Morgunblaðið - 09.08.2019, Qupperneq 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Landsins mesta úrval af
settum
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Toppasett 3/8”
Vörunr. BHSL34
Verð áður: 17.366 kr.
Verð nú:
14.761 kr. Topplyklasett 1/4” og 1/2”
Vörurnr. BHS560
Verð áður: 32.250 kr. Verð n
ú:
27.413 kr.
Jóhann Berg Guðmundsson eign-
aðist nýjan liðsfélaga hjá Burnley í
gær þegar enska knattspyrnufélagið
fékk miðjumanninn Danny Drinkwater
að láni frá Chelsea. Lánssamningurinn
gildir fram í janúar.
Enska knattspyrnufélagið New-
castle nýtti lokadag félagaskipta-
gluggans á Englandi í gær til þess að
kynna tvo nýja leikmenn. Félagið fékk
sænska bakvörðinn og landsliðsmann-
inn Emil Krafth frá Amiens í Frakk-
landi og framherjinn Andy Carroll
sneri svo aftur til félagsins sem seldi
hann til Liverpool fyrir metfé 2011.
West Ham fékk svissneska fram-
herjann Albian Ajeti frá Basel í gær,
fyrir 8 milljónir punda. Ajeti er 22 ára
og skoraði 15 mörk í 35 leikjum síð-
asta vetur.
Leroy Sané, sóknarmaður enska
knattspyrnufélagsins Manchester City
og landsliðsmaður Þýskalands, er með
slitið krossband en þetta staðfesti fé-
lagið í gær. Sané meiddist á hné í leik
City og Liverpool um Samfélagsskjöld-
inn sem fram fór á Wembley um síð-
ustu helgi. Viðbúið er hann leiki ekkert
með City á þessu tímabili. Sané hefur
verið sterklega orðaður við Bayern
München í allt sumar en City vill fá í
kringum 150 milljónir punda fyrir leik-
manninn.
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari karla-
liðs Stjörnunnar í handknattleik, hafn-
aði tilboði um að snúa aftur til Þýska-
lands og taka þar við liði Nordhorn,
sem er nýliði í efstu deild. Skapti Hall-
grímsson blaðamaður skýrði frá þessu
á Facebook-síðu sinni í gær. Rúnar
þjálfaði áður þýsku liðin Balingen og
Aue.
Eitt
ogannað
15. UMFERÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þegar allt stefndi í að keppnin um
sæti tvö til ellefu í úrvalsdeild karla í
fótbolta færi endanlega í einn hnút,
eftir ótrúlega þróun úrslita í júlí-
mánuði, snerist dæmið við á rúmum
sólarhring þegar 15. umferðinni lauk
á þriðjudags- og miðvikudagskvöld.
Breiðablik, Stjarnan, Valur og
FH, ásamt meistaraefnum KR,
unnu sína leiki og bættu stöðu sína í
efri hluta deildarinnar en Fylkir,
Grindavík, Víkingur og KA töpuðu
öll og skilgreindu þar með fallbar-
áttuna aðeins betur.
HK hafði áður unnið þjóðhátíð-
arleikinn í Vestmannaeyjum og hef-
ur því náð mikilvægu fimm stiga for-
skoti á Víking og KA sem sitja eftir í
tíunda og ellefta sæti deildarinnar.
Skagamenn biðu lægri hlut fyrir FH
þegar Steven Lennon skoraði á 90.
mínútu og síga hægt og rólega niður
töfluna.
Í stað þess að fjögur stig myndu
skilja að botnbaráttuna og annað
sætið, eins og hefði getað gerst eru
línurnar orðnar aðeins skýrari. Við
getum sagt að fimm lið séu í baráttu
um Evrópusæti, Breiðablik, Stjarn-
an, Valur, ÍA og FH en HK, Fylkir,
Grindavík, Víkingur og KA séu í fall-
baráttunni. Bilið á milli ÍA, FH, HK
og Fylkis er hinsvegar það lítið að
þetta getur allt breyst í næstu eða
þarnæstu umferð.
KR-ingar þurfa hámark 48 stig til
að verða Íslandsmeistarar, sem þýð-
ir að fjórir sigrar í síðustu sjö um-
ferðunum skila titlinum í hús í Vest-
urbænum, hvað sem önnur lið gera.
Þeir eiga framundan afar áhuga-
verða heimsókn í Kórinn á sunnu-
daginn þar sem þeir mæta liði HK
sem hefur líka verið á mikilli sig-
urbraut og unnið fimm af síðustu sjö
leikjum.
Guðjón blómstrar hjá Blikum
Guðjón Pétur Lýðsson miðju-
maður Breiðabliks var besti leik-
maður 15. umferðar að mati Morg-
unblaðsins. Hann átti mjög góðan
leik á miðjunni hjá Kópavogsliðinu í
4:0 sigrinum á KA og lagði upp
þriðja mark liðsins með glæsilegum
tilþrifum þegar hann rændi bolt-
anum af Akureyringum á miðjum
vellinum og átti stungusendingu á
Thomas Mikkelsen sem skoraði sitt
annað mark í leiknum og gerði út
um hann með því að koma Blikum í
3:0.
Guðjón Pétur var einmitt kominn
til KA í vetur en flutti aftur suður af
fjölskylduástæðum og hefur átt
marga góða leiki með Breiðabliki.
