Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Það eru ákveðin tímamót að hafa
haldið úti alþjóðlegri tónlistarhátíð
hérna við ysta haf í 20 ár,“ segir
Gunnsteinn Ólafsson listrænn
stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á
Siglufirði sem haldin er dagana 3.-7.
júlí. Að þessu sinni er yfirskrift
hátíðarinnar „Ást og uppreisn“. „Ég
bað þá sem koma
fram á hátíðinni
að velta þessu
þema fyrir sér og
koma með tónlist
sem gæti hæft
þessum efnivið.
Ástar- og upp-
reisnarsöngvar
eru þess vegna
ákveðið þema á
hátíðinni,“ segir
Gunnsteinn. Af eftirtektarverðum
viðburðum hátíðarinnar nefnir
Gunnsteinn norsk-bandaríska hóp-
inn Felaboga sem flytur tónlist frá
tímum iðnbyltingarinnar í Banda-
ríkjunum þegar norskir innflytj-
endur minntust ættjarðarinnar.
Hópurinn stendur einnig fyrir dans-
leik í lok hátíðarinnar, laugardaginn
6. júní, þar sem stignir verða banda-
rískir kontradansar. Gunnsteinn
segir hópdansana vera auðlærða og
mjög skemmtilega. Boðið verður upp
á kennslu í dönsunum fyrr sama dag
og mun hin bandaríska Alix Cordray
stjórna dansinum.
Vilja koma ungu fólki á bragðið
Gunnsteinn nefnir einnig að Gyða
Valtýsdóttir, sem var tilnefnd til
Tónlistarverðlauna Norðurlanda-
ráðs, haldi tónleika á hátíðinni og að
ný íslensk sveit sem kallast Strá-
kurr, muni halda bluegrass-tónleika.
„Svo má ekki gleyma upphafs-
tónleikum hátíðarinnar þar sem
Bjarni Thor Kristinsson stórsöngv-
ari, ásamt Lilju Guðmundsdóttur
sópransöngkonu og Ingileif Bryndísi
Þórsdóttur píanóleikara, flytur verk
eftir íslensk tónskáld, m.a. Atla
Heimi Sveinsson heitinn.
Við viljum gefa ungu fólki tæki-
færi til þess að koma fram á hátíð-
inni, styrkja það í að koma fram og
koma því á bragðið í sambandi við ís-
lensk þjóðlög. Mig langar að benda á
að Ásta Kristín Pjetursdóttir, sem
fékk verðlaun á Músíktilraunum,
kemur fram.“ Gunnsteinn nefnir
einnig systkinin Alli og Volter
Pylkkö, sem eru sænskumælandi
Finnar og flytja þjóðlög sem sænski
minnihlutinn hefur varðveitt í Finn-
landi. Sinfóníuhljómsveit unga fólks-
ins mun svo frumflytja nýtt íslenskt
verk eftir Gunnar Andreas Krist-
insson. Margt fleira verður í boði á
hátíðinni og ættu allir að finna eitt-
hvað við sitt hæfi. Til dæmis er boðið
upp á fjölbreytt tónlistarnámskeið
eins og fyrri ár, bæði fyrir börn og
fullorðna. Dagskrá hátíðarinnar í
heild má finna á vefnum www.siglo-
festival.com.
Þjóðlagahátíðin er fjölskylduhá-
tíð. Aðgangur er ókeypis fyrir börn
yngri en 12 ára og segir Gunnsteinn
börn vera meira en velkomin á við-
burði hátíðarinnar. „Það amast eng-
inn við hávaða eða öðru sem fylgir
börnum, það er bara hluti af hátíð-
inni og við fögnum því að fólk taki
börn með sér á tónleika.“
Gunnsteinn segir það enga til-
viljun að Þjóðlagahátíðin skuli vera
haldin á Siglufirði. „Bjarni Þor-
steinsson, sem safnaði íslensku
þjóðlögunum í lok 19. aldar og í upp-
hafi þeirrar 20. og gaf síðan út bók
sína Íslensk þjóðlög árið 1906, bjó í
hálfa öld á Siglufirði og safnaði þjóð-
lögunum þar. Þjóðlagasetrið er í
húsinu sem hann bjó í þegar hann
kom fyrst til Siglufjarðar, elsta húsi
bæjarins. Svo það er ákveðin sögu-
leg tenging þarna.“
Staðsetningin skiptir máli
Að sögn Gunnsteins býr Siglu-
fjörður sérstaklega vel að tónleika-
stöðum. „Við erum með Siglufjarð-
arkirkju sem var á þeim tíma sem
hún var byggð, árið 1932, stærsta
kirkja á landinu fyrir utan Kaþólsku
kirkjuna í Reykjavík.“ Auk þess eru
viðburðir hátíðarinnar haldnir í
Bátahúsinu, Bræðsluverksmiðjunni
Gránu, Kaffi Rauðku og Þjóðlaga-
setrinu. Gunnsteinn segir staðsetn-
ingu hátíðarinnar skipta miklu máli.
