Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
að er svo merkilegt að
eftir að fólk hefur
skipulagt hjá sér, þá
fer það að koma ýmsu í
verk sem það hefur
lengi langað að framkvæma. Það er
mikilvægt að fólk skipuleggi sig til
að geta gert allt sem það vill gera,
alveg óháð því á hvaða aldri það er.
Í mínu starfi sé ég að þegar fólk
ræðst í skipulagsbreytingar hjá sér
þá kemur alltaf eitthvað rosalega
fallegt út úr því. Fólk verður miklu
glaðara og það byrjar kannski aft-
ur í námi sem það hefur lengi lang-
að að gera, fer í draumaferðina,
skiptir um starfsvettvang og fleira í
þeim dúr. Þarna liggur fegurðin í
því þegar fólk kemur lagi á hlutina,
þá fer það að flokka hvað sé mikil-
vægt í þeirra lífi og ná fram því
sem það vill. Þegar óreiðan hættir
að trufla það, þá nær fólk að ein-
beita sér virkilega að því sem það
hefur áhuga á,“ segir Virpi Jokinen
sem á og rekur fyrirtækið Á réttri
hillu, en þar býður hún upp á
skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga
og minni fyrirtæki.
„Ég stokkaði upp í mínu lífi og
bjó til starf handa mér, stofnaði
mitt eigið fyrirtæki þar sem ég býð
upp á þjónustu sem ekki er til
staðar hér. Þetta er skemmtilegt
starf og ég nýt þess. Það fallega
við þetta er að þetta hefur svo
mikla merkingu. Fólk hefur ekki
samband við mig nema það sé búið
að meta það svo að það vilji sjá
breytingu og sé tilbúið til að þiggja
aðstoð til að af breytingunni geti
orðið. Það er dásamlegt að hitta
fólk sem er til í þetta, af því að það
nær alltaf árangri, jafnvel þó það
sé í litlum skrefum á löngum tíma,“
segir Virpi sem ákvað að bjóða upp
á pop up-skrifstofu í almennings-
görðum höfuðborgarinnar nokkra
miðvikudaga í sumar.
„Þá kem ég mér fyrir með
postulínsbolla og býð upp á kaffi og
spjall um skipulag. Þetta er í raun
heimboð án þess að það sé heima
hjá nokkrum. Hái þröskuldurinn
hjá fólki er að hleypa einhverjum
heim til sín til að koma skipulagi á
óreiðu. Það er erfitt skref fyrir
marga og ég er með þessum garð-
stundum að reyna að auðvelda fólki
að hafa samband við mig. Því sýni-
legri sem ég er, þeim mun auðveld-
ara ætti að vera að koma og
spjalla.“
Ég þoli mikla óreiðu
Virpi segist njóta þess að
skipuleggja og þannig hafi það allt-
af verið, alveg frá því hún var
krakki.
„Ég tek fram að ég þoli mikla
óreiðu, en ég sé alltaf hvað þarf að
gera til að breyta óreiðunni í þá
reglu sem vilji er fyrir. Það er eig-
inleiki sem ég hef ævinlega haft.
Enda sneri ég mér að verkefna-
stjórnun þegar ég fór á vinnumark-
aðinn og fann mig strax í því. Mér
finnst æðislegt að leysa verkefni og
sjá eitthvert plan verða að veru-
leika. En ég er ekki ofurmann-
eskja, það er ekki allt í röð og
reglu heima hjá mér og ég er alls
ekki að segja að ég sé alltaf með
réttu lausnirnar og að allir eigi að
gera eins og ég,“ segir Virpi og
bætir við að þetta snúist í raun
ekki um skipulag, heldur um líðan
okkar, því það endurspeglist að
einhverju leyti í skipulagi okkar
eða óskipulagi, hvernig okkur líður.
Eða öfugt.
Hvernig vilt þú hafa þetta?
Þegar Virpi er spurð að því
hvort sumum henti ekki ágætlega
að vera óskipulagðir en öðrum
ekki, segist hún alls ekki vera að
tala fyrir því að allir þurfi að vera
skipulagðir.
„Ég vil opna hugtakið skipu-
lag. Hvernig við hugsum það að
skipa lagi á hlutina, koma reglu á.
Skipulag er eins og hver og einn
vill hafa það. Óskipulag aftur á
móti þýðir að hlutirnir eru ekki
eins og viðkomandi er búinn að
skipa þeim að vera, og þá er hann
eða hún ekki sátt. Það er truflandi
þegar hlutirnir eru ekki eins og við
viljum sjálf hafa þá. En skipulag
þýðir ekki að allir eigi að hafa allt í
röð og reglu samkvæmt einhverri
forskrift, og þess vegna spyr ég
alltaf fólk sem ég vinn fyrir:
Hvernig vilt þú hafa þetta? Minn
skilningur um skipulag getur verið
algerlega annar en hjá viðkomandi.
