Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 64

Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 64
64 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Varahlutir í allar Cummins vélar Fljót og áreiðanleg þjónusta Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – Selfoss ..................................... 0:2 Staðan: Breiðablik 13 11 2 0 43:12 35 Valur 12 11 1 0 44:8 34 Selfoss 13 7 1 5 17:15 22 Þór/KA 13 6 3 4 24:20 21 Fylkir 12 5 1 6 15:25 16 Stjarnan 12 4 1 7 11:24 13 ÍBV 12 4 0 8 21:31 12 Keflavík 13 3 1 9 21:28 10 KR 12 3 1 8 12:25 10 HK/Víkingur 12 2 1 9 10:30 7 Inkasso-deild kvenna Tindastóll – Þróttur R.............................. 0:2 ÍR – Afturelding ....................................... 0:9 Fjölnir – FH.............................................. 0:7 Haukar – Augnablik................................. 2:0 Staðan: Þróttur R. 12 10 0 2 44:9 30 FH 12 9 2 1 38:15 29 Afturelding 12 6 2 4 23:14 20 Tindastóll 12 6 1 5 31:26 19 Haukar 12 6 0 6 16:13 18 Augnablik 12 4 2 6 9:13 14 Grindavík 11 3 4 4 15:18 13 ÍA 11 3 3 5 11:13 12 Fjölnir 12 3 3 6 16:29 12 ÍR 12 0 1 11 3:56 1 2. deild karla Dalvík/Reynir – Tindastóll ...................... 3:2 Víðir – Selfoss ........................................... 3:1 Staðan: Leiknir F. 14 8 4 2 27:14 28 Víðir 15 8 1 6 26:19 25 Dalvík/Reynir 15 6 6 3 23:19 24 Vestri 14 8 0 6 17:18 24 Selfoss 15 7 2 6 32:22 23 Þróttur V. 14 6 4 4 24:21 22 ÍR 14 6 3 5 23:20 21 Völsungur 14 6 3 5 18:18 21 Fjarðabyggð 14 5 4 5 23:21 19 KFG 14 5 0 9 23:33 15 Kári 14 4 2 8 24:32 14 Tindastóll 15 1 3 11 14:37 6 KNATTSPYRNA GOLF Annar hringurinn á Íslandsmótinu er leik- inn á Grafarholtsvelli í dag og spilað er frá átta að morgni fram yfir kl. 20 í kvöld. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Inkasso-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – KR ........................ 18 Origo-völlur: Valur – HK/Víkingur .... 19.15 Würth-völlur: Fylkir – Stjarnan ......... 19.15 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Mustad-völlur: Grindavík – ÍA............ 19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Þór ....... 17.30 Rafholtsvöllur: Njarðvík – Fjölnir...... 19.15 Varmárvöllur: Afturelding – Fram..... 19.15 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Leiknir R....... 19.15 Vivaldi-völlur: Grótta – Keflavík......... 19.15 3. deild karla: KR-völlur: KV – Augnablik ...................... 20 Valsvöllur: KH – Skallagrímur ................ 20 Fjölnisvöllur: Vængir J. – Reynir S ........ 20 Í KVÖLD! Í GRAFARHOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Saga Traustadóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG léku best í kvennaflokki á fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi í Grafarholt- inu í gær. Léku þær á 69 höggum. Í karlaflokki var Andri Már Ósk- arsson úr GOS efstur þeirra sem lokið höfðu leik þegar blaðið fór í prentun á 69 höggum. Spila- mennskan gekk hægt hjá körlunum og voru margir enn úti á velli klukkan 21. Haraldur Franklín Magnús GR og Kristófer Karl Karlsson GM komu næstir á 70 höggum. Saga og Hulda eru á tveimur höggum undir pari vallarins og höggi á undan Íslandsmeistaranum Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili.Eiga þær fjögur högg á þá kylfinga sem næstir koma. Eru það Berglind Björnsdóttir úr GR og Nínu Björk Geirsdóttur úr GM sem léku á 73 höggum. Nína varð Ís- landsmeistari árið 2007 en hefur ekki verið fyrirferðamikil síðustu árin.Hjón keppa á Íslandsmótinu í ár því eiginmaður Nínu, Pétur Ósk- ar Sigurðsson, er einnig með. Saga byrjaði ekki sérstaklega vel og var á höggi yfir pari eftir 5 hol- ur