Morgunblaðið - 09.08.2019, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.08.2019, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Minn kæri vinur, Hörður Guðmunds- son smiður, hefur kvatt þennan heim. Ég minnist hans með mikilli hlýju og þakklæti. Það voru góðir tímar þegar ég leigði á Holtsgötunni í Hafnar- firði hjá Herði og Jóhönnu fyrir 40 árum og síðan hefur haldist gott vinasamband. Hörður var eins og Björn í Brekkukoti, alltaf sama lága leig- an sem breyttist ekki þótt dýrtíð geisaði í landinu. Það var mánaðarleg hátíð og skemmtileg stund þegar ég borg- aði húsaleiguna. Hörður fór þá upp á háaloftið og sótti fjórar litlar dósir af öli og meðan við drukkum húsaleiguöl- ið sögðum við hvor öðrum sögur og nutum samverunnar. Ég bjó á neðri hæðinni í húsinu og þar var stór gluggi út í garð- inn. Hörður hugsaði vel um leigj- andann og oft var eitthvert góð- gæti í gluggakistunni þegar ég vaknaði. Það var alltaf jafn gaman að heimsækja Hörð á efri hæðinni og skoða málverkin á veggjunum sem voru eftir þekkta íslenska listamenn. Hörður og Jóhanna sýndu mér þann heiður að koma í stórafmæli mitt árið 2014 og þar léku þau hjónin á als oddi eins og venju- lega. Síðustu árin hef ég sent Herði jólasöguna mína sem oft var myndskreytt ferðasaga sem Gunnlaugur sonur hans breytti í fallega bók. Þetta kunni Hörður vel að meta og eftir jólin áttum alltaf ánægjulegt spjall um söguna og sagnfræðileg atriði. Ég þakka Herði fyrir margar ánægjustundir og það var mikil gæfa að fá að kynnast þessum mæta manni. Ellert Ólafsson. „Ég sentist með vörur í hús á hjóli með grind framan á og þar var smjörlíkiskassi. Seinna varð Hörður Guðmundsson ✝ Hörður Guð-mundsson fæddist 16. febrúar 1929. Hann lést 26. júlí 2019. Útför Harðar fór fram 8. ágúst 2019. ég sendisveinn í Stebbabúð sem var miklu meiri búð og var þá þar sem safn- aðarheimili Frí- kirkjunnar er núna, þar niðri. Þá var eldaður matur þar og ráðskonan hét Jóna Hjartar. Mað- ur fór alltaf með soðin svið á spítal- ann, hálfan kjamma. Þá voru sjúklingarnar eitthvað að bæta sér matinn á spítalanum. Það var bara hringt og pantað. Ég var eiginlega pitsusendill þess tíma. Svo var ég líka í Stebbabúð þegar hún hafði verið flutt niður á Strandgötu, þar sem Geiri Jóels var síðar. Við fórum og sóttum kjöt í Íshúsið á hjóli eftir Suðurgötunni. Þá var engin Fjarðargata þar sem nú er Dröfn og það. Þar voru bara klettar. Þannig að það varð að fara Ill- ubrekkuna. Það var oft erfitt að fara þar niður með fjóra eða fimm kjötskrokka. Þá þurfti mað- ur að sitja á gjörðinni fyrir aftan hnakkinn til að hjólið færi ekki framyfir sig.“ Svona lýsir Hörður vinur minn broti úr æsku sinni í Hafnarfirði en ég var svo lánsamur síðustu misseri að hann leyfði mér að sitja hjá sér í stofunni á Holtsgöt- unni með upptökutæki þar sem hann rakti eftirminnileg atvik úr viðburðaríkri ævi sinni. Ég átti alls ekki von á því að komið væri að lokum þegar við kvöddumst eftir síðustu upptökuna sem ég á til en þá höfðu örlaganornirnar sent mig í vinnu vestur á Pat- reksfjörð og ekkert varð úr því að við kveiktum aftur á upptöku- tækinu þótt við hittumst aftur. Til dæmis var með afbrigðum gestkvæmt á heimili þeirra Jó- hönnu og ekki alltaf hægt að stóla á að fá ró og næði til þess að taka upp samtöl. Hörður var mikill sagnabrunn- ur og hafði gaman