Morgunblaðið - 02.07.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK
Um leið og þakkað
er fyrir athyglisverða
umfjöllun um þjóð-
kirkju Íslands í þrem-
ur síðustu sunnudags-
blöðum
Morgunblaðsins þar
sem rætt var við val-
inkunnar manneskjur,
m.a. um skírnina, er
ástæða til þess að
hnykkja á eftirfar-
andi:
Í skírninni deyjum við með Kristi
og eigum að rísa upp til nýs eilífs
lífs með honum. Kristin skírn er um
hönd höfð til þess að skírnarþeginn
verði þátttakandi í dauða Jesú
Krists og upprisu Hans, enda er
skírnin „bæn til Guðs um góða sam-
visku fyrir upprisu Jesú Krists, sem
uppstiginn til himna, situr Guði á
hægri hönd, en englar, völd og
kraftar eru undir hann lagðir“ (I.
Pét. 3:21).
Skírnin er tákn þess að barnið
hlýtur aðild að samfélagi kristinnar
kirkju. Í Kristi verðum við fullgild
börn Guðs. Guð hefur gefið okkur
skírnina til þess að hvetja og
styrkja trú okkar á Hann og einnig
til þess að gefa okkur tækifæri til
þess að játa þessa sömu trú í við-
urvist annars fólks. Skírnin táknar
hreinsun, að syndir okkar hafi verið
þurrkaðar út gersamlega, að Guð
muni aldrei minnast á þær framar.
Það er Guðs vilji að allir þeir sem
trúa skuli skírðir til fyrirgefningar
syndanna. En þeir sem líta á
skírnina einungis sem játningu trú-
ar okkar hafa ekki komið auga á að-
alatriðið. Því að skírnin er órjúf-
anlega bundin loforði Guðs um
fyrirgefningu. „Sá, sem trúir og
skírist, mun hólpinn verða“, stendur
skrifað.
Og skírnin tekur ekki aðeins til
synda okkar í fortíðinni. Þegar við
brjótum af okkur síðar á ævi þurf-
um við ekki að beina huganum neitt
annað en að skírninni til þess að
finna fyrirgefningu og frið. Í kirkju-
sögunni er það til í dæminu að menn
hafi frestað skírn sinni þangað til
þeir voru orðnir gamlir, komnir að
fótum fram. Þetta gerðu þeir í því
skyni að fá fyrirgefningu á allri
sinni fortíð. En við
skulum athuga að þótt
við höfum verið skírð
sem ungbörn, hvítvoð-
ungar – og raunar hve-
nær sem við höfum ver-
ið skírð – þá erum við
þvegin og hreinsuð í
eitt skipti fyrir öll og
það gildir að sjálfsögðu
ævina á enda. Og í
hvert skipti sem við
brjótum af okkur skul-
um við muna að við er-
um skírð og höfum
fengið fyrirgefningu synda okkar.
Hreinleiki Krists er ávallt í fullu
gildi og hann breytist ekkert þótt
okkur verði á.
Hitt er svo annað mál að við meg-
um aldrei líta svo á að skírnin sé
eins og nokkurs konar leyfisbréf
sem heimili okkur að gera rangt. En
skírnin er og verður dásamleg og
óviðjafnanleg huggun þeim til
handa sem bera þunga byrði vondr-
ar samvisku. Skírnin kemur því í
veg fyrir það að þeir örvænti um
sinn hag. Þetta leggur Páll postuli
áherslu á þegar hann segir í Róm-
verjabréfi sínu: „Kristur úthellti
blóði sínu og Guð setti hann fram
sem sáttartákn fyrir þá sem trúa, til
að sýna að hann stendur við orð sín.
Hann hafði umborið þær syndir sem
menn höfðu áður drýgt.“ En Páli
kemur ekki til hugar að neita því að
í Kristi er fyrirgefning synda okkar
og að hún gildir fyrir alla okkar
ævidaga. Þannig veitist náð Guðs
öllum þeim sem kvaldir eru af óró-
legri samvisku og þrá hinn mikla
lækni allra lýða, frelsarann Jesú
Krist.
Síra Hallgrímur yrkir í Pass-
íusálmum sínum:
Skoðaðu hvernig skírnin hreina
skiljast nú með réttu á,
að vísu jafnan vatnið eina
vor líkamleg augu sjá,
en trúarsjónin, svo skal greina,
sonar Guðs blóð þar lítur hjá.
Skírnin
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
» „Sá, sem trúir og
skírist, mun hólpinn
verða,“ stendur skrifað.
Höfundur er pastor emeritus.
