Morgunblaðið - 09.08.2019, Page 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugard. í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
LISTHÚSINU
Fallegt úrval af
inni og úti
körfum og pottum
„MÖGULEGAR AUKAVERKANIR ERU
HÖFUÐVERKUR, JAFNVÆGISTRUFLANIR,
MUNNÞURRKUR, MELTINGARTRUFLANIR OG
FYRIR ÓLÆKNISMENNTAÐA, HEIMSKA.”
„MÉR FANNST ÞETTA VERA ÞÉR, YÐAR
HÁTIGN. ÉG GLEYMI ALDREI ANDLITUM.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bíða róleg eftir að
hann raki skeggið af.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ROP! BÚINN?
HÁLFLEIKUR
HÆTTUM ÞESSU
VÍKINGALÍFI OG
SELJUM PLÁSS Í
SKIPINU FYRIR
SKEMMTI -
SIGLINGAR!
NJA, ÉG MYNDI
SAKNA ORRUSTA OG
SVERÐAGLAMURS OF
MIKIÐ!
ÓKEI, ÞÁ GÆTUM VIÐ SELT
FJÖLSKYLDUFERÐIR!
sjálf!“ segir Liv. Börnin kíkja þó við
og við.
Fjölskylda
Eiginmaður Liv er Sverrir Viðar
Hauksson, f. 20. desember 1965.
Hann er viðskiptafræðingur, MBA.
Hann starfar sem sviðsstjóri hjá
Lykli fjármögnun hf. Foreldrar hans
eru Hildegard María Dürr, f. 1938, d.
2012, var verslunarstjóri hjá Bræðr-
unum Ormsson í fjölda ára en rak síð-
ar hótel og ferðaþjónustu á Efri-Brú í
Grímsnesi, og Haukur Viðar Jóns-
son, f. 1938, d. 1995, rafvirkjameistari
hjá Vélsmiðjunni Héðni til fjölda ára.
Börn Liv eru 1) Kormákur Sig-
urðsson, f. 1996, vinnur í Nova og hef-
ur senn nám í viðskiptafræði, 2)
Sverrir Konráð Sverrisson, f. 2004.
Sverrir eiginmaður hennar átti fyrir
tvö börn þegar þau Liv kynntust, þau
3) Rakel Maríu Sverrisdóttur, f. 1992,
sem vinnur í Söstrene Grene, og 4)
Tómas Viðar Sverrisson, f. 1996,
læknanema.
Bræður Liv eru Halldór Birgir
Bergþórsson, f. 1974 í Reykjavík, eig-
andi Macron sportvöruverslunar, og
Bergþór Óttar Bergþórsson, f. 1976 í
Reykjavík, nemi.
Foreldrar Liv eru Hildur Björg
Björnsdóttir, f. 30. janúar 1947 á Ísa-
firði, lífeindafræðingur, starfaði á
Borgarspítalanum, og Bergþór Kon-
ráðsson, f. 17. júlí 1947 í Árnessýslu,
viðskiptafræðingur, MBA, var lengst
af forstjóri Sindra Stáls.
Liv
Bergþórsdóttir
Marie Johanne Ellingsen
frá Kristianssund í Noregi, húsfreyja í Reykjavík
Othar Petter Jæger Ellingsen
skipasmiður frá Krókey í Naum-
dal í Noregi, framkvæmdastjóri
Slippfélagsins og stofnandi
Ellingsen í Reykjavík
Liv Ingibjörg Ellingsen
húsmóðir
Halldór Halldórsson
bankastjóri á Ísafi rði
Hildur Björg
Halldórsdóttir
lífeindafræðingur
í Garðabæ
Kristjana Guðjohnsen
húsfreyja í Reykjavík
Halldór Jónsson
bankaféhirðir og bæjar-
fulltrúi í Reykjavík
Halldór Birgir Bergþórsson
eigandi Macron sportvöru-
verslunar í Reykjavík
Bergþór Óttar Bergþórs-
son í Reykjavík
Ásgerður Jósefína
Þorvarðardóttir Skjaldberg
húsfreyja á Ölvaldsstöðum
í Borgarfi rði
Bergþór Bergþórsson
bóndi á Ölvaldsstöðum
í Borgarfi rði
Dóra Bergþórsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Konráð Sveinbjörn Axelsson
heildsali í Reykjavík
Hallfríður Sigtryggsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Axel Theodór Einarsson
listmálari í Vestmannaeyjum
Úr frændgarði Liv Bergþórsdóttur
Bergþór Konráðsson
viðskiptafræðingur,
fyrrv. forstjóri í Garðabæ
Davíð Hjálmar í Davíðshagaskrifar í Leirinn: „Landsmenn
þekkja söguna af djáknanum á
Myrká og skuggaleg örlög hans.
Hitt vita færri að djákni útbjó dilka-
kjötsrétti fyrir sælkera.
Dásemd var drengjalamb smurt
sem djákninn lét strengja vambþurrt
á garnir úr svíni
og geyma í víni
úr gulblómga engjakambjurt.
Til skýringar bætti Davíð Hjálm-
ar við: „Drengjalamb er kjöt af
lambhrút. Barnamál.
Engjakambjurtin (Melampyrum
pratense) er sníkjujurt sem finnst
aðeins í Vaglaskógi.“
„Þarna ertu kominn með pott-
þétta viðskiptahugmynd, Davíð.
Láttu skrá þig með þetta á Hrafna-
gil,“ svaraði Björn Ingólfsson að
bragði:
Lambasteik framandi og fátíð
framliðins djákna í þátíð
er þjóðlegur réttur.
Þú verður settur
í öndvegi á handverkshátíð.
Sigmundur Benediktsson birti
skemmtilegt smáljóð, „Við Jað-
arsbakkalaug (Sundæfing kl. 18. 7.
ág. 2019)“ á Leir á miðvikudag:
Áðan sat ég út við laug
efldi sólin hverja taug.
Æskan þarna æfði sund,
yndisleg var þessi stund.
Vatnið klufu vösk og glöð
voru tökin létt og hröð.
Hreysti, líf og lipurð þar
leiddu hugsun fegurðar.
Gliti mettuð gufan slyng
glóðum saumuð rauk í kring.
Busl og skvettu bylgjufans
buðu sól í geisladans.
Hér hefur verið einmunatíð und-
anfarið – Ingólfur Ómar yrkir um
sumarkvöld:
Kyrrðin vefur byggð og ból
blikar loftið tæra,
degi hallar sígur sól
senn í djúpið væra.
Ármann Þorgrímsson hefur orð á
því að Íslendingar séu skrítið fólk:
Að virkja falinn vatna heim
veldur hörðu stríði
en vindrellurnar virðast þeim
vera stofu prýði.
Úr Varabálki Sigurðar
Guðmundssonar á Heiði:
Hug þinn frá því hvergi slít,
halt það áform dyggur:
Spor þín sjáist nokkur nýt
nær þú dáinn liggur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Pottþétt viðskiptahugmynd
og djákninn á Myrká