Minn skilningur er ekkert betri eða
réttari, af því það virkar ekki það
sama fyrir ólíkar manneskjur. Það
sem skiptir öllu máli er að fólk sé
sátt við skipulagið, að það henti
því. Þess vegna er samtal mitt við
fólk sem ég vinn með afar mikil-
vægt. Ég mynda mér ekki skoðun
á því hvað sé best fyrir hvern og
einn, hvað sé hentugast eða ódýr-
ast, af því það skiptir ekki máli og
það skilar engum árangri hvað mér
finnst, heldur hvernig fólk vill sjálft
hafa hlutina. Fólk sem leitar til
mín vill að eitthvað sé öðruvísi en
það nær ekki utan um það til að
hefjast handa. Þá kem ég og hlusta
eftir öllu sem það segir og ég
skynja hvað það er sem fólki finnst
vera mikilvægast,“ segir Virpi og
bætir við að verkefnin sem hún fær
séu fjölbreytt. „Stundum snýst
þetta um að komast innst inn í háa-
loft sem er ekki hægt af því þar er
svo margt sem lokar leið. Eða
tæma og skipuleggja fataskáp sem
er svo yfirfullur að það er óyfirstíg-
anlega erfitt í huga fólks. Stundum
þarf að koma reglu á pappíra eða
hvað annað sem fólk vill koma lagi
á.“
Keypti miða aðra leiðina
Virpi segir að fólk sem vilji
leita eftir þjónustu hennar þurfi
ekki að óttast að hún skammi það
eða reyni að ráða yfir því, heldur
sé hennar hlutverk að hjálpa og
leiðbeina.
„Þetta snýst um markmið
hvers og eins, ekki mitt markmið
eða um að uppfylla mínar kröfur
um skipulag. Ég reyni alltaf að
stilla mér við hliðina á fólki og
horfa á stöðuna eins og ég ímynda
mér að það sjái hana. Mér finnst
þetta mjög skemmtilegt af því fólk
er svo ólíkt. Það er líka ólíkt
hvernig fólk túlkar til dæmis orðið
hræðilegt eða óskipulag. Fólk sem
hefur samband við mig og segir að
bílskúrinn hjá því sé alveg hræði-
legur, það getur átt við afar ólíka
hluti. Sumir nota orðið hræðilegt
yfir það þegar nokkur verkfæri eru
ekki alveg á sínum stað, á meðan
aðrir nota það yfir bílskúr sem er
bókstarflega troðfullur af dóti og
ekki hægt að opna dyrnar vegna
plássleysis.“
Virpi segir að það sé ekki
ósvipað því að leysa þraut að tak-
ast á við skipulagsverkefni.
„Mér finnst það skemmtilegt
og líka svo gaman að vinna með
einni manneskju að því að finna
lausn, því þegar ég starfaði sem
verkefnisstjóri og seinna sem
skipulagsstjóri hjá Íslensku óper-
unni, þá var ég alltaf að vinna að
verkefnum sem mikill fjöldi fólks
kom að,“ segir Virpi sem lauk í
fyrra námi sem vottaður skipu-
leggjandi (Professional Organizer).
Hún er menntaður vefari frá Finn-
landi og lærði textíl í Myndlista- og
handíðaskólanum hér á sínum tíma.
Hún er einnig menntaður leið-
sögumaður og vinnur við það með-
fram skipulagsstarfinu.
„Mér finnst alltaf gaman að
hitta landa mína Finna og tala
finnsku, en í dag eru nákvæmlega
26 ár frá því ég kom fyrst til Ís-
lands, þá aðeins 21 árs, til að starfa
hér um tíma á vegum Nordjob. Ég
keypti miða aðra leiðina og hef ver-
ið hér síðan. Þetta voru mín örlög,
sem ég skapaði mér sjálf.“
Ekki allt í röð og reglu heima hjá mér
„Hái þröskuldurinn hjá
fólki er að hleypa ein-
hverjum heim til sín til
að koma skipulagi á
óreiðu. Það er erfitt skref
fyrir marga og ég er með
þessum garðstundum að
reyna að auðvelda fólki
að hafa samband við
mig,“ segir Virpi Jokinen
sem aðstoðar fólk við að
koma lagi á hlutina.
Morgunblaðið/Eggert
Heimboð í garði Virpi með pop-up-skrifstofu á Klambratúni fyrir viku þar sem gestir fengu kaffi í postulínsbollum.
Virpi tekur við bókunum í síma
691 0991 og á virpi@arettrihillu.is
Facebook: Á réttri hillu
Virpi verður með pop up-
skrifstofu á leikvelli við Suður-
strönd, fyrir neðan Valhúsaskóla á
Seltjarnarnesi á morgun, miðviku-
daginn 3. júlí, kl. 13-14. Þar býður
hún fólki upp á kaffi og spjall um
skipulags- og tiltektarmál. Hún
verður í Hellisgerði í Hafnarfirði
miðvikudag 10. júlí á sama tíma.
Er heitt í vinnunni?
Þín eigin skrifborðs-
kæling!
Á vinnustað eða
hvar sem er!
Kæli-, raka- og
lofthreinsitæki,
allt í einu tæki.
Hægt að tengja
bæði við rafmagn
eða USB tengi.
Verð aðeins
kr. 24.900 m.vsk.
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Útsalan
hafin
40-50%
afsláttur