Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 40 ára Sólrún ólst upp í Breiðholti og býr á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún kláraði stúdents- próf frá Mennta- skólanum við Hamra- hlíð árið 2002 og lærði táknmálsfræði í tvö ár við Háskóla Íslands. Börn: Melkorka, f. 10. nóvember 2009, og Mikael Óli, f. 29. desember 2016. Foreldrar: Herdís Guðbjartsdóttir, f. 1957, leikskólakennari og vinnur hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, og Snæbjörn Sigurðsson, f. 1954, bóndi í Efsta-Dal II í Bláskógabyggð. Sólrún Birna Snæbjörnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu á varðbergi því óvænt tíð- indi berast og slá þig út af laginu. Festu alla lausa enda. 20. apríl - 20. maí  Naut Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið. Treystu því að allt fari vel að lokum. Einhverjar tafir verða á framkvæmdum heima. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú leggur ætíð hart að þér, en passaðu að fara ekki yfir strikið. Þú gætir farið óvænt í stutta utanlands- ferð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vitirðu ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga skaltu fara eftir því sem hjart- að segir þér því það skrökvar aldrei. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú hefur ekki í langan tíma gef- ið þér tóm til lestrar þá er rétti tíminn að renna upp. Reyndu að gefa börn- unum meiri tíma og sýndu vænt- umþykju gömlum ættingjum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sparsemi er dyggð en níska ekki. Aginn sem þú beitir á einu sviði lífs þíns á eftir að smita út frá sér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú vinnur þér inn punkta með því að neita að taka þátt í atburði sem þér hugnast ekki. Leggðu þig fram og þá nærðu tilskildum árangri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er upplagt að lyfta sér aðeins upp eftir erfiði dagsins, en mundu samt að ganga hægt um gleð- innar dyr. Einbeittu þér að því að leggja inn á bankareikning tilfinninganna hjá öðrum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér býðst einstakt tækifæri til að nota lítt notaða hæfni þína. Trúin flytur fjöll. Taktu þér frí af og til frá áhyggjum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er erfitt að ná athygli annarra. Þér fer vel að stjórna, ættir í raun að gera meira af því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér tekst ekki fremur en öðr- um að stöðva tímann. Hversdagslegir hlutir geta þróast í óvenjulegar áttir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki bíða eftir því að hlutirnir gerist. Reyndu að gera ferðaáætlanir fyrir komandi mánuði. Þú verður alltaf að hafa eitthvað til að hlakka til. og telur þéttingu byggðar og aukna áherslu á vistvæna ferðamáta nauð- synlega og jákvæða. Hún var því í hópi þeirra borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins sem unnu að og studdu Aðalskipulag Reykjavíkur sem miklar deilur risu um innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ás- laug tók þátt í leiðtogaprófkjöri flokksins í Reykjavík í byrjun árs 2018. Áslaug hvarf aftur til starfa sinna sem sérfræðingur hjá Sjá ehf. á síðasta ári og sinnir ráðgjöf til fyr- irtækja, aðstoðar við stefnumótun, þarfagreiningu og tekur að sér verk- efnastjórn. Á fimmtugsafmælinu ætlar Ás- laug að vera í Hnífsdal þar sem hún í félagi við systur sínar og vini á gam- alt hús. „Undanfarin ár hef ég farið í sumarfrí til að vinna í húsinu og það verður eins núna. Hér dvelur nú góður hópur úr fjölskyldunni og vinahópi ásamt fríðu föruneyti. Ég mun gefa þeim eitthvað betra með stæðiskvenna, setið í miðstjórn og gegnt formennsku í bæði velferðar- og allsherjar- og menntamálanefnd. Áslaug er áhugamaður um borgar- þróun og uppbyggingu almennings- samgöngukerfis eins og borgarlínu Á slaug María Friðriks- dóttir fæddist 20. júlí 1969 í Reykjavík og ólst þar upp. Fjölskyldan bjó fyrst á Lynghaga en svo Öldugötu þar sem hún hóf skólagöngu sína í gamla Vestur- bæjarskólanum. Síðar