Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Í dag eignaðist Natan stóra bróður. Hann heitir Isak og er 13 ára. Isak er sænskur og þeir eru frá sama gjafa, svo þeir eru í raun hálfbræður. Við fundum hann og Lottu mömmu hans fyrir stuttu og fórum og hittum þau í dag.“ Þannig hófst færsla Katrínar Þóru Víðisdóttur Berndsen, móður Nat- ans Dags Berndsen, níu ára íslensks drengs, á fésbókinni í fyrradag. Natan býr í fjölbýlishúsi á Akra- nesi til skiptis með mæðrum sínum, Katrínu Þóru og Erlu Björk Bernd- sen Pálmadóttur. Katrín og Erla voru fyrsta samkynhneigða parið sem vígt var í staðfesta sambúð í kirkju en það var í Melstaðarkirkju í Miðfirði árið 2008. Þær búa ekki saman í dag. Að sögn Katrínar hafa þær Erla alltaf sett þarfir Natans í fyrsta sæti. Eftir að þær skildu hafi þær reynt að búa eins nálægt hvor annarri og hægt er og nú búa þær hvor á sinni hæðinni í sama húsinu. Katrín segir að þegar þær Erla ákváðu að eignast Natan hafi þær fengið sæðisgjafa í gegnum fyrir- tæki sem nú er hætt starfsemi. Þeg- ar Erla ákvað síðar að eignast sjálf annað barn fór hún á aðra stofu og fékk miklu betra aðgengi að upplýs- ingum um sæðisgjafa en þegar Katr- ín gekk með Natan. Út frá því fór Erla að skoða hvernig hægt væri að afla upplýsinga um hvort Natan ætti hugsanlega hálfsystkini, hvað mörg og hvar þau byggju. Sæðisgjafinn ekki faðir „Við vildum ekki vita hver gjafinn var í tilfelli Natans en hann hafði ákveðið númer. Þegar við fengum númerið settum við það í gagna- banka. Í kjölfarið höfðu móðir Isaks, sem er 13 ára og býr í Svíðþjóð, og móðir 10 ára stráks sem búsettur er í Danmörku samband. Strákurinn í Danmörku veit ekki að hann er get- inn með gjafasæði og meðan svo er verður ekkert samband,“ segir Katr- ín og bætir við að þær Erla hafi aldr- ei litið svo á að gjafi Natans væri fað- ir hans. Þær hafi verið að athuga hvort Natan ætti hugsanlega hálf- systkini og hvort áhugi væri hjá þeim að kynnast. „Natan hefur alltaf vitað af gjaf- anum og þar sem flestir hafa vænt- anlega þörf fyrir að vita uppruna sinn var það gleðilegt að við skyldum komast í góð tengsl við Isak. Þar sem við vorum á leið að heimsækja systur mína í Noregi og pabba sem býr í Svíþjóð ákváðum við að leyfa strákunum að hittast ef það væri þeirra vilji,“ segir Katrín en frá afa Natans er tveggja klukkustunda akstur á milli, að heimili Isaks. Katr- ín segir að mæðurnar hafi velt því fyrir sér hvað þær ættu að kalla strákana en ákváðu að leyfa þeim að ráða því. „Þeir smullu saman. Isak, sem er einbirni, var mjög spenntur að sjá bróður sinn en hann hafði alltaf þráð að eignast systkini. Isak og Natan voru ekki í nokkrum vafa um að þeir væru hálfbræður og byrjuðu að leika sér eins og þeir hefðu þekkst alla ævi um leið og þeir hittust,“ segir Katrín sem bætir við að þeir hafi notað ensku til þess að tjá sig og Isak hafi lýst því strax yfir að hann ætlaði að kenna litla bróður sínum allt um líf- ið. Erfið kveðjustund bræðranna Katrín segir kveðjustundina hafa verið erfiða fyrir bræðurna en Isak og móðir hans hafi mikinn áhuga á að koma og heimsækja Natan á Ís- landi. ,,Natan og Isak eru töluvert líkir í útliti þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið taldir mjög líkir mæðrum sín- um. Það kom í ljós að þeir elska báð- ir stærðfræði og uppáhaldsmaturinn er sá sami; hamborgarar, ostur, brauð og kjöt,“ segir Katrín sem bætir við að þeir bræður hafi báðir átt að fæðast 26. nóvember. Isak hafi fæðst viku eftir settan dag en Natan mánuði fyrir settan dag. Katrín Þóra, sem er Víðisdóttir, tók upp ættarnafnið Berndsen þegar hún gekk með Natan til þess að þurfa ekki að kalla hann Natan