Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Auglýstar hafa verið tillögur að deili-
skipulagsáætlunum við Kerið í
Grímsnes- og Grafningshreppi. Er
þar gert ráð fyrir að afmarkaðar
verði tvær lóðir austast á svæðinu
undir gestastofu, bílastæði og þjón-
ustubyggingar. Þá er gert ráð fyrir
einni lóð norðvestur af Kerinu undir
þjónustubyggingu. Tillagan gerir
ráð fyrir nýrri aðkomu að Kerinu
austast á svæðinu og mun núverandi
aðkomu verða lokað.
„Deiliskipulagssvæðið afmarkast
af landamerkjum Kerfélagsins ehf.
til norð- og suð-
austurs og mið-
línu Biskups-
tungnabrautar til
norðvesturs.
Deiliskipulags-
svæðið er um 27
ha að stærð,“ seg-
ir í auglýsing-
unni, en leitað
verður eftir um-
sögnum frá Vega-
gerðinni, Minjastofnun Íslands, Um-
hverfisstofnun, Náttúrufræði-
stofnun Íslands og Heilbrigðis-
eftirliti Suðurlands.
Óskar Magnússon, einn rekstrar-
aðila Kersins, segir málið snúast um
að fá formlegt skipulag á svæðið.
„Þær framkvæmdir sem farið hef-
ur verið í á svæðinu hafa verið unnar
á hálfgerðum bráðabirgðaleyfum.
Við höfum sem dæmi ekki haft leyfi
til að reisa aðstöðuhús eða salern-
isaðstöðu vegna þess að skipulag
hefur vantað,“ segir hann og bætir
við að ekki standi strax til að ráðast í
allar ofangreindar framkvæmdir,
verði deiliskipulagstillagan sam-
þykkt. „Við vitum auðvitað ekkert
hvenær hægt verður að hefjast
handa við eitthvað af þessu enda er
þetta bara statt í auglýsingu núna,“
segir Óskar.
Tillögur auglýstar að
deiliskipulagi við Kerið
Gestastofa, breytt aðgengi og þjónustubyggingar
Óskar
Magnússon
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Fólk vill vera á öruggu svæði og
Norðurlöndin hafa verið mjög vinsæl
í þessu tilliti,“ segir Guðjón Ólafur
Sigurbjartsson,
framkvæmda-
stjóri Hei Medical
Travel.
Fyrirtækið hef-
ur um nokkurt
skeið boðið upp á
heilbrigðisþjón-
ustu erlendis.
Morgunblaðið
greindi frá því
seint á síðasta ári
að Hei byði upp á
liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsi í Riga í
Lettlandi. Átti það að vera valkostur
fyrir þá sem ekki sætta sig við langa
bið á Landspítalanum og máttu
áhugasamir vænta þess að greiða
mun minna en fyrir sambærilega
þjónustu í Svíþjóð. Guðjón segir í
samtali við Morgunblaðið að samstarf
við umrætt sjúkrahús í Lettlandi hafi
ekki gengið upp. Þegar á reyndi hafði
sjúkrahúsið ekki öll þau leyfi sem á
þarf að halda til að komast inn í
sjúkratryggingakerfið í löndum Evr-
ópusambandsins og EES. „Þau voru
mjög trúverðug,“ segir Guðjón um
samskipti sín við starfsfólk sjúkra-
hússins en honum var talin trú um að
öll leyfi væru fyrir hendi.
Guðjón er þó alls ekki af baki dott-
inn og beinir nú spjótum sínum til
Póllands og Svíþjóðar með liðskipta-
aðgerðir. Hann kveðst enda skynja
áhuga Íslendinga á fjölbreyttum val-
kostum í heilbrigðisþjónustu.
„Ég er í sambandi við sjúkrahús í
Póllandi og tel að það falli betur að
hugmyndum okkar Íslendinga. Svo
erum við komin í ágætis samband við
mjög gott sjúkrahús í Stokkhólmi.
Það heitir Aleris og er stærsta einka-
sjúkrahús á Norðurlöndunum með
útibú víða,“ segir hann en hægt er að
kynna sér framboðið á heimasíðu Hei.
Tannlækningar mun ódýrari
Sú þjónusta Hei sem mestra vin-
sælda hefur notið eru megrunarað-
gerðir sem framkvæmdar eru á
sjúkrahúsi í Riga, öðru en því sem áð-
ur var nefnt, og í Póllandi. Segir Guð-
jón að ekkert lát sé vinsældum slíkra
aðgerða meðal Íslendinga.
„Ásóknin hefur verið nokkuð stöð-
ug í þessar aðgerðir og við bættum
nýlega við KCM-sjúkrahúsinu í Suð-
ur-Póllandi. Þetta eru um 150 manns
sem hafa farið í megrunaraðgerðir á
okkar vegum á einu ári.“
Hei hefur horfið frá áformum um
að bjóða upp á sjónleiðréttingu er-
lendis og segir Guðjón að ástæðan sé
sú að verðmunur á Íslandi og erlendis
sé ekki það mikill. Öðru máli gegnir
með tannlækningar.
„Tannlækningar í Búdapest hafa
verið mjög vinsælar hjá Íslendingum.
Við erum í samstarfi við Helvetic Cli-
nics-stöðina í miðborg Búdapest og
þar er frábært fagfólk í öllum stöð-
um,“ segir Guðjón sem einmitt var
sjálfur í meðferð í Búdapest þegar
Morgunblaðið ræddi við hann.
