Morgunblaðið - 09.08.2019, Page 28

Morgunblaðið - 09.08.2019, Page 28
28 FRÉTTIRVísindi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Voru Egyptar til forna færir um að sigla bátum til langferða sem ofnir voru saman úr votlendisplöntum af grasætt? Hópur ævintýramanna er á því og hyggst færa sönnur á sigl- ingar Forn-Egypta á fleytum af því tagi allt til Svartahafs fyrir árþús- undum. Mennirnir ætla að sann- reyna þetta með því að sigla sams- konar leið í hina áttina, þ.e. frá Svartahafi til Egyptalands. Förin hefst nú um miðjan mán- uðinn en hópurinn samanstendur af tveimur tylftum rannsóknarmanna og sjálfboðaliða frá alls átta löndum. Siglingin hefst í hafnarborginni Varna í Búlgaríu á reyrbátnum Abora IV en þaðan er um 700 sjó- mílna veg að fara gegnum Hellu- sund, um Eyjahaf til grísku eyj- arinnar Krítar. Umfram allt vakir fyrir hópnum að sanna tilgátu um siglingar þessar sem gríski sagnfræðingurinn Her- ódótus veitti trúverðugleika, en hann er almennt álitinn faðir sagna- ritunar, að sögn leiðangursstjórans Dominique Görlitz sem er þýskur. Forni sagnfræðingurinn gríski reit: „Egyptar sigldu um Svartahaf til að sækja efnivið sem ekki var að finna við Miðjarðarhafið austanvert.“ Görlitz segir menn sína hafa sótt innblástur við hönnun hins 14 metra farkosts í fornar hellaristur í Egyptalandi og á Kákasussvæðinu. Bólivísk þekking Við bátssmíðina naut hópurinn lið- sinnis sjálfboðaliða og aðstoðar og þekkingar tveggja Aymara frum- byggja sem búa við Titicacavatn í Bólívíu, Fermins Limachi og sonar hans Yuri. Það er engin tilviljun, að Abora IV svipar mjög til hins fræga pap- írusbáts Ra II sem norski könnuður- inn Thor Heyerdal sigldi yfir Atl- antshafið árið 1970, en faðir Limachi kom að smíði hans. Að sögn Fermins voru stór búnt af svonefndum totora-reyr rígbund- in saman með reipi til að móta meg- inskrokk Abora IV. Síðan voru útbú- in tvö svefnhólf úr reyr og reist trémastur en báturinn verður búinn tveimur seglum, 40 og 62 fermetra. Allt í allt fóru 12 tonn af reyr í smíð- ina og tveir kílómetrar af reipi. „Stóra spurningin er hvort þessi bátur sé fær um að sigla gegnum hið erfiða grunnsævi eyjanna í Eyja- hafi,“ sagði Görlitz við AFP- fréttastofuna. Afar þýðingarmikið er að ná til Hringeyja í Eyjahafi og síðan til Krítar til að sanna frumkenningu hans, bætti hann við en menning Mínóa á Krít hinni fornu reis hæst á árabilinu frá 2.700 til 1.700 fyrir Krists burð. Sýnt hefur verið fram á að Mínóar stunduðu viðskipti við Egypta. Abora IV var sjósett í síðustu viku og þarf að bíða í tvær til þrjár vikur eftir að reyrinn gegnblotni, sjúgi í sig milli fimm og 10 tonn af vatni. Vegna milljarða loftfylltra holrýma í gljúpu byggingarefni bátsins mun hann hvorki geta brotnað í sundur né sokkið,“ sagði Görlitz. Hættur á hafi úti Í síðasta leiðangri hans af þessu tagi, á Abora III árið 2007, lagði hann upp frá New York og stefndi til Suður-Spánar í þeim tilgangi að sanna að steinaldarmenn hafi stund- að ámóta ferðir yfir Atlantshaf. Eftir 56 daga á hafi úti og aðeins 900 kíló- metra ófarna til Azoreyja reif fár- viðri bát Görlitz í tætlur. „Ég er 100 prósent sannfærður um að þetta skip muni aldrei sökkva. Og svo lengi sem það flýtur erum við með björgunarbát með okkur,“ sagði sjálfboðaliðinn Mark Pales, 42 ára gamall hollenskur rafvirki. Annar sjálfboðaliði, Heike Vogel, starfsmaður þýsks bögglapóstfyr- irtækis, kvaðst hlakka til sigling- arinnar. Þetta er þriðji leiðangur Görlitz sem hún á aðild að. Í tveimur þeirra fyrstu var hún þá einungis að- stoðarmaður á landi. Nú verður hin 35 ára gamla Vogel hins vegar í áhöfn Abora IV. „Þetta verður mjög framandi,“ sagði hún. Til að geta átt samskipti við stór flutningaskip á leið þeirra – sem skapað getur þeim meiri háttar hættu á hafi úti – hefur Görlitz búið Abora IV nútímafjarskipta- og gervihnattaleiðsögubúnaði. „Auðvit- að, það hefði flokkast undir hrikaleg- an hroka og forheimsku að brúka ekki nútímatækni. Leiðangurinn er vísindatilraun og við leggjum okkur ekki í hættu,“ sagði hann. Í kjölfar Forn-Egypta um Svartahaf AFP Bátur úr reir Upphaf Búlgaría Varna Áætluð leið Istanbul 200 km Sigla eins og Egyptar Lemnos Milos Santorini Krít Kýpur Svartahaf Miðjarðarhaf Abora IV Siglingaleið: Um1.300 km Ævintýramenn áforma að sigla eins og Egyptar til forna frá Svartahafi til Kýpur  Hópur ævintýramanna ætlar að sigla á reyrbáti frá Svartahafi til Krítar 700 sjómílna leið og þræða sig á leiðinni fram hjá urmul eyja og sigla gegnum erfið grunnsævi eyjanna í Eyjahafi Sjósetning Abora IV sjósett í Svartahafsborg- inni Beloslav. Í næstu viku hefst um 3.000 kíló- metra löng sigling bátsins til Egyptalands. AFP Þykkt Síðustu handtökin lögð á hinn fjallþykka byrðing Abora IV. Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Sérhæfum okkur í hreinsun á viðkvæmum fatnaði fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.