„Það sem styrkir hátíðina sérstak-
lega er að við erum hérna í þröngum
firði með fallegri fjallasýn. Tónleik-
arnir eru flestir aðeins ein klukku-
stund og það myndast notalegur
samhljómur á milli gesta þegar þeir
rölta á milli tónleikastaða. Staðurinn
gerir hátíðina að því sem hún er, án
hans væri andinn allt öðru vísi.“
Samhljómur á fjölskylduhátíð
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði haldin í 20. sinn 3.-7. júlí „Ást og uppreisn“ yfirskrift hátíðarinnar
Morgunblaðið/Ófeigur
Blágresi Bluegrass-hljómsveitin Strá-kurr er meðal þeirra sem koma fram á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði.
Einnig mun Paul Kirby kenna bluegrass-söng á einum af þeim námskeiðum sem í boði verða á hátíðinni.
Dansað Norsk-bandaríski flokkurinn Felaboga stendur fyrir dansleik.
Gunnsteinn
Ólafsson
Þrítugasta og fyrsta starfsár sum-
artónleika Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar hefst í kvöld, þriðjudag,
klukkan 20.30 með tónleikum þar
sem fram koma Bylgja Dís Gunn-
arsdóttir sópran, Helga Bryndís
Magnúsdóttir píanóleikari og
Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Tónleikarnir eru helgaðir elstu ís-
lensku einsöngslögunum. Trausti er
hugmyndasmiður tónleikanna og
flytur að þeim inngang, því tónlist-
arsagan − og sérstaklega saga söng-
lagsins − er honum mjög hugleikin.
Í upphafi verða flutt tvö erlend lög
frá 18. öld við alkunna íslenska
texta. Því næst má heyra lög þeirra
bræðra Jónasar og Helga Helga-
sona og tvö lög eftir Árna Beintein
Gíslason, upprennandi sönglagahöf-
und í lok 19. aldar sem dó ungur. Tvö
fyrstu „eiginlegu“ einsöngslögin
sem prentuð voru hér á landi samdi
Bjarni Þorsteinsson prestur rétt
fyrir aldamót. Þetta eru Systkinin
og Kirkjuhvoll og verða bæði á dag-
skránni. Mikil þáttaskil urðu í sögu
íslenskrar tónlistar er út voru gefin
fjögur einsöngslög eftir Sigfús Ein-
arssonar 1904, tvö þeirra verða flutt.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson tón-
skáld hafði þegar hér var komið
sögu dvalið lengi í Edinborg og gefið
þar út allmörg einsöngslög; tvö
þeirra hljóma. Árið 1907 kom út
fyrsta einsöngslagahefti Árna Thor-
steinsonar, 12 sönglög. Í því eru
margar helstu perlur íslenska ein-
söngslagsins og verða tvö flutt.
Sama ár gaf Jón Laxdal út tvö söng-
lög, annað þeirra mjög þekkt, Sól-
skríkjan en hitt, Fuglar í búri, hefur
gleymst. Bæði eru á dagskránni.
Sigvaldi Kaldalóns var byrjaður
að semja lög um þetta leyti og eitt af
fyrstu lögum hans er á dagskrá
kvöldsins. Fleiri sönglagahöfunda
verður getið og verk þeirra flutt.
Lög frá upphafi
einsöngslagsins
Tónleikar í Listasafni Sigurjóns
Flytjendur Bylgja Dís Gunnars-
dóttir og Helga Bryndís Magnús-
dóttir koma fram á tónleikunum.
Páll Ragnar Pálsson tónskáld og
eistneska söngkonan, tónlistar-
fræðingurinn og rithöfundurinn
Tui Hirv hafa verið ráðin sem list-
rænir stjórnendur og fram-
kvæmdastjórar hinnar vinsælu og
gamalgrónu hátíðar Sumartónleika
í Skálholti sem hefjast á föstudag-
inn, 5. júlí.
Sumartónleikarnir hafa verið
haldnir á hverju sumri allt frá árinu
1975 og var það Helga Ingólfsdóttir
semballeikari sem efndi til þessarar
elstu sumartónleikaraðar Íslands
og stýrði henni til ársins 2004. Þá
tók Sigurður Halldórsson sellóleik-
ari við sem listrænn stjórnandi og á
síðustu árum hafa margir komið að
stefnumótun og framkvæmd tón-
leikanna. „Nýjum stjórnendum
munu fylgja ferskir vindar og
breyttar áherslur en þemu tón-
leikanna eru eftir sem áður annars
vegar frumflutningur nýrrar tón-
listar og hins vegar flutningur eldri
tónlistar á upprunaleg hljóðfæri,“
segir í tilkynningu.
Páll Ragnar Pálsson Tui Hirv
Páll og Tui taka við
sumartónleikum
Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is
Frábær ending
Léttvínsglös
úr hertu gleri