Morgunblaðið - 19.07.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.07.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 LOS ALCAZARES – FALLEG EINBÝLISHÚS Í VINSÆLUM SPÆNSKUM STRANDBÆ • Frábær staðsetning • Gott verð • 5 mín göngutúr á ströndina • Örstutt göngufæri í verslanir og veitingastaði • Góðir golfvellir • 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi • Sér garður með einkasundlaug • Stórar einka þaksvalir • Stæði í bílakjallara Verð frá 35.500.000 Ikr. (250.000 evrur, gengi 1evra/142Ikr.) 60 ára Þórir fæddist og ólst upp í Keflavík. Hann er lögreglumaður að mennt og vann lengi á Keflavíkurflugvelli. Hann vinnur núna í áhættumati hjá Vá- tryggingafélagi Íslands (VÍS). Hann er einnig fv. knattspyrnu- maður og þjálfari í efstu deild. Maki: Margrét Gunnarsdóttir, f. 1963, framkvæmdastjóri Prenttækni. Börn: Hildur María, f. 1986, Stefanía Ósk, f. 1992, og Guðrún Margrét, f. 1995. Foreldrar: Sigfús Þorgrímsson, f. 1928, d. 2002, varðstjóri á Keflavíkurflugvelli og Jónína Inga Harðardóttir, f. 1931, hús- freyja, bús. í Hafnarfirði. Margeir Þórir Sigfússon Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú undrast það hversu vakandi vinir þínir eru fyrir velferð þinni. Njóttu athyglinnar. Það verður gifting í ættinni í vetur. 20. apríl - 20. maí  Naut Hættu að láta þér leiðast allir skapaðir hlutir. Einhver sendir þér undarlegar kveðjur sem valda þér miklum heilabrotum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver er að skipuleggja óvænta uppákomu fyrir þig, og þú eyði- leggur hana ef þú ert of forvitin/n. Farðu vel með það vald sem þér er falið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er að færast meiri hraði í líf þitt. Leyfðu hinu eilífa barni sem býr innra með þér að leika sér. Gerðu það sem þarf til að skapa góðar minningar með börnunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver vill komast nær þér en þú kærir þig um. Allt gengur vel því lukkan er þér hliðholl. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst þú ekki fá þá við- urkenningu sem þú átt skilið þessa dag- ana. Afþakkaðu kurteislega það sem þú vilt ekki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í dag væri ekki vitlaust að leiða til lykta vandamál tengd unglingi. Vertu sveigjanleg/ur og ekki hækka róminn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Rödd hjartans þarf að fá að njóta sín; það er nóg af hinu í heiminum. Ljúfsárar minningar skjótast upp á yfir- borðið, dveldu í þeim. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér myndi leiðast ef þú hefð- ir engin verkefni. Fjárfesting þín skilar sér margfalt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hristu af þér vonleysið, það líður senn hjá. Og þegar þú hefur náð tökum á hlutunum verður þú óstöðvandi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú kannt að gæða gamla hluti nýju lífi og gætir gert þér mat úr því með því að kaupa gamla hluti og selja þá uppgerða. Sinntu vinunum bet- ur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert of hirðulaus um það hvar þú leggur hlutina frá þér og átt í eilífu basli með að finna þá aftur. Notaðu tím- ann til að hvíla þig. Hafsteinn var að hasla sér völl sem myndlistarmaður kenndi hann teikningu og gerði sviðsmyndir hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Fyrsta sér- sýning Hafsteins var haldin í Lista- mannaskálanum í Reykjavík árið 1956 og síðan þá hefur Hafsteinn haldið rúmlega 30 einkasýningar og tekið þátt í miklum fjölda samsýn- inga víða um heim. Hann hefur unn- ið með abstrakt mestalla tíð, olíumálverk, vatnsliti, akríl og skúlptúra. Árið 1960 hélt hann sýn- ingu í Bogasalnum á vatnslita- málverkum og var það fyrsta ís- lenska sýningin sem innihélt eingöngu vatnslitamyndir. Hann hefur síðan verið einn fremsti vatnslitamálari þjóðarinnar. Hann hefur dvalið mestanpart á Íslandi en var einnig í eitt ár í Árósum í Danmörku og í Róm og sýndi verk sín þar. Verk Hafsteins er að finna í öllum helstu listasöfnum Norðurlanda. Enn fremur hafa verk hans hlotið ýmsar viðurkenningar, meðal annars alþjóð- flutti heim til Íslands eftir útskrift