Morgunblaðið - 09.08.2019, Page 2

Morgunblaðið - 09.08.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Hotel Globales Playa Estepona Costa del Sol 13. ágúst í 7 nætur Verð frá kr. 99.995 Verð frá kr. 136.995 aaaa ALLT INNIFALIÐ Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Lögregluembættið á Suðurnesjum og lögregluembættið á höfuðborg- arsvæðinu drógu í rúmt ár að svara bréfi ríkissaksóknara sem báðum embættum var skylt að svara. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksókn- ara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum árið 2018. Lögregluembættið á Suðurnesj- um hafði ekki svarað bréfinu í júní, þegar skýrslan var gerð en segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson, að nú hafi bréfinu verið svarað. Svöruðu eftir ítrekun Bréfið var fyrst sent í janúar í fyrra og var erindið ítrekað á „eins árs afmæli“ bréfsins, eins og það er orðað í skýrslunni. „Við svöruðum í síðustu viku í samræmi við þann frest sem var fenginn,“ segir Ólafur. Ekki náðist í ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar og er því ekki staðfest að bréfinu hafi verið svarað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svaraði bréfinu eftir ítrekun en dómsmálaráðuneytinu hefur verið gert viðvart um vanefndir embætt- anna. Öll önnur lögregluembætti landsins svöruðu bréfinu án þess að tafir yrðu þar á. Ólafur gat ekki svarað því hvers vegna það hefði dregist á langinn að svara bréfinu. Í bréfinu er beðið um upplýs- ingar um það hvernig haldið væri utan um meðferð upplýsinga sem aflað væri með símahlustun og skyldum úrræðum og einnig var beðið um tilnefningu tengiliðs við embætti ríkissaksóknara vegna símahlustana. Embætti lögreglunnar á Suður- nesjum og lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu eru þau embætti sem beita símahlustun eða skyldum úrræðum í mestum mæli, eða í 322 tilvikum af 362 árið 2018. Það eru 89% tilvika. Árið 2017 var 256 sinnum gripið til símahlustunar eða skyldra úr- ræða og fjölgar þessum tilfellum því um 40% á milli ára en slíkum úrræðum var beitt 362 sinnum í fyrra eins og áður segir. Úrskurðir sem lutu að síma- hlustun voru 53 í fyrra. 30 úrskurð- ir lutu að svokölluðum eftirfarabún- aði, 65 að útskrift á gagnanotkun farsíma, 132 að útskrift á notkun, 29 að upplýsingum um rétthafa, einn að tölvusamskiptum, fimm að myndavélaeftirliti, átta að hlustun- arbúnaði, t.d. í herbergi, og 39 að svokallaðri IMEI-leit samkvæmt úrskurði. Tilefni símahlustunar og skyldra úrræða 2018 Fjöldi úrskurða sem kveðnir voru upp eftir tegund brots Úrskurðir geta verið fl eiri en einn vegna rannsóknar sama málsins, t.d. þegar um marga sakborninga að ræða 43 150152 584 Heimild: Ríkissaksóknari Ofbeldis- brot Leit að fólki Kynferð- isbrot Fíkni- efnabrot Auðg- unarbrot Annað Beittu hlerun 40% oftar  Embætti drógu svör um tilhögun Strætó hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í Hinsegin dögum og Gleðigöngunni, og er engin breyting á því í ár eins og sjá má. Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli í ár og jafnframt eru 50 ár frá Stonewall-uppþotunum í New York, sem oft hafa verið talin marka upphaf sýnilegrar réttindabaráttu hinsegin fólks á heimsvísu. Í tilefni tímamótanna var hönnunin á Reykjavík Pride-vagninum 2019 til heiðurs einstaklingum sem ruddu brautina í rétt- indabaráttu hinsegin fólks. Á myndinni má sjá fjóra þeirra fjölmörgu sem prýða vagninn; Uglu Stefaníu Kristjönudóttur, Önnu K. Krist- jánsdóttur, Hörð Torfason og Margréti Pálu Ólafsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Strætisvagn til heiðurs baráttufólki Arion banki hagnaðist um 2,1 millj- arð króna á öðrum ársfjórðungi árs- ins 2019, samanborið við 3,1 millj- arð á sama tímabili í fyrra. Hefur því bankinn hagnast um alls 3,1 milljarð á árinu, en í fyrra hafði bankinn hagnast um alls 5 milljarða á fyrstu tveimur fjórðungum ársins. Eigið fé bankans nemur 195 millj- örðum króna og var arðsemi eigin fjár því 4,3% á ársgrundvelli, en 5,9% árið áður. Hagnaðurinn er þó umtalsvert meiri en á fyrsta árs- fjórðungi 2019, þegar hann var um milljarður. Í tilkynningu frá bankanum segir að minni hagnaður það sem af er ári skrifist fyrst og fremst á óreglu- lega liði, breytingar á bókfærðu virði eigna í safni fyrirtækisins sem flestar hafa verið niður á við í ár. Á fyrri helmingi þessa árs námu slíkar niðurfærslur tæpum 2,1 millj- arði króna samanborið við 301 milljón á fyrri helmingi síðasta árs. Gjaldþrot WOW air, yfirtaka á skuldsettu félaginu TravelCo, og bágborin staða Valitors eru meðal skýringa. Arion banki á Valitor, en félagið er í söluferli. Á dögunum samdi það við rekstrarfélag Wiki- leaks, Sunshine Press, um greiðslu 1,2 milljarða króna skaðabóta vegna ólöglegs rofs á greiðslugátt Wiki- leaks árið 2011. teitur@mbl.is Hagnaður milljarði minni í ár Um mánaðamótin síðustu hækkaði Air Iceland Connect verð á ýmissi aukaþjónustu. Í fésbókarhópnum Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun er vakin athygli á því að gjald fyrir tösku hafi tvöfaldast, farið úr 1.600 krónum í 3.200 krónur. Í samtali við Morgunblaðið um þessa verðhækkun segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect: „Við erum bara að endurskoða okkar verð- lagningu eins og hefur verið gert með fargjöld almennt.“ Segir hann að breytingarnar hafi verið gerðar með það að augnamiði að rukka meira fyrir viðbótarþjónustu, í stað þess að hækka verð á grunnþjón- ustu, þ.e. fargjaldinu. Segir hann að verð á fargjöldum hafi ekki markvisst verið lækkað í staðinn en segir aðspurður: „Í rauninni erum við að reyna að halda aftur af breytingum á far- gjöldum, og bjóða lægri fargjöld almennt,“ og nefnir að í gær hafi sem dæmi verið til sölu fimm hundruð sæti á fimm þúsund krón- ur. Er þar um að ræða svokölluð létt fargjöld, en með þeim fylgir engin taska önnur en handfarang- ur sem má að hámarki vera 6 kíló- grömm að þyngd. teitur@mbl.is Töskuverðið tvöfaldað Morgunblaðið/Árni Sæberg Farangur Frá mánaðamótum hefur verið dýrara að kaupa tösku aukalega.  Air Iceland Conn- ect hækkaði verð á viðbótarþjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.