 1984. Jóhann las oft eigin
ljóð við undirleik djasstónlistar með
norrænum og íslenskum skáldum og
hljómlistarmönnum alveg frá 1972
og fram á þessa öld.
urs Lundkvists 1963. Meðal viður-
kenninga sem hann hefur hlotið fyrir
ritstörf eru listamannalaun, fyrst
1957, starfslaun úr Rithöfundasjóði
Íslands og úr Launasjóði rithöfunda.
Hann hefur hlotið heiðurslaun lista-
manna frá 2004. Ljóðaverðlaun úr
Minningarsjóði Guðmundar Böðv-
arssonar skálds frá Kirkjubóli og
Ingibjargar Sigurðardóttur konu
hans árið 2014. Jóhann var fulltrúi
Íslands á fyrsta alþjóðlega rithöf-
undamótinu í Palestínu 1997.
„Frá unglingsárum bjóst ég ekki
við því að verða gamalt skáld. Ég
hafði sterkt á tilfinningunni að ég
myndi deyja ungur og það má segja
að ég hafi orðið hissa þegar ekkert
gerðist. Ætli ég hafi ekki alltaf verið
dramatískur. Mér hefur fundist gott
að eldast, en veikindin skyggja á. Ég
hef ekki eins mikið úthald og áður.“
Jóhann fylgist vel með bók-
menntum og les allar nýjar bækur
sem hann hefur áhuga á.
Fjölskylda
Eiginkona Jóhanns var Ragnheið-
ur Stephensen, f. 11.2. 1939, d. 1.6.
2018, hjúkrunarforstjóri. Foreldrar
hennar voru hjónin Kristrún Arn-
órsdóttir Stephensen húsmóðir, f.
13.12. 1896 á Felli í Strandasýslu, d.
6.9. 1940, og Pétur Ólafsson Steph-
ensen múrarameistari, f. 24.3. 1899 á
Mosfelli í Grímsnesi, d. 2.5.1944. Þau
bjuggu í Reykjavík. Fósturforeldrar
Ragnheiðar voru hjónin Sigfríður
Arnórsdóttir húsmóðir, f. 2.7. 1902,
d. 15.9. 1984, og Stefán Ólafsson
Stephensen bifreiðarstjóri, f. 17.5.
1900 d. 13.9. 1959. Þau bjuggu í
Reykjavík.
Börn Jóhanns og Ragnheiðar eru
1) Þorri Jóhannsson, rithöfundur og
kvikmyndaleikstjóri, f. 25.1. 1963,
búsettur í Reykjavík. Sonur Þorra
og Hlínar Sveinbjörnsdóttur, f. 26.8.
1964, er Hrólfur Þeyr, f. 13.8. 1989.
Sonur Hrólfs Þeys og Elísu Óskar
Ómarsdóttur, f. 29.9. 1991 er Ómar
Þeyr, f. 10.4. 2016; 2) Dalla Jóhanns-
dóttir, dagskrárgerðarmaður og
hjúkrunarfræðinemi, f. 10.8. 1969,
maki: Kjartan Pierre Emilsson
framkvæmdastjóri, f. 23.3. 1966, bú-
sett í Reykjavík. Börn þeirra eru
Jóhann Hjálmarsson, rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi – 80 ára
Hjónin Jóhann Hjálmarsson og Ragnheiður Stephensen.
Bjóst ekki við að verða gamalt skáld
Í Reykholti Jóhann Hjálmarsson, Hugi Kjartansson, Eyja Kjartansdóttir,
Stirnir Kjartansson, Jóra Jóhannsdóttir og Kría Kristjónsdóttir.
40 ára Ólafur fæddist
í New York og bjó þar
til þriggja ára aldurs
en ólst síðan upp í
Reykjavík og býr þar.
Hann er kennari að
mennt og vinnur sem
sérkennari í Brúar-
skóla. Hann er maraþonhlaupari.
Maki: Stella Steinþórsdóttir, f. 1974, ljós-
móðir á Landspítalanum.
Börn: Salka Sóley, f. 2004, Erla Sigríður,
f. 2006, og Yrsa, f. 2011.
Foreldrar: Björn Magnússon, f. 1947,
læknir, og Anna Sigurveig Ólafsdóttir, f.
1952, hjúkrunarfræðingur. Þau eru bú-
sett á Selfossi og starfa á sjúkrahúsinu
þar.
Ólafur
Björnsson
Til hamingju með daginn
Akranes Ari Jakobsson fæddist 16.
nóvember 2018. Hann vó 4.726 g og
var 54 cm langur. Foreldrar hans eru
Jakob Arnar Eyjólfsson og Guðdís
Jónsdóttir.
Nýr borgari