Morgunblaðið - 02.07.2019, Page 24

Morgunblaðið - 02.07.2019, Page 24
JÚNÍ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Sveindís Jane Jónsdóttir er á sinni fimmtu leiktíð með meistaraflokki Keflavíkur. Fyrir tæpum þremur ár- um var hún fengin á sínar fyrstu æf- ingar með A-landsliði Íslands. Hún er burðarás í liði Keflavíkur og hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum í úr- valsdeildinni í fótbolta í sumar og átt sinn þátt í því að nýliðarnir eru ekki í fallsæti. Það kann því að koma ein- hverjum á óvart að Sveindís er að- eins nýorðin 18 ára. Sveindís og Natasha Anasi, liðs- félagi hennar í Keflavík, stóðu upp úr í júnímánuði í Pepsi Max- deildinni. Keflavík vann tvo frábæra sigra í júní, 4:0 gegn KR á útivelli og svo 5:0 gegn Stjörnunni á heimavelli, en aðeins voru leiknar tvær umferðir í mánuðinum. Auk þeirra er mark- vörðurinn Aytac Sharifova frá Kas- akstan í úrvalsliði mánaðarins hjá Morgunblaðinu en hún kom til liðs við Keflavík eftir að Íslandsmótið hófst og hefur staðið sig mjög vel. „Við höfum átt þetta inni. Við vor- um alveg búnar að standa okkur vel í þessum fimm tapleikjum en hlut- irnir féllu ekki með okkur, ef svo er hægt að segja. Síðan small þetta í síðustu leikjum og vonandi heldur það þannig áfram. Við fengum alveg að heyra það að þetta yrði bara eins og hjá karlaliði Keflavíkur í fyrra, sem féll strax niður án þess að vinna leik, en við nenntum ekki að vera svona lið sem að bíður alltaf eftir sigri. Við vorum staðráðnar í að setja í næsta gír og gerðum það,“ segir Sveindís. Bíð eftir öðru tækifæri Það var snemma ljóst að miklir hæfileikar byggju í Sveindísi en sumarið 2016 skoraði hún 27 mörk í 19 leikjum fyrir Keflavík í 1. deild- inni, 15 ára gömul. Þess vegna sá Freyr Alexandersson þáverandi landsliðsþjálfari ástæðu til þess að kalla hana til æfinga um haustið, í æfingahóp leikmanna sem spiluðu með íslenskum félagsliðum: „Ég man vel eftir því. Það var mjög skemmtilegt, enda var ég nú ekkert að stefna á A-landsliðið þá. Ég bíð eftir öðru svona tækifæri, vonandi bráðlega. Ég er enn gjaldgeng í U19-landsliðinu en það væri ótrú- lega skemmtilegur bónus að fá tæki- færi alla vega til að æfa með A- landsliðinu.“ Stefnir til Bandaríkjanna Sveindís hefur alls skorað 45 mörk í 64 deildarleikjum fyrir Kefla- vík, uppeldisfélagið sem hún hefur alltaf spilað með, og hún hefur skor- að 16 mörk í 31 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hún er ánægð með frammistöðu sína og Keflavíkurliðs- ins hingað til í sumar: „Ég er nokkuð sátt en ég veit að ég get betur og finnst ég bæta mig með hverjum leiknum. Liðið okkar hefur mjög lítið breyst síðustu þrjú ár og þetta eru alveg frábærar stelp- ur, liðsheildin geggjuð og ótrúlega gaman að vera með þessu liði. Það er bjartara yfir okkur núna eftir þessa tvo sigra, en við getum ekki bara verið ánægðar með þetta heldur verðum við að halda áfram.“ Með frammistöðu sinni í 1. deild vakti Sveindís vitaskuld áhuga nokk- urra af bestu félögum landsins og hún fór til reynslu hjá Kristianstad í Svíþjóð haustið 2016. Hún hefur hins vegar haldið tryggð við Keflavík. „Ég fékk tilboð frá einhverjum en ég var ákveðin í að vera áfram í Keflavík, og sá ekki ástæðu til að breyta til í vetur fyrst við vorum komnar í efstu deild. Kannski prófa ég eitthvað nýtt með tímanum en mér líður vel í Keflavík. Ég ætla svo alla vega út í háskólafótboltann í Bandaríkjunum á næsta ári, ef það gengur vel í skólanum í vetur. Ég er búin að fá tölvupósta frá einhverjum skólum en hef svo sem ekkert verið að skoða þá alveg