Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Við erum fyrst og fremst á þjóð- legum nótum,“ segir Benedikt Ing- ólfsson, einn meðlima Schola can- torum, um stofutónleika kórsins á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag- inn 21. júlí, kl. 16. „Við munum syngja íslensk þjóðlög og svo syngj- um við lög þar sem skáldið sjálft, Halldór Laxness, kemur við sögu. Við syngjum að minnsta kosti tvö lög við ljóð hans.“ Auk þess verða á efnisskrá tónleikanna dróttkvæði miðalda og veraldlegur kveðskapur af ýmsu tagi. „Við munum syngja frægar útsetningar á þjóðlögum, annars vegar eftir Hafliða Hall- grímsson og hins vegar Hjálmar H. Ragnarsson, svo það verður frekar þjóðlegur og nokkuð forn andi,“ segir Benedikt. Ólíkt því að syngja í kirkju Schola cantorum hefur haldið há- degistónleika í Hallgrímskirkju alla miðvikudaga í sumar og mun halda því áfram út ágúst. Tónleikarnir á Gljúfrasteini segir Benedikt að verði ólíkir hádegistónleikunum að því leyti að þar muni kórinn ekki syngja neina kirkjutónlist. „Þegar við syngjum hádegistónleika í Hall- grímskirkju fléttum við evrópskri kirkjutónlist frá ýmsum tímabilum inn í dagskrána enda passar það vel við hljómburð kirkjunnar. Á Gljúfrasteini er auðvitað miklu smærra rými og þess vegna verðum við bæði aðeins færri en venjulega og höldum okkur frá tónsmíðum sem krefjast ríkari hljómburðar. Þannig að það verður aðeins öðru- vísi stemning á tónleikunum á Gljúfrasteini,“ segir Benedikt og bætir við að kórinn fari ósjálfrátt í sveitarómantískan gír þegar komið er út fyrir borgarmörkin. „Þegar við komumst aðeins út fyrir 101, póstnúmer Hallgrímskirkju, skilj- um við eftir hugleiðslukennd og fjölradda endurreisnarverk.“ Stofutónar í allt sumar Benedikt segir kórinn fagna því að hafa verið boðið að taka þátt í stofutónleikaröðinni á Gljúfrasteini. „Gaman að fá að syngja á þessari skemmtilegu sumartónleikaröð sem Gljúfrasteinn hefur haldið úti,“ seg- ir hann. Stofutónleikar Gljúfrasteins hafa verið haldnir hvern sunnudag frá júní og verða áfram út ágúst. Þeir hefjast ávallt kl. 16. Miðasala fer fram í safnbúð Gljúfrasteins sam- dægurs og kosta miðarnir 2.500 kr. Þess má þó geta að ókeypis að- gangur er fyrir börn á leik- skólaaldri. Afar fjölbreytt dagskrá er á sum- artónleikunum á Gljúfrasteini. Næst í röðinni á eftir Schola can- torum eru barítónsöngvarinn Jóhann Kristinsson og píanóleik- arinn Ammiel Bushakevit með ljóðatónleika sunnudaginn 28. júlí. Um verslunarmannahelgina mun svo hljómsveitin Moses Hightower fylla stofuna á Gljúfrasteini af ljúf- um tónum. Breytingar „Á Gljúfrasteini er auðvitað miklu smærra rými og þess vegna verðum við bæði aðeins færri en venju- lega og höldum okkur frá stórum kirkjuverkum sem krefjast hljómburðar,“ segir Benedikt um stofutónleikana. Þjóðlegur andi í húsi skáldsins  Schola cantorum kemur fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini á morgun  Íslensk þjóðlög og lög við ljóð Halldórs Laxness á efnisskrá  Meiri sveitarómantík þegar komið er út fyrir borgarmörkin Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk » Hátíðin Comic-ConInternational stend- ur nú sem hæst í San Diego í Bandaríkjunum. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á teiknimyndum í öllum sínum formum og fram- lagi þeirra til menning- arinnar. Fjöldi þátttak- enda mætti uppábúinn sem uppáhaldsteikni- myndapersóna sín. Teiknimyndahátíðin Comic-Con International í San Diego Vinsæl Madge Simpson úr Simpson-fjölskyldunni var vinsæl þetta árið. Barn Deadpool vakti ekki lukku. AFP Heillandi Flaugar og vélmenni úr Star Wars mynda afbragðs gervi. Ósigrandi Captain Marvel. Vinalegir Captain America og Groot eru persónur úr heimi Marvel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.