Morgunblaðið - 02.07.2019, Page 26

Morgunblaðið - 02.07.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019 Pepsi Max-deild karla KR – Breiðablik........................................ 2:0 Víkingur R. – ÍA ....................................... 0:0 Grindavík – FH......................................... 0:0 Staðan: KR 11 8 2 1 21:10 26 Breiðablik 11 7 1 3 22:13 22 Stjarnan 11 5 3 3 19:16 18 ÍA 10 5 2 3 15:12 17 Fylkir 10 4 3 3 18:18 15 Valur 11 4 1 6 18:17 13 FH 10 3 4 3 15:17 13 KA 10 4 0 6 15:16 12 Víkingur R. 10 2 5 3 15:17 11 Grindavík 10 2 5 3 7:9 11 HK 10 2 2 6 11:14 8 ÍBV 10 1 2 7 8:25 5 Svíþjóð Häcken – Hammarby .............................. 2:0  Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leik- inn með Hammarby. Staðan: Malmö 14 9 4 1 25:9 31 Djurgården 13 8 3 2 23:10 27 AIK 14 7 4 3 16:11 25 Häcken 13 7 3 3 19:10 24 Gautaborg 13 6 4 3 20:12 22 Norrköping 14 5 6 3 20:16 21 Hammarby 13 5 4 4 20:18 19 Elfsborg 13 4 5 4 17:19 17 Sirius 13 5 1 7 17:21 16 Östersund 13 3 6 4 13:18 15 Örebro 13 4 2 7 15:21 14 Kalmar 13 2 7 4 10:14 13 Helsingborg 13 3 4 6 13:19 13 Sundsvall 14 2 5 7 15:20 11 Falkenberg 13 2 4 7 11:22 10 Eskilstuna 13 1 4 8 9:23 7 Mjólkurbikar karla Dregið til undanúrslita: FH – KR Víkingur R. – Breiðablik  Leikið 14. og 15. ágúst, úrslitaleikur sig- urliðanna verður á Laugardalsvelli laugar- daginn 14. september. Mjólkurbikar kvenna Dregið til undanúrslita: Fylkir – Selfoss KR – Þór/KA  Leikið 19. og 20. júlí, úrslitaleikur sig- urliðanna verður á Laugardalsvelli laugar- daginn 17. ágúst. KNATTSPYRNA HANDBOLTI Opna Evrópumót U17 karla Leikið í Gautaborg: Holland – Ísland ................................... 21:28 Svartfjallaland – Ísland ....................... 23:28  Ísland leikur við Rúmeníu í dag og við Ítalíu og Austurríki á morgun. Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Íslandsmóts- ins 2018, er kominn í raðir Íslandsmeistara Vals á ný en félagið tilkynnti í gær að það hefði keypt danska fram- herjann aftur af moldóvska liðinu Sheriff, þaðan sem Pedersen var seldur í haust. Danski framherjinn, sem skoraði 17 mörk fyrir Vals- menn og vann titilinn með liðinu annað árið í röð í fyrra, tjaldar ekki til einnar nætur á Hlíðarenda í þetta sinn því hann hefur skrifað undir fjögurra ára saming við Val. Pedersen er að ganga í raðir Valsmanna í fjórða sinn. Hann kom fyrst frá Danmörku á miðju tímabili 2013, fór heim um veturinn en sneri aftur vorið eftir. Þá spilaði hann hér í tvö tímabil og varð meðal annars markakóngur deildarinnar 2015 með 13 mörk. Hann fór til Viking í Noregi í kjölfarið, en sneri aftur á miðju tímabili 2017 og lék í eitt og hálft tímabil með Valsmönnum. Eftir hálft tímabil í Moldóvu, þar sem hann skoraði þrjú mörk í fjórtán leikjum með Sheriff, er hann nú kominn í fjórða sinn á Hlíðarenda. Samtals hefur Pedersen gert 47 mörk í 72 úrvalsdeildarleikjum fyrir Val og er fjórði markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Kemur aftur í Val í fjórða sinn Patrick Pedersen VESTURBÆR/FOSS- VOGUR/GRINDAVÍK Guðmundur Hilmarsson Stefán Stefánsson