Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 53

Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 53
dagsfundi Ad KFUK og tók virkan þátt í þeim. Í þessu samfélagi naut hún fyrirbæna þeirra, sem ásamt umhyggju vina og vandamanna gáfu stýfðum vængjum hennar byr. Ég minnist elsku Hafdísar minnar full þakklætis. Hvíli hún í friði. Meira: Meira: mbl.is/minningar Þórdís Klara Ágústsdóttir. Kveðja frá Skógarmönnum KFUM Hafdís Hannesdóttir starfaði við eldun og þrif í Vatnaskógi í ein fimm sumur, frá 1968 til 7́2, undir stjórn Kristínar Guð- mundsdóttur, Stínu ráðskonu. Hafdís var dugnaðarforkur sem vann verk sín vel enda í miklu uppáhaldi hjá Stínu. Hún var natin í samskiptum sínum við drengina og margir hafa örugg- lega séð í henni mömmu eða stóru systur. Árið 1968 var eldhús og mötuneyti flutt úr gamla skála og í nýbyggðan matskálann. Hafdís upplifði því tímana tvenna í þeim efnum. Hún kynntist vel smiðunum Guð- bjarti Andréssyni og Leifi Hjör- leifssyni og hélst kunningsskap- ur þeirra eftir það, að ekki sé minnst á þá vini og vinkonur sem Hafdís eignaðist í hópi starfsfólksins. Síðar kom Hafdís oft í Skóg- inn á mót og aðra viðburði og spurði gjarnan frétta af starfinu þegar við hittumst á viðburðum á vegum KFUM og KFUK. Það var augljóst að Hafdísi þótti vænt um Vatnaskóg. Skógar- mönnum þótti líka vænt um Hafdísi og það sem hún gerði fyrir starfið þar. Blessuð sé minning góðrar konu. F.h. Skógarmanna KFUM, Ársæll Aðalbergsson og Ólafur Sverrisson. Baráttuglaða bjartsýniskonan Hafdís Hannesdóttir er horfin af heimi inn í sólskinsbjart sum- arið eftir langa og erfiða bar- áttu við þann skæða sjúkdóm MS. Erfiða sagði ég og það var hún vissulega en hún var alltaf glöð og hress í máli og sagðist bara segja allt ágætt í síðasta samtali okkar síðvetrar. Þar vék hún enn einu sinni að þeirri nauðsyn að skrá ævisögu Ólafar Ríkarðsdóttur og ég þar hjartanlega sammála og vona enn að af verði. Hún vék líka að flokknum okkar, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, og vonaði að vel færi, þó að ekki væri hún yf- ir sig hrifin af samferðaliðinu í ríkisstjórn. Hafdísi kynntist ég sérstak- lega vel sem stjórnarmanni í Öryrkjabandalagi Íslands, en þar var hún lengi í fram- kvæmdastjórn og alltaf jafn til- lögugóð og raunsæ og vildi veg þeirra lakast settu sem allra beztan, enda í góðu samræmi við hina róttæku vinstristefnu sem hún aðhylltist og þar voru það ekki orðin ein sem skiptu máli þó að ágæt væru, gjörðir skiptu meginmáli hjá henni Haf- dísi. Og í öllum sínum verkum sýndi hún sömu kostgæfnina og elskusemina við þá sem þjóna skyldi eða berjast fyrir. Hafdís var trúmanneskja af beztu sort og átti ekki í vand- ræðum með að samræma vel lífsskoðanir sínar í þjóðfélags- málum sem og trúmálum. Það var mannbætandi að kynnast jafn vandaðri og vel gjörðri manneskju og hún Haf- dís var. Hún er kvödd í miklu þakk- læti fyrir kynninguna og ekki síður fyrir störf sín öll, lífsskoð- anir og hugsjónasýn. Blessuð sé björt minning Hafdísar Hannes- dóttur. Helgi Seljan. MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Kynni okkar við Sigurð Magnason hófust í lok grunn- skóla og byrjun menntaskóla og héldust eftir að við fórum utan til náms. Siggi bar af í svo mörgu. Auk góðra námshæfileika og tónlistar- gáfu var hann óvenjudjúpt þenkj- andi og leitandi unglingur og kynnti m.a. fyrir vinum sínum rót- tæka strauma og stefnur í stjórn- málum og lífsspeki, svo sem um hollt mataræði og myndræna námstækni sem við höfum búið að síðan. Þá eru fjallgöngur með Sigga