Morgunblaðið - 19.07.2019, Page 15

Morgunblaðið - 19.07.2019, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 Hátt upp í loft Himinninn ljómaði og reisuleg mannvirki fönguðu athygli ljós- myndara Morgunblaðsins á kvöldgöngu við höfnina á Seyðisfirði fyrir skömmu. Eggert Nú á 25 ára afmæli EES-samningsins hefur umræða um þennan mikilvæg- asta alþjóðasamning Íslands aldrei verið meiri. Það er gott – samningurinn er ekki hafinn yfir gagnrýni og umræð- an er nauðsynleg til að stuðla að sem bestri framkvæmd samningsins og að hún sé í samhengi við aðra stefnumótun stjórnvalda. Kostir EES ótvíræðir Kostir EES- samningsins eru margir. Hann veitir íslenskum al- menningi og fyrirtækjum í 350 þúsund manna hagkerfi tækifæri til að eiga viðskipti við og vera í tengslum við fólk og fyrirtæki í 500 milljóna hagkerfi. Sýnt hefur verið að samningurinn örvi við- skipti og stuðli að aukinni sam- keppni, almenningi til góðs. Enn- fremur er samningurinn grundvallarforsenda þess að mörg, ef ekki öll, íslensk fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni geti starfað hér á landi. Um þetta er nánar fjallað víða, t.d. í umsögn Við- skiptaráðs um þriðja orkupakk- ann. Heimatilbúnir gallar En fátt er svo með öllu gott að ekki boði nokkuð illt. Flókið og áhrifamikið fyrirbæri eins og EES-samningurinn hefur óhjá- kvæmilega galla. Hagsmunir Ís- lands og Evrópska efnahags- svæðisins í heild geta t.d. stangast á, sem sýnir að íslensk stjórnvöld og hags- munaaðilar þurfa að stunda öfluga hags- munagæslu á vett- vangi EES og ESB. Þó að þriðji orku- pakkinn sé jákvætt og nauðsynlegt skref er umræðan um hann víti til varnaðar. Fjöl- miðlaumræða um orkupakkann var bókstaflega engin fyrr en árið 2018 sam- kvæmt Fjölmiðla- vaktinni. Það er einu ári eftir að sameigin- lega EES-nefndin færði hann undir EES-samninginn og níu árum eftir að pakkinn var inn- leiddur í ESB. Það er svipað og ef lagafrumvarp færi rólega, þegj- andi og hljóðalaust í gegnum Al- þingi án umsagna og umræðu en svo færi öll umræða af stað þegar blekið á lögunum væri þornað á Bessastöðum. Væri orkupakkinn slæmur, sem hann er ekki, er lær- dómurinn því augljós: Hagsmuna- gæsla í tengslum við EES- samstarfið þarf að vera markviss- ari og öflugri. Bregðast þarf mun fyrr við ef kalla þarf eftir und- anþágum eða hafa áhrif á innleið- ingu EES-gerða. Það er ekki vandamál hinna EES-ríkjanna – það er vandamál okkar. Annar stór galli er hvernig EES-regluverk er innleitt. EES- regluverk miðar að því að sam- ræma leikreglur milli landa á af- mörkuðum sviðum og örva þannig viðskipta- og efnahagstengsl. Þrátt fyrir þetta er iðulega lengra gengið hér á landi en þörf þykir og bætt inn séríslenskum íþyngjandi ákvæðum, sem nágrannalönd okk- ar gera ekki. Um þetta er fjallað í nýlegri skoðun Viðskiptaráðs: „Gömul vísa en ekki of oft kveðin: Regluverk á Íslandi er of íþyngj- andi.“ Það sama gildir því hér – reglubyrði EES á Íslandi er því að miklu leyti okkar vandamál en ekki EES og því þarf að breyta. Heimsmet í þyngslum regluverks? Rannsóknir sýna að of íþyngj- andi regluverk getur dregið úr al- mennri hagsæld. Í fyrrnefndri skoðun er til dæmis fjallað um að reglugerðabreytingum hafi fjölgað síðasta áratug og að aðgengi að þeim sé lélegt. Ennfremur kemur Ísland verst út í norrænum sam- anburði á lykilþáttum regluverks og þá mælist Ísland með mest íþyngjandi regluverk í þjónustu- greinum meðal OECD-ríkja. Þess vegna er réttmætt að spyrja hvort Ísland eigi heimsmet í íþyngjandi regluverki. Betri samningur – meiri lífsgæði Til mikils er að vinna með bættri framkvæmd EES-samningsins hér á landi, sem getur falist í öfl- ugri hagsmunagæslu og að innleið- ing EES-regluverks sé ekki meira íþyngjandi en nauðsyn krefur. Annars vegar hinn