Morgunblaðið - 19.07.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.07.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á sumarhusavorn.is Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofu- stjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldurs- ári. Gunnar fæddist á Akureyri 1. nóvember 1943 og ólst þar upp á ytri Brekkunni. Hann var auk þess í sveit á sumrin á Möðruvöllum í Eyjafirði og á Þverá í Eyjafirði. Gunnar var í Barna- skóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá MA 1964, lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1971, stundaði nám í vinnurétti í Kaupmannahöfn 1971- 72, öðlaðist hdl.-réttindi 1974 og hrl.-réttindi 1992. Hann var fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri 1971, lögfræðingur hjá BSRB 1972-76 og framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra banka- manna 1976-79. Gunnar réðst til Reykjavíkurborgar 1979 og starfaði þar í rúm 30 ár. Lengst af gegndi hann starfi skrifstofustjóra borgar- stjórnar, var borgarlögmaður um skeið og borgarritari í afleysingum. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri minntist Gunnars á borgar- ráðsfundi í gær og sagði að hann hefði setið 1.600 borgarráðsfundi og 570 borgarstjórnarfundi og unnið með níu borgar- stjórum. Gunnar sinnti stundakennslu, m.a. við MH og lagadeild HÍ. Hann sat í verð- lagsdómi 1974-78, var formaður Barna- verndarráðs Íslands 1979-82 og átti sæti í fjölda nefnda, m.a. á vegum ríkis og sveitar- félaga. Eftir Gunnar komu út ritin Vinnuréttur, útg. 1978 og aftur 1986; Hagnýt lögfræði, útg. 1984; Sveitarstjórnarréttur, 2006, Borgarfulltrúatal, 2010, og Gamlar glefsur og nýjar. Vegprestar vísa veginn, útg. 2016. Hann skrifaði auk þess greinar um lögfræðileg mál- efni, m.a. í Tímarit lögfræðinga og Sveitarstjórnarmál. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Ásgerður Ragnarsdóttir kennari. Þau gengu í hjónaband 23. septem- ber 1966. Börn þeirra eru Ragna Björk grunnskólakennari, Hjördís leikskólakennari og Gunnar Páll jarðfræðingur. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin tvö. Útförin verður frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. júlí klukkan 13. Andlát Gunnar B. Eydal jörðina frá einkaaðilum. Þar eru á ferð íslensk fyrirtæki í ferðaþjón- ustu. Þetta er heit umræða vegna þessara jarðakaupa [erlendra aðila] fyrir austan og norðan.“ Fram kom í Morgunblaðinu í fyrrasumar að með kaupunum á Hótel Kötlu fylgdu 4.700 hektarar lands, veiðiréttindi og flugvöllur. Kaupandinn var félag sem er í 75% eigu erlendra fjárfestingarfélaga. Á leiðinni í Lakagíga Jörðin Heiði í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu er meðal margra jarða sem eru til sölu. Jörðin er rúmlega 335 hektarar. Samkvæmt lýsingu á fasteignavef Morgunblaðsins er gamalt íbúðar- hús á jörðinni en ekki aðrar bygg- ingar. Síðan fylgir þessi lýsing: „Fjaðrárgljúfur, sem er mikil náttúruperla og er vel sótt af ferða- mönnum, er á mörkum Heiðar og Holts. Land jarðarinnnar skartar mikilli náttúrufegurð og sama má segja um nánasta umhverfi jarðar- innar. Einstök eign t.d. fyrir ferða- þjónustu,“ segir í auglýsingunni. Ekið er framhjá gljúfrinu á leið í Lakagíga. Rætt er um að jörðin geti kostað 200-300 milljónir. Erlent námafyrirtæki horfir til Mýrdalssands Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson Höfðafjara Hjörleifshöfði á sandinum. Hafursey og Kötlujökull í baksýn.  Rannsaka vikur með vinnslu í huga  Fer Fjaðrárgljúfur á 200-300 milljónir? BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Erlent námafyrirtæki hefur sýnt áhuga á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi og hefur að undan- förnu rannsakað vikurinn. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir áætlað að vinna megi um milljarð rúmmetra af vikri. „Þetta er væntanlega endur- nýjanleg náma. Það er álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni. Það er að detta upp aftur svolítið sem hefur svo sem verið lengi í umræðunni, að einhvern tímann verði fluttur út Kötluvikur af sandinum. Það er nýr áhugi á því núna frá erlendu stórfyrirtæki sem er að rannsaka vikurinn. Það er ýmislegt að gerast í kringum þetta,“ segir Þórir. Nýtist til margra hluta Málin séu ekki komin það langt að farið sé að ræða hvort námafyrir- tækið kaupi jörðina eða greiði fyrir aðgang að vikrinum. „Vikurinn er nothæfur í mjög marga hluti samkvæmt rannsóknum sem við létum gera í kringum alda- mótin. Það er hægt að þenja hann eins og perlustein. Þá poppar hann út og fær miklu meira einangrunar- gildi. Hann er mjög góður í einangr- unar- og eldvarnarsteypu og það er mjög gott að rækta í honum mat- jurtir og skrautjurtir, þannig að hann hefur mjög vítt notkunargildi.“ Þórir á jörðina Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi ásamt systrum sínum, Áslaugu og Höllu. Jörðin hefur verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guð- mundsson, keypti hana. Rætt var við Þóri í Morgunblaðinu í júlí í fyrrasumar. Sagði hann þau hafa byrjað að bjóða ríkinu þetta land til sölu fyrir 11 árum. Það hefði ekki orðið af því. Með umræðunni um jarðakaup útlendinga teldi hann hins vegar að það væri að verða við- horfsbreyting í þessum málum. Hann segir þau systkinin hafa fengið bréf frá forsætisráðuneytinu í febrúar. Þar hafi komið fram að ekki væri áhugi fyrir þessu máli. „Það eru reyndar í gangi tilboð í Áhugi erlendra aðila á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum varð að umfjöllunarefni fjölmiðla í fyrra- sumar. Jörðin er næsta jörð við Geysi í Haukadal. Þráinn Bjarndal Jónsson, bóndi í Miklaholti, segir erlenda aðila enn áhugasama um jörðina. Þó hafi kín- verskir aðilar horfið frá mögulegum kaupum eftir neikvæða umræðu í fjölmiðlum. Hann segir aðspurður að veiking krónunnar síðustu misseri hafi gert jörðina að fýsilegri fjárfestingu. Fram kom í fjölmiðlum sumarið 2017 að ásett verð var um 1,2 millj- arðar. Umreiknað í evrur hefur verð- ið lækkað á tímabilinu. Miðgengi evru var 119 kr. 18. júlí 2017 en 141 kr. í gær, 18. júlí 2019. Verðið hefur því lækkað úr 10 milljónum evra í 8,5 milljónir evra, eða um tæp 16%. Þá hefur bandaríkjadalur hækkað úr 103 kr. 18. júlí 2018 í 126 kr. í gær. Með því hefur verð jarðarinnar lækkað úr 11,65 milljónum dala í 9,5 milljónir dala, eða um tæp 18%. Sýna lóð við Geysi áhuga NEÐRI-DALUR Í BISKUPSTUNGUM Morgunblaðið/Eggert Geysir Þráinn segist ekki sjá að gest- um hafi fækkað milli ára með falli WOW. Helgi Jón Harðarson, sölustjóri fasteignasölunnar Hraunham- ars, segir erlenda aðila horfa mikið til hlunninda þegar þeir skoða jarðir með kaup í huga. „Áhuginn er ekki umtals- verður. Það eru þó nokkrir er- lendir aðilar á ferðinni, a.m.k. sem ég hef orðið var við. Yfir- leitt fjárfesta erlendir aðilar í stóru landi, sem er margir hekt- arar. Þetta er langtímafjárfest- ing. Horft er til heits vatns, raf- magns, fossa, fjalla, vatns- réttinda, veiði og annarra tekju- möguleika, m.a. af vindorku. Ég hef fengið fyrirspurnir um sam- starf við Íslendinga um kaup á landi nærri sjó fyrir vindmyllur. Útlendingar eru ekki endilega að horfa á jarðir nærri höfuð- borginni,“ segir Helgi. Markaðurinn hafi almennt róast, m.a. eftir gjaldþrot WOW air. Kaupendur séu dálítið á varðbergi eins og stendur. „Það eru jákvæðar fréttir að útlend- ingar séu að kaupa Icelandair- hótelin. Það er hins vegar engin draumaþróun ef erlendir aðilar hirða jarðamarkaðinn og kom- ast upp með að kaupa jarðir hvar sem er. Það er ekki allt já- kvætt við þetta.“ Magnús Leopoldsson fast- eignasali hefur áratugalanga reynslu af jarðasölu. „Við höfum ekki orðið vör við að útlendingar séu að flýta sér að kaupa jarðir áður en slík kaup verða mögulega takmörk- uð. Ég hef verið í þessu í 35 ár. Þetta hefur verið keimlíkt. Það eru alltaf einn eða tveir aðilar sem fá áhuga á Íslandi í ein- hvern tíma. Margir útlendingar vilja jarðirnar ódýrt en hætta við kaupin. Þeir sem hafa pen- ing halda líka fast um budduna. Eitthvað er um jarðakaup tengd hestamennku en það ber minna á því en jarðakaupum sem eru tengd veiðiskap,“ segir Magnús. Hlunnindi og orku- framleiðsla ÁHUGI ERLENDRA AÐILA Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Perla Fjaðrárgljúfur er til sölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.