Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þá er leið-togafund-inum G-20
lokið en núna fór
hann fram í Japan.
Það eru til nokkr-
ar tegundir af g-fundum og
mikilvægið vex eftir því sem
talan sem er aftan við lækkar.
Það er handleggur að halda
slíka fundi þótt aðalleikend-
urnir séu aðeins 20 talsins. En
þeim fylgir mikil hjörð og ólík.
Fyrst skal nefna makana,
enda þarf heilmikið að snúast
með þá á meðan hinn helming-
urinn, betri eða verri, bjargar
heiminum. Þá eru það háttsett
fyrirmenni og ráðgjafar við-
komandi leiðtoga og þegar
stórleiðtogar eiga í hlut geta
þeir skipt hundruðum. Það
eru háttsettir ráðherrar og
þeim fylgir fjöldi háttsettra
ráðgjafa til viðbótar við enn
háttsettari ráðgjafa leiðtog-
ans sjálfs. Ráðgjöfunum fylgir
svo sérstakur hópur aðstoðar-
manna sem finna til sín þótt
þeir standi neðar í gulltröpp-
unum en þeir kysu.
Þótt ábyrgðin á öryggi
þessa hóps liggi hjá gest-
gjafaríkinu, þá er því ekki að
treysta til fulls. Því eru
hundruð öryggisvarða sem
fylgja gestunum að heiman.
Fínustu leiðtogarnir láta
flytja sínar sérstöku bifreiðar
um hnöttinn hálfan í flutn-
ingaflugvélum af stærstu gerð
til þess að fara með þá og
fylgdarlið á milli húsa, þótt
þeir séu að heimsækja einn
mesta bílaframleiðanda í
heimi. Sumir leiðtoganna
fljúga í risaþotum, einu helsta
tákninu um vald þeirra og
virðingu, og önnur álíka flýg-
ur með til vara.
Þá er flugvélafloti í því að
flytja fréttamenn og fjölda
tæknimanna til fundarstað-
arins.
Allir þessir ferðagarpar eru
svo upplagðir í að ræða um
loftslagsmál á fundinum og
hvernig eigi að bjarga heim-
inum í þeim efnum. Óháð því
umræðuefni sem öðrum eru
nokkur áhöld um það hvort
slíkir fundir geri gagn (Jónas
stýrimaður velti svipaðri
spurningu fyrir sér: „Ég veit
ekki hvort Búnaðarþing sé
gagnslaust, en ég vona það.“).
Stundum eru G-fundir not-
aðir sem refsivöndur. Pútín
ákvað að Krímskagi skyldi
áfram heyra undir Kremlar-
bændur, kommúnista, keisara
eða svona blöndu af því eins
og Pútín. Hann sagði skagann
hafa gert það um aldir utan
þess stutta skeiðs sem látið
var eins og Úkraína væri
skrifuð fyrir honum að formi
til með bréfi
Krústsjeffs, á
meðan Úkraína og
Krím heyrðu bæði
undir hann. Segja
má að Úkraína
hafi komist lengst í að „eiga
Krím“ á tímanum frá hruni
Sovétsins og þar til Pútín
„samþykkti“ að taka við skag-
anum að lokinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu þar. Þá var
Pútín bannað að fara á svona
G-fund.
Á fundum sem þessum
skipta ljósmyndir mestu. Ein
sýndi Theresu May og Pútín
og hún setti upp eindæma
sparifýlusvip. Með svipnum
undirstrikaði hún kröfu um að
Pútín framseldi meinta eitur-
byrlara sem létu til sín taka í
Salisbury. Pútín segist engin
deili vita á þrjótum þeim. En
hitt veit Pútín að þótt May
hafi verið þrútin á myndinni
þá er hún almennt á leið út úr
myndinni og varla verður sæt-
ari svipur hennar þegar Boris
bankar eftir þrjár vikur. Og
þeir Donald Tusk og Jean
Claude-Juncker hætta í haust
og missa líka af Boris.
Ljósmyndurum var uppá-
lagt að fylgjast vel með frú
Merkel og hafa annað auga á
skjálftamælum því að fréttir
af henni snúast allar um
skjálfta, sem þýsk stjórnvöld
neita að ræða.
Donald Trump var auðvitað
miðpunkturinn á G-20 eins og
hann hefur verið síðan í
barnaafmælunum í trump-
turnunum. En honum dugði
ekki þessi athygli ein og sendi
því tíst eina nóttina og sagðist
ætla að líta við á „hlutlausa
svæðinu“ í Kóreu og væri Kim
á lausu væri notalegt ef hann
mætti. Kim, sem er á meðal
helstu tístaðdáenda forsetans,
brá hart við og tísti að víst
yrði hann þar. Þar var svo
handsalað að þeir tveir hefðu
hist í þriðja sinn. Og Trump,
sem komst 20 metra inn í
Norður-Kóreu, bauð Kim í
Hvíta húsið til að heilsa sér í
fjórða sinn. Trump þyrfti að
gæta þess að framboðið af
handaböndum í heimshornum
er orðið mikið og jafnvel
hversdagslegt, einkum þar
sem fátt handfast hefur komið
út úr handtökunum.
