Morgunblaðið - 02.07.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin handavinnustofa kl. 9-12.
Opið hús t.d. spil kl. 13-15. Bridge kl. 12.30. Bónusbíllinn, fer frá
Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur kl. 12-15.30. Opið fyrir
innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Bridge og Kanasta kl. 13.00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og blöðin við hring-
borðið kl. 8:50. Hugmyndabankinn opin kl. 9-16. Frjáls tími í Lista-
smiðju kl. 9-16. Salatbar kl. 11:30-12:15. Hádegismatur kl. 11:30.
Gáfumannakaffi kl. 14:30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 14:45.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 alkort.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og
hádegismatur kl. 11.30. Bridge í handavinnustofu kl. 13 og eftirmið-
dagskaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, kaffihúsaferð kl. 14, síðdegiskaffi kl.
14.30, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7:10, Kaffi-
spjall í króknum kl. 10:30, pútt á golfvellinum kl. 13:30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl.
13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl.
14.30–15.00. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
með
morgun-
nu
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Magnea ErnaAuðunsdóttir
fæddist 22. desem-
ber 1929 í Vest-
mannaeyjum. Hún
lést 23 júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Auðunn J.
Oddsson formaður,
f. 25.9. 1893, á
Þykkvabæjar-
klaustri í Álftaveri,
d. 29.12. 1969, og
Steinunn S. Gestsdóttir hús-
móðir, f. 29.8. 1889, á Ljót-
arstöðum í Skaftártungu, d.
6.10. 1965. Bræður Magneu
voru Gestur Auðunsson, f.
1915, Sigurjón Auðunsson,
f.1917, Haraldur Auðunsson, f.
1922, Kjartan Auðunsson, f.
1923, og Bárður Auðunsson, f.
1925. Þeir eru allir látnir.
Hinn 5. maí 1956 kvæntist
Magnea Guðmundi Jónssyni
stýrimanni frá Haukadal í
Dýrafirði. Foreldrar hans voru
Elínborg Guðjónsdóttir hús-
móðir frá Arnarnúpi, f. 7. nóv-
ember 1914, d. 9. september
2008, og Jón Guðmundsson
viðskiptafræðingur, f. 6. janúar
1966, börn hennar og Gísla
Rúnars Rafnssonar eru Gísli
Steinn og Vildís Hekla.
Magnea ólst upp í Vest-
mannaeyjum til 16 ára aldurs
og flutti þá til Reykjavíkur
með foreldrum sínum. Árið
1947 fór hún á Húsmæðraskól-
ann á Hallormsstað og lauk
námi þar 1949. Árið 1951 fór
hún í Hjúkrunarskóla Íslands
og lauk þaðan námi 1954. Hún
fór síðan í framhaldsnám í
skurðstofuhjúkrun við Land-
spítalann. Guðmundur og
Magnea fluttu til Patreks-
fjarðar þar sem hún starfaði
sem yfirhjúkrunarkona á
sjúkrahúsi Patreksfjarðar.
Bjuggu þau þar í sex ár. Árið
1962 fluttu þau til Hafnarfjarð-
ar og hafa búið þar síðan. Árið
1963 hóf hún störf á heilsu-
verndarstöðinni í Hafnarfirði
og starfaði þar til ársins 1999.
Magnea var ein af stofnendum
Rebekkustúkunnar Rannveig
nr. 8 I.O.O.F. í Hafnarfirði árið
1983 og gegndi þar marg-
víslegum trúnaðarstörfum
einnig var hún ein af stofn-
endum Rebbekkubúðanna nr. 2
I.O.O.F. Þórunn sem stofnuð
var 2006 í Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 2. júlí
2019, klukkan 15.
bóndi og formaður
frá Vésteinsholti, f.
23. júní 1906, d.
15. júlí 1987. Börn
Magneu og Guð-
mundar eru 1)
Auðunn Gott-
sveinn, vélfræð-
ingur, f. 24. sept-
ember 1958, maki
Anna Þormar.
Börn þeirra eru
Magnea Erna,
Daníel og Guðmundur, maki
Jenný Maggý Rúriksdóttir,
börn þeirra eru Benjamín Emil,
Auðunn Elí og Emilý Ísold. 2)
Elínborg augnlæknir, f. 11.
febrúar 1960, maki Páll Ólafs-
son eðlisverkfræðingur. Börn
þeirra eru Ólafur, sambýlis-
kona Þórunn Eva Guðnadóttir,
barn þeirra Sóley Harpa, barn
Ólafs og Guðlaugar er Lilja
Björg, Aldís Erna, maki Hilmar
Þ. Birgisson, barn þeirra Sig-
rún Elfa, Guðmundur Orri,
sambýliskona Júlía Sif Ólafs-
dóttir.
