Morgunblaðið - 02.07.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.2019, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019 Þegar ég var eitthvað um sex ára gamall vann Davíð Oddsson borgina með 60% fylgi. Það var gjöf Davíðs til Sjálf- stæðisflokksins í tilefni þess að 60 ár voru liðin frá stofnun hans. Í kjöl- farið varð Davíð farsæll formaður og árvökull forsætisráðherra. Mér er minnisstætt þegar Davíð mótmælti óhófi banka- manna í verki með því að taka sparifé sitt út úr Kaupþing Búnaðarbanka og vitna í vísu um iðrun Júdasar. Davíð var í kjölfarið sakaður um að leggja bankamenn „í einelti“ á forsíðu Fréttablaðsins. Þetta var árið 2003. Davíð var einnig góður seðla- bankastjóri og hélt áfram að vara við. Á morgunfundi Viðskiptaráðs Ís- lands, þann 6. nóvember 2007, sagði Davíð Oddsson m.a.: „Hitt er einnig til að ný orð fái nánast á sig goð- sagnakennda helgimynd, eins og orð- ið útrás sem enginn þorir að vera á móti svo hann verði ekki sakaður um að vera úr takti, hafi ekki framtíð- arsýn eins og það heitir nú, og þekki ekki sinn vitjunartíma. [...] Útrás- arorðið er slíkt töframerki að jafnvel þegar menn virðast gera innrás í op- inber fyrirtæki almennings, þá er innrásin kölluð útrás.“ Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu á dögunum og afmæl- isveisla var haldin í Valhöll. Afmæl- isgjöf forystunnar að þessu sinni voru ræðuhöld pólitískra andstæðinga og undarlegt staðarval á afmælisgrein sem virðist eingöngu einhverslags púðurskot beint að Davíð Oddssyni. Ég held að það og aðrar kafbátaá- rásir á Davíð Oddsson hafi verið og séu stór mistök. Verk Davíðs Allt frá því Davíð hóf feril sinn sem stjórnmálamaður hefur hann verið sú tegund stjórnmálamanna sem lætur verkin tala og efnir loforð. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986 og 1990 birti hann lista yfir öll gefin lof- orð í aðdraganda kosn- inganna á undan og hvenær á kjör- tímabilinu þau loforð voru efnd. Öll voru þau efnd og oftast strax á fyrri hluta kjörtímabils. Verk Davíðs munu lifa um aldur og ævi. Nefn- um nokkur. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, hundahald í Reykjavík, skautasvell í Laug- ardal, Viðeyjarstofa, ráðhúsið, Perlan og milljónir trjáa en árlega lét Davíð planta um 350.000 trjáplöntum. Tal- andi um öfluga kolefnisjöfnun löngu áður en slíkt komst í tísku. Núna þegar borgarbúar láta fara vel um sig í skjóli trjánna geta þeir hugsað hlý- lega til Davíðs. Davíð var borg- arstjóri í níu ár en skilur eftir sig verk á við hundrað borgarstjóra í hundrað ár. Davíð hafði rétt fyrir sér Sem forsætisráðherra var Davíð forsjáll, árvökull og óhræddur við að gera það sem rétt var og segja það sem þurfti að segja. Það var og er lík- lega hans mesti styrkur. Stefna Dav- íðs var að gefa borgurunum sínum frelsi. Skoðun Davíðs var þó alltaf sú að frelsi eins má ekki verða annars böl. Eins og nefnt var hér að ofan varaði Davíð við óhófi bankamanna löngu áður en ljóst var í hvað stefndi, löngu áður en einhverjar blikur voru á lofti um að misnotkunin yrði slík að bankarnir myndu að lokum riða til falls. Eftiráspekingar voru auðvitað snöggir að gleyma þeirri staðreynd. Davíð varaði einnig við hringa- myndun í viðskiptalífinu og sam- þjöppun valds á fjölmiðlamarkaði. Sagði Davíð m.a. á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands 2004: „Til- gangur baráttu okkar fyrir ein- staklingsfrelsinu var aldrei sá að frelsið yrði fyrir fáa útvalda. Of mikil samþjöppun í efnahagslífinu er í mínum huga óæskileg og lítt dulbúin frelsisskerðing. Ég þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu mikill skaði það er fyrir viðskiptalífið og samfélag okkar, ef samþjöppunin gengur úr hófi fram. [...] Tími flokks- málgagnanna er liðinn, sem betur fer. En nú virðist upp runninn annar tími hálfu verri, tími fyrirtækja- málgagna og þau hafa miklu dýpri vasa en gömlu flokksblöðin sem börð- ust einatt í bökkum. Þetta hlýtur að vekja okkur til umhugsunar. [...] Það gefur því auga leið að ekki er heppi- legt að fyrirtæki sem eru í markaðs- ráðandi stöðu eigi jafnframt fjöl- miðla. Það er beinlínis hættulegt.