flutti fjöl- skyldan í Smáíbúðahverfið og Ás- laug kláraði grunnskólanám í Breiðagerðisskóla og Réttarholts- skóla. Á sumrin dvaldi Áslaug mikið hjá afa sínum Jóakim Pálssyni, skip- stjóra í Hnífsdal. Þar vann hún ásamt fjörugum hópi á sumrin í fiski frá 14 ára aldri fram á tvítugsaldur. Áslaug stundaði nám við Mennta- skólann við Sund og útskrifaðist þaðan af náttúrufræðibraut 1989. Hugmyndin var svo að taka eitt ár í sálfræði við Háskóla Íslands áður en lögfræðinám hæfist en sálfræðin reyndist of spennandi til að hætta því námi. Áslaug lauk BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 1992. Í framhaldi af því ákvað hún að flytja til Hertfordshire í Englandi og lauk þar MSc. í vinnusálfræði frá The University of Hertfordshire í Eng- landi 1995. Á námsárunum í Englandi var ýmislegt brallað og meðal annars unnið að þróun rafrænna verkefna sem þá þóttu miklar nýjungar. Þannig varð fyrsta sprotaverkefnið sem Áslaug tók þátt í. Eftir að heim kom starfaði Áslaug í félagsmála- ráðuneytinu sem deildarsérfræð- ingur frá 1996-2000. Þá ákvað hún að hefja nám í tölvunarfræði við Há- skólann í Reykjavík, lauk ekki því námi en hóf þess í stað störf á Ís- lensku vefstofunni sem verkefna- stjóri í upplýsingatækniverkefnum. Árið 2001 stofnaði Áslaug ásamt vin- konum sínum fyrirtækið Sjá við- mótsprófanir og var framkvæmda- stjóri þar til ársins 2014 en þá var pólitíkin orðin of fyrirferðarmikil. Áslaug var varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá árinu 2006 og frá 2012-2018 borgar- fulltrúi. Áslaug var einnig varaþing- maður flokksins á árunum 2013- 2017. Hún hefur gegnt fjölda trún- aðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn, verið formaður Hvatar, félags sjálf- kaffinu á afmælisdaginn. Síðar í sumar ætla ég að halda upp á afmæl- ið með æskuvinum þar sem meira en helmingur þeirra er einmitt fimm- tugur á þessu ári. Að þessu sinni ætlum við í hjólaferð til Ítalíu. Fjölskylda Foreldrar Áslaugar eru fyrrver- andi hjónin Helga Jóakimsdóttir, 13.12. 1940, hárgreiðslumeistari og síðar Alexandertæknikennari í Reykjavík, Helga hefur veitt Zen á Íslandi forstöðu, og Friðrik Klemenz Sophusson, f. 18.10. 1943, fyrrver- andi alþingismaður, ráðherra og for- stjóri í Reykjavík. Seinni kona Frið- riks er Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, f. 13.8. 1952, rithöfundur og prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Börn Áslaugar eru 1) Jóhanna Þórkatla Eiríksdóttir, starfsmaður á Ási vinnustofu, f. 8. ágúst 1992, faðir hennar er Eiríkur Benónýsson, f. Áslaug María Friðriksdóttir, sérfræðingur hjá Sjá – 50 ára Fólkið í Brekkuhúsinu í Hnífsdal nú í júlí Efri röð frá vinstri: Orri Finnbogason mágur, Gabríela Friðriksdóttir systir, Helga Guðrún Friðriksdóttir systir, Sigríður Fransiska Friðriksdóttir systir, Oddur Atlason, Nanna Bríet Atladóttir. Neðri röð frá vinstri: Hjálmar Friðrik Hjálmarsson sonur, Hrafntýr Klemenz systursonur, Una Guðný Natsuki, barnabarn Gabríelu, Áslaug María, Atli Geir Grétarsson, kærasti Áslaugar, og Helga Jóakimsdóttir móðir. Dvelur í Hnífsdal í sumarfríinu Afmælisbarnið Áslaug. 30 ára Anna Björg er úr Bústaðahverfinu í Reykjavík og býr á Digranesvegi í Kópa- vogi. Hún er lögfræð- ingur frá Háskólanum í Reykjavik og er með lögmannsréttindi. Hún er fulltrúi hjá BBA Legal. Maki: Hlynur Ólafsson, f. 1988, lögmað- ur hjá Logos. Bróðir: Bjarni Geir Guðjónsson, f. 1993, nemi í lögreglufræðum. Foreldrar: Guðjón Hilmarsson, f. 1956, húsasmíðameistari, og S. Ingibjörg Jós- efsdóttir, f. 1959, skólastjóri í Hagaskóla. Anna Björg Guðjónsdóttir Til hamingju með daginn Ljótarstaðir Tinna Lind Pálmarsdóttir fæddist 18. september 2018 kl. 7.10. Hún vó 3.088 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru María Ösp og Pálmar Atli. Nýr borgari Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA DVERGARNIR R Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýjuheimasíðuna islandshus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.