Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 10

Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Við Jökulsárlón á Breiðamerkur- sandi verður á morgun, miðviku- dag, formlega opnuð sýning á ljós- myndum Ragnars Th. Sigurðs- sonar af Vatnajökli og nágrenni hans. Að frysta augnablikið er yf- irskrift sýningarinnar sem holl- vinasamtökin Vinir Vatnajökuls standa fyrir, en þau eru tíu ára um þessar mundir. Myndirnar eru á stórum skiltum sem sett verða upp á svæðinu. Fræðslustígur opnaður Við sama tilefni verður opnaður fræðslustígur sem er á austur- bakka Jökulsár, það er frá þjón- ustubyggingum á svæðinu og það- an niður í flæðarmál. Á þeirri leið hafa verið sett upp skilti með margvíslegum fróðleik um náttúru og menningu þessa svæðis. Unnið hefur verið að undirbún- ingi og hönnun stígsins síðasta ár- ið og hafa margir komið að málum, að sögn Helgu Árnadóttur þjóð- garðsvarðar á suðursvæði Vatna- jökulsþjóðgarðs. Margt er í deigl- unni á þeim slóðum um þessar mundir og í dag, þriðjudag, stend- ur svæðisráð suðursvæðis Vatna- jökulsþjóðgarðs fyrir kynningar- og hugarflugsfundi um framtíð Breiðamerkursands og Jökuls- árlóns. Fundurinn verður haldinn í Mánagarði á Höfn í Hornafirði og hefst kl. 18. Svæðisráð hefur síð- ustu mánuði unnið að gerð stjórn- unar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand og er fundurinn liður í þeirri vinnu. Breiðamerkursandur varð hluti af Vatnajökulsþjóðgarði við friðlýs- ingu svæðisins fyrir tveimur árum. Undir er um 200 ferkílómetra svæði af landi jarðarinnar Fells sem ríkið keypti 2017. Öll náttúra á þessu svæði er mjög mótuð af ám og jöklum, sem nú hopa hratt. Ljósmyndari Ragnar Th. við skiltin sem verða á Breiðamerkursandi. Augnablik við Jökulsárlón  Ljósmyndasýn- ing og fræðslustíg- ur verða opnuð Bergdís Ellertsdóttir, fastafulltrúiÍslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, mun taka við embætti sendiherra í Bandaríkjunum 1. ágúst, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Þetta þýðir að enginn íslenskur sendiherra verður í Bandaríkjunum í einn mánuð, en Geir H. Haarde lét af störfum sendiherra þar í gær. „Það eru nokkrar hrókeringar hjá ráðuneytinu í sumar,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðla- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við mbl.is. Um sendiherraleysi í Bandaríkj- unum í júlímánuði sagði hann að í fjarveru sendiherra taki næstráð- andi við hlutverki sendiherra þar til nýr tekur til starfa. Þá sé að- eins um fjórar vikur um há sumar að ræða og ekki líklegt að hafi áhrif á starfsemi sendiráðsins. Jörundur Valtýsson, skrifstofu- stjóri alþjóða og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tekur við hlutverki Bergdísar hjá Samein- uðu þjóðunum í New York hinn fyrsta ágúst. Á sama tíma verður Helga Hauksdóttir skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins, sendiherra Íslands í Danmörku og María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þró- unarsamvinnuskrifstofu ráðuneyt- isins, verður sendiherra í Þýska- landi. Þá mun sendiherra Íslands í Noregi, Hermann Ingólfsson, taka við embætti fastafulltrúa Íslands hjá NATO og Ingibjörg Davíðs- dóttir tekur við fyrra starfi Her- manns. Benedikt Jónsson sendiherra verður aðalræðismaður Íslands í Færeyjum og Martin Eyjólfsson og Anna Jóhannsdóttir sem gegnt hafa störfum erlendis munu taka til starfa í ráðuneytinu. Hrókeringar í utan- ríkisþjónustunni Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Bergdís Ellertsdóttir Hún verður sendiherra í Bandaríkjunum. