Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 34

Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Í dag eru tuttugu ár liðin frá því Vladimír Pútín Rússlandsforseti komst til valda í Moskvu og þótt hann geti gegnt forsetaembættinu í fimm ár til viðbótar er þegar hafin umræða í landinu um hvernig hann geti haldið völdunum enn lengur. Borís Jeltsín, þáverandi forseti, skipaði Pútín í embætti forsætisráð- herra 9. ágúst 1999 og þegar Jeltsín sagði af sér vegna veikinda 31. des- ember það ár tók Pútín við forseta- embættinu til bráðabirgða. Hann var síðan kjörinn forseti með 53% atkvæða í kosningum í mars 2000. Þar sem stjórnarskrá landsins kveður á um að enginn geti verið for- seti lengur en í tvö kjörtímabil í röð þurfti Pútín að láta af embætti 2008. Hann varð þá forsætisráðherra og hafði stólaskipti við bandamann sinn, Dmitrí Medvedev, sem varð forseti. Aftur forsætisráðherra? Flestir stjórnmálaskýrendur telja líklegt að Pútín vilji vera við stjórn- völinn eftir að kjörtímabili hans lýk- ur árið 2024 en þeir eru ekki á einu máli um hvaða leið hann sé líklegur til að velja til að halda völdunum. Pútín er 66 ára og verður á 72. ald- ursári þegar kjörtímabilinu lýkur, yngri en Donald Trump Bandaríkja- forseti og fylgismestu forsetaefni demókrata eru núna. Sumir telja líklegast að Pútín verði aftur forsætisráðherra. Aðrir telja forsetann vera ósáttan við þá lausn og segja að hann hafi virst óánægður með hana á árunum 2008- 2012 vegna þess að honum hafi mis- líkað stefna Medvedevs í utanríkis- málum og staðið stuggur af vinsæld- um hans. Medvedev virtist vera hissa þegar honum var sagt að hann fengi aðeins að gegna forsetaemb- ættinu í eitt kjörtímabil og ætti að víkja fyrir Pútín. Enn aðrir telja líklegt að stjórnar- skránni verði breytt til að auka völd forsætisráðherrans á kostnað for- setaembættisins og greiða fyrir því að Pútín geti haldið völdunum eins lengi og hann vilji. Ný stofnun eða nýtt ríki? Fréttaveitan AFP hefur eftir stjórnmálaskýrandanum Gregorí Bovt að forsetinn og bandamenn hans íhugi m.a. þann möguleika að koma á fót einhvers konar nýrri stofnun sem stjórni landinu undir forystu Pútíns. Komið verði á svip- uðu fyrirkomulagi og tekið var upp í Kasakstan í mars sl. þegar Nursult- an Nazarbajev lét af embætti for- seta eftir að hafa gegnt því frá því að landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkj- unum árið 1991. Nazarbajev verður „leiðtogi þjóðarinnar til æviloka“ samkvæmt stjórnarskrá landsins og einnig formaður öryggisráðs þess. Fyrir nokkrum mánuðum komst á kreik orðrómur í Moskvu um að Pút- ín hygðist sameina Rússland og grannríkið Hvíta-Rússland og verða forseti nýs sambandsríkis, að sögn stjórnmálaskýrandans Chris Millers í grein í tímaritinu Foreign Policy. Löndin tvö hafa verið mjög náin, eru t.a.m. í tollabandalagi, og Rússar efna reglulega til heræfinga í Hvíta- Rússlandi, sem stundum er kallað „síðasta einræðisríki Evrópu“. Tutt- uga ára gamall sáttmáli milli land- anna kveður á um að þeim beri að vinna að ríkjasambandi með einum gjaldmiðli og einum fána og sáttmál- inn gæti orðið lagalegur grunnur að stofnun sambandsríkis. Talið er þó ólíklegt að Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, og banda- menn hans fallist á að afsala sér völdunum. Miller telur að rússnesk stjórnvöld séu nógu áhrifamikil í grannríkinu til að koma Lúkasjenkó frá völdum en efast um að Kreml- verjar telji það svara kostnaði. Þótt flokkur Pútíns, Sameinað Rússland, virðist hafa tapað fylgi vegna versnandi lífskjara Rússa á síðustu