Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 8

Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019 SMÁRALIND - KRINGLAN DUKA.IS Mokkakönnur Vinstri grænir sjá víða mat-arholu fyrir ríkissjóð og sú nýjasta er sykur. Nú vilja þing- menn flokksins skattleggja sykur sérstaklega og ein af röksemd- unum sem færð hefur verið fram er að þetta sé „ekki séríslensk hugmynd“, flest ríki Bandaríkj- anna hafi til dæmis farið þessa leið, eins og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, nefndi í útvarpsviðtali.    Það hefur svo sem ekki veriðregla að VG horfi sér- staklega til Bandaríkjanna í leit að nýjum sköttum eða fyrirmynd að skattkerfi almennt, en þegar viljinn til skattahækkunar er sterkur má víða leita fanga.    Nú er það án efa svo að æski-legt er að fólk dragi úr syk- urneyslu og sjálfsagt fyrir VG og aðra að hvetja til þess.    Ríkið á hinn bóginn á að faramjög varlega í að stýra neyslu fólks og líklegt er að syk- urskattur yrði aðallega til þess að hækka verð á margskonar matvöru sem almenningur kaup- ir, líka þeir sem lægstar hafa tekjurnar og mega síst við viðbót- arskattheimtu.    Þá má benda á að alls óvíst erað slíkur skattur yrði til að draga úr sykurneyslunni og að auki þarf ríkið að hafa það í huga að það hefur ekki alltaf haft rétt fyrir sér um skaðsemi matvæla.    Ýmislegt sem í dag þykir holl-usta þótti óhollt fyrir ekki svo mörgum árum. Súrsæt hugmynd um skattahækkun STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Drög að reglugerð um beitingu dagsekta Jafnrétt- isstofu eru nú í samráðsgátt, en með reglugerðinni er kveðið nánar á um beitingu á dagsektarheim- ildum í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Skrifstofa jafnréttismála í forsætisráðu- neyti vann að drögunum, en þau fela ekki í sér ný- mæli miðað við þær heimildir sem fyrir eru í lögum. „Þetta er í raun bara útfærsla á heimildunum sem við höfum í lögunum, það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisstofu. „Það má segja að þetta hafi bara alltaf vantað. Beiting dagsekta er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og ramminn þarf að vera skýr. Það er kannski fyrst og fremst það sem málið snýst um,“ segir hún. Jafnréttisstofa getur sektað um allt að 50 þúsund krónur á dag, t.d. séu tilteknar upplýsingar ekki veittar eða fyrirmælum ekki fylgt. „Dagsektum hef- ur aldrei verið beitt. Við höfum stundum þurft að vísa til þessa ákvæðis þegar við köllum eftir upplýs- ingum en þær hafa þó alltaf skilað sér. Þess vegna hefur ekki komið til þess að við höfum þurft að beita ákvæðinu. Það virðist duga til að vísa til þess,“ segir Katrín Björg. jbe@mbl.is Dagsektir útfærðar í reglugerð  Engin nýmæli um heimildir Jafnréttisstofu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórnarráð Skrifstofa jafnréttismála í forsæt- isráðuneytinu vann að reglugerðardrögunum. Fulltrúar stjórnvalda, Seðlabankans og heildarsamtaka á vinnumarkaði hafa nú allir undirritað nýtt sam- komulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. laugardag hefur hlutverk ráðsins verið víkkað út og er því bæði ætlað að fjalla um efnahags- legan og félagslegan stöðugleika. Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hlið- sjón af efnahagslegum og félags- legum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félags- málum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjara- mála í tengslum við helstu viðfangs- efni hagstjórnar hverju sinni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins í gær. Haft er eftir Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra að það sé mjög ánægjulegt að ríkisstjórnin, sveitarfélög, Seðlabankinn og öll heildarsamtök á vinnumarkaði skuli hafa náð samkomulagi um að vinna betur saman að því að styrkja sam- hæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði í gegnum Þjóðhags- ráð. Skapast hefur betra traust „Þegar Þjóðhagsráð var stofnað fyrir þremur árum ákváðu heildar- samtök launþega að taka ekki þátt, m.a. vegna þess að Þjóðhagsráð átti ekki að fjalla um félagslegan stöð- ugleika. Samráðsfundir stjórnvalda og vinnumarkaðarins á þessu kjör- tímabili hafa reynst árangursríkir og því hefur skapast betra traust til að vinna saman í Þjóðhagsráði. Rík- isstjórnin hefur samþykkt að Þjóð- hagsráð ræði félagslegan stöðug- leika og reyndar einnig áhrif lofts- lagsbreytinga á efnahag og sam- félag. Ég vænti mikils af störfum Þjóðhagsráðs í framtíðinni til að efla stjórnun efnahagsmála og bæta samskipti á milli hins opinbera, Seðlabankans og heildarsamtaka á vinnumarkaði,“ segir Katrín. Hafa allir undir- ritað samkomulag um Þjóðhagsráð  Bæta og styrkja samskipti og stjórnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.