minnisstæðar. Síðast en ekki síst var Siggi drengur góður og skemmtilegur; sannur vinur. Leiðir skildi aldrei þó að ýmsar aðstæður hafi tak- markað samgang okkar á milli síðustu árin eins og gengur og gerist. Eftir að Siggi skráði sig á fasbók hófum við þrír að endur- nýja kynnin og ætluðum m.a. að hittast daginn eftir að hjarta hans gaf sig. Sakir forystuhæfileika, gáfna og ekki síst ljúfmannlegrar fram- komu var Siggi vinsæll og vin- margur. Siggi varð fljótt leiðtogi í fleiri en einum hópi eins og sjá má af myndum og minningum sem birst hafa síðan sú harmafregn barst að vinur okkar væri látinn, aðeins fimmtugur að aldri. Blessuð sé minning Sigurðar Magnasonar. Guð geymi dætur hans og fjölskyldu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Gísli Tryggvason Guðbjörn Sverrir Hreinsson. Kveðja frá félögum í sérnámi heimilislækninga á Íslandi Við viljum skrifa nokkur orð til að þakka Sigurði fyrir samfylgd í námi og starfi undanfarin þrjú ár. Náminu fylgja samverustundir í kennslu og námsferðum sem efla Sigurður Magnason ✝ SigurðurMagnason fæddist 1. maí 1969. Hann lést 21. júlí 2019. Útför Sigurðar fór fram 8. ágúst 2019. kynni sérnáms- lækna innbyrðis og byggja vináttu- tengsl. Oft kom fram í samveru okkar og ferðalögum hvað Sigurður var stoltur af dætrum sínum tveimur og bar hag þeirra fyrir brjósti. Einnig greindi mað- ur einstaka um- hyggju hans fyrir sjúklingum sínum og velferð þeirra. Við vissum ekki öll af hug- sjónastarfi hans í þágu ungra fíkla og aðstandenda þeirra, sem lýsir því hve hógvær maður Sigurður var. Sérnámslæknar skipta með sér að skipuleggja kennslu um valin efni, þegar kom að Sigurði vakti athygli hve mikla vinnu hann hafði lagt í undirbúning og skipulag. Mikill missir er að góðum lækni og kollega úr hópi okkar. Við sendum fjölskyldunni allri sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd kennara og sér- námslækna í heimilislækningum, Þuríður Eiríksdóttir og Lilja Sigrún Jónsdóttir. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn, og dregur andann djúpt og rótt, um draumabláa júlínótt. Nú sefur allt svo vel og vært, sem var í dagsins stríði sært, og jafnvel blóm með brunasár þau brosa í svefni gegnum tár. Og sá sem alla yfirgaf, fór einn um fjöll með mal og staf, hann teygar svefnsins svölu veig, og sál hans verður ung og fleyg. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Við í Foreldrahúsi – Vímulausri æsku kynntumst Sigurði Magna- syni lækni fyrst fyrir tveimur ár- um. Hann kom til okkar með ein- lægan áhuga fyrir því að sporna við vímuefnaneyslu ungs fólks jafnframt því að fræða og upplýsa foreldra og fagfólk um forvarnir. Undirrituð hitti Sigurð fyrst á fundi þar sem hann hafði safnað saman fólki úr ýmsum áttum, úr félagasamtökum, frá opinberum stofnunum og áhugafólki sem vinnur að forvörnum. Hann vildi ná til sem flestra sem unnið gætu saman að átaki gegn þeirri vímu- efnavá sem steðjar að unga fólk- inu okkar. Okkur í Foreldrahúsi – Vímulausri æsku fannst mikill fengur í því að fá Sigurð inn í stjórn félagasamtakanna fyrir ári. Hann var með metnaðarfullar hugmyndir um hvernig hægt væri að vekja foreldra til vitundar um vímuefnaneyslu ungs fólks og varði miklu af frítíma sínum í mál- efnið. Hann var meðal annars einn af stofnendum Allsgáðrar æsku, félagsskapar sem staðið hefur fyr- ir málfundum um forvarnir sem og að vekja máls á vímuefnavanda ungs fólks. Við kveðjum vandað- an, góðan og traustan félaga úr stjórninni, hans verður sárt sakn- að. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til dætra hans, foreldra, bróður og annarra ætt- ingja, með kærri þökk fyrir góða viðkynningu og samfylgdina. Fyrir hönd stjórnar og starfs- fólks Foreldrahúss, Berglind Gunnarsdóttir Strandberg. Mér var brugðið þegar ég las dánartilkynningu um andlát Sig- urðar Magnasonar læknis. Og svo var um fleiri. Ég var lánsöm að koma að því að leiðbeina Sigurði í meistara- námi við læknadeild Háskóla Ís- lands. Hann ákvað þegar hann var kominn vel á veg í læknanámi að taka sér hlé til þessa að stunda rannsóknir. Hann réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Sigurður rannsakaði á framsæjan hátt sýk- ingar á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut. Það vita þeir sem fengist hafa við rannsóknir að framsýnar rannsóknir krefjast ómældrar vinnu og samfelldrar viðveru. Þannig vann hann verk- efnið af djúpri samviskusemi og metnaði. Samstarfsfólk sitt nálg- aðist hann á sinn mjúka og kurt- eisa hátt. Það eru hvetjandi forréttindi allra kennara, þar á meðal há- skólakennara, að vinna með ung- um og efnilegum nemum. Mis- jafnt hlýtur alltaf að vera hve náin samvinnan verður. Umræður okkar Sigurðar snerust um lífið sjálft, hann var viðkvæm sál, sem öllum vildi vel. Er náminu lauk fylgdist ég með honum úr fjar- lægð. Hann vann og var í námi bæði úti á landi og erlendis. Hann eignaðist elskulega eiginkonu og tvær dætur. Ég hitti hann síðast í byrjun sumars. Sigurður var þá glaður og fullur eftirvæntingar að ljúka sér- fræðinámi í heimilislækningum á deildum Landspítalans. Hann sagði mér að hann ætlaði að ein- beita sér í sérnáminu að öldruðum og hvernig hægt væri að styðja þá sem best heimavið. Áður hafði Sigurður lokið sérnámi í barna- lækningum. Af námsvali hans verður ljós þrá hans til þess að afla sér þekkingar á því að sinna þeim sem minnst mega sín, mann- eskjum við upphaf lífs og lok. Þá má ekki fara fram hjá neinum ötulleg barátta hans í þágu ungra vímuefnaneytenda og fjölskyldna þeirra – þar er sá hinn þriðji hópur, sem einna minnst má sín í samfélaginu. Það eru forréttindi að hafa kynnst Sigurði Magnasyni og eiga hann að samverkamanni um hríð. Ég votta ástvinum hans öllum mína dýpstu samúð. Helga Erlendsdóttir. Við kveðjum þig vinur og minn- umst okkar góða samstarfs á Heilsugæslu Hlíða. Hugur okkar er hjá þínum nán- ustu sem eiga um sárt að binda. Í hjarta þínu bjó birta og kærleikur og geð til góðs. Enginn gekk frá þínum fundi án virðingar og hlýju. Í dagsins önnum og erli getur hvert orð skipt sköpum og það er dýrmæt gjöf að geta fundið til með öðrum. Huggað og hughreyst og hlustað eins og þér var svo eðl- islægt. Gleði og sorg eru systur en í dimmunni býr ljós þótt tíminn togi í þrek okkar og trú. Við ást- vinamissi er eins og lífsins logar lifi eina nótt. Megir þú hvíla í friði. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Benediktsson) Fyrir hönd okkar allra á Heilsugæslunni í Hlíðum færum við fjölskyldu þinni samúðar- kveðjur. Stefán Finnsson læknir. „Siggi kom í heimsókn, við fengum okkur te og spjölluðum lengi.