Hann er einn reyndasti leikmaður
liðsins, 31 árs gamall, og sneri aftur
til Blika í vor eftir þrjú ár í Val og
tvo Íslandsmeistaratitla þar. Guðjón
lék áður með Blikum 2013-15 og
hafði reyndar komið aðeins við sögu
hjá þeim 19 ára gamall árið 2007.
Annars spilaði hann með Haukum,
Álftanesi og Stjörnunni á sínum
yngri árum og hefur síðustu árin
komið mikið að því í frístundum að
efla meistaraflokk Álftaness með
starfi utan vallar. Guðjón hefur spil-
að 193 leiki í efstu deild og skorað í
þeim 45 mörk en samtals 247 leiki og
54 mörk í öllum deildum.
Nítján ára reynslubolti
Stjörnumaðurinn Alex Þór
Hauksson var besti ungi leikmað-
urinn í umferðinni en hann átti góð-
an leik í 2:1 sigri á Víkingi. Eflaust
átta ekki allir sig á því að Alex er
enn aðeins 19 ára gamall en þetta er
hans þriðja tímabil sem fastamaður
á miðju Garðabæjarliðsins. Þá spil-
aði Alex 12 ára gamall leik með
Álftanesi í 3. deild árið 2012, lék
reyndar aðeins í örfáar mínútur, en
hann kom 15 ára gamall til Stjörn-
unnar frá nágrönnunum á Álftanesi.
Alex er kominn með 49 leiki í úrvals-
deildinni með Stjörnunni, hefur þeg-
ar spilað einn A-landsleik og er leik-
maður 21-árs landsliðsins í dag þar
sem hann á níu landsleiki að baki.
Bjarni og Óskar jöfnuðu met
Bjarni Ólafur Eiríksson jafnaði
leikjamet Vals í efstu deild þegar
Valsmenn lögðu Fylki 1:0. Bjarni lék
þar sinn 240. leik fyrir félagið í
deildinni og náði með því aðstoð-
arþjálfaranum Sigurbirni Hreið-
arssyni sem lék 240 leiki fyrir félag-
ið á árunum 1992 til 2011.
Óskar Örn Hauksson fyrirliði
KR jafnaði markamet félagsins í
deildinni þegar hann skoraði í 5:2
sigrinum á Grindavík. Hann gerði
sitt 62. mark og náði Ellert B.
Schram sem skoraði 62 mörk á ár-
unum 1957 til 1971.
Hilmar Árni Halldórsson skor-
aði sitt 10. mark fyrir Stjörnuna í
deildinni í ár í sigrinum gegn Vík-
ingi. Hilmar hefur þar með skorað
10 mörk eða meira í deildinni þrjú ár
í röð en síðastur til að gera það er
Atli Viðar Björnsson sem náði því
fjögur ár í röð fyrir FH á árunum
2008 til 2011.
Patrick Pedersen skoraði sitt
50. mark fyrir Val í efstu deild þegar
hann gerði sigurmarkið gegn Fylki.
Hann er fjórði leikmaður Vals frá
upphafi sem nær fimmtíu mörkum,
á eftir Inga Birni Albertssyni, Her-
manni Gunnarssyni og Guðmundi
Þorbjörnssyni, og fjórði erlendi leik-
maðurinn sem nær því í deildinni frá
upphafi, á eftir Steven Lennon, Sin-
isa Kekic og Mihajlo Bibercic.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 13
Óskar Örn Hauksson, KR 13
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 12
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 11
Kristinn Jónsson, KR 11
Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 10
Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylki 10
Sölvi Geir Ottesen, Víkingi R. 10
Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 10
Ólafur Karl Finsen, Val 9
Aron Bjarnason, Breiðabliki 9
Marcus Johansson, ÍA 9
Ásgeir Marteinsson, HK 8
Birkir Valur Jónsson, HK 8
Björn Berg Bryde, HK 8
Brandur Olsen, FH 8
Damir Muminovic, Breiðabliki 8
Elias Tamburini, Grindavík 8
Guðmundur Kristjánsson, FH 8
Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 8
Helgi Valur Daníelsson, Fylki 8
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 10
Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 8
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 7
Steven Lennon, FH 6
Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 6
Tobias Thomsen, KR 6
Óskar Örn Hauksson, KR 6
Markahæstir
KR 86
HK 78
Stjarnan 74
Breiðablik 73
Valur 71
ÍA 69
Fylkir 67
Víkingur R. 67
FH 64
KA 64
Grindavík 60
ÍBV 43
Lið:
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
15. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019
Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik 8
Leifur Andri Leifsson, HK 8
Marc McAusland, Grindavík 8
Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 8
Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 8
Víðir Þorvarðarson, ÍBV 8
3-4-3
Daði Freyr Arnarsson
FH
Kristinn
Jónsson
KR
Heiðar Ægisson
Stjörnunni
Guðjón Pétur
Lýðsson
Breiðabliki
Kennie Chopart
KR
Alex Þór Hauksson
Stjörnunni
Thomas Mikkelsen
Breiðabliki
Eiður Aron
Sigurbjörnsson
Val
Leifur Andri
Leifsson
HK
Andri Adolphsson
Val
Hörður Árnason
HK
43
3
2 2
2
Snerist við á sólarhring
Dró í sundur með Evrópuslagnum og fallbaráttunni á nýjan leik Guðjón
Pétur er leikmaður umferðarinnar og Alex Þór besti ungi leikmaðurinn
Bestur Guðjón Pétur Lýðsson fagn-
ar einu marki Breiðabliks gegn KA.
Efnilegur Alex Þór Hauksson er
kominn með heilmikla reynslu.