Morgunblaðið - 20.07.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.07.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Klerkarnir sem í raun stýra Ír-an ákváðu í gær að kominn væri tími til að fylgja eftir kröf- um sínum sem snúa að kjarn- orkuvopnasamkomulaginu og hefna um leið töku Gíbraltar á írönsku olíuskipi.    Þeir tóku tvö olíuskip á vegumbresks fyrirtækis og skýring- arnar sem gefnar voru á þeirri ólöglegu aðgerð voru augljóslega til málamynda.    Leiðtogar Írans vonast til aðeftirgjöfin og friðþægingin verði ofan á eins og þegar kjarn- orkuvopnasamkomulagið var gert fyrir fjórum árum, þegar þeir fengu nánast allt fyrir nánast ekkert.    Óvíst er að þeim verði að ósksinni þó að evrópskir leið- togar hafi reynt hvað þeir geta til að halda samkomulaginu á lífi.    Bandaríkin hafa tilkynnt aðþau séu að fara að senda herlið aftur til Sádi-Arabíu, ekki mjög stórt að vísu, eftir sextán ára fjarveru. Sú aðgerð er við- brögð við vaxandi hættu vegna brota Írana og þeim ófriði sem þeir ýta undir í Mið-Austur- löndum.    Miklu skiptir að önnur ríkistandi nú í lappirnar og sýni stjórnvöldum í Íran að ekk- ert ríki getur komist upp með hegðun á borð við þá sem Íran hefur sýnt.    Heimurinn verður ekki örugg-ari með því að fara leið frið- þægingar gagnvart slíkum ógn- völdum og ofbeldismönnum. Hann verður hættulegri. Íranar hafa gengið of langt STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér stutta greinargerð þar sem veiði- félög og stangveiðimenn eru hvött til að gæta hófsemi í veiði og sleppa sem flestum löxum aftur eftir veiði. Ástæðan er litlar laxagöngur það sem af er sumri og dræm veiði. Stofnunin segir þetta mikilvægt til að hrygningarstofninn í haust verði eins sterkur og unnt sé. Er m.a. bent á vefinn angling.is til að afla sér upplýsinga um hvernig best sé að stunda veiðar og sleppa laxi. Nokkrar ástæður fyrir lélegri veiði eru nefndar. Klakárgangurinn frá 2015 hafi verið með minnsta móti í ám á Norður- og Austurlandi, sem leiddi til þess að gönguseiða- árgangur 2017 var lítill og skilaði fremur litlum smálaxagöngum 2018 og svo fáum stórlöxum í ár. „Á Suður- og Vesturlandi var klakárgangurinn frá 2015 lítill sem leiddi til færri gönguseiða sem gengu út 2018 og þar með færri laxa nú í sumar. Auk þess hefur verið lít- ið vatn í ánum í sumar og aðstæður fyrir uppgöngu laxa og veiði með versta móti líkt og veiðitölur það sem af er sumri bera með sér. Enn er þó von um að smálaxagöngur á Norður- og Austurlandi eigi eftir að skila sér að einhverju marki. Heimt- ur úr sjó hafa almennt farið minnk- andi við Atlantshaf undanfarin ár líkt og komið hefur fram í nágranna- löndunum,“ segir m.a. í greinargerð Hafrannsóknastofnunar, sem hvetur veiðimenn til að gæta hófs við veið- arnar. Þar segir ennfremur að jákvæðu fréttirnar séu þær að í kjölfar þess að í flestum ám sé skylt að sleppa stórlöxum hafi þeim fjölgað á nýjan leik. Það hafi skilað aukinni hrygn- ingu og sterkari seiðaárgöngum síð- ustu árin sem aftur gefi ákveðna von um betri tíð á næstu árum. Laxveiðimenn hvattir til að sleppa  Hafrannsókna- stofnun biður veiði- menn að gæta hófs Morgunblaðið/Golli Laxveiði Lítil veiði hefur verið í sumar og meiri ástæða til að sleppa. E. coli-bakterían er útbreiddari í Efstadal II en áður hefur verið sýnt fram á og er ekki eingöngu bundin við kálfana, samkvæmt Embætti landlæknis. E. coli-sýking hefur verið staðfest hjá 21 manneskju, þar af eru 19 börn og tveir fullorðnir. Rannsökuð voru sýni frá sex einstaklingum í fyrradag og var enginn með E. coli-sýkingu. Ekkert barn lá á Barnaspítala Hringsins í gær af völdum STEC E. coli. Beðið er eftir greiningu á barni í Bandaríkjunum. „Niðurstöður frá þeim tveimur fullorðnu einstaklingum sem greind- ust með bakteríuna 17. júlí sýndu að báðir voru þeir með sömu tegund og greinst hefur í börnunum og kálfum í Efstadal. Annar einstaklinganna starfar í Efstadal og hefur verið ein- kennalaus. Viðkomandi hefur ekki starfað við matvælaframleiðslu eða afgreiðslu matvæla og hefur því ekki sérstaka tengingu við hina sýktu,“ segir í fréttinni. Hinn er erlendur ferðamaður sem kom til landsins 5. júlí. Hann heimsótti Efstadal 8. júlí og veiktist 11. júlí. Í Efstadal neytti hann matvæla, þar á meðal íss, en var ekki í samneyti við dýr. Ekki tókst því að uppræta smit og smit- leiðir með aðgerðum sem gripið var til um og eftir 4. júlí. Smit í Efstadal ekki bundið við kálfa Morgunblaðið/Hari Efstidalur II Saurgerlasmit (E.coli) hefur verið staðfest í 21 manneskju.  Erlendur ferðamaður sem heimsótti bæinn 8. júlí smitaðist af E. coli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.