Morgunblaðið - 09.08.2019, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hjúkrun er fag og fræði-grein í örri þróun oghlutverk hjúkr-unarfræðinga í heil-
brigðisþjónustu verður æ viða-
meira,“ segir Edda Dröfn
Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga. „Í þjónustu við sjúklinga erum
við þátttakendur í þverfaglegri sam-
vinnu, þar sem sérfræðingar á
mörgum sviðum koma að meðferð.
Oft eru hjúkrunarfræðingar í hlut-
verki leiðtoga og stjórnunar, þá í
krafti þekkingar og reynslu.“
Horft til framtíðar
á sögusýningu
Á líðandi ári hefur þess verið
minnst að 100 ár eru frá stofnun
þeirra samtaka sem í dag mynda
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Afmælishóf var haldið í upphafi árs-
ins og um miðjan júní var í Árbæj-
arsafni opnuð sögusýningin Hjúkr-
un í 100 ár sem er samstarfsverkefni
með Borgarsögusafni Reykjavíkur.
Fjölskylduhátíð sem tileinkuð er
börnum hjúkrunarfræðinga og þeim
börnum sem hjúkrunarfræðingar
hafa hjúkrað síðustu öldina verður á
Árbæjarsafni 15. ágúst næstkom-
andi.
Fyrrnefnd sýning á Árbæjar-
safni Hjúkrun í 100 ár segir sögu
hjúkrunar í samhengi við breytingar
á stöðu kynjanna og þróunar í tækni
og vísindum. Um leið er horft til
framtíðar. Sýningin stendur til 17.
nóvember og á haustdögum verður
nemendum úr efstu bekkjum grunn-
skóla boðið þangað sérstaklega. Er
það, að sögn Eddu Drafnar, hluti af
þeirri viðleitni að kynna hlutverk og
störf hjúkrunarfræðinga ungu fólki
sem er að velja sér menntun og
starf. Þar verður ekki síst höfðað til
ungra karla.
Þurfum fólk af
báðum kynjum
„Nýlega fór hlutfall karla í stétt
hjúkrunarfræðinga úr 2% í 3% og
það fannst okkur talsverður áfangi.
Við eigum samt talsvert í land sam-
anber nágrannalöndin, þar sem
karlar eru 10-20% hjúkrunarfræð-
inga. Við þurfum fólk af báðum
kynjum í þetta starf því við þjónum
öllum; við fæðingu, lífslok og flest-
um oft þar á milli,“ segir Edda
Dröfn. „Á þetta höfum við minnt oft
og víða að undanförnu, svo sem með
myndum af okkar fólki sem voru
birtar á strætóskýlum í borginni í
tengslum við Alþjóðadag hjúkr-
unarfræðinga sem er 12. maí ár
hvert. Einnig hafa hjúkrunarfræð-
ingar verið í áhugaverðum viðtölum
á vef félagsins okkar.
Edda Dröfn Daníelsdóttir nam
hjúkrunarfræði í Danmörku og lauk
námi árið 2002 og námi í verk-
efnastjórnun, MPM frá Háskóla Ís-
lands árið 2011. Eftir það starfaði
hún um þriggja ára skeið á slysa- og
bráðadeild Landspítalans í Fossvogi
– en til starfa við verkefnsstjórn á
sjúkrahúsinu sneri hún aftur nokkr-
um árum síðar eftir að hafa unnið
m.a. hjá lyfjafyrirtæki og við heima-
hjúkrun. Kom svo til starfa hjá Fé-
lagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á
síðasta ári en sem stjórnandi fag-
sviðs sér hún meðal annars um
menntunar- og fræðslumál, al-
þjóðlegt samstarf og ráðstefnuhald.
Hefur meðal annars haft með hönd-
um skipulagningu og undirbúning
ráðstefnunnar Hjúkrun 2019 sem
verður í Hofi á Akureyri dagana 26.-
27. september næskomandi.
Ein öflugasta stéttin
Yfirskrift ráðstefnunnar á Ak-
ureyri er Framtíð, frumkvæði og
forvarnir: Getur hjúkrun bjargað
heilbrigðiskerfinu? Verður þar efnt
til fyrirlestra um niðurstöður rann-
sókna, þróunar- og gæðaverkefni
verða kynnt og og svo mætti áfram
telja. Er þetta hluti af þeirri áherslu
að gera fræðslumál í sinni víðustu
merkingu að stærri þætti í starfi Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
„Hjúkrunarfræðingar eru ein
öflugasta stéttin í heilbrigðiskerfinu,
en alls eru um 4.000 manns í félag-
inu okkar og um 3.200 sem starfa í
greininni. Samt er stöðugur skortur
á hjúkrunarfræðingum og brýnt að
þeim fjölgi, sem er sameiginlegt
verkefni háskólanna og þeirra sem
ráða för í heilbrigðiþjónustunni.