Fyrir skömmu var
þess getið í sjónvarps-
fréttum að Banda-
ríkjaher áætlaði að
nota 7 milljarða ís-
lenskra króna til upp-
byggingar á Keflavík-
urflugvelli.
Nýlega ákvað
Bandaríkjaforseti að
gera loftárásir á Íran
en hætti skyndilega
við. Líklegast er að Ísrael hafi
stoppað þetta, enda hefði það land
orðið með fyrstu skotmörkum Ír-
ana. Sagt er að það hafi aðeins
munað 10 mínútum að árásin væri
gerð. Ég hef ekkert á móti Banda-
ríkjaforseta, finnst hann frekar við-
kunnanlegur, en því er ekki að
neita að hann er stundum eins og
heillum horfinn. Það er eins og
ráðamenn í Bandaríkjunum leiti nú
með logandi ljósi að óvinum til að
halda stríðsvélinni gangandi, því nú
virðist Rússagrýlan ekki vera eins
sannfærandi og áður, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir til að halda í
henni lífinu.
Á sínum tíma hringdi Rice, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, og
sagði að Bandaríkjaher myndi fara
frá Keflavíkurflugvelli með allt sitt
hafurtask þrátt fyrir gildandi
varnarsamning milli ríkjanna frá
1951 og þótt Íslendingar þrábæðu
þá um að vera áfram þó ekki væri
nema með þrjár þotur en Rice lagði
bara tólið á.
Fljótlega sáu ráðamenn í Banda-
ríkjunum hvaða mistök
þeir höfðu gert og eru
ábyggilega búnir að
suða lengi í íslenskum
ráðamönnum á bak við
tjöldin hvort þeir
mættu koma aftur og
nú hefur Alþingi sam-
þykkt komu þeirra og
þar með er fjandinn
laus. Ef þeim verður
nú hleypt inn fara þeir
aldrei burt aftur og
verða hér til framtíðar.
Allt tal Íslendinga um loftslagsmál
verður þá marklaust hjal, því þot-
urnar menga svo andrúmsloftið.
Íslendingar eru ekki lengur
spurðir, sem sést á því að Banda-
ríkjaher gerir áætlanir án þess að
spyrja, megum við þetta eða meg-
um við hitt og íslenskur almenn-
ingur fær ekki að fylgjast með.
Nú er bara að vona að blessaðir
landvættirnir og aðrar góðar verur
og dýrlingar, sem Íslendingar hafa
treyst á í gegnum tíðina, geri eitt-
hvað Íslandi til blessunar.
Guð blessi Ísland.
Bandaríkjaher læð-
ist inn í landið með
samþykki Alþingis
Eftir Eyþór
Heiðberg
Eyþór Heiðberg
» Allt tal Íslendinga
um loftslagsmál
verður þá marklaust
hjal, því þoturnar
menga svo andrúms-
loftið.
Höfundur er athafnamaður.
eythorheidberg@simnet.is
Fyrr og síðar hafa
komist í fréttirnar
ótímabær loforð frá
upplýsingafulltrúa
Vegagerðarinnar, um
að heilsársvegur yfir
Öxi verði að veruleika
eftir 4-5 ár. Sjálfgefið
er það ekki að Vega-
gerðin geti tryggt, að
þessi vegur á stystu
leiðinni milli Egils-
staða og Djúpavogs
verði tekinn í notkun árið 2022,
eftir að Alþingi samþykkti að til-
raunaboranir á jarðgangagerð til
Seyðisfjarðar skyldu vera efst á
blaði. Áður fékk sveitarstjórn
Djúpavogs fögur loforð um hindr-
unarlausan heilsársveg yfir Öxi
frá Kristjáni L. Möller sem settist
í stól samgönguráðherra vorið
2007. Ekkert vildi fyrrverandi inn-
anríkisráðherra, Ögmundur Jón-
asson, um þessi loforð vita, þegar
hann andmælti stuðningi fyrir-
rennara síns frá Siglufirði við
sveitarstjórn Fjarðabyggðar sem
taldi ný Norðfjarðargöng nauðsyn-
leg fyrir stóra Fjórðungssjúkra-
húsið í Neskaupsstað vegna slysa-
hættunnar í 620 m hæð fyrir ofan
Eskifjörð. Á suðurfjörðum Austur-
lands milli Reyðarfjarðar og
Hornafjarðar þola framkvæmdir
við tvíbreiðar brýr, enga bið
vegna þungaflutninganna sem
aukast alltof mikið. Nógu mikið er
álagið á gömlu brúnni milli Fella-
