Morgunblaðið - 09.08.2019, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 09.08.2019, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Rykið er að setjast eftir mold- viðrið á leikmannamarkaðnum í enska fótboltanum en í gær rann út sá tími sem liðin í tveimur efstu deildunum höfðu til að kaupa sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil. Stjórar ensku liðanna hafa undanfarin ár verið óhressir með að hægt væri að kaupa og selja leikmenn til 1. september og þeir fengu í gegn þá breytingu að núna var markaðnum lokað í gær klukkan 17 að staðartíma. Sólar- hring fyrir fyrsta leik í úrvals- deildinni. Þar með geta stjórarnir ein- beitt sér að því sem skiptir máli, leikjunum og fótboltanum, en ekki verið með stöðugar áhyggj- ur af leikmannamálum og mögu- legum kaupum og sölum fyrstu vikur tímabilsins. Ég hef heyrt á stuðnings- mönnum Liverpool að þeir séu uggandi yfir því hve rólegir þeirra menn séu og að þeir séu ekki búnir að kaupa neina menn í sumar til að reyna að ná meist- aratitlinum úr höndum Man- chester City. Tveir 17 ára strákar og einn varamarkvörður er það eina sem Jürgen Klopp hefur bætt við sinn hóp. En ég er hrifinn af svörum Þjóðverjans þegar hann er spurður út í þessi rólegheit í inn- kaupum. Hvers vegna hann kaupi ekki þennan og hinn sem gæti styrkt liðið? Klopp telur sig einfaldlega vera með þann hóp sem til þarf. Hann verði ekki gerður betri með nýjum leikmönnum, heldur með því að gera leikmennina sem þegar eru til staðar enn betri. Ég held að umhverfið í fótboltanum væri heilbrigðara ef fleiri nálg- uðust verkefnið á þennan hátt. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Liðin sem léku til úrslita í Meist- aradeild Evrópu, liðin sem léku til úr- slita í Evrópudeildinni, og liðin tvö sem háðu ævintýralegt kapphlaup um enska meistaratitilinn, verða öll í eldlínunni þegar enska úrvalsdeildin hefst með látum nú um helgina. Evr- ópumeistarar Liverpool og nýliðar Norwich ríða á vaðið á Anfield í kvöld, Englandsmeistarar Manchester City sækja West Ham heim í hádeginu á morgun og á sunnudag mætast Man- chester United og Chelsea á Old Trafford, svo nokkrir leikir séu nefndir. Ekki er annað að sjá en að Man- chester City sé áfram líklegast til þess að vinna Englandsmeistaratit- ilinn. Liðið myndi þá fagna titlinum þriðja árið í röð næsta vor en það hef- ur ekkert lið gert síðan að Man. Utd. vann árin 2007-2009. Raunar hafði ekkert lið varið titil síðan þá þar til að City endaði stigi fyrir ofan Liverpool síðasta vor. Pep Guardiola gerði skiljanlega ekki miklar breytingar á sínu liði í sumar en þó varð spænski miðjumað- urinn Rodri dýrasti leikmaður í sögu City þegar hann kom frá Atlético Ma- drid og hægri bakvörðurinn Joao Cancelo kom frá Juventus í stað Da- nilo. Stærsta skarðið fyrir City að fylla varð til þegar fyrirliðinn Vincent Kompany kvaddi en Guardiola fékk ekki miðvörð í hans stað, sem gæti skapað vandamál þó að Belginn hafi ekki spilað nema 17 deildarleiki síð- asta vetur. Lengi vel virtist útlit fyrir að Leroy Sané yrði seldur til Bayern München en nú er ljóst að þótt hann sé enn í Manchester nýtur hans ekki við vegna krossbandsslita. Sané var ekki í uppáhaldsbyrjunarliði Guar- diola en skoraði 10 mörk og lagði upp önnur 10 í deildinni síðasta vetur. Nánast engar breytingar eru hjá Evrópumeisturum Liverpool sem ætla sér að binda endi á þriggja ára- tuga bið eftir Englandsmeistaratitli. Í meðalári hefði frammistaðan síðasta vetur svo sannarlega dugað til þess. Félagið hélt öllum sínum byrj- unarliðsmönnum og ætlar sér að halda áfram uppgangi síðustu ára. Það eina sem mér dettur í hug að gæti truflað þær tilraunir er ef langt og strangt síðasta tímabil, auk þátt- töku í Afríkumótinu í sumar, gæti haft sín áhrif á lykilmennina Moha- med Salah og Sadio Mané. Liðið slapp mjög vel við skakkaföll síðasta vetur, öfugt við City sem er hins veg- ar með stærri hóp nógu framúrskar- andi leikmanna til að velja úr. Tottenham gerir einnig tilkall Tottenham, Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa öll leik- mannahópa til þess að berjast um Meistaradeildarsætin svokölluðu, fjögur efstu sætin. Tottenham er lík- legast þeirra til að taka þátt í titilbar- áttunni, enda lítið misst en fengið miðjumennina Giovani Lo Celso og Tanguy Ndombele, sem kom fyrir metfé í sögu