Katrínar- og Erluson. Erla Björk lét einnig breyta nafni sínu í Berndsen og gaf síðar syni sínum, sem nú er þrettán mánaða, nafnið Marinó Flóki Berndsen. Hálfbræður hittast í fyrsta sinn  Mæður fundu þrjú börn frá sama sæðisgjafa sem búa á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð  Fundu börn- in í gegnum gagnagrunn  Uppruninn skiptir máli  Mæður Natans búa hvor á sinni hæð í sama húsi Bræður Natan Dagur Berndsen og Isak Ahlgren smullu saman um leið og þeir hittust í fyrsta sinn í Svíþjóð. Þeir nutu samvistanna hvor við annan. Gaman Bræðurnir Natan Dagur Berndsen, sonur Katrínar Þóru og Erlu Berndsen, og Marinó Flóki, sonur Erlu Berndsen, leika sér saman á róló. Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út fram- kvæmdir við áframhaldandi gatna- gerð í Gufunesi og Esjumelum sem áætlað er að kosti 550 milljónir króna á þessu ári. Framkvæmdir í Gufunesi eru í samræmi við upp- byggingu þar og til að fylgja eftir væntanlegri lóðasölu en bygging íbúða gæti hafist á svæðinu í lok árs 2019. Gert er ráð fyrir allt að 600 íbúðum á framkvæmdasvæðinu. Í Gufunesi hafa mörg helstu fyrir- tækin í íslenskum kvikmyndaiðnaði komið sér fyrir og þar verður m.a. byggt hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk. Gatnagerð á Esjumelum er vegna stækkunar á iðnaðar- og athafnasvæði á melunum. Rúmlega hálfur milljarður í gatnagerð Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-forn- leifarannsóknum, sem eru undir- verktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Sigurður Berg- steinsson, verkefnastjóri hjá Minja- stofnun, sagði það geta tekið allt að fjórar vikur að afgreiða umsóknir. Kærunefnd útboðsmála kvað upp úrskurð 17. júlí sl. vegna kæru Forn- leifastofnunar Íslands ses. vegna út- boðs Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir hönd forsætisráðuneytisins vegna fornleifauppgraftar á lóð við Stjórnarráðshúsið. Fornleifastofnun krafðist þess að val á tilboði frá Hellum og lögnum ehf. yrði fellt úr gildi. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfunni. Tilboð í verkið voru opnuð 18. des- ember 2018. Fornleifastofnun Ís- lands bauð 123,5 milljónir í verkið en Hellur og lagnir ehf. buðu 115,2 milljónir. Lægra tilboðinu var tekið. Meðal gagna málsins eru bréf Minjastofnunar til Framkvæmda- sýslunnar og forsætisráðuneytisins. Þar er m.a. dregið í efa að tilboð Hellna og lagna ehf. uppfylli skilyrði reglna um veitingu leyfa til fornleifa- rannsókna sem hafa jarðrask í för með sér. Samkvæmt tilboðinu verði fornleifafræðingurinn sem á að stjórna fornleifarannsókninni undir- verktaki Hellna og lagna ehf. og lúti þannig stjórn aðila sem ekki hafi faglega þekkingu á verkinu. Minja- stofnun taldi Hellur og lagnir ehf. ekki uppfylla skilyrði til þess að stunda fornleifarannsóknir sam- kvæmt lögum nr. 80/2013 um menn- ingarminjar og reglum nr. 339/2013. Stofnunin mælti gegn því að gengið yrði til samninga við fyrirtækið. Í bréfinu til forsætisráðuneytisins kom fram það mat Minjastofnunar „að einungis sjálfstætt starfandi fornleifafræðingar, fyrirtæki forn- leifafræðinga og söfn með starfandi fornleifafræðingum geti boðið í forn- leifarannsóknir á Íslandi og annast þær“. Varnaraðilar sögðu að þeir hefðu tekið tillit til reynslu undirverktaka lægstbjóðanda og að hann hefði upp- fyllt skilyrði um hæfni og reynslu. gudni@mbl.is Útboð vegna Stjórnar- ráðslóðar stendur  Umsókn um rannsóknarleyfi send Minjastofnun Teikning/Framkvæmdasýsla ríkisins Stjórnarráðshúsið Myndin sýnir vinningstillögu um viðbygginguna. Gera þarf fornleifarannsókn á lóðinni áður en nýja húsið verður byggt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.