Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Utan alfaraleiðar, ofan við skóg-
ræktina í Esjuhlíðum, má sjá rauð
ber sem líta út eins og villt jarðar-
ber. Ofar í hlíðinni má finna slík ber í
snarbröttum skriðum innan um há-
vaxnari gróður.
Jóhann Pálsson grasafræðingur
skoðaði nokkur berjanna í öskju og
sagði þau jarðarber.
„Þetta eru bikarblöðin af blóminu
og berið sjálft er raunverulega
blómbotninn sem svellur upp og
þessi litlu korn eru aldinin,“ sagði
Jóhann til skýringar. Slík ber hefðu
verið á Íslandi við landnám.
„Útbreiðslan var um allt land. Svo
hverfa þau mikið til þegar skógarnir
hurfu og farið var að þaulbeita
landið, að ég tali nú ekki um með
uppblæstri. Þau hafa hins vegar
haldist víða við, til dæmis hérna í
Gufuneshöfðanum og á Ártúns-
höfðanum, sem er að vísu búið að
sprengja megnið af. Þar voru berin
milli kletta, þar sem búpeningur
komst ekki almennilega að plöntun-
um, og uppi um heiðar í harðasta
grjótinu. Svo hafa jarðarber verið að
breiðast út eftir að beit lagðist af.
Þau breiðast út bæði með renglum
ofanjarðar og svo eru fuglarnir óðir í
berin og bera þau mikið inn í lúp-
ínubreiður. Þetta er í eðli sínu
skógarplanta sem kann vel við sig í
sambýli við lúpínuna.“
Búið að breyta með kynbótum
– Það er því ekkert einsdæmi að
finna jarðarber á Íslandi?
„Nei, nei. Þetta er önnur tegund
en við kaupum í búðum eða ræktum í
görðum. Það er tegund sem varð til
sem bastarður af tveimur
amerískum tegundum með miklu
stærri ber og síðan er búið að breyta
þessu með kynbótum. Þessi ræktuðu
jarðarber verða til á 19. öldinni.“
– Hjálpar hlýnunin útbreiðslu
jarðarberja?
„Nei, friðunin hefur gert miklu
meira. Það er greinilegt að það fer
að bera miklu meira á þeim eftir að
friðunin kemur. Því þau þoldu ekki
beit. Hún er orðin sáralítil miðað við
það sem var. Flest féð var hér á landi
í kringum 1975, eða þar um bil. Allt
höfuðborgarsvæðið var sérstaklega
ásetið. Hér voru stórjarðir með
margt búfé og fjöldi frístundabænda
sem áttu fé í kofum í útjaðri Reykja-
víkur, við Elliðaárnar og víðar,“
segir Jóhann sem ræddi við blaða-
mann á heimili sínu í Grafarvogi.
„Öllu þessu var beitt á höfuðborg-
arsvæðið. Svo héldu þessu engar
girðingar. Féð hoppaði, eða skreið,
yfir hvaða girðingu sem var. Þetta
var rosaleg plága. En greyin voru í
hálfgerðu svelti. Allt sem það komst
í var nagað niður. Svo var uppblást-
urinn alveg gífurlegur en nú er allt
þetta land að gróa.“
Jarðvegurinn mjög frjór
„Íslenskur jarðvegur hefur öll
efni til að vera mjög frjór en svo er
búið að fara svona illa með hann.
Menn urðu náttúrlega að nota skóg-
inn. Bæði í eldivið og til húsbygg-
inga. Menn hjuggu fyrst beinu og
fínustu trén og svo annað sem var
nauðsynlegt til að gera viðarkol. Það
var ekki unnt að gera járn eða vinna
úr því nema að hafa viðarkol. Það
var ekki einu sinni hægt að dengja
ljáinn fyrr en skosku ljáirnir komu í
byrjun 20. aldar. Þessi kolagerð fór
gífurlega illa með skógana. Um leið
og búið var að höggva skógana var
beitt meðan landið var frjótt. Fyrst
var þetta nautpeningur og menn
höfðu nóg af kálfskinni í handritin en
svo þegar jarðveginum fór að hraka
tók sauðféð við og svo kom uppblást-
urinn. Þetta fór skelfilega með land-
ið.“
Bylting í skógrækt
„Svo héldu menn – maður lærði
þetta í menntaskóla eftir fyrstu vís-
indamönnum – að Ísland væri svo
ófrjótt vegna þess að hér væri svo
kalt og engin efnaveðrun. En þessir
menn höfðu lært í löndum þar sem
var fornt berg, sem veðrast seint, og
þarf hita til að veðrast. Hér er hins
vegar eldfjallajarðvegur og alls stað-
ar þar sem hann er eru frjósömustu
lönd í heimi. Hann veðrast svo auð-
veldlega. Þegar land sem hefur verið
friðað nær að gróa upp getur það
endurheimt sína fornu frjósemi og
borið stórvaxna skóga.
