Morgunblaðið - 02.07.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 02.07.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í sal eða heimahúsi Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjöldamótmæli brutust út í Hong Kong í gær, en þá voru 22 ár liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yf- irráð yfir nýlendu sinni þar. Mótmæl- in urðu róstusöm þegar á leið daginn og gerðu mótmælendur áhlaup á bæði stjórnarskrifstofur Hong Kong-hér- aðs sem og þinghús þess. Skrifuðu mótmælendur slagorð á veggi þingsalarins með úðabrúsum, auk þess sem þeir sveipuðu ræðupúlt þingsins hinum gamla nýlendufána Breta. Þá var skjaldarmerki Hong Kong, sem tekið var upp við yfirtöku Kínverja, skemmt með úðabrúsum, auk þess sem mótmælendur reistu borða yfir þingsalinn, þar sem stóð „Hong Kong er ekki Kína“. Lögreglan í Hong Kong varaði við því að hún myndi beita „viðeigandi afli“ til þess að fjarlægja mótmælend- ur úr húsinu, og var táragasi og kylf- um beitt til þess að dreifa mannfjöld- anum. Munu flestir mótmælendur hafa yfirgefið þinghúsið án mót- spyrnu við svo búið. Kröfðust afsagnar Lam Mótmælin eru framhald óeirða sem verið hafa undanfarnar vikur í hér- aðinu eftir að umdeild löggjöf, sem hefði heimilað framsal til kínverskra yfirvalda, var lögð fyrir þingið. Hafði öldur lægt nokkuð eftir að frumvarpið var dregið til baka, en mikil spenna hefur engu að síður ríkt í héraðinu. Tugir þúsunda manna tóku þátt í friðsamlegri fjöldagöngu fyrr um daginn, þar sem þess var krafist að Carrie Lam, héraðsstjóri Hong Kong, segði af sér embætti vegna framsals- málsins, en hún er talin of leiðitöm stjórnvöldum í Peking. Þá mótmæltu þeir einnig minnkandi frelsi Hong Kong-búa, sem sagt var í trássi við þau fyrirheit sem Kínverjar gáfu við yfirtökuna árið 1997. Þegar líða tók að kvöldi breyttist yfirbragð mótmælanna, og hófu ungir menn með öryggishjálma á höfði áhlaup á helstu stjórnarbyggingar Hong Kong líkt og fyrr sagði. Styður friðsamleg mótmæli Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar styddu og myndu áfram styðja við réttindi Hong Kong. Varaði hann hins vegar mótmælendur við því að þeir þyrftu að forðast beitingu ofbeldis. Hins vegar væri nauðsynlegt að varð- veita rétt Hong Kong-búa til friðsam- legra mótmæla líkt og þeirra sem hundruð þúsund íbúa héraðsins hefðu efnt til fyrr um daginn. Mótmælendur tóku yfir þinghúsið  22 ár liðin frá yfirtöku Kínverja á Hong Kong  Bretar styðja við „frelsi til friðsamlegra mótmæla“ AFP Óeirðir Mótmælendur skemmdu merki Hong Kong í þingsalnum. Japanskir hvalveiðimenn sjást hér hella hrísgrjónavíni eða sake yfir nýveidda hrefnu, en hvalurinn var einn af þeim fyrstu sem dregnir voru að landi í gær eftir að Japanir hófu á ný hvalveiðar í ágóðaskyni. Rúmlega þrír áratugir eru liðnir síðan Japanir stunduðu síðast slíkar hvalveiðar, en þeir sögðu sig formlega úr Alþjóðahvalveiðiráðinu á sunnudaginn. Ráðgert er að þeir veiði 227 hvali, þar af 52 hrefnur. AFP Japanir hefja hvalveiðar á ný Ríkisfjölmiðlar Norður-Kóreu hömpuðu Donald Trump í gær fyr- ir að hafa fundað með Kim Jong- un, leiðtoga Norður-Kóreu, á sunnudaginn í landamæraþorp- inu Panmunjom. Þá sögðu kín- versk stjórnvöld að fundurinn gæfi sögulegt tækifæri til að ná sáttum á Kóreuskaganum. Demókratar á Bandaríkjaþingi gagnrýndu Trump hins vegar harð- lega, meðal annars fyrir