Hjúkrun er starf tækifæranna og
margir spennandi hlutir að gerast,“
segir Edda Dröfn.
Starf tækifæranna
Félag íslenskra hjúkr-
unarfræðinga er 100
ára. Fagleg umræða og
fjölskylduhátíð í Árbæj-
arsafni á fimmtudag í
næstu viku, 15. ágúst.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Öld „Hjúkrunarfræðingar eru ein öflugasta stéttin í heilbrigðiskerfinu,“ segir Edda Dröfn Daníelsdóttir hér á sögu-
sýningunni í Árbæjarsafni þar sem varpað er ljósi á starfið sem breytist hratt eins og þjóðfélagið sjálft.
Morgunblaðið/Hari
Fróðleikur Frá opnun sýningar í Árbæjarsafni. Guðni Th. Jóhannesson for-
seti Íslands fremst og svo hjúkrunarfræðingar í klæðum fyrri tíðar.
Dagskráin á fjölskyldudegi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Árbæj-
arsafni 15. ágúst hefst kl. 14:15. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Villi
vísindamaður og Húlladúllan, auk þess sem sirkusfólk verður á sveimi á
safnasvæðinu. Þá verða leiktæki fyrir börnin uppi allan tímann.
Af öðru má nefna að sjúkrabíll verður til sýnis, vettvangstjaldi frá
Landsbjörg verður slegið upp og bráðahjúkrunarfræðingar úr viðbragðs-
sveit Landspítala kynna störf sín. Í leikjasafninu verða bæklunarhjúkr-
unarfræðingar með fræðslu og beinagrind til sýnis. Þá verður farið í fjör-
uga útileiki sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingar stjórna. Einnig munu
hjúkrunarfræðingar sem eru sérhæfðir í þjónustu við sykursjúka bjóða
upp á blóðsykursmælingu.
Skemmtun og kynning
FJÖLBREYTNI Á FJÖLSKYLDUDEGI
Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi verður
nú um helgina og meðal dagskrár-
atriða þar er menningarganga um
söguslóðir vestast í bænum. Á laug-
ardag kl. 16.00
verður lagt af
stað frá Tryggva-
skála þar sem
gengið verður um
Selfossveg, vest-
an Ölfusárbrúar,
þar sem er sögu-
skilti um fyrsta
malbikaða veginn
á Selfossi verða
skoðuð. Síðan
verður gengið inn
Smáratún þar sem systkinin Sesselja
Sigurðardóttir og Guðmundur Sig-
urðsson, sem ólust upp í húsi númer
15 við götuna, segja frá Smára-
túnshúsunum og hverjir bjuggu þar.
Í Þóristúninu tekur Erla Guð-
mundsdóttir hópnum og segja frá líf-
inu við götuna, sem kennd er við
landnámsmanninn Þóri Ásason hersi.
Síðan verður staldrað við við Selfoss-
kirkju og saga hennar rakin í nokkr-
um orðum áður en hópurinn heldur
að Selfossbæjunum þar sem Þorfinn-
ur Snorrason verður til frásagnar.
Umræddir bæir eru sem sveit í bæ og
elstu húsin í þyrpingunni þar eru
byggð í kjölfar Suðurlandsskjálft-
anna árið 1896.
Allir er velkomnir að taka þátt í
þessum leiðangri þar sem Kjartan
Björnsson bæjarfulltrúi er göngu-
stjóri.
Gengið um söguslóðir í bænum
Menningarganga á Sumri á Selfossi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfossbærinn Gamalt hús frá
1896 sem nú hefur verið gert upp.
Kjartan
Björnsson
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Njóttu þess að hvílast
í hreinum rúmfötum
Við þvoum og pressum rúmfötin
- þú finnur muninn!
Norðurslóð, Strandgata 53, Akureyri
VEGNA SKIPULAGSBREYTINGA
ER VEITINGASTAÐURINN NÚ TIL LEIGU.
Í SAMA HÚSNÆÐI ER
MINJAGRIPAVERLSUN EINNIG TIL LEIGU.
VEITINGASTAÐURINN OG VERSLUNIN
LEIGJAST SAMAN EÐA HVORT Í SÍNU LAGI.
Upplýsingar veitir Arngrímur í síma 895 7704