3) Elfa leikskólakennari, f.
22. janúar 1963 og 4) Steinunn
Nú er duglega og vingjarnlega
tengdamóðir mín farin frá okkur
en skilur okkur eftir með minn-
ingar um góða og fallega mann-
eskju sem er góð fyrirmynd um
mikilvægi umhyggju og kærleika.
Þetta skynjuðu börn sérstaklega
vel. Í minningunni sé ég henni
vökna um augun þegar henni
tókst með hjali að lokka fram bros
hjá ungbörnum. Hún virtist vita
að þessi litlu nýfæddu kríli fæðast
með vísi að skopskyni sem henni
tókst að laða fram, sem ég hef oft
sannreynt síðar. Þó þau skelltu
sér ekki á lær fannst mér henni
alltaf vökna um augun þegar glitti
í bros eða geiflu. Smábörn áttu þó
til að missa brosið yfir í skeifu en
amman stýrði því með nei-ó-nei-ó-
nei og allt lagaðist. Á meðan við
bjuggum erlendis var það fjarvist-
in frá ömmu sem olli mestum
trega hjá börnunum, en ég man
ekki eftir að nokkurs hafi verið
saknað ef amma og afi voru með.
Þegar ég kom í fjölskylduna tók
ég eftir hve myndarlegt allt var á
heimili þeirra Gógó og Mumma.
Öllum munum svo smekklega
komið fyrir og á sínum stað. Ef
maður breytti stöðu eins hlutar á
borði, þá var komið eitthvert
ósamræmi, sama hvað maður
reyndi að færa muninn til baka
varð það aldrei jafn fínt fyrr en
tengdó færði hann á sinn stað. Ég
held að þetta hafi verið henni
ósjálfrátt og það var eins og hlut-
urinn hefði alltaf átt að vera þar
sem hún setti hann frá sér. Þessi
einstaka kona mun varðveitast í
minningunni og ég vona að allir
hennar góðu eiginleikar fylgi af-
komendum hennar sem lengst inn
í framtíðina.
Páll Ólafsson.
„Elskan mín, það er svo langt
síðan ég hef séð þig“ var alltaf það
fyrsta sem amma okkar sagði,
hvort sem það voru ár eða dagar
síðan við hittumst síðast. Henni
þótti alltaf svo vænt um að hitta
okkur börnin og hún geislaði af
hlýju og kærleik hverju sinni, eig-
inleiki sem fylgdi henni langt upp í
háan aldur. Hún sýndi okkur
barnabörnunum alltaf mikla at-
hygli og þau afi mundu alltaf eftir
barnaorðunum sem maður sagði.
Okkar orð voru „doldi sósos“ sem
þýddi meiri sósa, „snjórinn er úti
um ALLT“ þegar fyrsti snjórinn
kom og „það er gott að þetta er
búið“ eftir að flugeldaskotum lauk
á gamlárskvöld. Þessir frasar
voru rifjaðir upp áratugum saman
og frændsystkini okkar muna lík-
lega mörg eftir sínum. Betri
manneskju en hana ömmu er erf-
itt að finna. Þegar við hugsum til
baka rifjast upp endalausar minn-
ingar frá Álfaskeiðinu. Hádegis-
fréttirnar á gufunni sem voru spil-
aðar á hæstu stillingu meðan var
borðað, berjatínslan sem fór fram
á hverju sumri og rifsberjahlaupið
sem fylgdi með heim. Rafmagns-
lausi bústaðurinn í Dýrafirði,
steinasafnið, flatkökur með hangi-
kjöti á miðnætti á gamlárskvöld,
amma að labba fram og aftur
ganginn í göngutúr dagsins,
nammikransinn sem var hengdur
á útidyrahurðina um jólin, rjóma-
kúlur í skál og gamlar upptökur af
Spaugstofunni þegar maður var
veikur. Öll boðin, faðmlögin og fal-
lega skakka brosið sem tók á móti
manni í dyragættinni í hvert
skipti. Amma gerði aldrei upp á
milli barnabarna sinna eða barna-
barnabarna og allir áttu sinn sér-
staka sess hjá henni. Ein minning
sem lýsir ömmu svo vel var þegar
það var fjáröflun í gangi í grunn-
skólum Hafnarfjarðar þar sem
nemendur áttu að selja penna til
styrktar einhverju málefni.