strax. Ég horfi ekki til atvinnumennsku núna en það er markmiðið síðar meir,“ segir Sveindís. Hæfileikarnir frá mömmu sem stalst til að spila? Foreldrar Sveindísar eru Eunice Ama Quayson og Jón Sveinsson og Sveindís segir mömmu sína hand- vissa um að fótboltahæfileikana hafi hún erft frá sér: „Mamma mín er frá Gana og amma mín hét Jane, svo ég heiti í höfuðið á henni. Mamma kom hingað árið 2000 og ég fæddist árið 2001. Mömmu var ekki leyft að vera í fót- bolta þegar hún var ung, einfaldlega vegna þess að hún var stelpa, þannig að hún stalst til þess að spila fót- bolta. Hún segir að ég hafi þessa hæfileika frá henni, þó að ég trúi því nú ekki að hún hafi verið neitt svaka- lega góð. Pabbi var ekki mikið í fót- bolta,“ segir Sveindís lauflétt í bragði, áður en hún snýr sér aftur að garðyrkjustörfunum sem Morgun- blaðið truflaði hana frá.  Úrvalslið júnímánaðar er hér fyrir ofan. Natasha Anasi, Cloé La- casse og Elín Metta Jensen voru einnig í úrvalsliði maímánaðar en hinar átta eru í fyrsta skipti í úrvals- liði mánaðar á þessu tímabili. Mömmu bannað að æfa en Sveindís sló ung í gegn  Sveindís Jane Jónsdóttir er leikmaður júnímánaðar hjá Morgunblaðinu Morgunblaðið/Hari Öflug Sveindís Jane Jónsdóttir er aðeins 18 ára gömul en hefur þegar leikið í tæp fimm ár með meistaraflokki Keflavíkur og skorað 45 mörk fyrir liðið í deildakeppninni, þrjú þeirra í úrvalsdeildinni í sumar. 3-4-3 Lið júnímánaðar hjá Morgunblaðinu Pepsi Max-deild kvenna 2019 Aytac Sharifova Kefl avík Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir Þór/KA Cloé Lacasse ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir Breiðabliki Ásdís Karen Halldórsdóttir KR Margrét Lára Viðarsdóttir Val Sveindís Jane Jónsdóttir Kefl avík Gígja Valgerður Harðardóttir HK/Víkingi Natasha Anasi Kefl avík Elín Metta Jensen Val Anna María Friðgeirsdóttir Selfossi Fjöldi sem leikmaður fékk í mánuðinum 5 2 2 2 4 2 3 3 4 2 32 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019 OFNÆMI Í NEFI? Cetirizin STADA filmhúðaðar töflur innihalda cetirizin tvíhýdróklóríð, 10 mg, og er lyfið notað til að draga úr einkennum í nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs og til að draga úr einkennum langvinns ofsakláða af óþekktum orsökum. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. OFNÆMI Í AUGUM?  Körfuknattleiksmaðurinn öflugi Ke- vin Durant er á leið til Brooklyn Nets eftir að hafa spilað með Golden State Warriors í þrjú ár. Þetta var staðfest á samfélagsmiðlum af fyrirtæki hans, The Boardroom, en hann getur form- lega gengið til liðs við Brooklyn á laug- ardaginn kemur þegar þeir sem eru með lausa samninga geta skipt um fé- lag. Durant varð meistari með Golden State 2017 og 2018 og var í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslita- keppninnar. Hann gerir fjögurra ára samning sem er sagður 164 milljón dollara virði.  Handknattleiksmarkvörðurinn Sölvi Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Selfyssinga til næstu tveggja ára. Sölvi er 24 ára gamall og varð Ís- landsmeistari með Selfyssingum í vor. Hann lék með Aftureldingu 2015-2017 en annars með Selfossi allan sinn feril.  Marcus Rashford er talinn vera orð- inn launahæsti enski knattspyrnu- maðurinn í úrvalsdeildinni á Englandi eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við Manchester United en hann gildir til ársins 2023. The Independent segir að Ras- hford fái 250 þúsund pund, tæpar 40 milljónir króna, á viku. Hann hefur verið í röðum félags- ins frá sjö ára aldri. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.