Morgunblaðið - 19.07.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.07.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 hin djúpa ævarandi vinátta okkar tveggja. Í umróti síðustu áratuga í íslensku þjóðfélagi verður það að teljast einstakt að svo sterk vinabönd haldist óslitið í á fjórða áratug. Katrí var farsæl í einkalífi og á starfsvettvangi. Sem leikskóla- stjóri innleiddi hún ýmsar nýj- ungar fyrir leikskólabörnin sín til að auka þroska þeirra. Börnin eru fullorðin í dag og hafa öll orð- ið að gæfufólki, og minnast Katrí- ar af hlýhug og þakklæti. Um miðjan aldur skipti Katrí um starfsvettvang. Hönnun og sköpun áttu hug hennar allan, enda var hún skapandi listakona. Hún sótti sér háskólagráðu við Háskólann í Nykjöping í Svíþjóð. Hún starfaði sem stílisti og varð fræg sem slík, af fallegri hönnun og samsetningu húsgagna og list- muna, sem prýða mörg íslensk heimili, fyrirtæki og stofnanir. Hún starfaði hjá flottustu hús- gagnaverslunum landsins sem stílisti og oftar en ekki yfirmaður. Ég man að einu sinni fórum við nokkrar vinkonur, allar rúmlega þrítugar, að skemmta okkur í Þjóðleikhúskjallaranum á laug- ardagskveldi. Ég plataði Katrí með, það var eitthvert sérstakt tilefni, minnir mig. Við fengum okkur borð, við settumst, vorum sjö konur, þar af sex „á lausu“. Katrí, sú sjöunda, sat innst, eig- inlega úti í horni, eina harðgifta konan í hópnum. Við vorum allar uppáklæddar og biðum, þegar hljómsveitin byrjaði að spila, eft- ir því að vera boðið upp í dans. En viti menn: Katrí var sú eina sem var boðið upp í dans, hún ein átti alfarið athygli dansherranna. Slík var fegurðin og útgeislunin. Katrí var svo kurteis að hún af- þakkaði ekki dansboð, hún dans- aði allt kvöldið. Hinar vinkonurn- ar reyndu að halda andlitinu þótt engri þeirra væri boðið í dans. Fjölskylda Katríar var alltaf í forgangi hjá henni, hún umvafði hana ást og umhyggju. Katrí átti líka frábæra fjölskyldu. Hún elskaði barnabörnin innilega, þau Viktor, Oliver og Amalíu. Við Katrí studdum hvor aðra í baráttu okkar beggja við krabba- mein. Katrí barðist hetjulegri baráttu allt fram í andlátið. Katrí er besta og vandaðasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún bjó yfir einskærri lífsgleði, gjafmildi og kærleika. Hún bjó yfir óbilandi dugnaði, miklum hæfileikum á mörgum sviðum, festu og heiðarleika. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkr- um manni. Fáum eru gefnir slíkir eðliskostir og það í einni mann- eskju. Stutt var í fallega brosið hennar og góðlátlegt grín. Glæsilegt og hlýlegt heimili Rúnars og Katríar stóð ávallt op- ið vinum og fjölskyldu. Þakka ég þér fyrir samfylgd- ina. Þú þarft ekki lengur að þjást. Flogin ertu upp í ljóssins heim þar sem allir eru sælir, heilbrigð- ir og jafnir. Far vel. Far vel. Ég bið góðan Guð að hugga og styrkja Rúnar, Marcus, Róbert, Söru Anniki,Saara Maríu og fjöl- skyldur þeirra. Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún) Helga Leifsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Katrí Raakel Tauri- ainen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. sem persóna. Það voru t.d. bara strákarnir og þú sem voruð slíkir töffarar að eiga skellinöðru. Síðustu árin varst þú svo sann- arlega driffjöðrin í flestum okkar samverustundum enda allt of minnug þess að lífið væri núna en ekki á næsta ári. Við vorum því blessunarlega iðnar við að safna minningum til viðbótar við öll okkar gömlu Ölduselsævintýri; sumarbústaðaferðir, utanlands- ferðir, skíðaferðir, tónleikaferðir og vitaskuld einnig hellingur af einlægum vinkonuhittingum sem og endalausum ísbíltúrum. Hleg- ið út í eitt, oftar en ekki að okkur sjálfum, en einnig einlægt og ómetanlegt vinkonuspjall um líf- ið og tilveruna. Við kveðjum þig þakklátar fyrir allt sem þú gafst okkur og kenndir og alla þá gleði, hlýju og hlátursköst sem þú fylltir líf okk- ar með. Auðmýkt þín og æðru- leysi voru aðdáunarverð í baráttu þinni og allar sem ein getum við vottað að húmorinn þinn svarti fylgdi þér fram á síðustu stundu. Mikið eigum við eftir að sakna þín, elsku vinkona. Þínar æskuvinkonur, Birna, Eva, Helga, Ingunn og Rut. Nú er skarð fyrir skildi, elsku Olga okkar er fallin frá, langt fyrir aldur fram, eftir erfið veik- indi sem hún tókst á við af ein- stöku æðruleysi og baráttuvilja. Leiðir okkar saumaklúbbsins lágu fyrst saman í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti (FB). Þar áttum við átta glaðlyndar stelp- ur, fullar af lífsgleði, saman frá- bæran tíma. Olga okkar var ein opnasta manneskja sem til var og það var hægt að ræða við hana um allt milli himins og jarðar. Hún var töffari af Guðs náð sem hafði ein- staklega fallega lífssýn og var staðráðin í því að njóta hverrar einustu mínútu. Orðin hennar sem hún sagði svo oft; „lífið er núna“, munu fylgja minningu hennar. Elsku Gísla okkar, klettinum hennar Olgu, Sóleyju Diljá, Stef- áni, Gísla Snæ og öðrum ástvin- um færum við einlægar samúðar- kveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Þínar vinkonur, Hulda, Marín, Elísabet, Berglind Þyrí, Berglind, Sigríður og Brynhildur.  Fleiri minningargreinar um Olgu Steinunni Weywadt Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Stefán Brynj-ólfsson fæddist í Stykkishólmi 28. ágúst 1952. Hann lést á Krabbameins- deild Landspítalans 11. júlí 2019. Foreldrar: Ásta Þorbjörg Beck Þor- varðsson, húsfreyja frá Sómastöðum í Reyðarfirði, f. 14. september 1913, d. 22. febrúar 2011, og Brynjólfur Þorvarðsson, verslunarmaður frá Stað í Súgandafirði, f. 6. maí 1902, d. 19. desember 1974. Systkini Stefáns: Ragnheiður, f. 17. mars 1935, d. 20. apríl 1971, Þorvarður, f. 4. maí 1938, Anna, f. 19. júlí 1939, d. 28. maí 1993, Ásthildur, f. 3. ágúst 1944, Rík- harður, f. 2. janúar 1946, og Ei- ríkur, f. 28. desember 1950. Stefán giftist Sigrúnu Magnúsdóttur, f. 12. júní 1945, Stefán lauk grunnskólaprófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar árið 1970. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og lauk hann stúdentsprófi frá MR árið 1975. Eftir menntaskóla fór hann út til Noregs í nám við Gjø- vik Ingeniørhøgskole í bygging- artæknifræði og lauk hann námi 1981. Eftir nám vann hann við landmælingar í Noregi. Árið 1983 flutti hann ásamt fjölskyldu aftur heim til Íslands þar sem hann vann hjá Íslenskum aðal- verktökum á Keflavíkurflugvelli til 1985. Hafði hann unnið hjá þeim yfir sumartímann með námi frá 1981. Snemma árs 1986 flutt- ust Stefán og fjölskylda til Ísa- fjarðar þar sem hann starfaði sem byggingarfulltrúi allt til árs- ins 