Amma hafði keypt penna af öllum
barnabörnum sínum sem tóku
þátt í þessu en þrátt fyrir það
hafði hún það ekki í sér að segja
nei við önnur börn sem bönkuðu
upp á hjá henni. Hún endaði því
með ógrynni af pennum án þess
að hafa nokkra þörf fyrir þá.
Amma okkar var hjartahlý, bros-
mild, gestrisin og fórnfús. Hún
var ótrúleg sáluhjálp og studdi
alltaf við mann eins og klettur. Í
dag kveðjum við þig og segjum
það sama við þig og þú sagðir við
okkur í hvert sinn sem við gistum
heima hjá þér: Guð geymi þig.
Ólafur, Aldís og Guðmundur.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast móður minnar.
Hún fæddist í Vestmannaeyjum í
miðjum jólaundirbúningi 1929.
Hún var yngst systkina sinna, átti
5 eldri bræður. Ég held að það
hafi verið kærkomið að fá litla
systur í þennan strákahóp því í
minningunni virtist hún skipa sér-
stakan sess í huga bræðra sinna.
Þau systkinin eru nú öll látin. Hún
bjó í Vestmannaeyjum til 16 ára
aldurs þegar fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur.
Hún fór í húsmæðraskóla á
Hallormsstað þaðan sem hún átti
mjög góðar minningar. Heimili
okkar bar þess merki þar sem hún
sinnti öllu af miklum myndarskap.
Við grínuðumst oft með það syst-
urnar þegar hún var að kenna
okkur að brjóta saman sængurföt
á sérstakan hátt og handklæði á
annan hátt að hún væri nú hús-
mæðraskólagengin. Hún fór síðan
í Hjúkrunarskóla Íslands. Hún
sérmenntaði sig í skurðstofu-
hjúkrun og vann um tíma við það á
Landspítalanum eða þar til for-
eldrar mínir fluttu vestur á Pat-
reksfjörð og hún tók að starfa þar
sem yfirhjúkrunarkona á sjúkra-
húsinu.
Síðar fluttu þau aftur suður og
settust að í Hafnarfirði þar sem
hún vann á Heilsugæslu Hafnar-
fjarðar í áratugi við ungbarna-
vernd. Hún var afskaplega farsæl
í sínu starfi, sinnti því vel og ófáar
ungar mæður leituðu ráða hjá
henni varðandi umönnun ung-
barna sinna. Í minningunni eru
óteljandi símtölin þar sem hringt
var heim og hún var að liðsinna
nýbökuðum mæðrum og gaf þeim
góð ráð. Þegar við eignuðumst
okkar eigin börn var hún okkar
stoð og stytta.
Hún var okkur systkinunum af-
skaplega góð móðir og góður fé-
lagi. Ég man ekki eftir öðru en að
hún ynni úti enda hafði hún
ánægju af sínu starfi. Það rifjast
upp notalegu stundirnar þegar
hún var að koma heim úr vinnunni
síðdegis og við systkinin að tínast
heim úr skólanum þá settumst við
oft niður saman og drukkum síð-
degiskaffi og spjölluðum um dag-
inn og veginn.
Barnabörnin elskuðu að koma
til „ömmu og afa á Álfaskeiði“.
Síðustu daga hafa þau verið að
rifja upp allar góðu stundirnar
með ömmu og maður skynjar
hvernig góðar minningar streyma
fram í huga þeirra og minningar
um góð samskipti sem eru svo
mikilvæg í dagsins önn.
Elsku mamma mín, ég kveð þig
með söknuði en veit að hvíldin er
þér kærkomin. Síðustu árin voru
þér erfið þar sem þú glímdir við
erfið veikindi sem gerðu það að
verkum að þú fjarlægðist okkur
og við gátum ekki lengur náð til
þín.
Það var gott að fá að vera þér
samferða í lífinu, ég er þakklát
fyrir það.
Hvíl þú friði.
Þín
Elínborg (Ella).
Hann verður seint kærkominn
maðurinn með ljáinn og hann hef-
ur barið óþægilega oft að dyrum
hjá fjölskyldunni þetta árið.
Stundum er hann þó líkn er öll
sund virðast lokuð.
