Morgunblaðið - 09.08.2019, Side 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það eru mikil forréttindi að fá að
starfa við það hér í Róm að taka á
móti norrænum listamönnum sem
koma að vinna að verkefnum sínum
hér í þessari stofnun sem verður 160
ára á næsta ári,“ segir Ingólfur
Níels Árnason, forstöðumaður Cir-
colo Scandinavo í Róm. Það er gam-
algróin menningarmiðstöð sem hýs-
ir vinnustofur norrænna listamanna
í borgini eilífu; síðustu 13 ár hefur
hún verið í Trastevere-hverfinu vin-
sæla og þar eru nú á einni hæð í
fimm hundruð ára gömlu húsi sjö
vinnustofur og viðamikið bókasafn
sem er að stofni til jafn gamalt starf-
seminni. Listamenn frá öllum Norð-
urlöndunum geta sótt um að dvelja
þarna og starfa í vinnustofum í einn
eða tvo mánuði í senn að sínum ólíku
verkum. Og eins og gefur að skilja
komast færri að en vilja enda að-
staðan góð og eftirsótt og borgin
heillandi.
„Þessi starfsemi hefur verið hér í
borginni sleitulaust frá 1860, síðan
norrænir listamenn komu sér upp
aðstöðu og bókasöfnum hér í Róm.
Þar til um 1950 var þetta bara bóka-
safn með vinnuaðstöðu en þá breytt-
ist reksturinn og byrjað var að leigja
líka vinnustofur. Starfsemin var
lengi, í ein tuttugu ár, fyrir framan
Café Greco hjá Spænsku tröppunum
– ef maður les listasögu Norður-
landa síðustu tveggja alda þá kemur
Skandinaviske foreningen, sem var
að baki rekstrinum, aftur og aftur
upp. Hingað komu margir þessara
þekktustu norrænu listamanna og
nöfnin þeirra eru í gestabókunum.
Halldór Laxness var hér, sem dæmi,
og Davíð Stefánsson kom hér við
þegar hann var búinn að vera á
Kaprí.“
Og þekktir listamenn eru enn í
þeim hópum sem berja að dyrum hjá
Ingólfi um hver mánaðamót þegar
skipt er um í vinnustofunum, og
verkefnin áhugaverð sem menn
vinna að, hver sem listgreinin er.
„Eins og ég segi þá eru það for-
réttindi að hitta alla þessa áhuga-
verðu listamenn hér og um hver
mánaðamót endurnýjast hópurinn.
Það er alltaf gefandi að fá að heyra
þegar listamennirnir kynna verkin
sín, það er eins og að sitja master-
klassa í norrænni list. Og fólk kemur
virkilega hingað til að vinna, ég dáist
sífellt að dugnaðinum.“
Lærði óperuleikstjórn í Róm
Ingólfur Níels hefur haldið um
stjórnartauma Circolo Scandinavo í
ein sjö ár en samningur hans rennur
út á næsta ári. Hann flutti árið 2011
til Rómar ásamt Hildi Hinriksdóttur
eiginkonu sinni og tveimur sonum,
Hinrik Leonard og Felix Helga, en
þeir eru nú 16 og 12 ára gamlir. Þá
hafði Ingólfur enn ekki fengið stöð-
una en þekkti þó vel til í borginni því
þar hafði hann lært óperuleikstjórn.
Og starfaði á Íslandi sem óperuleik-
stjóri og við Íslensku óperuna áður
en fjölskyldan flutti aftur út.
„Ég útskrifaðist úr Ítölsku leik-
listarakademíunni árið 1999 og fór
þá að starfa sem aðstoðarmaður
leikstjóra, fyrst við óperuna hér í
Róm og síðar í Palermo,“ segir Ing-
ólfur þar sem við sitjum í stofunni í
Circolo Scandinavo, með brjóst-
myndir af Thorvaldsen, Ibsen og
fleiri andans mönnum í kringum
okkur og gamlar bækur í hillum.
Hann bætir við að hluti af námi hans
hafi verið sérhæfing í óperuleik-
stjórn sem hann hafi heillast af.
„Það er eitthvað svo absúrd við
óperuna en guðdómlegt á sama
tíma,“ segir hann og brosir. „Söng-
listin og leiklistin blandast þar sam-
an og þegar allir syngja þá gerist
eittvað sem mér finnst algjörlega
heillandi.