Kannski þarf eitthvað bita-
stætt til að réttlæta það
fjórða. En hitt er rétt að þau
andartök sem þessi handartök
vörðu og ákvörðun forseta
Kína og Bandaríkjanna um að
æja nú ögn í viðskiptasnerrum
urðu til þess kauphallir fóru í
háhæðir. Kauphallir í gróða-
von eru áhrifagjarnar dömur.
Heimsleiðtogar
töldu G upp
á tuttugu}
GGGGGGGGGG
GGGGGGGGGG
S
tutta svarið er alltaf. Það er hins veg-
ar ekki fullkomlega nákvæmt svar.
Í síðustu viku var ég til dæmis að
elta boltastrák á Orkumótinu í
Vestmannaeyjum. Þar var ég bara
pabbi en inn á milli er ég spurður alls konar
spurninga sem ekki er hægt að túlka öðruvísi
en sem hluta af þingstarfinu. Mér finnst slíkar
spurningar alveg sjálfsagðar, því eins og áður
sagði þá er þingmaður alltaf í vinnunni (innan
skynsamlegra marka auðvitað). Mér var meira
að segja boðið á opnun á listasýningu í Eld-
heimum af því tilefni einu hvaða starfi ég gegni.
Ástæðan fyrir því að mér finnst mikilvægt að
fjalla um þetta er tvíþætt. Annars vegar er hið
svokallaða sumarfrí þingmanna langt frá því að
vera sumarfrí. Næst á dagskrá hjá mér (fyrir
utan að skrifa þennan pistil) er að fara yfir þau
þingmál sem ekki komust í gegnum þingið, uppfæra þau
miðað við umsagnir eða miðað við nýjar upplýsingar, til
þess að þau verði tilbúin og uppfærð til framlagningar á
næsta þingi. Ég þarf líka að fara betur yfir svör úr fyr-
irspurnum og ákveða hvort það þarf einhverjar frekari að-
gerðir vegna þeirra eða ekki. Hin ástæðan fyrir því að það
er mikilvægt að fjalla um það hvenær þingmenn eru að
sinna starfi sínu er vegna endurgreiðslna starfskostnaðar.
Þarna var ég, í Vestmannaeyjum, meðal annars að
sinna starfi mínu sem þingmaður. Ég hefði hæglega getað
boðað nokkra fundi á meðan ég var þarna og farið „í leið-
inni“ á Orkumótið. Ef ég hefði gert það hefði ég auðveld-
lega getað sent endurgreiðslubeiðni á þingið
vegna þess að það hefði verið starfsferð. Það
hefði verið erfitt fyrir þingið að sjá það í beiðn-
inni hvort um lögmætt tilefni væri að ræða eða
ekki. Það er meðal annars þess vegna sem
þingmönnum er treyst fyrir því að skila reikn-
ingum rétt og heiðarlega inn, vegna þess að
það er svo erfitt að greina á milli þess hvort
ferð er vegna þingstarfa eða ekki. Svipuð rök
heyrast í kringum kosningar. Þá á víst að vera
svo erfitt að greina á milli þess hvort þing-
menn séu á þeytingi út um allt land sem þing-
menn eða frambjóðendur. Ég mótmæli þessu
harðlega, það er bara mjög auðvelt, a.m.k. fyr-
ir þingmanninn. Fyrir kosningar er þingmað-
ur að sinna frambjóðendastarfi og á engan
rétt til þess að fá endurgreiddan starfs-
kostnað.
Þetta er mikilvægt af því að ég tel tregðuna í að rann-
saka akstursgreiðslumálið vera af þessum ástæðum, að
þingmenn, sérstaklega í kringum kosningar, hafi fengið
óeðlilega mikið endurgreitt fyrir „störf sín“. Þess vegna er
allt gert til að koma í veg fyrir rannsókn og slá frekar á
puttana á sendiboðunum. Þegar málið komst loksins út úr
forsætisnefnd mátti ekki skoða sannleiksgildi þess hvort
óeðlilega hefði verið farið með endurgreiðslur. Pælið í því,
sannleikurinn mátti ekki skipta máli.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Hvenær er ég í vinnunni?
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Meðalgiftingaraldur hefurhækkað um allan heimog fæðingartíðni lækk-að, auk þess sem konur
hafa aukið efnahagslegt sjálfstæði,
heilt yfir. Konur taka nú aukinn
þátt á vinnumarkaði, en hjónabönd
og móðurhlutverkið draga fyrst og
fremst úr þátttöku kvenna á at-
vinnumarkaði. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í nýútkominni
skýrslu UN Women, Progress of
the World‘s Women 2019-2020:
Families In A Changing World.