augljósi ávinn- ingur sem fólginn er í skilvirkara og fyrirsjáanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Hins vegar, sem er kannski ekki eins augljóst, verð- ur EES-samningurinn einfaldlega hagfelldari og skilar landsmönnum enn meiri lífsgæðum en hann hef- ur nú þegar gert. Eftir Konráð S. Guðjónsson Konráð S. Guðjónsson Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. konrad@vi.is Stærstu gallar EES eru heimatilbúnir » Til mikils er að vinna með bættri framkvæmd EES-samnings- ins hér á landi. Það er ánægjulegt fyrir mig að fara á fætur á morgnana og fara úr húsi. Sem ég stend á tröppum við heimili mitt blasir við fögur sjón. Það er bíll með skrásetningar- númer sem hefst á stöfunum DDD. Svo á ég kunningjakonu. Hún átti bíl með skrá- setningarnúmeri DD999. Það er að- eins númerið á rútunni frá Vest- fjarðaleið, D 1, sem nálgast þessa fegurð. D er fallegur bókstafur. Bíllinn sem stendur andspænis heimili mínu er ekki í ruslflokki eins og skuldabréf sem einkennd eru með þessum stöfum. Bíllinn er borgaralegur fjórhjóladrifinn af góðu tagi, vel þrifinn og gljáfægður. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki rusl- flokkur. Á þetta er minnt núna þegar ein- hver brestur er í borgaralegum öfl- um þessa lands. Í heil 90 ár hafa borgaraleg öfl átt skjól í Sjálfstæð- isflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að landsstjórn í 62 ár af þeim 90 sem liðin eru frá stofnun Sjálfstæðisflokksins. Hvað einkennir hagsmunastjórnmál? Það orkar ávallt tvímælis þegar spurt er hvað einkennir stjórnmála- flokk. Stjórnmálaflokkar ættu að grundvallast á hugsjónum og hug- myndafræði. Stjórnmálaflokkur getur ekki grundvallast á hags- munum og úthlutun gæða. Það kann að vera leið til öflunar fylgis að úthluta gæðum til fárra, en þeir sem þurfa að greiða fyrir þurfa þá að gæta sinna hagsmuna. Það er hægt að gera með því að breyta leik- reglum. Það hefur verið til stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur hangið saman á því að úthluta gæðum af al- mannaeign. Það hefur verið vinsæl leið til út- hlutunar gæða að veita útvöldum aðgang að sparifé landsmanna með gjafvöxt- um. Með svokölluðum „Ólafslögum“ frá 1979 var heimilað að verð- tryggja fjárskuldbindingar. Við það misstu stjórnmálaflokkar valdatæki sem var úthlutun á sparifé lands- manna til útvalinna gæðinga. Til eru þeir sem vilja endurvekja það fyrirkomulag. Þar er um lífeyri landsmanna að tefla, rétt eins og þegar Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sá hvert stefndi með líf- eyri landsmanna árið 1979. Það verður ekki unnið gegn fátækt með slíkri ráðstöfun. Á vorum tíma verður til stjórn- málaforingi sem telur sig hafa nös fyrir því hvaða gjöf skuli færa hreyfanlegum kjósendum til að fá þá til að kjósa sig. Þá skaðar ekki að finna „útlendan“ óvin, hræ- gamm, jafnvel þótt stjórnmálafor- inginn sé í bandalagi með honum. Það er gott að hafa „útlendan óvin“ til að sameina þjóðina. Þá eru búin til slagorð með persónufornafninu „okkar“, eins og „Orkan okkar“. Hvað einkennir hugsjónastjórnmál? Það er mikil bjartsýni að halda að hægt sé að einangra stjórnmál við hugsjónir. Flestir kjósendur velja almennar leikreglur fram yfir einstakar úthlutanir gæða. Með við- reisnarstjórninni sem sat að völdum frá 1959 til 1971 var reynt að setja almennar leikreglur í stað úthlut- ana gæða. Frá 1990 hefur lands- stjórnin einkennst af því að leitast er við að nálgast stjórnarfar með setningu almennra reglna í stað út- hlutana gæða. Á þeim tíma misstu stjórnmálamenn valdatæki sem sumir vildu halda í en það voru fjármálastofnanir í eigu ríkisins. Það ber að játa að einkavæðing fjármálafyrirtækja og fram- kvæmdin misheppnaðist, þrátt fyrir regluvæðingu fjármálamarkaðarins, en vegna þess að