Morgunblaðið - 19.07.2019, Page 4

Morgunblaðið - 19.07.2019, Page 4
Ljósmynd/David Schwarzhans Fjara Hræ grindhvala lágu í Löngufjörum þegar þyrluflugmann og bandaríska ferðamenn bar að garði í gær. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Tugi grindhvala rak á land í Löngu- fjörur á Vesturlandi, en þyrluflug- maður hjá ferðaþjónustufyrirtæk- inu Reykjavík Helicopters og bandarískir ferðamenn í ferð með honum tóku eftir hvölunum í útsýn- isflugi í gær. Af myndum sem náð- ust af hvölunum að dæma voru þeir allir dauðir. Erfitt er að áætla nákvæmlega hvað veldur því að grindhvalirnir enda þarna uppi í fjörunni en við- líka hegðun er vel þekkt í Nýja-Sjá- landi, að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings og hvalasérfræðings. Mögulegt er að áætla hversu lengi hvalirnir eru búnir að liggja í fjörunni ef hræin eru rannsökuð, en það hafði ekki verið gert í gærkvöld. „Líklegast hafa þeir komið þarna upp í síðasta áfallanda, en svo þarf bara að meta líkamsástandið. Það sést fljótt hvort hræin eru sólbrunnin og hvort það er einhver rotnun komin, hvort fuglar eru farnir að pikka í hræin.“ „Fjölmörg dæmi“ „Því miður erum við ekki með eitthvert eitt svar við því,“ segir Edda spurð hvers vegna hvalirnir enda þarna í fjörunni. „Það sem er mikilvægast að athuga er að þetta eru djúpsjávarhvalir sem eru oft al- gengir við landgrunnsbrúnina. Helsta fæða þeirra er smokkfiskur og þar af leiðandi eru þeir lagaðir að djúpköfun. Þar sem þeir fara inn á svona grunnsævi eiga þeir flestir erfitt með áttun. Þeir nota berg- málspúlsa til að átta sig á umhverf- inu í kringum sig, finna hver annan, finna dýpið o.s.frv. En svona aflíð- andi sandbotn virðist ýta undir að þeir verði áttavilltir. Það eru fjöl- mörg dæmi um að þessa tegund reki á land þar sem er svona aflíð- andi sandbotn,“ segir hún. Aðrir þættir spili einnig inn í, svo sem sjávarföll og hversu sterkir sjávar- straumar eru. Edda nefnir þar að auki að sterkur vindur af hafi geti aukið líkurnar á að hvalir sem eru komnir inn á óheppileg svæði lendi í enn meiri kröggum. „En af hverju þeir fara inn á svona hættusvæði, það vitum við ekki.“ Segir hún að grindhvalir hópi sig saman í „óvenju þétta og samheldna hópa“ og það sé m.a. ástæðan fyrir því að ekki einungis „eitt og eitt“ dýr reki á land. Náttúran fær að hafa sinn gang Spurð hvort mögulegt sé að gera eitthvað til að sporna gegn viðlíka atvikum svarar Edda: „Það sem væri vel geranlegt, sem myndi einn- ig gagnast í hvala- og sjávarlífs- rannsóknum, er að koma fyrir neðansjávarupptökutæki.“ Myndi slíkt upptökutæki valda því að unnt væri að vita hvenær hvalavaða væri komin óvenju nálægt landi, en grindhvalir séu með „málglaðari hvölum“. Hjá lögreglunni á Stykkishólmi fengust þær upplýsingar að ábend- ing um hvalina hefði borist laust eftir hádegi í gær og viðeigandi stofnunum; Umhverfisstofnun og Matvælastofnun, hefði verið gert viðvart. Hjá Umhverfisstofnun fengust þær upplýsingar að al- mennt væri reglan sú þegar dýr dræpist í náttúrunni, eins og í þessu máli, að það fengi að rotna án af- skipta stjórnvalda ef það ylli engum óþægindum. Tugir hvala dauðir í fjörunni  Viðlíka hegðun grindhvala er vel þekkt meðal hvalasérfræðinga  Ekki er vitað hvers vegna hvalirnir fara inn á „hættusvæði“  Hóparnir eru óvenju samheldnir Hræ Sjávarlíffræðingur segir að samheldni hópa grindhvala valdi því að „einn og einn“ reki ekki á land. Tugir lágu dauðir í sandinum í gær. Kortagrunnur: OpenStreetMap Löngufjörur S N Æ F E L L S N E S Gamlaeyri á Löngufjörum 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einstaklingur búsettur á höfuðborgarsvæðinu sem smitaðist af mislingum á ferðalagi til Úkraínu hafi þurft að vera í einangrun í sjö til tíu daga. Ekki var hægt að skjalfesta að viðkomandi hefði verið bólusettur gegn mislingum. Þórólfur segir að sem betur fer hafi einstaklingurinn, sem er fullorðinn, ekki verið smitandi á flugi eða á mannmörgum stöðum. Haft var samband við þá einstaklinga sem hætta var á að gætu hafa smitast af mislingasmitaða einstaklingnum. Almennar bólusetningar gegn mislingum hófust á Íslandi árið 1976 og er talið að flestir sem fæddir eru fyrir 1970 séu bólusettir gegn þeim. Þórólfur er ekki hræddur um að faraldur sé í uppsiglingu