Þar kemur og fram að þótt
réttindabarátta kvenna hafi þokast
áfram síðastliðna áratugi eigi sér
enn stað kynjamismunun og grund-
vallarmannréttindabrot innan
veggja heimilisins – til að mynda
búa þrír milljarðar kvenna og
stúlkna í löndum þar sem nauðgun í
hjónabandi er ekki refsiverð og í
fimmta hverju landi í heiminum
hafa konur ekki jafnan erfðarétt á
við karla.
Stella Samúelsdóttir, fram-
kvæmdastýra UN Women, segir að
þótt tekið hafi verið á ýmsum þátt-
um viðgangist kynbundið ofbeldi
enn.
„Það er merkilegt hvernig fjöl-
skyldan er tekin fyrir sem eining í
skýrslunni; bæði sem staður þar
sem þú færð mestu hlýjuna og ást-
ina en síðan geti hún verið ógn fyrir
konur þar sem konur fái ekki að
blómstra og sæti kynbyndnu of-
beldi,“ sagði Stella.
Því til stuðnings er í skýrslunni
nefnt að talið sé að ein af hverjum
þremur konum hafi lent í líkamlegri
eða kynferðislegri áreitni af hendi
maka.
Einhleypar konur virkari í
atvinnulífinu, öfugt við karla
Þá er atvinnuþátttaka ein-
hleypra kvenna meiri en þeirra sem
giftar eru. Þetta er raunin alls stað-
ar í heiminum en þó helst í Mið- og
Suður-Asíu, þar sem atvinnuþátt-
taka giftra kvenna er tæp 30% og
einhleypra um 51%. Síst á þetta við
í Evrópu og Norður-Ameríku, þar
sem atvinnuþátttaka giftra kvenna
er um 79% en einhleypra kvenna
um 84%. Hjónabandið hefur hins
vegar öfug áhrif á karla; giftir karl-
ar taka virkari þátt í atvinnulífinu
en þeir sem einhleypir eru.
Stella segir að fjölskyldu-
munstur hafi tekið miklum breyt-
ingum og löggjöf þurfi að breytast í
takt við breytta tíma: „Nú er verið
að breyta lögum sem komu konum
mjög illa og það er frábært en núna
erum við líka að upplifa bakslag í
þessari baráttu þar sem það er ver-
ið að taka réttindi kvenna. Það er-
um við að upplifa varðandi kynheil-
brigði og frjósemisrétt kvenna,
réttindi til fóstureyðinga og þess
háttar,“ sagði Stella. Dæmi máli
Stellu til stuðnings er þungunar-
rofslöggjöf sem samþykkt var í Ala-
bamaríki í maí síðastliðnum, þar
sem þungunarrof á öllum stigum
þungunar er bannað.
Eftirspurn eftir getnaðar-
vörnum er betur mætt
Ennfremur kemur fram í
skýrslunni að eftirspurn eftir nú-
tímagetnaðarvörnum sé mætt í
auknum mæli alls staðar í heim-
inum. Hópurinn sem fjallað er um
eru konur eða konur í sambúð sem
vilja nota getnaðarvarnir, á aldr-
inum 15 til 49 ára. Langmest notk-
un getnaðarvarna er í Austur- og
Suðaustur-Asíu, þar sem hlutfall
þeirra sem kjósa að nýta sér getn-
aðarvarnir er nærri 90%. Rúm 80%
kvenna frá Evrópu og Norður-
Ameríku sem vilja nota getnaðar-
varnir fá aðgang að þeim en árið
1970 fékk aðeins 41% kvenna á
heimsvísu að nota getnaðarvarnir.
Fjölskyldan oft
og tíðum hindrun
Ljósmynd/UN Women
Einstæð Menal Suleyman er einstæð tyrknesk móðir á flótta frá Sýrlandi.
Afríkuríkið Rúanda hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum á
sviði heilbrigðisþjónustu og getnaðarvarna, þvert á önnur Afríkuríki, að
því er fram kemur í skýrslu UN Women.
Á síðastliðnum fjörutíu árum hefur barneignum í Rúanda fækkað um
helming eða úr 8,3 börnum að meðaltali í 3,8 börn. Á sama tíma hefur
dauðsföllum mæðra fækkað úr 1.300 í 290 af hverjum 100 þúsund fæð-
ingum árið 2015. Þetta má þakka bættu heilbrigðiskerfi en Rúanda stofn-
aði hjúkrunar- og ljósmæðraskóla til að fjölga starfsmönnum í greininni.
Árið 1999 bauðst landsmönnum heilsutrygging og fyrir 2010 höfðu um
78% Rúandamanna tryggt sér heilsutryggingu.
Framfarir í Rúanda
GOTT AÐGENGI AÐ GETNAÐARVÖRNUM