“ Þannig hljómar dagbókar- færsla frá árunum í Menntaskól- anum á Akureyri. Þegar ég gekk inn í fyrsta tímann varð fyrir mér þessi hægláti drengur. Það var bjart yfir honum og úr bláum aug- um skein hlýja og einlægur áhugi á veröldinni. Við urðum bestu vin- ir og ég leit mjög upp til hans, mér fannst hann vera kominn mun lengra en ég á þroskabrautinni. Þessi vinskapur hélst alla tíð þó að lífið bæri okkur í ólíkar áttir. Allt lá vel við Sigga. „Andríkur atorkumaður“ segir í Carminu- grein hans og það eru svo sann- arlega orð að sönnu. Siggi tók þátt í leiklistarstarfi, lagði stund á ýmsar íþróttir, spilaði á kontra- bassa og píanó í alls konar hljóm- sveitum, gekk á fjöll löngu áður en það komst í tísku, léði útvarpinu sína þýðu rödd, var oftar en ekki með myndavél á lofti og hann stofnaði HÚMA – Félag húman- ista í MA. Ekki má heldur gleyma Félagi tedrykkjumanna (TEMA). Siggi var hvers manns hugljúfi og mikils metinn af félögum sínum. Þegar 30 ára júbílantar hittust í júní síðastliðnum var hann þar, sjálfum sér líkur, sýndi gömlum vinum áhuga og umhyggju í þessu faðmlagi minninga og gleði. Siggi hafði lifandi áhuga á póli- tík. Þannig fannst honum ófært annað en að leggja land undir fót þegar leiðtogafundurinn frægi fór fram í Höfða. Úr varð ógleyman- leg vegferð á bílnum hans þar sem við mændum á Höfða úr fjarlægð, dottuðum yfir endalausri rúss- neskri (og ótextaðri) kvikmynda- snilld í MÍR og í snjóbyl á heim- leiðinni hrópuðum við upp í vindinn. Full lífsgleði. Heimili Magna og Önnu Lilju, foreldra Sigga, stóð vinum hans alltaf opið. Þar krufðum við gátur heimsins, kveiktum á kertum, hlustuðum á djass, drukkum te og hlógum. Því Siggi var mikill húm- oristi og undir rólegu yfirbragð- inu bjó glettni og gleði. Hann sýndi öllum virðingu, alltaf. Siggi ákvað að leggja fyrir sig læknisfræði. Hann sérhæfði sig í barnalækningum og var að bæta við sig heimilislækningum þegar hann féll frá. Þegar ég varð móðir í fyrsta sinn og hafði áhyggjur af framtíðinni birtist Siggi á stofunni minni. Einhvern veginn hafði hann frétt af mér og gaf sér tíma frá skyldustörfum sínum á spítal- anum til að líta á dóttur mína. Settist svo á rúmstokkinn hjá mér og fullvissaði mig á sinn hægláta hátt um að allt yrði í lagi, við yrð- um í lagi. Lífið lék ekki alltaf við Sigga. Innra með honum sló þó alltaf hjarta hugsjónamannsins og síð- ustu misseri helgaði hann sig bar- áttunni gegn vímuefnanotkun barna. Því sinnti Siggi af sömu elju og áhuga og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Á sumardaginn fyrsta í apríl síðastliðnum átti Siggi erindi austur og leit til mín í heimsókn. Við gengum út í hið nýbyrjaða sumar og hann sagði mér m.a. frá dætrum sínum tveimur. Það duld- ist engum hversu stoltur hann var af þeim og hvað hann elskaði þær undurheitt. Þegar heim kom fengum við okkur te og spjölluðum lengi. Fjölskyldu og dætrum Sigga færi ég hlýjustu samúðarkveðjur. Megi birtan fylgja þér, góði og hlýi vinur. Nú er skarð fyrir skildi. Fyrir hönd MA-stúdenta 1989, Björg Björnsdóttir. Elsku pabbi kvaddi okkur í júl- ímánuði eftir stutt veikindi. Hann er farinn yfir í annan heim þar sem við munum öll sameinast aftur. Eftir standa góðar minningar og mun nærvera hans lifa hjarta okk- ar í öllu því sem við gerum. Hann var svo einstaklega góður og þolinmóður við börnin sín og var ég engin undantekning. Fyrsta barn foreldra minna og mikil pab- bastelpa. Ég elti pabba á röndum í öllu sem hann gerði, hlustaði og fékk að taka þátt. Sama gilti um barnabörnin, árið 1995 fæddist fyrsta barnabarnið og stækkaði hópurinn ört eftir það og eru þau Sigurður Sævar Ketilsson ✝ Sigurður Sæv-ar Ketilsson fæddist 28. maí 1944. Hann lést 29. júlí 2019. Útför Sigurðar fór fram 7. ágúst 2019. nú orðin þrettán. Alltaf gaman að fá að vera með afa sín- um að bralla við ein- hver verk. Pabbi var einstakur maður, vel gefinn í verki og viti, vinnusamur, þolin- móður, úrræðagóð- ur, hjartahlýr og með einstaklega góða nærveru. Það er ekki öllum gefið að geta gefið svona mikið af sér. Mamma og pabbi voru dugleg að ferðast. Farið