Morgunblaðið - 20.07.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.07.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 FLUGSKÝLI 35B til leigu Í Fluggörðum, einangrað með hita, mikil lofthæð, aðgangsstýrt öruggt svæði. halldorjonss@gmail.com Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ákvörðun borgarinnar kemur á óvart  Formaður SÍS hafði ekki hugmynd um ákvörðun Reykjavíkurborgar um eingreiðslu til allra Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum þegar Morgun- blaðið spurði hana hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkur- borg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamn- inga. Fram hefur komið að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bannað sveitarfélögum að greiða umrædda eingreiðslu til starfsmanna sinna sem eru í stéttarfélögum sem vísað hafa kjaradeilum sínum til ríkissátta- semjara. Aldís var spurð hvort það setti ekki aukinn þrýsting á Samband ís- lenskra sveitarfélaga að allir fengju eingreiðsluna, eftir að þessi stóri vinnuveitandi, Reykjavíkurborg, hefði ákveðið að allir borgar- starfsmenn fengju greiðsluna. Kemur mér á óvart „Þetta kemur mér á óvart. Á þess- ari stundu hef ég ekkert um þetta að segja annað en að þú ert að segja mér fréttir, að Reykjavíkurborg hafi ákveðið þetta. Við hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga þurfum að skoða þessa ákvörðun borgarinnar áður en við tjáum okk- ur um hana,“ sagði Aldís Haf- steinsdóttir, sem er bæjarstjóri í Hveragerði. Fram kom í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg í gær að borgarráð hefði samþykkt viðauka við fjárhags- áætlun 2019 vegna 105 þúsund króna eingreiðslu til starfsfólks borgarinn- ar sem verið hefur með lausa kjara- samninga síðan í vor. Eingreiðslan verður innt af hendi 1. ágúst næst- komandi og er hún tilkomin vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamn- inga. Bjarni Brynjólfsson, upplýsinga- stjóri Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Reykjavíkurborg semdi beint við Eflingu og því fengju starfsmenn borgarinnar sem væru í Eflingu einnig eingreiðsluna um næstu mán- aðamót. Orðrétt segir m.a. í fréttatilkynn- ingu Reykjavíkurborgar: „Borgar- ráð hefur samþykkt viðauka við fjár- hagsáætlun 2019 vegna eingreiðslu til starfsfólks borgarinnar sem verið hefur með lausa kjarasamninga síð- an í vor. Eingreiðslan verður innt af hendi þann 1. ágúst næstkomandi og er hún tilkomin vegna tafa á viðræð- um um nýja kjarasamninga. Greiðslan er samkvæmt sam- komulagi um endurskoðaða við- ræðuáætlun sem aðilar komu sér saman um í lok júní um að inn- ágreiðsla að upphæð 105.000 kr. verði greidd hverjum starfsmanni.“ Aldís Hafsteinsdóttir Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokks- ins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Miðflokkurinn bætir við sig fylgi, líklega að einhverju leyti á kostnað sjálfstæðismanna, segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt könn- un MMR er fylgi Miðflokksins nú 14,4%. Er það bæting um 3,8 pró- sentustig frá fyrri mánuði. Miðflokksmenn þakklátir „Auðvitað tekur maður eftir því þegar fylgi flokkanna er orðið svona dreift og stærsti flokkurinn er bara með 19%. Síðan vekur athygli að Mið- flokkurinn er að bæta við töluvert við sig. Það er ekkert ólíklegt, þó að við getum ekki fullyrt það, að það hafi verið einhver fylgisstraumur frá Sjálfstæðisflokki yfir á Miðflokkinn,“ segir Ólafur. Bendir hann þó á að yfir kjörtímabilið hafi allir stjórnarflokk- ar misst fylgi „eins og reyndar allir stjórnarflokkar hafa gert frá hruni“. Spurður hvort ástæðan fyrir þessu fylgisflökti sé umræðan um þriðja orkupakka Evrópusambandsins svarar hann: „Það er mjög líklegt að orkupakkamálið sé meginskýringin. Það hefur auðvitað verið töluverð andstaða við orkupakkann hjá ýms- um í grasrót Sjálfstæðisflokksins og meðal eldri sjálfstæðismanna svo það er mjög líklegt að það skipti máli. [Miðflokkurinn] var eini flokkurinn sem hélt uppi einhverri raunverulegri andstöðu við orkupakkann.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í sam- tali við mbl.is í gær að þrátt fyrir að hann hefði einsett sér fyrir tíu árum að sveiflast ekki eftir skoðanakönn- unum þá yrði hann að viðurkenna að þessi fylgisaukning Miðflokksins væri mjög ánægjuleg og að Mið- flokksmenn væru þakklátir fyrir stuðninginn. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Orkupakkamálið líklegasta skýringin á fylgisflöktinu  Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst neðar en nú Síðasta farþegaþota hins fallna flugfélags WOW air flaug af landi brott á tíunda tím- anum í gærmorgun. Þota þessi var eina trygging Isavia fyrir um tveggja milljarða króna skuld WOW air, en undanfarna mánuði hafa miklar deilur staðið yfir milli fyrir- tækisins ALC, eiganda vélarinnar, og Isavia. Hafði vélin verið kyrrsett á Keflavíkur- flugvelli í um þrjá og hálfan mánuð vegna þessa. Í samtali við mbl.is í gærkvöldi sagði Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, ný- legan úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þess efnis að vélin gæti ekki verið trygging fyrir heildarskuldum WOW air, vera rangan. „Ég lít svo á að vélin sé farin út af röngum dómi en ekki út af því að við höfum verið að beita þessari kyrrsetningarheimild með röngum hætti. Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ sagði hann. Þrátt fyrir að vélin sé far- in úr landi er deilunum ekki lokið. Lögmenn ALC lýstu því yfir strax á miðvikudag að sóst yrði eftir skaðabótum vegna kyrrsetningar vélarinnar. Sagði Sveinbjörn að hann væri ósammála því að augljóst væri að ALC gæti sótt skaðabætur og sagði að fyrirtækið hefði ekki takmarkað tjón sitt að því ráði sem því bar. Þá sagði hann að mikilvægt væri að úr- skurður Héraðsdóms Reykjaness stæði ekki sem „einhver endanlegur úrskurður“, enda væri hann að mati Isavia rangur. Eina skuldatrygging Isavia nú farin úr landi Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.