félagsins, og bakvörðinn Ryan Sessegnon frá Fulham. Mauri- cio Pochettino virðist reyndar mjög óhress með það hvernig leikmanna- kaup Tottenham hafa verið síðustu misseri, eða hve litlu hefur verið varið til þeirra, og ljóst að hann myndi ekki kætast neitt frekar við að missa Christian Eriksen til Spánar eins og enn gæti gerst. Forvitnilegt verður að sjá hvernig Frank Lampard tekst til á sínum gamla vinnustað sem knatt- spyrnustjóri Chelsea. Chelsea má ekki kaupa leikmenn fyrr en næsta sumar eftir að FIFA setti félagið í bann fyrir brot á reglum um kaup á ungum leikmönnum. Þó bætist nýr leikmaður í hópinn því bandaríski kantmaðurinn Christian Pulisic er mættur frá Dortmund eftir að hafa verið keyptur þaðan í janúar en verið að láni hjá þýska félaginu seinni hluta leiktíðar. Pulisic er aðeins tvítugur en þegar orðinn fínn leikmaður, en hann fyllir ekki skarðið stóra sem Eden Hazard skilur eftir sig. Arsenal nýtti sumargluggann vel og þar ber hæst koma Nicolas Pépé sem bætir enn frekar við frábæra sóknarlínu liðsins. Spænski miðju- maðurinn Dani Ceballos kom að láni frá Real Madrid, eftir að hafa unnið EM U21-landsliða í sumar, og David Luiz frá Chelsea og vinstri bakvörð- urinn Kieran Tierney frá Celtic bætt- ust í vörnina í gær. Manchester United lauk síðustu leiktíð skelfilega og vann aðeins tvo af síðustu níu leikjum sínum. Félagið náði að styrkja vörn sína með því að gera Harry Maguire að dýrasta varn- armanni heims. Romelu Lukaku, næstmarkahæsti maður liðsins síð- asta vetur, var seldur til Inter í gær og Ole Gunnar Solskjær fékk ekki framherja í hans stað en hann virðist ætla að standa við það að treysta á unga leikmenn og fékk í sumar til sín bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka og kantmanninn Daniel James. Gylfi fengið góða liðsfélaga Hvaða lið verða svo í baráttunni fyrir neðan efstu sex, eða kemst eitt- hvert þeirra jafnvel inn í þennan elítuhóp? Everton hefur verið að gera sig líklegt til þess eftir að Farhad Moshiri eignaðist félagið. Þó að ekki hafi tekist að landa Wilfried Zaha hefur Everton líklega styrkst frá síð- ustu leiktíð, þeirri bestu sem Gylfi Þór Sigurðsson hefur líklega átt á sínum ferli en hann skoraði 13 mörk og lagði upp 6. Alex Iwobi bættist í hópinn í gær frá Arsenal og áður komu menn eins og miðjumaðurinn Fabian Delph frá Man. City, fram- herjinn ungi Moise Kean frá Juven- tus og franski landsliðsbakvörðurinn Djibril Sidibe frá Monaco. Leicester, Wolves og West Ham eru líkleg til þess að berjast á svip- uðum slóðum og Everton, í efri hluta töflunnar, en Wolves er einnig í bar- áttu um að komast í riðlakeppni Evr- ópudeildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson og fé- lagar í Burnley áttu erfitt uppdráttar lengi framan af síðasta tímabili en náðu að rétta úr kútnum og halda sér að lokum í deildinni nokkuð örugg- lega. Liðið gæti vel átt eftir að standa í fallbaráttu aftur í vetur því Burnley hefur lítið gert til að bæta sinn hóp í sumar en fékk þó framherjann Jay Rodriguez aftur heim. Jóhann missti sæti sitt í byrjunarliði Burnley á síð- ustu mánuðum síðustu leiktíðar en lék alls 29 leiki og skoraði 3 mörk. Burnley gæti verið ásamt Watford, Southampton, Bournemouth og jafn- vel Newcastle í baráttu um að vera sem næst efri helmingi töflunnar. Nýliðarnir þrír; Aston Villa, Sheffield United og Norwich, eru líklegri til að standa í fallbaráttu og Crystal Palace og Brighton hafa sömuleiðis ekki gef- ið til kynna að þau verði langt frá fallsvæðinu í vetur. Villa-menn hafa þó kostað miklu til þess að liðið festi sig í sessi í deildinni, með því að verja yfir 100 milljónum punda í nýja leik- menn. Þessi kaupgleði tók hins vegar af allan vafa um að félagið hygðist ekki nota Birki Bjarnason sem fékk sig lausan undan samningi í gær og því ljóst að tveir Íslendingar verða í deildinni í vetur. Tveggja turna tal á ný?  Ný leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hefst á Anfield í kvöld  Man. City líklegt til að landa titlinum þriðja árið í röð  Óbreytt lið Liverpool helsta hindrunin? AFP Hörð barátta Georginio Wijnaldum og Kevin De Bruyne í skallaeinvígi í leiknum um Samfélagsskjöldinn síðustu helgi. Liverpool og Manchester City háðu ævintýralega harða baráttu um enska meistaratitilinn síðasta vetur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.