sumarið 1955. Þegar heim var komið og meðan H afsteinn Austmann Kristjánsson fæddist 19. júlí 1934 á Ljóts- stöðum í Vopnafirði en árið eftir flutti fjölskyldan til Stokkseyrar. Þar bjó fjölskyldan aðeins í eitt ár þegar foreldrar hans ákváðu að slíta sam- vistir og bjó Hafsteinn eftir það hjá móður sinni í Reykjavík. Þegar hann var þriggja ára fór hann til eldri hjóna í Gróf í Hrunamanna- hreppi og var síðan hjá dóttur þeirra á Kjóastöðum, samtals í fjög- ur ár. „Þegar ég var sjö ára gamall og skíra átti börnin á Kjóastöðum fann presturinn út að ég væri enn óskírð- ur og spurði hvort hann mætti ekki skíra mig. Ég hélt að það væri ekk- ert verra og ég fann upp á þessu ágæta nafni, Austmann, af því ég var búinn að uppgötva að ég væri að austan.“ Hann var síðar í sveit hjá frændfólki í Vopnafirði og þrjú sum- ur á Gilsbakka á Hvítársíðu. Hafsteinn stundaði nám við Austurbæjarskóla, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Myndlistarskólann í Reykjavík 1951, Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1952-54 og Académ- ie de la Grande Chaumiére í París 1954-55. Strax sem barn hafði Haf- steinn mikinn áhuga á myndlist. „Þetta byrjaði allt þegar ég var í gagnfræðaskóla hjá Skarphéðni Har- aldssyni, afburða vatnslitamálara.“ Áhuginn var þá kviknaður og lærði hann mikið í vatnslitamálun hjá gamla kennaranum en fór svo að stunda kvöldskóla í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Þar var ég hjá Þor- valdi Skúlasyni á kvöldin með gagn- fræðaskólanum.“ Hafsteinn kynntist Nínu Tryggva- dóttur listmálara þegar hann var í náminu í París og fyrir tilstuðlan hennar voru verk hans sýnd á Reali- tés Nouvelles-samsýningu þar í borg 1955 þegar Hafsteinn var aðeins 21 árs. Aðalsteinn Ingólfsson segir í bók sinni, Kviku, sem er um Hafstein, að hann hafi ekki rekist á önnur dæmi um að svona ungur listamaður hafi sýnt verk sín á þessum sýningum. Hafsteinn átti þess þó ekki kost að vera viðstaddur sýninguna, en hann legu Windsor & Newton-verðlaunin fyrir vatnslitamyndir. Hafsteinn hef- ur tvisvar hlotið verðlaun í sam- keppni fyrir útilistaverk, þar á meðal fyrstu verðlaun fyrir verk sem er fyrir framan stjórnstöð Landsvirkj- unar við Bústaðaveg. Hafsteinn sat í sýningarnefnd Fé- lags íslenskra myndlistarmanna (FÍM) 1960-70, var formaður FÍM 1988-94 og sat í safnráði Listasafns Íslands 1988-94. „Núna er ég eins og þegar rithöf- undarnir fá ritstíflu að ég er með smá málarastíflu, ég er líka nýfluttur og gengur illa að koma mér í gang. Ég er að hugsa um að skreppa út með haustinu og ná mér í 40 stiga hita í Róm. Ef það fer ekki yfir það er allt í lagi,“ segir þessi öðlingur sem hefur ekki glatað húmornum þrátt fyrir stóráföll að undanförnu í einkalífinu. Fjölskylda Eiginkona Hafsteins var Guðrún Þ. Stephensen, f. í Reykjavík 29.3. Hafsteinn Austmann myndlistarmaður – 85 ára Morgunblaðið/Ásdís Myndlistarmaðurinn Auk málverka hefur Hafsteinn einnig gert skúlptúra og hlotið verðlaun fyrir. Meistari vatnslitamálverksins Málverk Vatnslitamynd eftir Hafstein Austmann frá 2008. Í dag, föstudaginn 19. júlí 2019, fagna Guðrún Pálmadóttir hjúkr- unarfræðingur og Finn Henrik Han- sen málarameistari 50 ára brúð- kaupsafmæli sínu. Þau voru gefin saman 19. júlí 1969 í Árbæjarkirkju. Prestur var Frank M. Halldórsson. Guðrún fæddist 1946 og ólst upp á Hjálmsstöðum í Laugardal. Finn fæddist 1947 í Næstved í Danmörku og ólst þar upp. Börn þeirra eru Sig- urður Peter viðskiptafræðingur, Ragnheiður félagsliði og Evald Ægir viðskiptafræðingur. Barnabörnin eru tíu og eitt barnabarnabarn. Árnað heilla 40 ára Konráð er Akureyringur, ólst upp í Glerárhverfi og býr þar. Hann er félagsliði að mennt og vinnur á búsetu- sviði Akureyrarbæjar. Maki: Ólöf Sandra Leifsdóttir, f. 1981, félagsliði og vinnur við heimahjúkrun hjá Heilbrigðis- stofnun Norðurlands. Börn: Inga Dóra, f. 2016, og Júlíus Grétar, f. 2018. Foreldrar: Aðalsteinn Guðmundsson, f. 1956, kirkjuvörður í Langholtskirkju, og Inga Dóra Konráðsdóttir, f. 1958, bókari hjá Flügger. Þau eru búsett í Reykjavík. Konráð Logi Fossdal Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.