2006. Með starfi á Ísafirði bætti hann við sig menntun tengdri skipulags- og bygginga- málum. Um mitt árið 2006 fluttu hann og Sigrún til Reykjavíkur og hóf hann störf hjá Fasteigna- mati ríkisins, seinna Þjóðskrá Ís- lands, þar sem hann vann til dánardags. Stefán verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 19. júlí 2019, klukkan 13. hjúkrunarfræðingi og ljósmóður, árið 1982. Eiga þau eina dóttur saman, Apríl Eik, f. 15. nóvember 1982. Maki hennar er Brynjar Berg- þórsson og eiga þau tvær dætur, Emmu Rós og Sigrúnu Ósk. Uppeldissonur Stefáns er Jón Júl- íus Þórisson, f. 16. ágúst 1973. Maki hans er Sólveig E. Jacobsen og eiga þau þrjár dætur, Sonju Mist, Eydísi Völu og Þórunni El- ísabetu. Sonur Stefáns fyrir hjónaband er Róbert, f. 10. ágúst 1977. Móðir hans er Guðbjörg Davíðs- dóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Maki Róberts er María Lea Ævarsdóttir, saman eiga þau soninn, Storm Ými, en María Lea á fyrir dótturina Amelíu Líf. Hvernig byrjar maður að minn- ast manns sem maður hefur ekki áttað sig á að sé farinn? Eru það gömlu minningarnar um okkur á skíðum á páskunum, Pink Floyd eða ísrúntarnir á sunnudögum fyr- ir vestan? Er það minningin um hann í húsbóndastólnum með afa- stelpurnar sínar hvora á sínu læri að lesa bók? Eða síðasta árið þegar veikindin ágerðust og tóku sinn toll og á endanum lífið? Ég kýs að muna gömlu tímana fyrir vestan og þegar pabbi varð heimsins besti afi. Ég og pabbi vorum alltaf góðir félagar, hann kenndi mér á skíði, hjálpaði mér með námið og fór með mig á ísrúnt um firðina og fjöllin sem gátu varað í nokkra klukkutíma. Stundum sátum við bara og hlustuðum á útvarpið, stundum spjölluðum við um heima og geima og stundum var hann að koma einhverjum fróðleik að hjá mér. Þannig var pabbi, hafsjór af þekkingu, rólyndismaður sem vildi allt fyrir náungann gera og vel lið- inn alls staðar sem hann kom. Þar sem við bjuggum á Ísafirði voru bæjarferðir til Reykjavíkur ekki óalgengar. Eitt af því sem var hefð í bæjarferðinni var að fara í bíó og fá sér pylsu á Bæjarins bestu og þegar mamma og pabbi voru flutt suður fórum við reglu- lega í bíó saman. Ætlunin var að fara með honum aftur í síðasta skiptið ef heilsan leyfði, en það varð ekki. Og svo eru það stelpurnar mín- ar sem hann sá ekki sólina fyrir. Og þær dýrkuðu hann, að fara til ömmu og afa vakti alltaf mikla kát- ínu hjá þeim litlu því amma og sér- staklega afi segja aldrei nei. Hann var mikill barnakall, hafði enda- lausa þolinmæði til að sýna þeim og kenna, og fannst best að fá frá þeim knús. Þegar pabbi greindist með krabbamein reyndi ég að vera bjartsýn. En svo fór að halla undan fæti, lyfjameðferðirnar virkuðu ekki. Við ákváðum að fara til Te- nerife með mömmu og pabba um haustið, en þá þegar var ljóst hvert stefndi. Þessar tvær vikur eru gull og gimsteinar í kistu minninganna fyrir okkur öll. Og svo kom 2019, árið sem við vissum að yrði erfitt. Í lok júní fengum við að heyra frá læknunum að pabbi ætti nokkra mánuði eftir. Tveim vikum seinna var hann farinn. Við vorum öll hjá honum þegar hann kvaddi, sem hann gerði átakalaust og friðsæl- lega. Hann kvaldist ekki lengi og fyrir það munum við vera ævinlega þakklát. Elsku pabbi. Ég er þakklát fyrir að hafa haft þig hjá mér í 36 ár. Ég er þakklát fyrir að þú fylgdist með mér út- skrifast sem hjúkrunarfræðingur, eignast stelpurnar mínar og stóðst við hlið mér þegar ég gifti mig. Ég er þakklát fyrir að þú kynntist honum Binna mínum fyrir 15 árum og tókst honum opnum örmum. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem stelpurnar mínar áttu með þér. Ég syrgi líka að fá ekki að hafa þig lengur, að fara með þér í bíó eða borða ís, hlusta á Pink Floyd og halda jólin. Mesta sorgin er að þú fáir ekki að sjá stelpurnar mín- ar vaxa úr grasi og verða að full- orðnum einstaklingum sem geta ekki beðið með að segja afa frá hvernig gekk í skólanum, vinnunni eða bara almennt hvernig lífið gengur hjá þeim. Elska þig, pabbi, og sakna þín. Vildi að þú værir hér. Meira: mbl.is/minning Apríl Eik. Elsku pabbi. Það geta verið snarpir viðsnún- ingar á lífsins leið og allt í einu er ekki hægt að hringja í þig og skipuleggja næstu bíóferð. Ég er enn með númerið þitt í uppáhalds í símanum mínum og var næstum búinn að hringja í þig í fyrradag. Við bjuggum lengi hvor í sínum landshlutanum og þó að sam- bandið hafi ekki alltaf verið mikið á milli okkar í gegnum tíðina þá er hugur minn oft hjá þér. Eitt skiptið þegar þú varst í bænum er mér sérstaklega minn- isstætt, ferðin á Terminator 2 sem við fórum á þegar ég var ekki orð- inn 16 ára. Miðavörðurinn spurði hvað ég væri gamall og sagði að myndin væri bönnuð innan 16 ára. Þú svaraðir um hæl að það væri allt í lagi því ég væri með þér. Mér fannst þetta mjög spennandi. Eftir þessa ferð í Stjörnubíó varð ekki aftur snúið og þessi mynd er ennþá uppáhaldskvikmyndin mín. Það má segja að þarna hafi áhugi minn á því yfirnáttúrulega og óútskýr- anlega kviknað. Ég er enn spennt- ur að finna geimverur og held áfram að reyna að skilja hverjir byggðu pýramídana en það tengist ekki beint þessari bíómynd. Þetta er bara lítið brot af því sem við skiljum ekki varðandi tilvist á þessari jörð. Ég nota samt SKY- NET sem nafn á þráðlausa netinu hjá mér og finnst það mjög viðeig- andi enda er það bein tenging við umrædda bíómynd. Ég mun þó kaupa tvo miða á næstu Termina- tor-mynd og býð þér að koma með. Er ekki flott að stefna á sýningu um kl. 20.00? Fyrir utan skemmtilegar bíó- ferðir í gegnum tíðina er gaman að hafa upplifað margar og skemmti- legar skíðaferðir fyrir vestan. Man sérstaklega eftir því þegar ég labb- aði upp á fjallið beint fyrir framan húsið og þú fylgdist með mér úr eldhúsglugganum og tókst nokkr- ar ljósmyndir. Held að við höfum báðir verið jafn stoltir af afrekinu. Það hefur þó dregið töluvert úr skíðaferðunum hjá okkur báðum í seinni tíð og annað komið í staðinn. Stormur Ýmir stækkar ótrú- lega hratt og ég man hvað þú varst stoltur og ánægður þegar þið hitt- ust í fyrsta skiptið, fyrir rétt um ári. Þegar fram líða stundir mun ég segja honum frá þér og hversu skemmtilegar stundir við áttum saman. Það er alls ekki útilokað að ég kynni hann fyrir því óútskýr- anlega og mikilfenglega í heimin- um rétt eins og ég veit að þú hafðir áhuga á að vita meira um. Þó að líf- ið sé óútreiknanlegt og oft ekki eins og best verður á kosið þá er ég ánægður með þann tíma sem við áttum saman og að þú hafir náð að kynnast Stormi Ými. Við munum ávallt hugsa til þín. Þinn sonur, Róbert Stefánsson. Elsku