árum er hann enn nógu öfl- ugur á þinginu til að breyta stjórnar- skránni og tryggja að Pútín verði við völd eftir að kjörtímabilinu lýkur. Flokkurinn gæti til að mynda af- numið stjórnarskrárákvæðið um að forsetinn geti aðeins gegnt embætt- inu í tvö kjörtímabil í röð. Rússneski blaðamaðurinn Leoníd Bershídskí segir í grein á fréttavef Bloomberg að stjórnarflokkurinn geti breytt stjórnarskránni til að gera Pútín að forseta til æviloka en hann hafi ítrekað hafnað þeim möguleika. Brýnna að verja meirihlutann Chris Miller segir í Foreign Policy að umræðan í Rússlandi um hvað Pútín eigi að gera 2024 sé orðin svo mikil að svo virðist sem allir stjórn- málamenn landsins hafi látið skoðun sína á málinu í ljós. „Það er að segja allir nema Pútín sjálfur. Ef til vill er hann að bíða eftir tækifæri til að til- kynna framtíðaráform sín. Eða kannski veit hann ekki hvað hann eigi að gera.“ Segja má að það sé ekki nema von að forsetinn hafi ekki tilkynnt áform sín því að fimm ár eru til stefnu. Tal- ið er að brýnna sé fyrir Pútín að tryggja að flokkur hans haldi mikl- um meirihluta sínum í dúmunni, neðri deild þingsins, í kosningum ár- ið 2021. Hermt er að Kremlverjar séu að íhuga þann möguleika að breyta kosningalögunum með það fyrir augum að auðvelda flokknum að halda meirihlutanum þrátt fyrir fylgistap, m.a. til að hann geti breytt stjórnarskránni eftir kosningarnar og tryggt að Pútín verði áfram við völd. Pútín leiðtogi Rússa til æviloka?  Umræða í Rússlandi um hvernig Pútín geti haldið völdunum þegar kjörtímabili hans lýkur  Samkvæmt stjórnarskránni getur hann ekki gegnt forsetaembættinu lengur en í tvö kjörtímabil í röð Fæddist 1952 í Leníngrad (nú Pétursborg) Vladimír Pútín Ljósmynd: AFP Forseti Forsætisráðherra 18. mars 2018 Á 2 dætur, fráskilinn frá 2013 Hrun Sovétríkjanna 1996 1998 1999 Varð yfirmaður FSB (áður KGB) 2000 2004 Dró úr áhrifum olígarka, fámenns hóps auðkýfinga Greip til aðgerða gegn óháðum sjónvarpsstöðvum 2008 2012 2014 Hernaðaríhlutun í Sýrlandi til stuðnings stjórn landsins Endurkjörinn forseti Kjörinn forseti á ný Krímskagi innlimaður í Rússland. Sendi hermenn til Úkraínu 1975 -1990 Frá 2015 1990 -91 Njósnari KGB Varð forsætisráðherra í forsetatíð Borís Jeltsíns Hóf hernað gegn uppreisnar- mönnum í Tétsníu 1. október Kjörinn forseti Hóf störf í Kreml Endurkjörinn forseti 20. júlí 2019 Stjórnarandstæðingar hófu götumótmæli til að krefjast lýðræðislegra kosninga Stjórnvöld í Kreml sökuð um íhlutun í forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 2017 Gat ekki verið forseti lengur en í tvö kjörtímabil í röð. Varð þá forsætisráðherra og Dmitrí Medvedev varð forseti Rúmlega 330 gíslar létu lífið í árás öryggissveita í skóla í N-Ossetíu til að binda enda á umsátur Þaulsætnir leiðtogar » Vladimír Pútín hefur verið við völd í tvo áratugi en er langt frá því að slá met Fídels Castros sem var leiðtogi Kúbu í 49 ár eftir byltinguna þar. » Chiang Kai-shek, fyrsti for- seti Taívans, gegndi embætt- inu í 47 ár þar til hann lést 1975. » Kim Il-sung, einræðisherra Norður-Kóreu, stjórnaði land- inu í 46 ár þar til hann dó. Hann er enn dýrkaður sem „ei- lífðarleiðtogi“ einræðisríkisins. » Muammar Gaddafi var ein- ræðisherra Líbýu í tæp 42 ár en líflátinn skömmu eftir að honum var steypt af stóli árið 2011 þegar arabíska vorið svo- nefnda var í hámarki. » Teodoro Obiang Nguema, forseti Miðbaugs-Gíneu, hefur setið lengst allra núverandi leiðtoga. Hann hefur verið við völd í 40 ár, eða frá valdaráni 1979.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.