Morgunblaðið - 20.07.2019, Side 31

Morgunblaðið - 20.07.2019, Side 31
 Rafvirkjar Rafvirki ehf óskar eftir rafvirkjum til starfa. Næg verkefni. Framtíðarvinna. Nýlagnir í mælingu. Upplýsingar í síma 6604100 og á netfanginu rafvirki@vortex.is Garðyrkjufræðingur og blómaskreytir með reynslu óskar eftir starfi Áhugasamir sendi svar á box@mbl.is merkt: ,,G - 26541” Sálfræðing vantar til starfa innan Austurlandslíkansins sem er ný nálgun við lausn á vanda barna og fjölskyldna. Austurlandslíkanið er að fyrirmynd Nyborgarmódelsins og byggir að mörgu leyti á álíka nálgun og innleidd hefur verið í Herning í Danmörku. Helstu áherslur í verklaginu eru snemmtæk íhlutun, forvarnir og samvinna í teymi út í skólum með áherslu á samstarf ólíkra fagstétta og stofnana. Mikil áhersla er lögð á valdeflingu og þátttöku einstaklinga við ákvarðanatöku í eigin málum. Innan teymisins starfa auk sálfræðings, félagsráðgjafar, þroskaþjálfi og skólahjúkrunarfræðingar. Starfið er fjölbreytt og skapandi og gefandi að taka þátt í að móta nýtt vinnulag og nýsköpun í stjórnsýslu. Sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Vopnafjörður, Borgarfjörður eystri, Seyðisfjörður og Djúpivogur standa saman að Austurlandslíkaninu. Teymið situr tvo daga í viku í skólum sveitarfélaganna – teymið er á faraldsfæti þar sem það sinnir sjö grunnskólum sem og leikskólum. Helstu verkefni og ábyrgð Sálfræðingur tekur þátt í þróun nýs verklags innan barnaverndar og félagsþjónustu í samstarfi við skóla og heilsugæslu með áherslu á snemmtæka íhlutun og forvarnir. Hann deilir ábyrgð á því að efla samstarf og virkni teymisins samhliða því að ryðja niður múrum milli stofnana og fagsviða. Leitað er að fagaðila sem getur miðlað þekkingu með fræðslu, erindum og námskeiðum. Óskað er eftir reyndum sálfræðingi sem getur starfað sjálfstætt auk þess að hafa góða samskiptahæfileika og reynslu af teymisvinnu. Reynsla af hópmeðferð af ýmsu tagi er kostur auk hugmyndaauðgi og sköpunarkrafts – að hugsa út fyrir boxið. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Góðir framtíðarmöguleikar á starfsþróun. Óskað er eftir einstaklingi með; • Með réttindi til að starfa sem sálfræðingur á íslandi • Reynslu af almennum sálfræðistörfum og meðferðarvinnu • Getu til að tjá sig í ræðu og riti • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sveigjanleika og vilja til að taka þátt í uppbyggingu og skapandi starfi • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi • Áhuga á að vinna í þverfaglegu starfsumhverfi Á Fljótsdalshéraði er blómlegt menningarlíf, fjölskylduvænt umhverfi og góðar aðstæður til útivistar í fallegu umhverfi. Ráðhús Fljótsdalshéraðs er vinnustaður með góðum starfsanda og samheldni. Laus staða sálfræðings hjá Fjölskyldusviði Fljótsdalshéraðs Nánari upplýsingar veitir Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 470 0700 og á netfangi julias@egilsstadir.is Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lynghálsi 12, 700 Egilsstöðum fyrir 9. ágúst 2019. Öllum umsóknum verður svarað. Starfsmaður í upplýsingatækniteymi Capacent — leiðir til árangurs Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags. Hjá LÍN starfa rúmlega 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni. Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/14182 Menntun, hæfni og reynsla: Verkfræði, tölvunarfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Þekking og reynsla af SQL fyrirspurnarmáli er skilyrði. Reynsla af verkefnastjórnun og innleiðingu nýrra upplýsingatæknikerfa er kostur. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Góð samskiptafærni, samstarfsvilji og álagsþol. · · · · · · · · · · Umsóknarfrestur 15. ágúst 2019 Starfssvið: Úrlausn verkbeiðna hjá upplýsingatæknideild. Úrvinnsla á gögnum í SQL ofl. Þátttaka í rekstri þróunar- og prófunarumhverfis. Prófanir á nýjum lausnum og samskipti við ytri forritara. Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða starfsmann í upplýsingatækniteymi hjá LÍN. Um er að ræða framtíðarstarf. Verkefnin eru fjölbreytt og getur nýr starfsmaður haft áhrif á þróun starfs síns. Baadermaður óskast                     !" #$%& msókr sedst  eað  r s ' (()    "  *   +,$ -$%,        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.