Morgunblaðið - 02.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Your Shoes Útsöluverð 2.098 Verð áður 6.995 Stærðir 36-41 30-70%afsláttur Útsalan er hafin Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Íslensku óperunni var boðið að vera með fyrstu sýninguna á virtri óperu- hátíð í Búdapest, Armel-hátíðinni, en hún stendur í viku með mörgum óperusýningum, bæði þar í borg og í Vín. Hátíðin hefst í kvöld með sýn- ingu Íslensku óperunnar í Mupa- leikhúsinu í Búdapest á verðlauna- óperu Daníels Bjarnasonar, Brot- hers, en hún var frumflutt hér á landi fyrir ári. Að sögn Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra sem stödd er í Ungverjalandi ásamt flytjendunum er uppfærslan sú sama og sett var á svið hérlendis og eru söngvararnir nær allir þeir sömu og sungu hér en hljómsveitin er hins vegar ungversk. Með hlutverkin í óperunni fara söngvararnir Oddur Arnþór Jóns- son, Þóra Einarsdóttir, Marie Arnet, Joel Annmo, Selma Buch Ørum Vill- umsen, Jakob Zethner, Hanna Dóra Sturludóttir og Ólafur Kjartan Sig- urðarson. Auk þess leikur Kór Ís- lensku óperunnar stórt hlutverk í sýningunni. Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason og leik- stjóri uppfærslunnar, rétt eins og þegar hún var fyrst færð á svið í Danmörku, er Kasper Holten. Þess má geta að sýnt verður frá sýningunni í kvöld á ARTE- sjónvarpsstöðinni og má fylgjast með henni á vefnum arte.tv/en/ Fá alþjóðlegan sýnileika Hópurinn hélt af stað til Búdapest á fimmtudag og segir Steinunn Birna æfingar hafa gengið vonum framar, þrátt fyrir þann mikla hita sem hefur plagað íbúa meginlands Evrópu undanfarna daga. „Þetta er heitasti dagurinn til þessa hér í Búdapest, 36 stig,“ sagði Steinunn Birna í gær og kvaðst vona að loftkælingin væri góð í óperuhús- inu sem væri nýlegt og gott. „Það er sérstöð upplifun að setja upp óperu í hitabylgju. Það er alveg ný reynsla fyrir Íslensku óperuna,“ sagði hún og hló. Hún sagði hópinn hafa æft síðustu daga í lítilli borg skammt frá Búda- pest. „Það hefur gengið dásamlega í æfingasal sem minnir okkur hrein- lega á Gamla bíó, og okkur hefur lið- ið eins og heima hjá okkur. Við æfð- um fyrst með leikstjóranum og svo kom Daníel í gær og þá hitti hljóm- sveitin líka einsöngvarana og kórinn og þetta fór allt að smella saman. Allir eru ótrúlega vel innstilltir og stemningin hefur verið ómót- stæðilega góð – sem er eina leiðin til að takast á við svona þrekvirki. Það verður aldrei of oft sagt hvað þessi ópera, Brothers, er mikið meistara- verk. En eins og allir vita þá er ekki á vísan að róa með það þegar ný verk verða til. Það er eitthvað mjög sérstakt í þessu verki, hver efnis- tökin eru og hvað þetta form liggur vel fyrir Daníel sem skapaði úr því þetta ótrúlega áhrifaríka verk. Það hittir beint inn í kjarnann.“ Og Steinunn Birna bætti við að hún hlakkaði til að sjá viðbrögð ung- verskra áhorfenda á sýningunni. „Svo er það mikilvægt fyrir okkur að sýningunni verður sjónvarpað á ARTE-stöðinni. Þá var sýningin á Brothers heima í fyrra tekin upp af Ríkissjónvarpinu og sú upptaka verður nú sýnd af Operavision, sem streymir óperusýningum, í sex mán- uði. Við þessi litla ópera frá litlu landi erum með þessu að fá alþjóð- legan sýnileika, athygli og viður- kenningu á því að það sem við erum að gera sé sambærilegt við það sem er að gerast í hinum stóra óperu- heimi. Það er mikils virði og mikil- vægt líka fyrir framtíðarmöguleika þessa verks Daníels. Það er mikil- vægt að sem flestir sjái hana og njóti og átti sig á því hvað hún er stór- kostleg. Hingað á sýninguna koma stjórnendur óperuhúsa sem eru að hugsa um að setja hana upp. Við er- um því eins og þátttakendur hér á heimssviðinu, sem var einmitt eitt af markmiðunum sem ég setti mér þegar ég tók við þessu starfi. Að við kæmumst á alþjóðlega óperukortið og það er að ganga upp, sem er ótrú- lega gefandi og gaman að upplifa. Enda eru okkar listamenn það góðir að það er óþarfi að halda þeim bara fyrir okkur.