af því að segja sögur og mikið óskaplega hafði ég gaman af þessum samveru- stundum okkar. Hann var ein- staklega ljúfur og góður drengur en hreinn og beinn og ekkert að skafa utan af því við menn ef hon- um þótti þurfa. Margar sögurnar, sem hann sagði mér og eru nú til í framangreindu handriti, eru ekki sérlega vel til þess fallnar að birta í minningargrein um karl- inn en það er fútt í þeim. Hörður dró ekkert undan og hikaði ekki við að taka á sig þær sakir sem hann sjálfur átti. Hörður var mér dýrmætur samferðamaður nú síðari árin meðan ég starfaði fyrir Fríkirkj- una í Hafnarfirði, þ.a. fimm ár sem formaður safnaðarstjórnar. Hann var þá kirkjuvörður og alla tíð gaf hann söfnuðinum alla sína vinnu sem hófst með því reyndar að hann var að lagfæra ýmislegt í kirkjunni og hann smíðaði nýjar hurðir í aðaldyr hennar þegar hann var um tví- tugt og þá við nám í húsgagna- smíði við trésmiðjuna Dverg. Hörður náði einstöku sambandi við kirkjugesti og þá ekki síst við börnin í sunnudagaskólanum. Ég held að þau telji hann með öfum sínum, öll með tölu. Söfnuðurinn stendur í ævar- andi þakkarskuld við þau sæmd- arhjón fyrir þann ómetanlega skerf sem þau lögðu honum til með óeigingjörnu framlagi sínu um áratugaskeið, ósérhlífni og fórnfýsi sem á sér fáar hliðstæð- ur. Einlægar samúðarkveðjur sendi ég Jóhönnu og fjölskyld- unni allri frá okkur Ellý með þökk fyrir allar góðu stundirnar. Jóhann Guðni Reynisson. Þá er komið að kveðjustund. Hörður „kirkjuvörður“ hefur kvatt þetta jarðlíf, sæll lífdaga. Fríkirkjan í Hafnarfirði naut óbilandi áhuga og krafta Harðar Guðmundssonar í áratugi. Í Frí- kirkjunni var Hörður miklu meira en kirkjuvörður sem mætti og stóð í dyrunum með sinn breiða og hlýja faðm í nánast öll- um kirkjulegum athöfnum. Jafnt þegar börn voru skírð, brúðhjón gefin saman. Eins við fermingar og útfarir. Svo ekki sé talað um sunnudagaskólann, sem Hörður kallaði ævinlega barnamessurnar og síðan allt almenna helgihaldið. Ekki hef ég hugmynd um það hvenær Hörður byrjaði að standa í dyrunum og taka á móti kirkju- gestum, en það var fyrir löngu þegar söfnuðurinn var mun minni en hann er í dag. Presturinn þá í hlutastarfi og kom með Hafnar- fjarðarvagninum til að messa og jarða fólk. Hörður hafði gaman af því að því að rifja upp í stólnum sínum heima á Holtsgötunni þessa tíma. Reyndar margt fleira, sögur af mannlífi fyrr og nú í Hafnarfirði. Frásögnin eðli- leg, sönn og ekkert óþarfa skraut eða upphafning. Slíkt var ekki stíll Harðar né Jóu sem gjarnan tók þátt í samræðunum. Með fullri vinnu sinni sem tré- smiður hjá Dvergi í Hafnarfirði átti Hörður alltaf pláss fyrir sjálf- boðastarfið í Fríkirkjunni. Í smíðunum úti um allan bæ og í kirkjunni kynntist hann fjöldan- um af fólki á öllum aldri. Sóttist ekki síst eftir samvistum við börn og ungmenni. Hörður naut þess að vera innan um annað fólk og ekki síður Jóa. Heimili þeirra líktist stundum umferðarmiðstöð í það minnsta seinni árin og kannski var það alltaf svo. Vinir og frændfólk komu og fóru. Allir velkomnir, alltaf. Og fjölskylda Harðar sérlega samhent, svo eft- ir er tekið. Trygglyndi og trúfesta var Herði eðlislæg, en hann var ekki endilega jámaður í einu og öllu. Hafði skoðanir og lét þær uppi með sínum hætti. Sérstaklega hafði hann áhuga á öllu sem sneri að sjálfri kirkjunni, viðhaldi hennar og virðingu. En hann gat líka haft skoðanir á sálmavali eða inntaki í predikunum. Allt í mestu góðsemd, og stutt í brosið breiða. Hörður naut þess í dyrum kirkjunnar að sjá söfnuðinn stækka með árunum og gaf sér alltaf tíma fyrir góðar kveðjur og hlýjan faðm. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd safnaðarstjórnar Fríkirkjusafnaðarins í Hafnar- firði þakka Herði Guðmundssyni trúmennsku og óeigingjarnt starf í þágu kirkjunnar og samfélags hennar í allri sinni mynd. Einar Sveinbjörnsson. Í dag kveð ég kæra vinkonu, Haf- dísi Hannesdóttur, með þakklæti og söknuði eftir áratuga vináttu. Samfylgd okkar varð löng. Við áttum heima í sömu götu sem stelpur en kynntumst ekki fyrr en á unglingsárum gegnum KFUK og KSS. Við unnum saman í Vatnaskógi ásamt Þór- dísi Ágústsdóttur og þar bund- umst við vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað. Hafdís var mjög dugleg og ósérhlífin, vann öll störf sín af strakri prýði. Hún bar ábyrgð á þrifum í gamla skála og lagði metnað sinn í að halda honum hreinum. Sagt var að gamli skáli hefði aldrei verið jafn vel þrifinn og þessi sumur og gólfin stífbónuð. Hafdís var mikil félagsvera og tók þátt í ýmiss konar fé- lagsstarfi. Hún var sveitarstjóri í yngri deild KFUK á Amt- mannsstíg á sunnudögum og unglingadeild á fimmtudags- kvöldum með Kristínu Guð- mundsdóttur og Kristínu Jó- hannesdóttur. Hún var í stjórn KSS í tvö eða þrjú ár og kom þar mörgu góðu til leiðar með skipulagshæfileikum sínum. Einhverju sinni fannst móður hennar nóg um allt þetta fé- lagsstarf og spurði hvort hún væri flutt á Amtmannsstíginn. 23 ára flutti Hafdís til Noregs og hóf nám í félagsráðgjöf við Diakonhöyskolen í Osló. Einu ári seinna hóf ég nám í Osló og þá var gott að eiga vinkonu að sem tók á móti manni og miðl- aði af reynslu sinni. Við gerðum margt skemmtilegt, fórum á skíði í Normarka og nutum lífs- ins. Hvað við gátum talað, hlustað og hlegið saman! Á þessum ár- um fór MS-sjúkdómurinn virki- lega að láta á sér kræla. Eitt sinn kom Hafdís til mín og sagði að hún yrði að segja mér dálítið. Hún var að koma frá lækni og fékk að vita að hún væri með MS en hún vildi ekki að fleiri fréttu það í bili. Á þessum tíma vissi ég ekkert hvað MS var en árin hafa síðan kennt mér mikið um hann og ekki síst Hafdís sjálf og hvernig hún tókst á við MS-púkann. Hún var ótrúlega sterk, hug- rökk, útsjónarsöm og yfirleitt skrefinu á undan í baráttunni hvað gera ætti næst og ekki gafst hún upp fyrr en í fulla hnefana með sinni stóísku ró og jafnargeði með Guðs hjálp. Eftir að Hafdís flutti aftur heim urðu samskipti okkar meiri og um tíma vorum við aft- ur nágrannar og þá var gott að skjótast í heimsókn og spjalla saman. Einn af hæfileikum Haf- dísar var hve gott hún átti með að hlusta á aðra og setja sig í spor annarra. Hún var vitur kona, ráðagóð og gat metið hlut- ina út frá staðreyndum án þess að blanda saman persónulegum málum og tilfinningum. Hún var virk í félagsstarfi KFUK og KFUM og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hún var í stjórn Landssam- bands KFUM og KFUK og samstjórn KFUK og KFUM í Reykjavík kringum 1995. Félag- ið er afar þakklátt fyrir allt framlag Hafdísar gegnum árin. Hún sótti aðaldeildarfundi KFUK mörg undanfarin ár, naut þess að koma og vera með í samfélaginu. Hafdís Hannesdóttir ✝ Hafdís Hann-esdóttir