“ Davíð hafði rétt fyrir sér í þessu eins og mörgu öðru. Hugur flokksmanna Ég kaus, hjálpaði til við söfnun meðmæla og fylgdist með Davíð í for- setakosningunum síðustu. Ég kaus hann því ég taldi hann hæfasta fram- bjóðandann. Ég hjálpaði til við söfn- un meðmæla því ég vildi gefa eitt- hvað til baka þeim manni sem hafði gefið þjóð sinni svo margt. Svo fylgd- ist ég með honum. Það gerði ég fyrst og fremst til þess að læra. Maður getur lært margt af meisturum bara með því að fylgjast með. Það var margt sem ég lærði og enn fleira sem ég tók eftir. Ég tók eftir því að einn mesti styrkur Davíðs er hvað hann er góður að lesa menn og umhverfið. Það er engin furða að hann var óstöðvandi á sínum tíma og nýtur enn hylli. Ofan á þann mannkost segir hann það sem þarf að segja. Slíkt gera því miður of fáir nú til dags. Ég tók líka eftir því að hjarta Sjálf- stæðisflokksins sló og slær enn í takt með Davíð Oddssyni. Menn mættu hafa það í huga að þegar menn vega að Davíð Oddssyni vega menn á sama tíma að sál og sögu flokksins. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Eftir Viðar Guðjohnsen »Davíð varaði einnig við hringamyndun í viðskiptalífinu og sam- þjöppun valds á fjöl- miðlamarkaði. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Vegið að sál og sögu sjálfstæðismanna Sjávarútvegs- ráðherra vill svör frá vísindamönnum um hvað tefji uppbyggingu fiskistofna við Ísland. Hann telur vænlegt að leita til manna sem hafa fengið að ráða einu og öllu um nýt- ingu fiskistofna við Ís- land í um þrjá áratugi. Hann telur að auka þurfi fé til rannsókna þessara sömu manna til að auðvelda þeim svörin. Er ekki allt í lagi, Kristján minn? Ég er nokkuð viss um að aukið fjár- magn til Hafrannsóknastofnunar verður eingöngu nýtt til að leita að afsökunum fyrir því að ekki gengur betur en raun ber vitni. Ég er líka nokkuð viss um að þær afsakanir sem finnast verða falskar og mark- lausar því aðalástæðan fyrir slakri nýliðun er stofnunin sjálf. Þrír ára- tugir af þrotlausri uppbyggingu þorskstofnsins undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar hafa skilað litlu og orkusóun lífríkisins hefur farið ört vaxandi síðustu tvo áratug- ina. Fjögurra milljóna tonna þorsk- afli hefur verið hafður af þjóðinni með smáfiskavernd og aflareglu sem tryggir verulega vannýtingu. Fæðu- stofnar eru étnir niður í rót og verða varla nýtanlegir til veiða meðan stofnunin fær að halda áfram þessari glórulausu tilraun sinni. Heildar- kostnaðurinn er orðinn ómetan- legur, heldur áfram að aukast og verður ekki endurheimtur nema að litlu, því hann er að mestu gufaður upp í orkusóun og lífsbaráttu í lífrík- inu og verður aldrei kolefnisjafnaður með örlitlum olíusparnaði togara- flotans eins og málsvarar hans vilja halda fram í glansmyndaáróðri sín- um. Þarf ég að halda áfram með þenn- an hörmulega vitnisburð? Ef skóg- arbóndi léti undir höfuð leggjast að grisja skóginn fyrir nýjum vexti er ég nokkuð viss um að flestir sæju mistök hans. Ef bóndi léti undir höf- uð leggjast að slátra í samræmi við fóður og beitarland væri vandi hans öllum augljós og hann mundi á endanum lenda í fangelsi fyrir slæma meðferð á dýr- um sínum. Hvers vegna þurfa hámennt- aðir vísindamenn 30 ára tilraun til að átta sig á að lögmál hafsins eru þau sömu? Allir fiskistofnar sem lifa í návígi við þessa glor- hungruðu orkusugu sem þorskstofninn okkar er orðinn eiga undir högg að sækja. Sama má segja um nýliðunarhluta þorsk- stofnsins sjálfs. Þrátt fyrir margar ágætar hrygningar síðustu tvo ára- tugina hefur smáfiskaverndin tryggt lítinn árangur í nýliðun. Það sparar nefnilega ekki síður orku að grisja fyrir vexti ungfiska og minnka afrán á þeim af næstu árgöngum fyrir of- an. Ef sjávarútvegsráðherra léti bera saman þá lífrænu orku sem liggur að baki núverandi þorskafla og þá orku sem lá að baki helmingi meiri þorsk- afla fyrir 30-40 árum geri ég ráð fyr- ir að samanburðurinn yrði u.þ.b. á pari. Þá er ekki talin með sú viðbótar orka sem fer í að halda uppi stærri stofni til að geta veitt eldri fisk. Get- ur verið að draumurinn um 1920 ný- liðaárganginn, sem líklega stafaði af náttúrulegri grisjun áranna á undan, sé þess virði að halda þessari vit- leysu áfram í 30 ár í viðbót? Er ekki kominn tími til að „umhverfisjafna“ þessa dýrustu stofnun Íslandssög- unar Kristján Þór Júlíusson? Virðingarfyllst. Opið bréf til sjávar- útvegsráðherra Eftir Sveinbjörn Jónsson »Er ekki kominn tími til að „umhverfis- jafna“ þessa dýrustu stofnun Íslandssög- unnar? Sveinbjörn Jónsson Höfundur er sjómaður og ellilífeyrisþegi. svennij@simnet.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eft- ir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.