Jóhann Ingi Hafþórsson Heilsteypt og gott KR-lið vann sanngjarnan 2:0-sigur gegn Breiða- bliki í toppslag Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Meistara- völlum í gærkvöld þar sem á fjórða þúsund manns sáu KR-inga vinna sjöunda deildarsigur sinn í röð og með honum náðu þeir fjögurra stiga forskoti á Breiðablik í toppsæti deildarinnar. Kristinn Jónsson gerði sínum gömlu félögum í Breiðabliki ljótan grikk þegar hann skoraði eftir að- eins átta mínútna leik og í kjölfarið fór markvörðurinn og fyrirliði Blik- anna, Gunnleifur Gunnleifsson, meiddur af velli. Gunnleifur varð fyrir meiðslum í baki og aldurs- forseti deildarinnar varð að víkja fyrir óreyndum Hlyni Orra Hlöð- verssyni. Hlynur hefði átt að geta komið í veg fyrir síðara mark KR-inga sem Óskar Örn Hauksson skoraði eftir um klukkutíma leik. Skot Óskars beint á markið söng í netinu og þetta mark reyndist banabiti Kópavogs- liðsins. Það hafði ekki kraft til koma sér inn í leikinn og KR-ingar sigldu sigrinum af öryggi í hús og það verð- ur að segjast eins og er að það er meistarasvipur á liðinu sem leikur á Meistaravöllum. KR-liðið hafði betur í baráttunni á flestum stöðum á vellinum og vest- urbæjarliðið hafði öll ráð Blikanna í hendi sér. KR-ingar léku sem ein góð liðsheild þar sem hvergi var veikan hlekk að finna. Beitir örugg- ur á milli stanganna, miðverðirnir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og hinn ungi Finnur Tómas Pálmason stigu ekki feilspor í hjarta varnarinnar og á miðsvæðinu réðu ríkjum þeir Pálmi Rafn Pálmason og Arnþór Ingi Kristinsson. Blikarnir ollu mér og fjölmörgum stuðningsmönnum þeirra sem lögðu leið sína í vesturbæ Reykjavíkur miklum vonbrigðum. Leikur þeirra var ómarkviss og þeir náðu aldrei að ógna KR-ingum að neinu ráði. Dan- inn Thomas Mikkelsen fékk að vísu dauðafæri til að jafna metin snemma í síðari hálfleik en Beitir sá við hon- um og varði meistaralega. Eftir að Óskar Örn skoraði síðara mark KR var þetta aldrei spurning. gummih@mbl.is Liðin nú lært á Skagamenn Lítið var um snarpan sóknarleik og fátt um færi þegar ÍA og Vík- ingar gerðu markalaust jafntefli. Varnir lágu vel aftur og miðjumenn komu til hjálpar svo það var erfitt fyrir bæði lið að finna glufur á vörn- um og litlar líkur á að hægt væri að lauma boltanum innfyrir varnarlín- urnar. Fyrir vikið var lítið um færi, jafnvel fátt um svokölluð hálffæri – nánast ekkert fyrir hlé ef frá er talið vítið þegar Árni Snær Ólafsson, fyr- irliði ÍA, braut á Nikolaj Hansen en varði svo vítið frá honum. Skagamenn byrjuðu af krafti og ætluðu sér að pressa Víkinga út í mistök en liðin í deildinni hafa unnið sína heimavinnu, séð af hverju Skagamenn héldu toppsætinu fyrstu umferðirnar og aðlagað sig að því. „Við horfum helst til þess að kom- ast aftur í taktinn og skipulagið eins Meistara- svipur á KR-liðinu  Sanngjarn sigur KR í toppslagnum  FH setti sjö fyrir helgi en ekkert nú ... stærsti uppskriftarvefur landsins! Toppslagur Kennie Chopart missti ekki augun af boltanum þrátt fyrir að vera á flugi gegn Blikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.