Morgunblaðið - 02.07.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.07.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Íþróttafréttamenn í dag eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Efnið sem fólk sendir frá sér er mismunandi og að sjálf- sögðu er lítið annað að gera en að fagna öllum fjölbreytileik- anum. Tíðarandinn í íþrótta- blaðamennsku í dag virðist samt sem áður snúast voðalega mikið um það að vera fyndinn og snið- ugur. Eftir að hlaðvörp komu til sög- unnar fá íþróttafréttamenn sér vettvang til þess að reyta af sér brandarana. Ég tala nú ekki um Twitter. Það er eitt að koma vel frá sér orði á blað en svo er það allt annar handleggur að koma því í fyrirsögn sem fær lesand- ann til þess að lesa efnið sem þú sendir frá þér. Margir íþróttablaðamenn tala hreinlega í fyrirsögnum í dag. Ég hlustaði á hlaðvarp um daginn þar sem ákveðinn leikmaður KR var gagnrýndur fyrir það að vera feitur og lélegur með Víkingum síðasta sumar. Algjört bull. Gæ- inn hafði verið einn mikilvægasti leikmaður Víkinga undanfarin ár, bæði í vörn og á miðsvæðinu. Fyrir landsleikina við Albaníu og Tyrkland birtist svo viðtal þar sem var talað um að það væri enginn að kaupa steikina sem Hamrén væri að selja. Kjánalegt viðtal. Hamrén hafði náð í úrslit í öllum leikjum sem skipta máli og þótt það hafi verið mikil pressa á honum fyrir þessa tvo leiki talaði viðmælandinn eins og Hamrén væri það versta sem hefði komið fyrir íslenska knattspyrnu. Auðvitað á umræðan að vera á léttu nótunum en þú þarft ekki alltaf að troða inn misgóðum Ladda-bröndurum endalaust. Umræðan um Arnþór Inga og Er- ik Hamrén fær mig oftast til þess að leiða hugann að mál- tækinu „bylur hæst í tómri tunnu“. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is tveir einstaklingar sett Íslandsmet í sömu frjálsíþróttagrein á sama degi, og hvað þá einstaklingar sem ekki hafa náð tvítugsaldri. „Erum mjög kappsamar en á góðan hátt“ „Ég er ótrúlega ánægð fyrir hönd Guðbjargar og myndi ekki vilja að nein önnur myndi taka þetta Íslands- met af mér. Það er skemmtilegt að það sé þá æfingafélagi minn og við er- um bestu vinkonur, sem ýtum hvor annarri áfram. Við erum mjög kapp- samar en á góðan hátt. Okkur langar alltaf að bæta metið hjá hvor annarri og það er bara gaman. Við vorum báðar með þetta met í sigtinu, og það var ótrúlega gaman að við skyldum báðar hlaupa undir því og ná góðri bætingu fyrir EM. Þessir tímar setja okkur í toppstöðu fyrir það mót,“ seg- ir Tiana, en þær Guðbjörg eru sem stendur í 5. og 6. sæti yfir bestan ár- angur Evrópubúa í 100 metra hlaupi á árinu, í hópi þeirra sem fæddar eru árið 2000 eða síðar. Það er einmitt sá hópur sem gjaldgengur er á EM U20 ára í Borås í Svíþjóð sem hefst 18. júlí, en það er það mót sem Tiana hef- ur haft efst í huga á þessu ári. Eins og fyrr segir æfa þær Guðbjörg saman hjá ÍR og ýta hvor annarri áfram með heilbrigðri samkeppni: „Við erum mjög ólíkar og þess vegna er það ótrúlega fyndið að við skulum hlaupa á sama tímanum. Ég er sterkari í startinu en Guðbjörg sterkari í lokin. Þess vegna er það oft þannig að ég tek fram úr í byrjun en hún keyrir mig niður í lokin. Þess vegna er hún líka sterkari en ég í 200 metra hlaupi. En þetta virkar vel fyr- ir okkur og lætur mig vilja auka hrað- aúthaldið en hana vilja starta hrað- ar,“ segir Tiana. Ísland hefur ekki átt mikið af framúrskarandi spretthlaup- urum í gegnum tíðina en forvitnilegt verður að sjá hve langt þær Guðbjörg geta náð: „Við setjum okkur engin takmörk. Við höfum bætt okkur gríðarlega mikið á síðustu árum og stefnan er bara sett á að halda því áfram. Það er draumur okkar beggja að komast á Ólympíuleikana og það er alveg raun- hæfur draumur.“ Í góðar hendur í Bandaríkjum Tiana er fædd í Bretlandi en pabbi hennar er Bretinn Mark Whitworth og mamman Auður Árnadóttir. Tiana hefur hins vegar búið á Íslandi nánast allt sitt líf en bráðum kemur að því að hún hleypi heimdraganum. Hún út- skrifaðist úr Verslunarskóla Íslands í vor og fer nú í haust til Bandaríkj- anna, nánar tiltekið Kaliforníu, þar sem hún mun hlaupa fyrir San Diego State-háskólann. Tiana segir Krist- ínu Birnu Ólafsdóttur-Johnson, þjálf- ara hjá ÍR og áður hlaupakonu, hafa gefið skólanum góð meðmæli en Kristín Birna útskrifaðist sjálf þaðan. „Ég vildi komast í betri æfingaað- stæður og í þessa sterku samkeppni sem er þarna úti. Þjálfarinn sem ég mun æfa hjá er þekkt fyrir að þjálfa mjög góðan hóp atvinnumanna, auk þess að vera háskólaþjálfari, svo ég er á leiðinni í mjög góðar hendur. Þetta lofar allt saman mjög góðu,“ segir Tiana. Næsta mót hennar er Meist- aramót Íslands 13.