fædd- ist 19. febrúar 1950. Hún lést 24. júlí 2019. Útför Hafdísar fór fram 2. ágúst 2019. Hún var mikill aðdáandi Karlakórs KFUM og hafði mikla ánægju af söng þeirra. Hún átti einnig samfélag í litlum kristniboðs- hópi. Miðvikudagar voru heimsóknar- dagar mínir til Haf- dísar og áttum við góðar stundir. Þær verða ekki fleiri. Ég kveð kæra vinkonu í Jesú nafni og bið Guð að blessa minningu hennar og votta fjölskyldunni einlæga samúð. Kristín Sverrisdóttir. Leiðir okkar Hafdísar Hannesdóttur lágu saman í Osló veturinn 1974-1975. Þar stund- aði Hafdís nám í félagsráðgjöf og ég hafði þar vetursetu ásamt tveimur börnum og eiginmanni sem lagði stund á framhalds- nám. Eitthvað þótti mér ég félagslega einangruð við þessar aðstæður og fannst því gott að eiga þess kost að hitta af og til íslenska námsmenn og ekki síst verðandi félagsráðgjafa eins og Hafdísi. Á þessum tíma voru örfáir félagsráðgjafar starfandi á Íslandi og mikil eftirspurn eft- ir menntuðum félagsráðgjöfum. Íslenskir námsmenn sem völdu sér þessa námsgrein þurftu að sækja sér menntun út fyrir landsteinana. Mjög margir lögðu leið sína til Noregs, meðal annars Oslóar. Góðu heilli var Hafdís ein þeirra. Mér leist strax vel á þessa ungu hæglátu og brosmildu stúlku og okkur varð vel til vina. Það stóð heldur ekki á því að hún byði fram að- stoð sína við að gæta barnanna minna þegar ég þurfti að bregða mér af bæ. Þau löðuðust líka að henni enda var hún bæði hlý og barngóð. Þessi vetur innsiglaði vináttu okkar og gagnkvæma virðingu. Nokkrum árum síðar áttum við góða og áralanga samleið í vinnu við málaflokk sem var okkur báðum hugleik- inn, það er málefni fólks með fötlun. Hafdís var ein fárra fé- lagsráðgjafa sem völdu sér þetta sérsvið. Hún helgaði þess- um málaflokki starfskrafta sína allan starfsferil sinn og vann þar mörgum gagn, einkum börnum. Hvar sem ég var að störfum á þessum tíma var gott að vita af og geta leitað til Haf- dísar með flókin félagsleg úr- lausnarefni fyrir börn með fötl- un og fjölskyldur þeirra. Það var því mikil eftirsjá að Hafdísi og starfi hennar þegar hún allt- of snemma þurfti að láta af störfum vegna vanheilsu. En það verður að segja að Hafdís stóð meðan stætt var. Ef ég ætti að lýsa lyndiseinkunnum Hafdísar með fáum orðum eru það orðin seigla, þrautseigja og æðruleysi sem fyrst koma upp í hugann. Margir og ef til vill flestir myndu halda því fram að Haf- dísi hafi verið búin þungbær ör- lög með vanheilsu og fötlun. En hún Hafdís lifði með reisn og æðruleysið að vopni. Í síðasta skipti sem ég hitti hana á heim- ili hennar í Sjálfsbjargarhúsinu sagði hún mér hversu þakklát hún væri fyrir það góða fólk, ekki síst æskuvinkonurnar, sem slógu um hana skjaldborg þegar með þurfti og stóðu vaktina til enda. Hvað er lífshamingja ef það er ekki að eiga kærleiks- ríka, einlæga vináttu og tryggð nánasta samferðafólks og geta litið sáttur um öxl við leiðarlok? Blessað sé líf og minning Haf- dísar Hannesdóttur félagsráð- gjafa. Lára Björnsdóttir. Nú er slokknað á lífsljósinu hennar Hafdísar minnar. Þrátt fyrir næðinginn frá veikindum og mótlæti var log- inn alltaf nógu skær til að lýsa henni og öðrum. Hún var ljóssins barn. Trúði á Guð og hann var leiðtogi lífs hennar. Ung tileinkaði hún sér þessi orð Jesú: „Ég er ljós heimsins, sá sem trúir á mig mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ Með okkur tókst dýrmæt vin- átta, sem hefur haft mótandi áhrif á líf mitt. Fljótt kom í ljós hvaða mann hún hafði að geyma. Þarna fór ung stúlka, gædd góðum gáfum og hugrekki, sem hafði þegar mótað sér ákveðnar skoðanir: „Allir skyldu hafa jafnan rétt.