Stefán. Þar sem ég sit hér og hugsa til þín fara svo ótal margar minningar um hugann að ég fæ ekki við neitt ráðið. Það er svo óendanlega sárt að þurfa að skrifa hinstu kveðjuna til þín í dag því kveðjustundin kom alltof fljótt. Fyrir 15 árum hittumst við fyrst þegar þú og Sigrún komuð í kaffi til okkar Aprílar í Hraunbæinn og eins og lög gera ráð fyrir var ég stressaður að hitta „tengdó“ í fyrsta skipti. En eftir nokkrar mínútur var stressið farið og ég fann að við náðum vel saman. Þeg- ar við hittumst næst eyddum við jólunum 2005 saman hjá ykkur á Ísafirði, það var yndislegur tími þar sem við kynntumst betur. Mér leið eins og einum af fjölskyldunni, við spiluðum, hlógum og höfðum gaman. Svo þegar leið að áramót- um lá allt flug niðri og við Apríl þurftum að komast suður í vinnu, þá hikaðir þú ekki við að lána okk- ur bílinn, þannig varst þú, alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum ef þú mögulega gast. Ferðirnar vestur urðu fleiri og alltaf jafn góðar. Ég man hvað Apríl var glöð þegar þið ákváðuð svo að flytja suður, þá fengi hún meiri tíma með pabba til að fara í bíó og ég fann það strax að það voru ykkar stund- ir því þú varst mikill og góður pabbi með stórt og hlýtt faðmlag og frábær afi sem elskaði barna- börnin sín út fyrir allt. Ég mun alltaf muna hversu stoltur þú varst þegar þú komst í bóndadagskaffið hjá Emmu Rós og Sigrúnu Ósk í leikskólanum og þær voru að sýna þér listaverkin sín. Já, minningarnar eru margar og allar góðar, enda ekki hægt að finna geðbetri og þægilegri mann í umgengni. Aldrei sá ég þig í vondu skapi og þegar veikindin dundu yf- ir tókstu þeim af æðruleysi, rósemi og kvartaðir aldrei þó svo við hin í kringum þig yrðum bæði sorg- mædd, reið og vanmáttug. En lífið hélt áfram og í október sl. fórum við öll í ferðina okkar til Tenerife og áttum þar frábæran tíma sem mun aldrei gleymast. Við tveir spiluðum pool og fengum okkur kokteil við laugina. Veikindi þín versnuðu og sjúkdómurinn dreifði sér hratt og fljótlega var ljóst að baráttan yrði erfið við að eiga en aldrei kvartaðir þú og þegar ég spurði þig hvernig þér liði sagðirðu bara: „Jú, mér líður bara mjög vel og get ekkert kvartað.“ Svo í lok júní fengum við þær fréttir að ekkert meira væri hægt að gera og í mesta lagi væru nokkrir mánuðir eftir en ég vissi innst inni að það yrði styttri tími, þó ekki grunaði mig að hann yrði svona stuttur. Það gaf okkur mikið að geta verið öll hjá þér þegar þú kvaddir þessa jarðvist umkringdur þínum nánustu og mikið vorum við þakklát fyrir að þú kvaldist ekki og fékkst friðsælt andlát. Því þó sorg- in sé mikil þá er svo ótal margt sem við getum verið þakklát fyrir að eiga í minningabankanum um þig, elsku tengdapabbi. Takk fyrir að vera alltaf til stað- ar þegar við þurftum á þér að halda. Takk fyrir stóru faðmlögin þín. Takk fyrir að vera börnunum mínum sá allra besti afi sem nokk- urt barn getur hugsað sér að eiga. Takk fyrir að kynna Pink Floyd fyrir mér. Takk fyrir að vera besti tengdapabbi sem ég get hugsað mér. Blessuð sé minning þín, elsku tengdapabbi. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Meira: mbl.is/minningar Brynjar. Stefán Brynjólfsson  Fleiri minningargreinar um Stefán Brynjólfsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.