Morgunblaðið - 20.07.2019, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Enn meiri
verðlækkun!
...allt að
AFSLÁTTUR
50%
facebook // verslunin.companys
instagram // companyskringlan
Mánudaginn 8. júlí sl.
birtist grein eftir und-
irritaðan í blaðinu, þar
sem lof er borið á sjáv-
arútvegsráðherra fyrir
að hafa ekki veitt Hval
hf. nýtt leyfi til lang-
reyðaveiða.
Þessi skrif og þetta
lof byggðust á því, að
þrátt fyrir það, að
grundvöllur fyrir nýjar
veiðar hafi verið lagður með reglu-
gerð nr. 186/2019, frá 19. febrúar sl.,
og þrátt fyrir það, að Hvalur hafði
sótt um nýtt veiðileyfi 12. marz sl. og
gengið eftir því að fá það, hafði ráð-
herra ekki veitt Hval nýtt leyfi, skv.
staðfestingu ráðuneytisins til okkar
28. júní og til Morgunblaðsins 3. júlí.
Nefnd grein var skrifuð og ráð-
herra lofaður á þeim grundvelli, en
greinin var send til birtingar fimmtu-
daginn 4. júlí.
Að kvöldi föstudagsins 5. júlí ber-
ast svo þær fréttir, að ráðherra –
væntanlega undir hörðum þrýstingi
nafna síns Loftssonar, svipað og þeg-
ar ráðherrann breytti reglugerð um
hollustuhætti við hvalskurð, í þágu
nafna síns, en gegn hagsmunum
neytenda og almennings, nákvæm-
lega skv. forskrift nafna, í fyrravor –
hafi gefið út nýtt fimm ára veiðileyfi
til langreyðaveiða til Hvals hf.
Var þá komin helgi og ekki hægt
að draga til baka lofgrein, sem svo
birtist á mánudagsmorgni, þó að lof
og heiður ráðherra hefði umturnast í
millitíðinni og snúist í andhverfu
sína; vanvirðu og skömm. Sumir
hefðu látið orðið undirlægjuhátt falla.
Laugardaginn 6. júlí, þegar þessi
gjörbreytta staða lá fyr-
ir, sendi undirritaður
ráðherra tölvupóst í
nafni Jarðarvina, þar
sem við sögðum m.a.
þetta:
„Við mótmælum hér
með harðlega nýrri
leyfisveitingu þinni til
langreyðaveiða, til
Hvals hf., fyrir árin
2019-2023.
Við lýsum hneykslun
okkar á því, að þú virð-
ist hafa beygt þig fyrir
þröngum hagsmunahópi „hvalveiði-
manna og sægreifa“, gegn reglum og
lögum landsins, dýravelferð og þjóð-
arhag.
Við krefjumst þess hér með, að þú
dragir leyfisveitinguna til baka eða
segir af þér ráðherraembætti ella.“
Síðan vitnum við í ítarleg tilskrif til
ráðherra, með margvíslegum gögn-
um sem honum voru send 8. marz, 5.
apríl og 1. maí, allt 2018.
Í framhaldi segjum við:
„Leggja má sérstaka áherzlu á
það, að það getur ekki flokkazt undir
góða, ábyrga eða ásættanlega stjórn-
unarhætti, af þinni hálfu, að veita að-
ila, sem sætir lögreglurannsókn
vegna 3 meintra brota á fyrri hval-
veiðileyfi, reglugerð og lögum – 2
kæruatriði nýlega staðfest af rík-
issaksóknara – nýjar veiðiheimildir, á
meðan þessi meintu brot eru óútkljáð
og ekki til lykta leidd. Varðar eitt
kæruatriði allt að 6 mánaða fangelsi.
Slíkt verður að telja hátt bana-
lýðvelda einna.
Nefna má líka sérstaklega, að skv.
17. grein stjórnarskrár og „Reglum
um starfshætti ríkisstjórnar“, frá 22.
ágúst 2018, bar þér að bera nýja
reglugerð um hvalveiðar undir sam-
ráðherra og ríkisstjórn, fyrir útgáfu,
sem þú gerðir ekki, skv. m.a. opin-
berri staðfestingu umhverfis-
ráðherra.