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Engum börnum hefur á þessu ári verið vísað frá neyðarvistun Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir ung- linga, en dæmi voru um að ungir fíkl- ar hefðu í fyrra ekki fengið inni í neyðarvistun á heimilinu vegna plássleysis. Fé- lagsmálaráðu- neytið, þá vel- ferðarráðuneytið, brást við með þeim hætti að Ás- mundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráð- herra, gaf út þau tilmæli að engum börnum skyldi vísað frá. Í samtali við Morgunblaðið segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, að breytingarnar sem nú hafi verið gerðar séu fyrst og fremst að hagrætt hafi verið inni í húsnæði Stuðla og heimild fengist til að bjóða upp á fleiri pláss en áður var. Til að anna eftirspurn hafi einhverjum skrifstofuplássum verið breytt í her- bergi og starfsmenn því stundum „á vergangi“. „Það er bara eins og það er“ „Það var þannig að lokaða deildin var bara skilgreind fyrir fimm manns,“ segir Funi og segir að nú sé ekkert hámark skilgreint í opinber- um reglum, og því hafi á einum tíma- punkti verið tekið á móti átta manns í ár. Aðspurður segir hann að það sem af er ári sé ekki fjölgun á börn- um sem vísað er á Stuðla en „sveiflur séu í þessu, eins og alltaf er“. Nefnir hann í þessu dæmi að á þessu ári hafi einu sinni verið tekið á móti átta börnum, eins og áður segir, en einnig hafi það farið niður í „eitt til ekkert barn“. Spurður nánar um þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í svarar Funi: „Það er tvíþætt. Annars vegar höf- um við hagrætt inni í húsinu. Við höf- um getað búið til herbergi úr skrif- stofum og starfsfólk er þar af leiðandi á vergangi hér og þar. Það er bara eins og það er. Hins vegar höfum við aðeins bætt í fjölda starfs- manna, sem veldur því að við ráðum betur við þessar sveiflur.“ Hann segir að með nýsamþykktri framkvæmdaáætlun á sviði barna- verndar sé von á fjármagni til fram- kvæmda. „Við erum að bíða eftir því að breytingar verði gerðar á hús- næðinu og mér skilst að þær séu á næsta leiti. Þegar það verður komið breytist mjög mikið. Það verður al- veg frábært.“ Spurður um hvers kyns vanda börnin sem tekið er á móti glími við segir Funi: „Þetta eru meira og minna börn með vímuefnavanda sem koma inn á lokuðu deildina. Það kemur alveg fyrir að það komi inn börn sem ekki eru með neysluvanda, þá vegna ofbeldis, óupplýstra af- brota eða einhvers slíks, en mest eru það börn með neysluvanda.“ Engum börnum vísað frá í ár  Til að anna eftirspurn hefur skrifstofum á Stuðlum verið breytt í herbergi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meðferðarheimilið Eitt sinn var tekið á móti átta börnum.Funi Sigurðsson Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gerði ný- verið samning við Gísla H. Hall- dórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku flóttafólks frá Sýrlandi. Samningurinn felur í sér mót- töku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn á tímabilinu 2019-2021. Fólkið kom til landsins í maí síðast- liðnum, ásamt 42 öðrum flótta- mönnum sem settust að á Hvamms- tanga og á Blönduósi. Fólkið er hingað komið fyrir tilstuðlan ís- lenskra stjórnvalda og Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Þetta er í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld og hefur myndast mikil þekking og reynsla hjá sveitarfélaginu við mót- töku flóttafólks, að því er fram kemur á vefsíðu félagsmálaráðu- neytisins. Íslensk stjórnvöld hafa á und- anförnum árum aukið verulega við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun SÞ, sveit- arfélög og Rauða krossinn á Ís- landi. Í ár verður í heildina tekið á móti 75 manns, annars vegar flótta- fólki frá Líbanon sem kemur frá Sýrlandi og hins vegar frá Kenía sem kemur víðs vegar frá Afríku. Árborg tekur á móti sýrlensku flóttafólki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.