var í útilegur um landið, náttúrunnar notið og farið í veiði. Pabbi var mikill náttúruunn- andi og hafði gaman af fuglum og fallegu landslagi. Þau keyptu sumarbústaðaland á Syðri-Reykj- um þar sem þau byggðu mynd- arlegan bústað frá grunni. Ég man eftir að hafa hjálpað við að grafa holurnar fyrir grunnstólp- ana, bera sperrur og timbur, mála, gróðursetja plöntur og allt annað sem fellur til við gerð á sumarhúsi. Margar góðar minn- ingar á ég frá þessum tíma. Pabbi var frumkvöðull og fékk margar viðskiptahugmyndir og varð ein þeirra að veruleika þegar hann og mamma stofnuðu verktakafyrirtækið Íssegl. Fyrir- tæki sem sérhæfði sig í verkefn- um fyrir álverið í Straumsvík. Byrjað var að hanna og sauma í bílskúrnum sem síðar vatt upp á sig og fleiri verkefni duttu inn. Þau festu í kjölfarið kaup á hús- næði á Stapahrauninu í Hafnar- firði og þar unnum við systkinin með skóla bæði við saumaskap og aðra vinnu tengda álverinu. Pabbi var kröfuharður í gæðamálum og var duglegur að finna lausnir á þeim vandamálum sem komu upp. Saman unnum við í fyrirtækinu og þess á milli ferðuðumst við saman, fórum í veiði, grilluðum, spiluðum og nutum nærveru hvert annars. Elsku pabbi sem gafst mér svo mikið fram á síðasta dag, það verður erfitt að halda áfram án þín og geta ekki leitað til þín í lif- anda lífi. Minningarnar lifa og veit ég nú með nærveru þinni í fimm- tíu ár hvernig þú myndir gera hlutina sem ég þarf ráð þín við. Ég mun leita í þær og finna huggun, ég mun geyma í hjarta mínu allt sem þú hefur gefið mér og fjöl- skyldu minni og þannig fæ ég að hafa þig lengur hjá mér. Elsku pabbi, ég elska þig af öllu hjarta, virði þig og dái. Megi Guð og engl- ar vaka yfir þér og vernda. Við munum alltaf vera saman í huga og hjarta. Þín Dagmar. Í dag fylgjum við kærum vini og ættingja, Sigurði Sævari Ketilssyni, sína síðustu ferð í þessu lífi. Sigurður, eða Diddi eins og föð- urfjölskyldan kallaði hann, Siggi eins og hann var nefndur af sinni fjölskyldu og vinnufélögum, var starfsmaður og síðar verktaki í ál- verinu eins og svo margir Hafn- firðingar. Hann var einn af þess- um sem gengu óhikandi til verka og leysti vel úr öllu. Glaðlegur og léttur í fasi. En umfram allt var Diddi fjölskyldu- maður, hann var heppinn að kynn- ast snemma sínum lífsförunaut Guðrúnu Hjálmarsdóttir og áttu þau hjón saman sex frábær börn en misstu það sjöunda andvana fætt. Diddi var mikill fjölskyldu- maður og alltaf að gera eitthvað með börnum sínum þegar við hitt- umst. Fjölskyldan stækkaði og barnabörnin komu í heiminn hvert af öðru, og Diddi brosti sínu breiðasta þegar hann var að segja okkur sögur af þeim. Ég minnist þess þegar þau hjón fóru að byggja sumarhús að Syðri-Reykjum, hverja helgi var brunað austur með fullan bíl af börnum og fulla kerru af efni. En líkt og með lífið, þegar loksins var kominn tími til að njóta erfiðis síns og húsið fullbyggt, gaf sig hitaveiturör og húsið gjöreyði- lagðist. En eins og alla dreymir um að loknu ævistarfi voru þau hjónin búin að minnka við sig og nú átti að njóta ævikvöldsins. En lífið er aldrei svo einfalt, illvígur sjúk- dómur barði að dyrum og gerði sig heimakominn í líkama Didda, baráttan var hörð og erfið og dauðinn sigraði að lokum. Nú eru þeir allir gengnir á braut synir Ásbjargar Unu og Ketils. Ólafur Þór, Björn Zoph- anías og Sigurður Sævar. Eftir lifa Jónína Ragnheiður og Halldór Frank sonur Ketils. En minningin lifir um ljúfa drengi sem þurftu að hafa fyrir sínu, og sögurnar lifa. Snorri Hafsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.