Við teljum að útgáfa nýs veiðileyfis
standist hvorki kröfur um góða og
heilbrigða stjórnunarhætti, né reglur
og lög, en slíkt þýddi vanhæfi þitt til
að fara með það ráðherraembætti
sem þú gegnir.
Við væntum viðbragða þinna innan
einnar viku.“
Svo mörg voru þau orð.
Í millitíðinni sendum við Umboðs-
manni Alþingis svokallaða kvörtun
(kæru) vegna þessa framferðis og
þessarar leyfisveitingar ráðherra,
með beiðni um að hann taki afstöðu
og beiti sér gegn þessu óábyrga
framferði og þessari stórhæpnu leyf-
isveitingu ráðherra.
Auðvitað ber forsætisráðherra – og
ríkisstjórnin öll – ábyrgð á þessu
óforsvaranlega framferði sjávar-
útvegsráðherra, en það var skylda
forsætisráðherra, að taka málið fyrir
í ríkisstjórninni á sínum tíma, skv. 17.
gr. stjórnarskrár og „Reglum um
starfshætti ríkisstjórnar“, eins og áð-
ur segir, og gerum við þær kröfur til
forsætisráherra, að hún láti málið til
sín taka í ríkisstjórn og komi því í
ábyrgt og viðunandi horf.
Ella verður hún undir sömu sök
seld og sjávarútvegsráðherra. Má í
þessu sambandi hafa í huga, að for-
sætisráðherra og Vinstri grænir voru
alfarið á móti hvalveiðum, alla vega
áður en þau settust í ríkisstjórn. Gott
væri – líka fyrir forsætisráðherra og
VG – að hún sýndi nú þess eindregnu
fyrri afstöðu sína í verki.
Þegar heiður ráðherra
snýst í andhverfu sína
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Þú virðist hafa beygt
þig fyrir þröngum
hagsmunahópi „hval-
veiðimanna og sæ-
greifa“, gegn reglum og
lögum landsins, dýra-
velferð og þjóðarhag
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er stofnandi og formaður
Jarðarvina.
Mikið vantar upp á
að stjórnvöld upplýsi
almenning um hvað
felst í orkutilskipunum
ESB. Orkupakka þrjú
skal innleiða án þess að
þjóðin fái að vita þýð-
ingu hans.
Eðlilegt væri að
stjórnvöld nýttu sum-
arið til að upplýsa um
málið og útskýra kosti
þess og galla. Því mið-
ur virðast engin teikn þess og líklega
er ætlunin að þegja um málið í þeirri
von að öldurnar lægi og unnt verði
að lauma pakkanum hægt og hljótt
gegnum atkvæðagreiðslu í haust.
Innleiðing orkupakka þrjú, ef af
verður, er stefnumarkandi ákvörðun
um íslenskan raforkumarkað. Málið
varðar fyrst og fremst hagsmuni
ESB-ríkjanna en ekki Íslands nema
síður sé.
Orkutilskipanir ESB innihalda
markmið og tilgang sem skýrist
smám saman eftir því sem pökk-
unum fjölgar. Markmiðin eru ekkert
launungarmál, þau eru tilgreind í að-
faraorðum tilskipananna. Helstu
markmiðin eru að markaðsvæða
framleiðslu og sölu rafmagns, sam-
ræma regluverk, koma á opnum
innri markaði aðildarríkja ESB og
innleiða virka miðstýringu orku-
mála. Megintilgangurinn er að
tryggja sambandsríkjum óheftan að-
gang að orku. Við bætast loftslags-
markmið og orkustefna ESB sem
gera kröfu um góða orkunýtni og
vistvæna orku.
Fæst ESB-ríkjanna eru sjálfbær
um orku og þurfa því að reiða sig á
innflutning orkugjafa til rafmagns-
framleiðslu auk þess sem mjög lítill
hluti orkunnar er framleiddur með
vistvænum eða endurnýjanlegum
orkugjöfum. Verkefnið er því gríð-
arlega mikilvægt fyrir sambandið.