að hafa boðið Kim til Washingtonborgar, og sökuðu hann um að hafa gefið einræðisherranum um of undir fót- inn. Öldungadeildarþingmennirnir Elizabeth Warren og Kamala Harr- is, sem báðar sækjast eftir útnefn- ingu demókrata til forseta- framboðs, voru þar á meðal, og sögðu þær Trump eingöngu hafa sóst eftir góðu ljósmyndatækifæri á kostnað mannréttinda. Repúblik- anar hrósuðu hins vegar Trump fyrir að hafa sýnt forystu með hin- um óvænta fundi sínum með Kim. Trump hampað fyrir Panmunjom-fundinn Donald Trump NORÐUR-KÓREA Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, tilkynnti í gær að Íranar ættu nú meira en 300 kílógrömm af auðguðu úrani, en það er hámarkið sem þeim var sett samkvæmt kjarnorkusam- komulagi landsins við alþjóðasam- félagið árið 2015. Alþjóðakjarnorku- málastofnunin staðfesti yfirlýsingu Zarifs síðar um daginn. Íranar tilkynntu um miðjan júní að þeir hygðust fara yfir mörkin nema Bandaríkjastjórn hætti við refsi- aðgerðir sínar gegn landinu og fylgdi samkomulaginu. Þá hótuðu Íranar í maí síðastliðnum að þeir myndu ganga enn lengra nema þau stórveldi sem enn standa að samkomulaginu, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Kína og Rússland, veittu Írönum virka aðstoð við að fara framhjá refsi- aðgerðum Bandaríkjanna. Evrópusambandið tilkynnti á neyð- arfundi sem haldinn var með Írönum og öðrum aðilum samkomulagsins á föstudaginn að það hefði sett á fót sér- staka leið, INSTEX, til þess að hjálpa Írönum að komast fram hjá refsiað- gerðunum, og að þegar væri byrjað að veita fé í gegnum hana. Zarif sagði hins vegar í yfirlýsingu sinni í gær, að leið Evrópusambandsins væri ekki nógu öflug, og því myndu Íranar standa við hótanir sínar. Hóta að auðga úranið meira Meðal þess sem Íranar hafa hótað er að þeir muni byrja að auðga úran upp að hærra hlutfalli en þau 3,67% sem Íransstjórn er heimilað sam- kvæmt samkomulaginu. Hlutfallið sem notað er í kjarnorkuoddum er um 90%. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa hvatt Írana til þess að standa áfram við sinn hluta samkomulagsins, þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi dregið sig úr því. Þá hafa Evrópuríkin þrjú varað Írana við afleiðingum þess að rjúfa skilmála þess um magn auðg- aðs úrans. Íranar komnir yfir leyfilegt magn  Bandaríkja- stjórn hótar „há- marksþrýstingi“ AFP Íran Aðildarríki samkomulagsins funduðu í Vín á föstudaginn. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, frestaði um hádegisbilið í gær leiðtogafundi sambandsins, en þeir höfðu þá setið á rökstólum í um 18 klukkutíma án þess að ná samkomulagi um það hverjir eigi að taka við nokkrum helstu embættum sambandsins. Leiðtogarnir munu aftur hefja fund í dag. Angela Merkel Þýskalands- kanslari sagðist vona að hægt yrði með „góðum vilja“ að ná málamiðlun um það hverjir ættu að skipa emb- ættin, en málamiðlunartillaga henn- ar og Emmanuels Macron Frakk- landsforseta, um að Frans Timmermans, jafnaðarmaður frá Hollandi, yrði næsti forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, mætti mikilli andstöðu frá leiðtogum Póllands og Ungverjalands, sem þótti tillagan halla um of á hægriblokkina EPP, sem fékk flest atkvæði í Evrópu- þingskosningunum síðast án þess þó að ná meirihluta. Engin sátt um Timm- ermans  Ungverjar og Pól- verjar á móti honum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.