eftirlitið með fjármálafyrirtækjunum í framhald- inu brást. Fyrir þeim er þetta ritar er eftir- sóknarvert að hafa almennar reglur og tækifæri fyrir alla. Fyrir þá sem ekki ná að nýta tækifærin verði til stuðningskerfi með hvötum. Ísland er land tækifæra fyrir alla. Lands- stjórninni frá 1990 til vorra daga hafa fylgt miklir sigrar vegna þeirra almennu leikreglna sem sett- ar hafa verið í lýðræðissamfélagi okkar. Sjálfstæðismönnum hefur að mestu tekist að halda hópinn í þau 90 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið til. Það hafa verið til Vísisarmur, Gunnarsarmur og Borgaraflokkur. Þessir „armar“ hafa ekki haft mikla hugsjónir. Bitamunurinn hefur snúist um per- sónur, álit og viðurkenningu. Vinstrimenn hafa aftur á móti verið miklir hugsjónamenn og flokkar klofnað vegna mikilla hugsjóna. Þannig klofnaði Æskulýðsfylkingin í marx-lenínista, trotskíista og maó- ista. Allir sameinuðust þeir um að vera á móti svikaranum, sem var Alþýðubandalagið. Aðeins örfáir skildu um hvað ágreiningurinn snerist, en það var einhver erlend hugmyndafræði. Svo klofnaði Alþýðubandalagið við stofnun Samfylkingar. Alþýðu- flokkurinn hvarf af Alþingi þegar Kristján Lúðvík Möller lét af þing- mennsku. Sorglegur ágreiningur Það kann að vera að núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins hafi ekki alltaf tekið „rétta“ afstöðu. Sennilega var afstaða forystu Sjálf- stæðisflokksins í „Icesave“-máli röng eða undirbúningur alls þess máls byggður á mjög röngum for- sendum. Dómur féll fyrir fjölþjóð- legum dómstól, sem dæmdi að lög- um en ekki eftir ímynduðum stjórnmálalegum forsendum. Um niðurstöðuna þarf ekki að fjölyrða. Nú er reynt að skapa ágreining í Sjálfstæðisflokknum um orkumál. Málið snýst um væntanlegar vald- heimildir Orkustofnunar til að hemja orkurisa á Íslandi. Það eru Landsvirkjun, Orka náttúrunnar og Landsnet. Þar er ýmsu snúið á hvolf. Orkustofnun er gerð að sam- evrópskri stofnun sem kemur málið ekki við. Það sem meira er; það á eftir að leggja fram frumvarp að lagalegri útfærslu. Rétt eins og reynt var að flækja fyrirkomulag fjármálaeftirlits fyrir nokkrum ár- um þar sem stofnun sem Ísland átti ekki aðild að átti að vera alls ráð- andi um fjármálaeftirlit á Íslandi. Í orkumálinu er 107 ára gömul kona kölluð til vitnis um drottinsvikin. Borgaraleg öfl standi saman Hin borgaralegu öfl hafa staðið saman í flestu því sem til framfara hefur horft. Samstaðan byggist á umburðarlyndi en ekki alræði. Landsfundur getur ekki ályktað í „aldrei“- og „skal“-stíl. Hin borg- aralegu öfl hafa haft framsýni til að semja Ísland að alþjóðlegri sam- vinnu. Enginn stjórnmálaflokkur nema Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt að- ild að landsstjórn þar sem aðild að öllum grundvallaralþjóðasamning- um hefur verið samþykkt. Það ber vott um styrkleika og framsýni. Þingsályktun um orkumál er ekki valdaframsal, nema til Orkustofn- unar. Landsfundur er til að efla sam- stöðu en ekki skapa sundrung með því að niðurlægja þá sem ekki eru algjörlega sammála. Landsfundar- ályktanir byggjast mjög oft á tak- mörkuðum upplýsingum. Fjölda- flokkur byggist á umburðarlyndi og víðsýni. Það er styrkleiki. Í víðsýni getur falist að viðurkenna mistök því enginn er óskeikull. Borgaraleg öfl verða að standa saman í Sjálfstæðisflokknum. En eins og Guðbjartur bóndi segir: „Maður fer á mis við lífið þángaðtil maður er sjálfstæður. Fólk sem er ekki sjálfstæðisfólk, það er ekki fólk.“ Eftir Vilhjálm Bjarnason » Fjöldaflokkur bygg- ist á umburðarlyndi og víðsýni. Í víðsýni get- ur falist að viðurkenna mistök því enginn er óskeikull. Það er styrk- leiki. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Samstaða borgaralegra afla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.