-14. júlí í Reykja- vík en EM U20 hefst svo 18. júlí. Hlýddi kenn- aranum og sló Íslandsmetið  Tiana Ósk Whitworth missti metið til bestu vinkonunnar sama dag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fljót Tiana Ósk Whitworth ÍR varð Íslandsmeistari í 100 metra hlaupi á síðasta ári og hún náði Íslandsmetinu um tíma á laugardaginn. FRJÁLSAR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég var alltaf á fullu í fimleikum. Við tókum svo eitthvert hlaupapróf í grunnskóla, þegar ég var 13 ára, þar sem við hlupum 100 metra sprett. Íþróttakennarinn minn sagði að ég hefði bara slegið Íslandsmet og að ég yrði að fara á frjálsíþróttaæfingu.“ Einhvern veginn svona hefst sagan af því hvernig 25 ára Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í 100 metra hlaupi féll um helgina, á einstökum degi í ís- lenskri frjálsíþróttasögu. ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth, sem verður 19 ára á laugardaginn, hlýddi ráðum íþróttakennara síns á sínum tíma og sneri sér að frjálsum íþróttum. „Ég mætti á mína fyrstu æfingu, fannst þetta geggjað, hætti í fimleikum og hef bara verið í frjálsum síðan. Það koma rosalega margir í frjálsar úr fimleikum, enda gefa fim- leikarnir manni rosalega mikinn styrk,“ segir Tiana. Síðastliðinn laug- ardag bætti hún met Sunnu um 6/100 úr sekúndu með því að koma í mark á 11,57 sekúndum í undanrásum á sterku unglingamóti í Mannheim í Þýskalandi. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá var Tiana ekki lengur Ís- landsmethafi þegar hún lagðist á koddann á laugardagskvöld. Liðs- félagi hennar, Guðbjörg Jóna Bjarna- dóttir, hafði þá slegið henni við í úr- slitahlaupinu sama dag með því að hlaupa á 11,56 sekúndum. Aðeins 1/ 100 úr sekúndu á undan Tiönu sem hljóp á nákvæmlega sama tíma í und- anrásum og úrslitum, og fékk silf- urverðlaun á mótinu. Aldrei fyrr hafa Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins eru æfir yfir þeirri staðreynd að fulltrúar bandaríska landsliðs- ins hafi fengið að valsa um hótel enska landsliðsins í Lyon, fyrir leik liðanna í undanúrslitum HM í kvöld. Málið er hálfótrúlegt og segir Phil Neville, þjálfari Englands, að aldrei hefði nokkrum í röðum Englendinga dottið í hug að fara inn í bækistöðvar andstæðinganna fyrir leik. Hvað þá inn í einkarými á meðan enska liðið var á æfingu. Hann taldi málið þó ekki koma til með að hafa áhrif á úrslit leiksins. Jill Ellis, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, segir málið byggt á misskilningi og að fulltrúar bandaríska liðsins, sem voru þó ekki klæddir einkennisfatnaði, hafi aðeins verið að skoða að- stöðuna á hótelinu með það í huga að gista á því fyrir úrslitaleik HM á sunnudag. „Ég hefði haldið að allir gerðu þetta. Maður verður að skipu- leggja fram í tímann,“ sagði Ellis, og þvertók fyrir að málið lýsti einhvers konar hroka af hálfu bandaríska liðsins. „Þetta snýst bara um að gera áætlanir og undirbúa starfsliðið.“ sindris@mbl.is Hótelheimsókn eða njósnir? Jill Ellis Heimir Hallgrímsson hætti sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu að loknu keppnistímabilinu 2011 og á hálfu áttunda ári frá þeim tíma hafa tólf þjálfarar stýrt liðinu. Þeir gætu orðið þrettán fyrr en varir því sá tólfti, Pedro Hipólito frá Portúgal, var rekinn seint í fyrrakvöld eftir sjöunda ósigur ÍBV í fyrstu tíu leikjum sínum í Pepsi Max-deild karla á þessu tímabili. Einn þeirra tólf sem hafa verið við stjórnvölinn frá 2011, Ian Jeffs, stýrir lið- inu fyrst í stað en hann var aðstoðarþjálfari Hipólito, ásamt því að vera aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hipólito sagði við mbl.is í gær að hópur ÍBV væri þunnskipaður og liðið hefði þurft fleiri gæðaleikmenn til að vera samkeppnisfært í efstu deild. Hann hefði ekki átt von á að vera rekinn því nú væri búið að opna fyrir félagaskiptin og þar hefðu legið ákveðin tækifæri. Hipólito kvaðst hinsvegar virða ákvörðun ÍBV og vona að sá sem tæki við gæti haldið liðinu í deildinni. vs@mbl.is Kemur sá þrettándi til Eyja? Pedro Hipólito

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.