og fagnar því að þátttaka í bólusetningum hafi aukist eftir mislingafaraldurinn í febrúar síðastliðnum. Nú eru 95% barna á aldrinum 2 til 18 ára bólu- sett. Einstaklingar með mislinga eru smitandi frá því daginn áður en þeir veikjast af smiti og í sjö til tíu daga þar á eftir. Beðið eftir niðurstöðum Sóttvarnalæknir segir að enn sé beðið eftir frekari staðfestingu á greiningu á barni í Bandaríkjunum sem grunur var um að smitast hefði af E. coli sýkingu. Á miðvikudag voru sýni frá 14 ein- staklingum rannsökuð og bentu niðurstöður til þess að tveir einstak- lingar sem ekki eru á barnsaldri hefðu smitast af E. coli bakteríunni. Beðið er niðurstöðu um hvort um sömu bakteríu er að ræða og hjá börnunum 19 sem veiktust eftir heimsókn í Efstadal II. Einnig stendur yfir faraldsfræðileg rann- sókn um tengsl einstaklinganna tveggja við Efstadal II. ge@mbl.is Í einangrun í sjö til tíu daga  95% 2 til 18 ára bólusett  Engin staðfest E. coli smit Morgunblaðið/Hari Árvekni Mislingabólusetningum á börnum hefur fjölgað undanfarið. Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Syst- kinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Ólafur Þór Hauksson héraðs- saksóknari staðfesti í samtali við mbl.is að um væri að ræða meint brot systkinanna gegn ákvæðum skattalaga. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um efni ákæranna, þar sem þær hafa ekki verið birtar systkinunum, en málin verða þingfest í lok ágúst. Í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrann- sóknarstjóri hefði sent viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortóla til rannsóknar héraðs- saksóknara, en á meðal þess sem kom fram í frétt blaðsins var að aflandsfélög á Tortóla hefðu greitt kreditkortareikninga fyrir ein- staklinga í útgerðarfjölskyldunni. Það sagði Bryndís Kristjáns- dóttir skattrannsóknarstjóri að væri alþekkt aðferð við að taka peninga út úr aflandsfélögum. Áður hafði verið fjallað um það í fréttum Fréttatímans og Reykjavík Media að nöfn systkinanna fjögurra væri að finna í Panamaskjölunum, gögnum sem komu frá panömsku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. arnarth@mbl.is Sjólasystkinin ákærð vegna skatta Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækis- ins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 fyrir hádegi í dag. Samkvæmt heim- ildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Flugvirkjar ALC hafa unnið að því að gera þotuna flughæfa, en hún hef- ur staðið kyrr á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Á meðan hafa ALC og Isavia staðið í stappi um vélina, sem Isavia hefur haldið á vellinum sem tryggingu fyrir um tveggja milljarða heildarskuldum WOW air við ríkis- fyrirtækið. Í fyrradag úrskurðaði Héraðs- dómur Reykjaness að ALC hefði ein- ungis þurft að greiða þá upphæð sem tengdist þessari tilteknu flugvél, TF- GPA, en ekki allar skuldir WOW air vegna gjalda á Keflavíkurflugvelli. Héraðsdómur féllst auk þess ekki á kröfu Isavia um að réttaráhrifum úr- skurðarins yrði frestað þar til Lands- réttur hefði tekið málið fyrir. Samkvæmt svari frá upplýsinga- fulltrúa Isavia við fyrirspurnum mbl.is í gær er ekki von á neinum við- brögðum frá Isavia vegna málsins fyrr en eftir innanhússfund þar á bæ sem haldinn verður í dag. Þá verður vélin, samkvæmt flugáætlun, farin af landi brott. Þotan á að fara í loftið klukkan 9 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónusta. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum 3500 kg. heildarburður Verð 1.390.000 kr. m/vsk Sá hluti Löngufjara, Gamlaeyri, þar sem grindhvalina rak er ekki í alfaraleið og lítil umferð er um svæðið. Þangað er ekki akfært og einungis fært gangandi fólki eða á hestbaki, að sögn Arilí- usar Kristjánssonar, bónda á Stóra-Hrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann segist ekki vita til þess að hvali hafi áður rekið í þessa fjöru en ekki sé útilokað að það hafi einhvern tímann gerst. „Það má vel vera að það hafi margoft gerst áður en enginn hafi orðið var við það. Þetta er fyrir opnu hafi, þar sem brimið lemur á, og það sem þarna rekur á land grefst fljótt niður í sandinn,“ segir Arilíus. annalilja@mbl.is Erfitt aðgengi að svæðinu EKKI Í ALFARALEIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.