bæjar og Egilsstaða, til að óhætt
sé að ákveða strax útboð fram-
kvæmda við nýja brú yfir Lagar-
fljót. Brýnt er að framkvæmdum
við tvíbreiðar brýr milli Reyðar-
fjarðar og Breiðdalsvíkur verði
flýtt, til að losna við einbreiðu
brýrnar sem þungaflutningarnir
eyðileggja á þessari leið. Allar
sveitarstjórnirnar á Austurlandi
og þingmenn Norðaustur-
kjördæmis skulu berjast fyrir því
að Lónsheiðargöng fari strax inn á
samgönguáætlun. Fram á ritvöll-
inn æða siðblindir talsmenn fortíð-
arinnar, sem taka uppbyggðan Ax-
arveg í 530 m hæð á illviðrasömu
og snjóþungu svæði fram yfir
brýnustu samgöngumannvirkin, á
suðurfjörðunum milli
Reyðarfjarðar og
Hornafjarðar. Sem
uppbyggður heils-
ársvegur í þessari
hæð á Öxi sleppur
hann hvergi við mikla
snjódýpt og tryggir
aldrei Djúpavogsbú-
um öruggar vetrar-
samgöngur við Fljóts-
dalshérað þegar
slysahættan þrefald-
ast. Of mörg útköll í
miklum blindbyl við
mjög hættulegar að-
stæður á þessum farartálma, milli
Berufjarðar og Skriðdals sem
björgunarsveitarmenn á Djúpa-
vogi þekkja vel, segja ekkert um
að íslenska ríkið geti alla vetr-
armánuðina staðið undir kostn-
aðinum við samfelldan snjómokst-
ur í 500-600 m hæð. Þangað eiga
hindrunarlausir heilsársvegir ekk-
ert erindi, þótt stuðningsmenn Ax-
arvegar geri misheppnaða tilraun
á illviðrasömu og snjóþungu svæði
til að koma Egilsstöðum, Fljóts-
dalshéraði og Djúpavogi inn á eitt
samfellt atvinnusvæði. Það gefur
engar vísbendingar um að Djúpa-
vogsbúar geti alla vetrarmánuðina
sótt vinnu upp í Hérað. Daglega
geta Egilsstaða- og Héraðsbúar
ekkert frekar sótt vinnu til suður-
fjarðanna, þegar uppbyggður Ax-
arvegur sleppur hvergi við 6-12
metra snjódýpt á illviðrasömu og
snjóþungu svæði í 530 m hæð. Í
þessari hæð er samfelldur snjó-
mokstur í of miklum blindbyl
óframkvæmanlegur fyrir starfs-
menn Vegagerðarinnar. Þá er
ástandið engu betra á Fagradal.
Algengt er að erlendir ferðamenn
komi yfir hálfan hnöttinn til að
kynnast íslensku vetrarríki án
þess að þekkja snöggar veðra-
breytingar. Of mikið er um að þeir
lendi í sjálfheldu með því að
treysta stystu leiðunum, í meira
en 500 m hæð sem lokast strax á
haustmánuðum þegar akstursskil-
yrði versna. Þvert á allar veður-
spár koma upp alltof mörg vanda-
mál, á illviðrasömum og snjó-
þungum fjallvegum í þessari hæð
yfir sjávarmáli, sem stuðnings-
menn Axarvegar treysta betur en
jarðgöngum. Upp úr Berufirði
liggur vegurinn í 17% halla. Þar
verður hálkan nógu mikil til að er-
lendir ferðamenn lendi fljótlega í
vandræðum ef illa fer. Í brekk-
unni fyrir ofan brúna á Hemru
sleppur núverandi vegur aldrei við
þetta vandamál, sem stækkar
nógu mikið til að Vegagerðin og
fjárveitingavaldið telji óhjá-
kvæmilegt að segja hingað og ekki
lengra. Hugmynd Vegagerðar-
innar að breyttri legu nýs vegar
yfir Öxi á milli Háubrekku og
Reyðeyrar, við botn Berufjarðar,
þýðir að umferðin fari áfram inn á
núverandi veg fyrir neðan brúna á
Hemru, og upp næstu brekku sem
er engu betri. Ákveðum strax tví-
breiðar brýr beggja vegna Fá-
skrúðsfjarðarganga.
Nýr Axarvegur breytir engu
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Brýnt er að fram-
kvæmdum við tví-
breiðar brýr milli Reyð-
arfjarðar og Breiðdals-
víkur verði flýtt, til að
losna við einbreiðu
brýrnar sem þunga-
flutningarnir eyðileggja
á þessari leið.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.