“ Heiður fyrir Íslensku óperuna Steinunn Birna sagði að auðvitað hefði falist nokkur vinna í því á æf- ingum að tengja söngvarana og nýja hljómsveit saman í flutningi óper- unnar en það hefði gengið vel. Þá sagði hún gaman að vera þátt- takandi í þessari rótgrónu hátíð í landi þar sem tónlistin býr að svo mikilli og sterkri hefð. Þess má geta að við lok hátíðarinnar um næstu helgi verða veitt ýmis verðlaun, fyrir bestu verk og flytjendur, sem bæði dómnefnd og óperugestir velja. „Þessi hátíð er mikill viðburður hér, það fer ekki á milli mála, og eitt- hvað sem heimamenn eru mjög stoltir af. Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að opna þessa hátíð og vera hér með öllum þessum óperu- heimsborgurum,“ sagði Steinunn Birna að lokum. Sérstakt að sýna óperu í hitabylgju  Íslenska óperan sýnir Brothers, óperu Daníels Bjarnasonar, á hátíð í Búdapest í kvöld  „Allir eru ótrúlega vel innstilltir og stemningin hefur verið ómótstæðilega góð,“ segir Steinunn Birna Ljósmynd/Steinunn Birna Ragnarsdóttir Flytjendurnir Einsöngvararnir og Kór íslensku óperunnar æfðu síðustu daga í borg skammt frá Búdapest, og svo bættist ungversk hljómsveit við. Ljósmynd/Steinunn Birna Ragnarsdóttir Æfing Frá æfingu á Brothers í Ungverjalandi um helgina. Sýning Íslensku óperunnar í kvöld opnar rótgróna vikulanga óperuhátíð í Búdapest. Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir Verðlaunaópera Frá sýningu Íslensku óperunnar á Brothers á Listahátíð í Reykjavík í fyrra. Leikmyndin í Ungverjalandi er nokkru minni en hér. Búið er að ráða í öll hlutverk söng- leikjarins We Will Rock You sem verður frumsýndur í Háskólabíói 9. ágúst en miðasala hefst á hann 5. júlí á Tix.is. Greint var frá því í Morgunblaðinu í byrjun júní að Ragnhildur Gísladóttir og Björn Jörundur Friðbjörnsson myndu fara með tvö af aðalhlutverkum verksins og nú hefur verið greint frá því að Laddi og rapparinn Króli hafi bæst við leikarahópinn en Laddi mun fara með tvö hlutverk í sýningunni. Opnar áheyrnarprufur fyrir söngleikinn voru haldnar 5.-7. júní og tóku um 200 manns þátt í þeim. Framhaldsprufur tóku svo við og stóðu yfir í tvær vikur og skv. til- kynningu mætti fjölbreyttur hópur til leiks, „reyndir og lærðir leikarar og söngvarar sem og áhugafólk“, eins og segir þar. „Það var gríðar- lega gaman að sjá hvað allir stóðu sig vel. Erfitt var að velja úr þeim flotta hópi sem mætti en þó var ákveðið að gefa þeim Páli Sigurði, Berglindi Höllu, Kötlu Njálsdóttur og Kristni Óla, eða Króla, hlut- verkin sem um ræðir,“ segir í til- kynningunni og að 16 hafi að auki verið valdir í kór og danshóp sýn- ingarinnar. Æfingar á söngleiknum hefjast 8. júlí og munu standa yfir nær daglega fram að frumsýningu 9. ágúst. Leikstjóri sýningarinnar er Vignir Rafn Valþórsson, tónlist- arstjóri Karl Olgeirsson og dans- höfundur Chantelle Carey. Laddi, Króli, Ragga og Björn í söngleik  Ráðið í hlutverk We Will Rock You Ragnhildur Gísladóttir Björn Jörundur Friðbjörnsson Þórhallur Sigurðsson/Laddi Kristinn Ó. Haraldsson/Króli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.