Þegar ég var að byrja að dutla við
trjárækt sem unglingur var mér allt-
af sagt að það þýddi ekkert að rækta
tré í Reykjavík, það væri margbúið
að reyna það og það gengi ekki. Það
var bent á Rauðavatnsstöðina, sem
var ein fyrsta tilraunin, en þá voru
menn með efnivið sem passaði alls
ekkert og það eina sem þreifst þar
var fjallafura, sem er runni í sjálfu
sér. Það var mikið bent á hana og
birkið í Hljómskálagarðinum. Þaðan
kom þessi góða saga, hvað á maður
að gera ef maður villist í skóginum á
Íslandi? Standa upp.“
Skyldu þau verða tíu metrar?
„Ég er 88 ára og ég byrjaði 15 ára.
Hún er alveg ótrúleg breytingin sem
er orðin. Árið 1950 kom út bók eftir
Ingólf Davíðsson og Ingimar Ósk-
arsson, Garðagróður, en þar birtust
mælingar á öllum hæstu trjám á
landinu. Þá var hæsta tréð í Reykja-
vík tæpir 9 metrar, var 8,7 metrar
minnir mig, en þá voru 10 metra tré
á Akureyri og á Hallormsstað. Ég
var að spá, skyldu einhvern tímann
verða 10 metra tré í Reykjavík? Nú
eru þau komin yfir 25 metra og mað-
ur farinn að bíða eftir 30 metrunum.
Fólk hafði ósköp litla trú á þessu.
Ég er alinn upp í sumarbústað hér
við Keldur. Svo vann ég á búinu á
Keldum, tvö sumur, sem strákur, frá
12 ára til 14 ára. Maður sótti kýrnar
hingað og hestana, svo lék maður sér
við krakkana í bústöðunum og synti í
voginum sem var þá hreinn. Það var
óskaplega gaman hér og maður lifði
alveg fyrir þennan stað,“ segir Jó-
hann Pálsson.
Jarðarberin breiðast út á ný
Rautt lyng af jarðarberjum undir Esjuhlíðum Berin eru smá en safarík Njóta skjóls af lúpínu
Jóhann Pálsson grasafræðingur segir berin njóta friðunar frá beit Þau hafi verið hér frá landnámi
Jóhann lærði leiklist hjá Lárusi Pálssyni, einum af frum-
herjum leiklistar á Íslandi. „Ég lærði hjá Lárusi en hann
var leikstjóri þegar ég var að leika. En ekki mjög mikið.
Hann var orðinn mjög heilsulítill. Hann var geysilega
gáfaður maður, hafði lesið mikið og það var óskaplega
gaman að hlusta á hann. Það var mjög erfitt að fá al-
mennileg hlutverk. Þannig að ég fór að hugsa málin. Ég
kunni ekki neitt. Ég var lesblindur og hafði dottið út úr
skóla. Lesblindan var þá ekki þekkt. Ég var orðinn 36
ára og datt í hug að fara í loftskeytaskólann,“ segir Jó-
hann sem lauk því námi og las svo MR utanskóla, fyrir utan sjötta bekk,
sem var fátítt, og lauk þaðan fyrstu einkunn af stærðfræðibraut. Jóhann
var síðan að ljúka doktorsnámi í grasafræði við Háskólann í Uppsölum
þegar honum bauðst að verða garðyrkjustjóri í Reykjavík. Meðal verkefna
hans var að stækka grasagarðinn og græða Laugardalinn upp.
Lærði hjá Lárusi Pálssyni
JÓHANN ÆTLAÐI AÐ VERÐA LEIKARI
Lárus Pálsson
Í hlíðinni Berin komin í öskju.
Morgunblaðið/Baldur
Í sól Berin voru í miklum halla.Grasafræðingur Jóhann Pálsson heldur sér vel en hann nálgast nírætt.
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Er ferðavagninn rafmagnslaus?
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
örugg
t
start
með
TUDO
R
Frístunda rafgeymar
í miklu úrvali,
AGM þurr rafgeymar
eða lokaðir
sýrurafgeymar.