Morgunblaðið - 09.08.2019, Side 58
um sér. Hann vakti fyrst athygli
fyrir fagran söng í auglýsingu fyr-
ir veitingastaðinn Gló fyrir um
tveimur árum og svo aftur núna í
vor þegar hann bar sigur úr být-
um í Söngkeppni framhaldsskól-
anna. „Ég kom syngjandi út úr
mömmu minni, öskraði ekki held-
ur var fyrsti tóninn Mariah Ca-
rey,“ bætti Aaron hlæjandi við.
„Ég er rosalega þakklátur fyrir
tækifærið að fá að syngja þetta
lag,“ segir Aaron. „Pálmi hjá
StopWaitGo hafði samband við
mig og bauð mér að syngja lagið,“
segir Aaron en þetta er í raun
fyrsta lagið sem hann gefur út.
Hann segir frábært að það sé akk-
„Ég er tvítugur, hinsegin, ham-
ingjusamur strákur sem er r’n’b
söngvari,“ sagði Aaron þegar hann
var beðinn um að segja frá sjálf-
úrat þetta lag með þessa persónu-
legu hinsegin tengingu.
Það má segja að þessi nýja út-
gáfa sé algjörlega ný nálgun á
þessu lagi sem margir þekkja.
Lagið er upphaflega söngleikjalag
úr söngleiknum „La Cage aux
Folles“, síðan gerði Gloria Gaynor
þekkta diskóútgáfu af því á 9. ára-
tugnum. Það var svo 2001 að ís-
lensk útgáfa af laginu leit fyrst
dagsins ljós í flutningi Hafsteins
Þórólfssonar og svo gerði Páll
Óskar útgáfuna sem flestir þekkja
nokkrum árum síðar. En nú, árið
2019, hefur lagið algjörlega öðlast
nýtt líf í meðförum StopWaitGo
og Aarons.
Ný útgáfa af „Ég er
eins og ég er“
Í tilefni af 20 ára afmæli Hinsegin daga var ákveðið að gera nýja útgáfu
af laginu sem allir þekkja, „Ég er eins og ég er“. Það var Pálmi Ragnar
Ásgeirsson í StopWaitGo sem stýrði framleiðslunni á nýju útgáfunni og
fékk hann til liðs við sig söngvarann Aaron Ísak.
Framleiðandinn Pálmi
Ragnar Ásgeirsson í Stop-
WaitGo gerði nýju útgáfuna.
Stoltur Aaron Ísak
flytur nýja útgáfu af
Ég er eins og ég er.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Chicago Kristín segir að Chicago sé
nú uppáhaldsborgin hennar.
Hvað ertu búin að vera að gera úti?
Ég var að fylgjast með heimsleikunum í crossfit
og hef síðan verið fjóra daga í Chicago að skoða
mig um.
Hvernig er búið að vera úti?
Það er búið að vera geggjað! Heimsleikarnir
voru æðislegir og Chicago er núna
uppáhaldsborgin mín.
Hún er hrein, skemmtileg og fólkið hérna æð-
islegt.
Hvað ertu búin að gera í Chicago?
Búin að skoða borgina. Fara í The Tilt sem er í
einu háhýsinu hérna. Þú stendur í glugga á 94. hæð
sem byrjar svo að halla út og þú horfir beint niður á
jörðina, magnað! Svo að sjáfsögðu versla Fara í sigl-
ingu og skoða borgina þannig. Einnig fórum við á ströndina og hjóluðum um.
Hvenær kemur þú svo aftur í útvarpið?
Ég mæti galvösk á mánudaginn, hlakka mikið til að koma aftur eftir gott
frí!
Ævintýraferð til
Bandaríkjanna
Margir hafa saknað Kristínar Sifjar úr morgun-
þættinum Ísland vaknar á K100 undanfarið en
Stína, eins og hún er alltaf kölluð, hefur verið í
mikilli ævintýraför í Bandaríkjunum.
Heimsleikar Kristín fyrir utan leik-
vanginn þar sem heimsleikarnir í
crossfit fóru fram.
The Tilt Stína á 94. hæð
í skýjakljúfi í Chicago.