„Við byrjuðum að bjóða þessa
þjónustu í maí og þegar hafa tíu
manns farið út. Þá tel ég reyndar
sjálfan mig og dóttur mína með,“ seg-
ir Guðjón og hlær við. „Þetta verða
einhverjir tugir í árslok enda er þetta
helmingi ódýrara en heima og borgin
indæl.“
Mikill áhugi á læknismeðferðum ytra
150 í megrunaraðgerðir á einu ári á vegum Hei Tannlækningar vinsælar Fölsk fyrirheit í Riga
Morgunblaðið/Ásdís
Aðgerð Sífellt fleiri Íslendingar leita sér læknisþjónustu í útlöndum.
Guðjón Ólafur
Sigurbjartsson
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Nokkur eftirspurn er hér á landi eftir
orfum og ljáum, en auglýsing í Morg-
unblaðinu í gær vakti forvitni fyrir
þær sakir að verslunin Brynja við
Laugaveg auglýsti þar til sölu orf úr
áli og tré, ljá og heyhrífu.
Brynjólfur H. Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Brynju, segir að verk-
færin henti ágætlega í ákveðin verk
og jafnvel betur en nýrri tól. „Þetta
er nú bara þjónustulund í okkur af
því menn spyrja um þetta. Við viljum
eiga það sem fólk vantar,“ segir
hann. „Þetta reytist nú svolítið út á
þessum tíma og við höfum selt þetta í
nokkur ár. Ljáinn fáum við frá um
400 ára gömlu fyrirtæki í Austurríki.
Þar áður fengum við þetta frá Nor-
egi, en fundum þetta fyrirtæki þegar
þeir hættu í Noregi,“ segir hann, en
orfin eru aftur á móti smíðuð hér á
landi.
Hentar í lúpínu og kerfil
Spurður hverjir það séu sem kaupi
verkfæri sem hafi í síðari tíð að
mestu verið skipt út með hjálp tækn-
innar, segir hann að sumir þeirra séu
sérviskumenn. „Síðan nota sumir
þetta til að slá lúpínu og kerfil til
dæmis og síðan eru sumir sem vilja
ekki hafa læti þegar þeir slá. Þeir
kaupa þetta líka,“ segir hann. „Þetta
var nú það eina sem menn höfðu í
gamla daga og slógu heilu túnin með
þessu. Það er ekki mikið um það
núna, en þetta hentar í þúfnaslætti,“
segir Brynjólfur.
Aðspurður segir Brynjólfur ljáina
gæðavöru. „Þetta eru fínir ljáir og
sambærilegir við þá norsku; penir og
huggulegir ljáir og ekki eins og þess-
ir stóru,“ segir hann.
Landsbyggðarfólk er áhugasamt
um ljáina þó að Brynja sé staðsett í
miðborg Reykjavíkur. „Við seljum
þetta um allt land og sendum þetta til
verslana til endursölu,“ bætir hann
við, en Brynja pantar um 150 ljái til
sölu hér á landi á þriggja ára fresti.
Ennþá er spurn eftir
sláttutólum fortíðarinnar
„Penir og huggulegir“ ljáir Henta vel í ákveðin verk
Morgunblaðið/Eggert
Árbæjarsafn Á safninu eru tún slegin með orfi og ljá. Það er skemmtilegt
og fræðandi fyrir þá yngri að læra hvernig farið var að í gamla daga.
380.000 örnefni eru óstaðsett hér-
lendis og vinnur starfsfólk Land-
mælinga Íslands nú í kapphlaupi við
tímann við að staðsetja þau áður en
vitneskja um staðsetningu þeirra
glatast. Gunnar Haukur Kristinsson,
forstöðumaður sviðs mælinga og
landupplýsinga hjá Landmælingum
Íslands, segir nauðsynlegt að fá fleiri
staðkunnuga einstaklinga víðs vegar
um landið til að aðstoða við skrán-
inguna.
„Þekktasta svæðið er Borgar-
fjarðardalirnir þar sem félag aldr-
aðra tók sig til og meðlimir þess
unnu í þessu verkefni í nokkur ár.
Húnavatnssýslurnar vestari eru
talsvert vel skráðar og Aðaldalurinn
í Þingeyjarsveit.
Það er oft svona þar sem eru ein-
hverjir eldhugar eða einhver félög
sem skrá þetta. Við getum ekki stað-
sett örnefnin nema það sé einhver
staðkunnugur sem getur sagt okkur
nákvæmlega til um hvaða hóll það er
sem heitir þetta eða hvar þessi
hvammur er akkúrat.“
Menningararfur í örnefnum
120.000 örnefni hafa nú þegar ver-
ið skráð en Landmælingar Íslands
miða við örnefnalýsingar sem gerðar
voru af Örnefnastofnun á síðustu öld
þegar áætlað er
að 380.000 ör-
nefni séu enn
óstaðsett.
Gunnar segir
mikilvægt að ör-
nefnin séu varð-
veitt.
„Menningar-
arfur okkar ligg-
ur í örnefnunum
vegna þess að þau
hafa mörg hver verið til síðan land
byggðist. Þau eru líka rosalega góð
heimild um atvinnusögu. Það sem
gerist með breyttum atvinnuháttum
er að þessi örnefni týnast úr málinu
vegna þess að þau þykja ekki eins
mikilvæg og áður. Það eru bara fáir
eftir af kynslóðinni sem þekkti þetta
mjög vel.“
Gunnar segir nærri öruggt að
staðsetning einhverra örnefna muni
glatast.
„Við erum að ná að bæta tíu til
tuttugu þúsund nöfnum á ári í
grunninn svo við höfum gefið okkur
svona 40 ár til að klára þetta en þá er
náttúrulega ein kynslóð í viðbót farin
svo við megum helst ekki vera leng-
ur að því. Þá stöndum við uppi með
mína kynslóð sem veit bara hvar
GPS-hnitin eru.“ ragnhildur@mbl.is
Lega örnefna
gæti glatast
Eiga eftir að staðsetja 380.000 örnefni
Gunnar Haukur
Kristinsson