Morgunblaðið - 09.08.2019, Side 10

Morgunblaðið - 09.08.2019, Side 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir hækkandi verð sjávarafurða og lækk- andi olíuverð styðja viðskiptakjör þjóðarinnar. Þá styðji lægri olíu- kostnaður við ferðaþjónustuna. Tunnan af Norðursjávarolíu kost- aði 68 dali við fall WOW air í lok mars og varð hæst um 73 dalir um miðjan maí. Verðið var um 65 dalir í lok júlí en um 57 dalir í gær. Það er lægsta verðið frá janúar. Hugtakið viðskiptakjör vísar til hlutfalls milli verðlags út- og inn- fluttrar vöru og þjónustu. Hækki verð á innfluttum vörum og þjónustu umfram verð á útflutningi rýrna við- skiptakjörin. Þegar verð á útfluttum vörum og þjónustu hækkar hins vegar umfram innflutning batna við- skiptakjörin. Lækkar kostnað útgerðarinnar Opinberar tölur Seðlabankans um viðskiptakjör ná til ársloka 2018. Hins vegar bendir athugun Ana- lytica til að álverð sem hlutfall af olíu- verði hafi hækkað í sumar. Að sama skapi hafi fiskverð sem hlutfall af olíuverði hækkað. Það þýðir aftur að olíukostnaður útgerðarinnar á hvert kíló á fiski hefur lækkað að undan- förnu. Lækkun olíu- verðs styður við viðskiptakjörin  Misjafn gangur í útflutningsgreinum Morgunblaðið/Kristinn Mynd úr safni Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað undanfarið. Yngvi Harðarson Stefán Broddi Guðjónsson Raungengi krónu gaf hins vegar eftir í kjölfar falls WOW air í lok mars en það náði hámarki sumarið 2017. Krónan hefur styrkst síðustu vikur. Samband er milli olíuverðs og flug- fargjalda. Rifja má upp þá greiningu Analytica, sem unnin var fyrir sam- gönguráðuneytið, að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega í Leifsstöð og erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Hækki flug- fargjöldin fækkar skiptifarþegum og erlendum ferðamönnum og öfugt. Þetta gerist þó ekki samstundis held- ur með nokkrum tímatöfum. Yngvi segir aðspurður að lækkun olíuverðs geti því stutt við íslenska ferðaþjónustu á síðari hluta ársins. Hækkað um 6% frá áramótum Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir lækkun olíuverðs góðar fréttir fyrir sjávarútveginn, ferða- þjónustuna og heimilin. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 399 kr.pk. Bara pylsur, 10 stk. Ódýrt 998 kr.pk. Hamborgarar 4 stk með brauði 1299 kr.kg Grísakótilettur, kryddaðar Ódý rt á grillið! Ódýrt og gott Ódýrt S JÁ L F S TÆÐ I S F L O KKUR I N N Á réttri leið Hádegisfundurmeð þingflokki sjálfstæðismanna Ámorgun, laugardaginn 10. ágúst kl. 11:00 stendur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fyrir opnum fundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Á fundinummun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, ræða stjórnmálaviðhorfið og sitja þingmenn síðan fyrir svörum. Kaffiveitingar og allir velkomnir! SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Veiði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.