Morgunblaðið - 02.07.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Umferðin á hringveginum í nýliðn-
um júní jókst um 6,1% og er það
mun meiri aukning en mældist á
sama tíma í fyrra, að því er segir í
frétt Vegagerðarinnar. Umferðin á
Austurlandi dróst aftur saman. Um-
ferðaraukningin fyrstu sex mánuði
þessa árs er töluverð en þrátt fyrir
hana er aðeins gert ráð fyrir um 1%
aukningu umferðar yfir allt þetta ár.
Niðurstöður úr sextán umferðar-
teljurum Vegagerðarinnar sem eru
á lykilstöðum sýndu 6,1% aukningu
umferðar í júní frá sama mánuði í
fyrra. Þetta er talsvert undir aukn-
ingunni 2017.
„Mest jókst umferðin um Vestur-
land eða 10,7% og er það annan
mánuðinn í röð sem umferðin eykst
mest á því svæði. 2,0% samdráttur
varð hins vegar í umferð um lykil-
teljara á Austurlandi og er það eina
svæðið sem sýnir samdrátt í júní,“
segir í frétt Vegagerðarinnar.
Umferðin frá áramótum hefur
aukist um 4,9% samanborið við sama
tímabil í fyrra. Mest hefur aukningin
verið um hringveginn á Vesturlandi.
Í frétt Vegagerðarinnar segir að
freistandi sé að draga þá ályktun að
aukninguna megi að einhverju leyti
þakka því að hætt var að rukka veg-
gjald í Hvalfjarðargöngum á síðasta
ári. Aftur á móti hefur umferðin á
Austurlandi dregist saman um 1,7%
og er það eina svæði landsins þar
sem dró úr umferð.
Mest hefur verið ekið á föstudög-
um og minnst á þriðjudögum það
sem af er árinu. Hlutfallslega hefur
umferð aukist mest á sunnudögum.
gudni@mbl.is
Umferð um hringveginn í júní
jókst mun meira nú en í fyrra
Umferð á Austurlandi dróst aftur saman í júnímánuði
Morgunblaðið/Eggert
Umferð á hringvegi Aukning varð í
júní miðað við sama mánuð í fyrra.
Bæði Kristinn og Þórður telja
óeðlilegt að Íslandspóstur standi í
almennum flutningi á stærri vöru
sem falli í raun utan póstþjónustu,
eins og flutningum fyrir raftækja-
og lyfjafyrirtæki.
„Þeir voru til dæmis í dreifingu
fyrir Elko með þvottavélar, ísskápa
og annað slíkt, sem mér finnst ekki
vera póstur. Þeir eru í þessu fyrir
ýmis önnur fyrirtæki og fara með
þetta langt undir almennt verð,“
segir Kristinn, sem bætir því við að
Íslandspóstur sendi enn vörur frá
IKEA.
„Fyrirtækið var auðvitað stofnað
á sínum tíma til þess að dreifa bréf-
um til landsmanna og sú þjónusta
hefur borið skarðan hlut frá borði
svo ég get alls ekki fallist á að flutn-
ingarnir sem þeir standa núna í
falli undir hlutverk fyrirtækisins,“
segir Þórður.
Ekki hissa á miklu tapi
Kristinn bendir á að meint undir-
boð séu sérstaklega áhugaverð í
samhengi við mikið tap í rekstri Ís-
landspósts.
„Það er ekki skrýtið þótt þetta
fyrirtæki sé með fleiri hundruð
milljónir í tap þegar það er að bjóða
niður hjá öðrum.“
Birgir Jónsson, forstjóri Íslands-
pósts, segir að almenn sendibíla-
þjónusta hafi verið lögð af um síð-
ustu áramót vegna sáttar sem gerð
var við samkeppniseftirlitið.
„Það var dæmt þannig að það
samræmdist ekki þessu hlutverki.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Það er ýmislegt sem við höfum
verið að keyra í gegnum tíðina sem
er horfið af því að þeir eru að bjóða
þetta langt niður,“ segir Kristinn
Sigurðsson, stjórnarformaður hjá
Sendibílastöðinni. Hann, ásamt
fleirum í sama geira, sakar Íslands-
póst um að hafa til lengri tíma
stundað undirboð á akstri.
Sjálfur hefur Kristinn lent í því
að missa vinnu sem Íslandspóstur
tók yfir með meintu undirboði og
telur hann að flestir sem selja sam-
bærilega þjónustu hafi orðið fyrir
áhrifum af meintum undirboðum
Íslandspósts. Það tekur Þórður
Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri
Nýju sendibílastöðvarinnar, undir
en hann segist kannast við undir-
boð Íslandspósts þó svo að hann
taki fram að erfitt sé að færa fram
sannanir á þeim.