en kom sér á parið með fugli á 8. holunni. Hún fékk dýrmætan örn á 12. holunni sem er par 5 hola þar sem hægt er að stytta sér leið. „Já hann (örninn) var mjög flott- ur. Ég var heppin með upphafs- höggið, átti gott högg inn á flöt og gott pútt. Þessu fylgir stemning og við í ráshópnum var samtals á fimm undir pari á þessari holu. Það var mjög gaman,“ sagði Saga þegar Morgunblaðið tók hana tali. „Þessi byrjun í mótinu er mjög fín og mér gekk vel. Flatirnar eru geggjaðar og ég er spennt fyrir því að halda áfram. Aðstæður voru ótrúlega góðar, bæði varðandi veðr- ið og völlinn. Alger klassi. Flatirnar eru í besta standi sem ég man nokkurn tíma eftir sem er frá- bært,“ útskýrði Saga og ekki er leyndarmál hvert hennar markmið er. „Ég mun halda áfram að spila mitt golf og auðvitað ætla ég að vinna. Ég vel hvar ég vil vera sókndjörf og hvar ég vil vera skyn- söm. Þetta er jú heimavöllur og maður hefur því spilað hann nokkr- um sinnum.“ Hulda byrjaði aftur á móti frá- bærlega og var á þremur undir pari eftir fjórar holur og fékk örn á 4. holuna sem er stutt par 5. Hún fékk skolla á 6. holu en paraði allar holurnar sem eftir voru. Ekki voru miklar sveiflur á hringnum hjá Íslandsmeistaranum en Guðrún var komin tvö högg und- ir parið eftir sjö holur. Fékk hún skolla á 11. holuna en paraði rest. Ragnhildur Kristinsdóttir átti skrautlegan hring og lauk leik á 78 höggum. Sveiflurnar voru allt of miklar hjá Ragnhildi sem var tvö högg undir pari eftir fyrsta þriðj- ung. Íslandsmeistari síðustu tveggja ára í karlaflokki, Axel Bóasson úr Keili, átti fremur erfiðan dag og lék á 74 höggum. Aðstæður í Grafarholtinu í gær voru býsna góðar. Kylfingar léku í sól og hlýju veðri en konurnar sem léku fyrri partinn voru heppnari. Vindur var þá hægur en var orðinn töluvert meiri seinni partinn þegar sterkustu karlarnir voru úti á velli. Völlurinn er í afar góðu ásigkomu- lagi og mátti heyra á kylfingum hversu ánægðir þeir eru með flat- irnar sem eru hraðar og góðar. Nokkur undir 70 höggum á fyrsta degi  Íslandsmótið fór vel af stað í sumarblíðunni í Grafarholtinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Efst Saga Traustadóttir spáir í spilin í Grafarholtinu í gær. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á heimavelli Andri Þór Björnsson lék vel í gær og er til alls líklegur. Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir lék í gær fyrsta hringinn á pari á Opna skoska meist- aramótinu í golfi sem fer fram við North Berwick í Skotlandi. Valdís lék á 71 höggi og er í 71.-92. sæti. Hún fékk fjóra skolla og fjóra fugla á hringum í gær en hún lék síðustu níu holurnar á þremur höggum undir pari. Ólafía Þórunn Krist- insdóttir náði sér ekki á strik og lék á 75 höggum, fjórum yfir pari. Ólafía fékk tvo fugla, fjóra skolla og einn skramba á hringum og er í 134.-144. sæti. bjarnih@mbl.is Valdís Þóra er í ágætri stöðu Ljósmynd/Tristan Jones Par Valdís Þóra Jónsdóttir lék á pari vallarins í Skotlandi í gær. Birkir Bjarnason komst í gær að samkomulagi við Aston Villa um riftun samnings íslenska landsliðs- mannsins við enska knattspyrnu- félagið. Birkir lék með Villa í tvö og hálft ár en liðið komst upp í úrvals- deild í vor. Hann getur nú valið sér nýtt félag. Stuðningsmenn Villa virðast sjá á eftir Birki, samkvæmt frétt Birm- ingham Mail sem tók saman nokkur ummæli. „Hefði viljað halda honum og hafa til taks frekar en að hann færi frítt,“ sagði einn. „Bless, ís- lenski prinsinn minn,“ sagði annar. „Bless, íslenski prinsinn minn“ Morgunblaðið/Eggert Hvert næst? Birkir Bjarnason hef- ur spilað í fimm löndum á ferlinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.