Undirbúningur
innri markaðarins
Grunnurinn var lagður í fyrstu
tveimur orkupökkunum sem má líta
á sem nauðsynlegan
undirbúning að því sem
koma skal. Í þeim fólst
ýmis tæknileg sam-
ræming ásamt fyrstu
skrefum markaðs-
væðingar orkunnar.
Í orkupakka eitt var
komið á bókhalds-
legum aðskilnaði sér-
leyfisstarfsemi (flutn-
ings og dreifingar) og
samkeppnisstarfsemi
(framleiðslu og sölu).
Orkupakki tvö tók
við af orkupakka eitt.
Hann gerði kröfu um rekstrarlegan
og stjórnunarlegan aðskilnað þess-
arar starfsemi og tryggði notendum
val um orkusala. Nokkuð sem litlu
skiptir fyrir íslenska notendur þar
sem munur á orkuverði hér er nán-
ast enginn. Hins vegar hefur rekstr-
arlegi aðskilnaðurinn haft í för með
sér aukinn kostnað enda dýrara að
reka tvöfalt fleiri fyrirtæki með til-
heyrandi stjórnunar- og um-
sýslukostnaði. Í pakkanum var al-
menn undanþága um aðskilnað
rekstrar orkufyrirtækja fyrir lítil og
einangruð kerfi og þurfti skv. til-
skipuninni ekki að skipta upp fyr-
irtækjum sem voru með færri en 100
þús. tengingar. Það þýddi að engin
þörf var á að skipta upp íslenskum
orkufyrirtækjum á þessum tíma. Al-
þingi ákvað að nýta undanþáguna
ekki, heldur bætti um betur og
lækkaði undanþáguheimildina hvað
Ísland varðar í 10 þús. tengingar. Sú
breyting hafði þær afleiðingar að
skipta þurfti upp öllum íslenskum
raforkufyrirtækjum nema Orkubúi
Vestfjarða.
Innri markaður og miðstýring
Með orkupakka þrjú hefst sú veg-
ferð að sameina orkumarkaðina í
einn sameiginlegan innri orkumark-
að. Markmið pakkans er að fjar-
lægja hindranir viðskipta með raf-
orku yfir landamæri auk þess sem
eftirlitsstofnanir raforku mega ekki
lúta innlendum stjórnvöldum og
komið er á miðstýrðri eftirlits-
stofnun ACER. Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) þjónar sem valdalaus
Markmið og tilgangur
orkutilskipana ESB
Eftir Arnhildi Ás-
dísi Kolbeins
Arnhildur Ásdís
Kolbeins
Það má undarlegt heita en starfs-
hættir núverandi ríkisstjórnar
vekja hugrenningatengsl við frá-
sögn í Heimsljósi af fundi í
fræðslunefnd Bervíkur hvar Ólafur
Kárason var einnig viðstaddur.
Nefndarmenn sátu þarna saman en
vitrust óvitandi um návist hinna.
Þarna voru þeir hver í sínum
hugarheimi með sín sérstöku
áhugaefni en skeyttu engu hvað
hinir sögðu eða ályktuðu.
Þannig virðist ástandið í þriggja
flokka stjórninni sem nú „ríkir“.
Ekki virðist farið eftir stjórnarsátt-
mála nema að hann kveði á um
svona smákóngaveldi, heldur virðist
hver ráðherra ráða algerlega yfir
sínum málaflokki, og þess rétt
svona getið í framhjáhlaupi, eða af
tilviljun, að mál hafi verið kynnt í
ríkisstjórn.
Þegar svona er unnið í marg-
flokka stjórn ólíkra flokka hlýtur
það að gera stefnuna ómarkvissa.
Forsætisráðherra segir það gott
að ólíkar skoðanir séu innan stjórn-
arinnar. En meðan landið hefur
svona stjórn þá er stjórnarandstaða
óþörf.
Það er einhvers virði.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Hið fimmta landshorn
Ólíkar skoðanir Þegar ólíkir flokkar starfa saman gæti stefnan orðið ómarkviss.
Atvinna