“ Í boðskap Jesú Krists fann hún þeim samhljóm og farveg fyrir því sem hún vildi mennta sig í og berjast fyrir. Hafdís var mjög virk fé- lagslega og sat í ýmsum nefnd- um og ráðum til að fylgja eftir hugsjón sinni. Hún var eftirsótt og mikils metin hvert sem hún fór. Enda eignaðist hún marga vini á lífsleiðinni. Vinum og samstarfsfólki var hún mikil og góð fyrirmynd. Hún var mikill bókaormur og áttu nokkrar Uglur samastað á heimili hennar, enda vel við hæfi. Að loknu námi og vinnu í Noregi flyst Hafdís til Íslands um sama leyti og við Kolli frá námsdvöl í Bandaríkjunum. Sjúkdómurinn sagði til sín og Hafdís áleit best að vera nærri fjölskyldunni í glímunni við hann. Við vorum fljótar að taka upp þráðinn, ég ófrísk að fyrsta barni af fjórum, sem Hafdís reyndist síðan ótrúlega vel og eiga þau dýrmætar minningar um hana, þar sem hún var þeim bæði leiðbeinandi og vinur. Sama má segja um þrjú börn Doddýjar systur. Hún var ómissandi þáttur í lífi þeirra og þau hennar. Enda kölluðum við okkur systur sameinaðar af börnunum sjö sem deildu með sér bestu frænku í heimi. Ég fylgdist með þessari já- kvæðu heilbrigðu vinkonu minni heyja hverja baráttuna af ann- arri við MS-púkann, alltaf skrefi á undan honum, alltaf undirbúin fyrir næsta áfall, þótt stundum kæmi hann aftan að henni og hún yrði að aflýsa hinu og þessu sem til stóð að taka þátt í. Þá gat hún oft slegið á létta strengi og haft þannig yfirburði gagnvart veikindunum, sem léku hana svo oft grátt. Svo framarlega sem hún var ekki í MS-kasti, þá oftast rúmliggj- andi, gat ekkert stoppað hana og við hin horfðum á af undrun og aðdáun. Hækjur, hjólastóll, Hafdís undir stýri og að endingu Ferðaþjónusta fatlaðra gerðu henni kleift að komast ferða sinna. Ekki má gleyma Guðrúnu móður hennar, sem var henni ómetanleg hjálparhella og létti henni lífið með kærleiksríkri þjónustu sinni. Hafdís var félagsráðgjafi af lífi og sál, enda farsæl sem slík. Árið 2007 urðu straumhvörf í lífi Hafdísar. MS-sjúkdómurinn hafði sannarlega tekið sinn toll, en þá fær hún bráðahvítblæði og var vart hugað líf. Þá myndaðist í kringum hana vinkvennahópur, sem skipti með sér yfirsetu á gjörgæslunni, og síðar, eftir að hún flyst á Sjálfsbjargarheim- ilið, áttu þær hver sinn heim- sóknardag. Hún gat aldrei neytt fæðu upp frá þessu áfalli. Í staðinn fyrir að bugast tók hún þá af- stöðu til matar að njóta ilmsins og ekki spillti ef hann var fal- lega borinn fram. Hún sótti tryggilega þriðju- Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, ÞÓRU VALGERÐAR ANTONSDÓTTUR. Friðþjófur Sigurðsson Ólafur Þór Ólafsson og fjölskyldur Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, RAGNARS STEFÁNS MAGNÚSSONAR, Breiðvangi 22, Hafnarfirði. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Vífilsstaðaspítala fyrir umönnun og einstaka hjartahlýju. Guðlaug Pálsdóttir Wíum Magnús Páll Ragnarsson Þórunn Þorleifsdóttir Sigrún Ragnarsdóttir Elín G. Magnúsdóttir Þuríður Magnúsdóttir Jakob Fannar Árnason Atli Bent Þorsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.