Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 32

Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 32
Frumsamin lög og amerískir söngdansar ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 183. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. KR-ingar eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi Pepsi Max- deildar karla í knattspyrnu eftir 2:0-sigur á Breiðabliki í toppslag deildarinnar í gærkvöld. KR hefur nú unnið sjö leiki í röð í deildinni. Markalaust var í hinum leikjunum í gær, meðal annars viðureign FH og Grindavíkur, en FH vann bikarleik þeirra 7:1 fyrir helgi. »26-27 Sjö sigrar í röð og KR bætir í á toppnum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Ég er ótrúlega ánægð fyrir hönd Guðbjargar og myndi ekki vilja að nein önnur tæki þetta Íslandsmet af mér,“ segir hin 19 ára gamla Tiana Ósk Whitworth sem sló 25 ára gamalt Íslandsmet í 100 metra hlaupi á laugardaginn en Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði því af henni aðeins tveimur tímum síðar. Tiana segir að þær ætli sér báðar að ná langt á Evr- ópumóti 19 ára og yngri síðar í þess- um mánuði. »2 Vildi ekki að nein önn- ur tæki metið af mér Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það getur reynst erfitt að rífa sig upp en Hjálmar Waag Árnason og Valgerður Guðmundsdóttir standa frammi fyrir því eftir að hafa fest rætur í Reykjanesbæ. „Það eru mikil átök að pakka eftir að hafa búið á sama stað í 37 ár,“ segir Hjálmar. „Ekki er ákveðið hvar við setjumst að þegar við verðum stór, en við byrjum á því að flytja til Reykjavík- ur og svo er sennilegt að við endum aftur í Reykjanesbæ, þar sem við eigum stóran vinahóp og mikið tengslanet.“ Eftir að hafa útskrifað fjölmenn- asta hópinn í sögu Keilis – mið- stöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ – um miðjan júní síðastliðinn hætti Hjálmar störf- um eins og að var stefnt. „Það var síðasta formlega embættisverk mitt, en ég sinni stöku verkefnum utan hins daglega reksturs án viðveru til áramóta,“ segir hann. Hjálmar var 12 ár hjá Keili, sat á Alþingi 12 árin þar á undan eftir að hafa verið kennari við grunnskóla og síðan Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar sem hann var skólameistari í tíu ár. „Það er erfitt að rífa sig frá Keili því starfið hefur verið svo skemmti- legt, en það er gott að hætta þegar enn er einhver eftirspurn eftir manni, betra en að bíða eftir banki í bakið og heyra að tíminn sé kominn.“ Ánægjulegur endir Tveimur dögum eftir skólaslitin var Hjálmar sæmdur riddarakrossi fyrir forystu á vettvangi skólastarfs og menntunar. „Það er ekki leiðin- legt að hætta formlegu starfi með þeim hætti að fá svona glæsilega við- urkenningu og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir hann. En það er líf eftir vinnu og Hjálm- ar hefur nóg að gera. Hann hefur verið leiðsögumaður, meðal annars á Snæfellsnesi og í Færeyjum, þangað sem hann á ættir að rekja, og á von á að framhald verði á. Hann var einn af stofnendum Gönguhóps Suðurnesja í vetur og undirbýr sig fyrir næstu föstu ferð, sem verður á Leggjabrjót í ágúst. „Markmiðið er að fara eina fasta ferð í mánuði auk tilfallandi ferða og ég held að það séu 780 manns á facebooksíðu gönguhóps- ins,“ segir hann. Hjálmar segir að nú gefist tími til þess að sinna áhugamálum eins og að ferðast, taka myndir, efla trommu- leikinn og fleira, „að njóta lífsins“ eins og hann orðar það. Þar skipar laxveiði mikilvægt hlutverk, en hann landaði meðal annars 78 sentimetra löngum laxi á dögunum. „Mér leiðist vatnaveiði, finnst hún bara vera fyrir letingja. Ég vil fá að ganga meðfram á, lesa vatnið, spá og spekúlera. Þar hleður maður batteríin.“ Og veitir ekki af fyrir flutningana. Laxveiði Hjálmar Waag Árnason er mikill útivistarmaður og landaði 78 sentimetra löngum laxi á dögunum. Hættur í formlegri vinnu og krækti í þann stóra  Hjálmar Waag Árnason störfum hlaðinn eldri borgari SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Með Sumarhúsavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið sumarhúsakerfi og öruggar lausnir. Hringdu í 580 7000 eða farðu á sumahusavorn.is Kvartett saxófónleikarans Hauks Gröndal kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 og flytur djasstónlist úr ýmsum átt- um, frumsamin lög og klassíska ameríska söngdansa. Auk Hauks eru í kvartettinum Gunnar Hilmars- son á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.