„Á sínum tíma var IKEA til
dæmis með heimkeyrslu frá Ís-
landspósti og þá vildu menn meina
að Íslandspóstur byði í aksturinn á
allt öðrum forsendum en ef önnur
fyrirtæki byðu í, því Íslandspóstur
er náttúrlega með ríkisstyrkta ein-
okun að einhverju leyti sem hann
notaði til þess að skapa sér sam-
keppnisgrundvöll,“ segir Þórður
sem telur að viðskipti við Nýju
sendibílastöðina hafi minnkað síðan
Íslandspóstur byrjaði að stunda
meint undirboð fyrir einhverjum
árum.
Aftur á móti eru stærri samningar í
gangi um lyfjadreifingu og annað
sem ég hef eiginlega ekki forsendur
til þess að dæma hvort séu und-
irboð, ég þekki það ekki,“ segir
Birgir, sem tók við starfi forstjóra í
lok maí.
„Ef undirboð viðgangast er nátt-
úrlega um að gera að koma því upp
á yfirborðið því ég get alveg verið
sammála því að það sé ekki hlut-
verk Íslandspósts að vera í und-
irboðum á markaði.“
Eigendur verði að setja reglur
Íslandspóstur er skyldugur til að
veita alþjónustu í pósti, þjónustu
sem nær til póstsendinga innan-
lands og til annarra landa. Almenn-
ir samningar um flutninga á stærri
vörum falla ekki undir alþjónustu.
Spurður hvort það samræmist
hlutverki Íslandspósts sem opin-
bers fyrirtækis að gera almenna
samninga um flutninga á stærri
vörum segir Birgir:
„Það er ekki mitt hlutverk eða
fyrirtækisins að vera með skoðun á
því, ekkert frekar en að vera með
skoðun á einkavæðingu fyrirtækis-
ins. Eigandi fyrirtækisins verður
bara að setja reglur,“ segir Birgir
sem hvetur þá aðila sem telji sig
hafa orðið fyrir undirboðum af
hálfu Íslandspósts að tilkynna slíkt.
„Undirboð eru auðvitað lögbrot
og það þarf að kæra það í sérstakt
ferli ef fólk upplifir að það sé að
gerast. Ég mun ekki skrifa undir
það að við stöndum í slíku.“
Meint undirboð sögð hafa áhrif á rekstur sendibílastöðva
Morgunblaðið/ÞÖK
Sendibílar Þórður segir að dæmi séu um að Íslandspóstur sendi stærri vöru, t.a.m. þvottavélar, út á land.
Segja Íslandspóst
standa í undirboðum
Gerðar voru 649 ófrjósemisaðgerðir
hér á landi í fyrra og er það svipaður
fjöldi og undanfarin ár. 1.049 þung-
unarrof voru framkvæmd hér í fyrra
og hafa aldrei verið fleiri. Það sam-
svarar 12,8 fóstureyðingum á hverjar
1.000 konur á frjósemisaldri (15-49
ára). Þrátt fyrir að þungunarrofum
hafi fjölgað lítillega síðustu tvo ára-
tugi hefur tíðni þeirra lítið breyst. Að
meðaltali hafa verið gerð 12,6 þung-
unarrof hjá hverjum 1.000 konum á
frjósemisaldri á ári. Það er nálægt
norrænu meðaltali.
Tölur um þungunarrof 2018 voru
nýlega gefnar út á vef Embættis
landlæknis og um leið voru eldri tölur
endurskoðaðar og endurútgefnar.
Samkvæmt töflu í Talnabrunni sem
birtur var í gær voru gerðar samtals
19.962 fóstureyðingar hér á árunum
1998-2018.
Fram kemur í Talnabrunni að tæp-
lega 86% allra ófrjósemisaðgerða
voru á körlum eða 557 aðgerðir. Það
samsvarar 7,1 aðgerð fyrir hverja
1.000 karlmenn á aldrinum 25-54 ára.
Gerðar voru 92 ófrjósemisaðgerðir á
konum árið 2018 eða 1,3 aðgerðir fyr-
ir hverjar 1.000 konur á aldrinum 25-
54 ára. Undanfarna áratugi hefur
ófrjósemisaðgerðum á körlum fjölgað
jafnt og þétt en dregið úr slíkum að-
gerðum á konum. gudni@mbl.is
649 ófrjósemis-
aðgerðir í fyrra
1.049 þungunarrof á árinu 2018
Styttan af Jóni Sigurðssyni forseta
á Austurvelli hefur mátt þola margt
í gegnum tíðina. Í búsáhaldabylt-
ingunni fékk Jón að kenna á því og
einnig á dögunum í mótmælum hæl-
isleitenda. Fuglar setjast jafnframt
á koll Jóns, líkt og þessi mávur sem
hafði þar viðkomu í gær.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mávur á höfði Jóns