Elskuleg mágkona mín, Magn-
ea Erna, eða Gógó mágkona eins
og hún var ævinlega nefnd til að-
greiningar frá Gógó systur, hvarf
okkur fyrir þó nokkru inn í heim
óminnis en nú er hún heil, komin
til æðri heima, létt á fæti, kvik,
hýr á brá, með glettið og hlýtt
bros og augu sem leiftruðu af
mannkærleika. Þótt henni væri
stirt um mál síðustu stundirnar þá
voru þó alltaf tvær setningar sem
gesturinn naut: „Gaman að sjá
þig“ er hann heilsaði og þegar
hann kvaddi þakkaði hún honum
ævinlega fyrir komuna. Tillits-
söm, velviljuð og kurteis fram í
andlátið. Þegar stóri bróðir kom
eitt sinn vestur í Haukadal og til-
kynnti að unnustan kæmi ákveð-
inn dag var spenningur í loftinu.
Smákvíði greip okkur: Borgar-
stúlka á leið inn í fjölskylduna!
Hvernig skyldi henni lítast á okk-
ur og að sumu leyti frumstæðar
aðstæður í sveitinni? Bíllinn
stoppaði við fremra hliðið. Út vatt
sér ung kona, heilsaði glaðlega og
kyssti okkur öll. Ísinn var brotinn
og það lagði aldrei aftur. Þar sem
þessi elska var annars vegar, þar
var kærleikur og umhyggja við
völd.
Gógó var menntuð hjúkrunar-
kona, eins og það hét þá, og bar
þann titil með sóma. Minnist þess
þegar læknir sem vann með henni
talaði til hennar í veislu þegar hún
varð sjötug og lýsti því hve fær
hún var í sinni starfsgrein. Í mörg
ár sinnti hún ungbarnaeftirliti og
fór nærfærnum höndum um litlu
kroppana. Margar mæður minn-
ast elskulegs viðmóts hennar þar.
En það voru ekki aðeins
umönnunarstörfin sem Gógó létu
vel. Allt lék í höndum hennar.
Gróðurinn sem hún sinnti fann
þetta og grænu fingurnir hennar
ræktuðu margt, bæði heima á
Álfaskeiði og í Sólheimum í
Haukadal þar sem þau Mummi
áttu bústað í meira en 35 ár. Þar
var nóg húsrúm því að hjarta-
rúmið var ærið. Einu sinni gistum
við 9 þar í 30 fermetrum! Bróðir
svaf á háaloftinu, klifraði upp
stiga sem fastur var á vegginn,
með krakkana og hvert rúm var
skipað, jafnvel eldhús/stofugólf.
Það var bjart yfir Núpsfjöllunum
þegar blessuð brúðurin kom upp
um þrjúleytið og krásirnar sem
gestir nutu, s.s. holusteik, saltfisk-
ur, sigin grásleppa, siginn fiskur
og nýr lax runnu vel ofan í þá.
Þakka ber margar yndisstundir.
Þarna var gleði og gaman og æv-
inlega sól, bæði í sinni og á svöl-
unum. Þarna var gott að rifja upp
gamla takta, taka lagið, æfa söng
fyrir Dýrfirðingavöku o.s.frv.
Bróðir minn og fjölskyldan öll
annaðist Gógó af einstakri um-
hyggju en á Sólvangi átti hún sín-
ar hinstu stundir. Ekki leið sá
dagur að bróðir færi ekki til henn-
ar. Sagði fyrir nokkrum dögum að
hann hefði alltaf hlakkað til að
fara til hennar. Ef þetta er ekki
hin sanna ást þá er hún ekki til.
Nú er Gógó mágkona horfin til
þeirra heima þar sem allir fá bót
meina sinna, þar sem englar leysa
fjötra og efla líf á nýjum vett-
vangi. Við Haukur og fjölskylda
okkar sendum öllum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur og biðj-
um þeim og þeirri látnu Guðs
blessunar.
Kristín Jónsdóttir.
Nú gengin er Gógó á frelsarans fund,
í faðmi hans hvílir frá líknarstund.
Hann vakti’ henni yfir, hann varðveitti sál.
Hann var þar hjá henni þó tregt væri mál.
Við minnumst með gleði, við minnumst
með þökk,
Magneu okkar sem aldrei var frökk.
Vönduð og heilsteypt vinkona fríð,
vildi allt bæta, alltaf svo blíð.
Hjúkraði sjúkum, heil gerði mein,
hugsaði‘ um aðra, sú köllum var hrein.
Vörð stóð um lífið, virðingar naut,
vingjarnleg ætíð á lífsins braut.
Guðmundur okkar nú gefum við þér
gimsteina minninga sem birtast hér.
Drottinn þig blessi, því Drottinn þig sér,
dagur þinn rísi, þess biðjum vér.
(SGS)
Skólasysturnar
Margrét (Magga), Jónína
(Nína), Hjördís, Sigríður
(Sirrý) og Sigríður Theodóra
(Teddý).
Magnea Erna
Auðunsdóttir