Hluti af leikstjórnarnáminu hér
fólst í því að læra að leika og leik-
aranámið tengdist síðan mikið tón-
listarsögunni. Við unnum til dæmis
mikið með textann í óperum og það
sem líklega kveikti í mér ástríðuna
fyrir möguleikunum í túlkun í
óperum var þegar við vorum öll að
reyna að fara með textann í aríunni
úr Don Giovanni þar sem Donna
Anna uppgötvar að það var Don
Giovanni sem reyndi að nauðga
henni. Við reyndum öll en það var
aldrei sannfærandi – svo hlustuðum
við á þetta sungið í óperu Mozarts og
þá var auðljóst hvernig átti að segja
þetta. Sumt gerir tónlistin og söng-
urinn einfaldlega best.“
– En þú syngur ekki?
„Nei,“ svarar Ingólfur og glottir.
„En þarna í skólanum heillaðist ég
af óperunni. Og endaði sem óperu-
leikstjóri.“ Hann bætir við að í
vinnuferlinu sem óperuleikstjóri
heilli það sig til að mynda að glíma
við samspilið milli leiklistar og tón-
listar. Leikstjórinn verði að vera
mjög vel undirbúinn þegar sviðsæf-
ingar fyrir uppfærslu hefjast. „Þeg-
ar ég setti til að mynda upp Brúð-
kaup Fígarós heima þá höfðum við
eina viku til að æfa hvern þátt. En
það var heillandi að upplifa það þeg-
ar allir mættu og kunnu óperuna ut-
an að, enginn var með handrit. Og
svo samþykkjum við allt sem gerist
vegna tónlistarinnar, ef hún er falleg
og vel flutt.“
– Óperuheimurinn byggist mikið á
verkum sem allir þekkja og það er
erfiðara að koma að nýjum óperum
en til að mynda nýjum leikritum.
„Það er satt. Og það er líka
snúnara að vinna að uppsetningu
ópera en leikrita því þar er alltaf
þessi tvíhöfða dreki, leikstjóri og
tónlistarstjóri. Maður verður að
finna leið til að vinna með stjórnand-
anum. Það eru bara örfáir leik-
stjórar sem hafa náð að stjórna öllu í
óperum og stundum umturna þeim.
En það er sama hvaða leið er farin í
uppfærslunni og sama hversu oft þú
hlustar á La Bohème, allir vita að
Mimi deyr í lokin og samt fær maður
alltaf gæsahúð.“
Óperan út á meðal fólksins
Eins og Ingólfur sagði áður þá
starfaði hann eftir útskrift sem að-
stoðarleikstjóri í Róm og Palermo.
„Svo fórum við Hildur heim til Ís-
lands og ætluðum bara að vera í
nokkra mánuði en fengum vinnu. Ég
var svo heppinn að Íslenska óperan
bauð mér að leikstýra Rakaranum í
Sevilla árið 2001. Þar var ég svo
heppinn að vinna með Ólafi Kjartani
Sigurðarsyni, Gunnari Guðbjörns-
syni, Sesselju Kristjánsdóttur,
Kristni Sigmundssyni og fleira góðu
fólki. Þar hófst leikstjórnarferillinn
og næst tók við Brúðkaup Fígarós,
aftur með Ólafi Kjartani og með
Huldu Björk Garðarsdóttur og síðan
var ég fastráðinn hjá óperunni og fór
að vinna að ýmsum verkefnum. Við
settum til að mynda upp kynningar-
deild með barnastarfi, kölluðum
hana Fígaró og fórum í skóla að
kynna óperur fyrir nemendum. Svo
tók ég þátt í Óperustúdíóinu þar sem
unnið var með söngnemum og settar
upp sýningar.“
Síðasta stóra óperusýning sem
Ingólfur setti upp á Íslandi var Hel
eftir Sigurð Sævarsson tónskáld,
það var í samstarfi við Íslensku óp-
eruna en Ingólfur var þá ekki lengur
fastráðinn hjá henni.
„Svo stofnaði ég ásamt góðum
stúlkum Alþýðuóperu Íslands og við
settum árið 2012 upp fyrstu gaman-
óperu sem samin var, Ráðskonuríki,
en í henni eru tveir söngvarar. Þetta
er hálftíma ópera, tónlistin var um-
skrifuð og flutt af klassískum gítar-
leikara og við sýndum til dæmis á
elliheimilum og á Rósenberg. Hug-
myndin að baki Alþýðuóperunni var
að brjóta reglurnar og fara með óp-
eruna út á meðal fólksins, sem var
mjög gaman.“
Leikstjórar eins og kartöflur
Á sama tíma og Ráðskonuríki var
sýnt hér heima voru Ingólfur og fjöl-
skylda að koma sér fyrir á Ítalíu.
„Árið 2011 urðum við Hildur bæði
fertug. Við ákváðum fyrst að fara til
Ítalíu í sumarfrí en það breyttist og
við fluttum hingað. Í júlí það ár kom-
um við keyrandi á litla Subaruinum
okkar, fullum af dóti, hingað til
Rómar. Hildur bjó til húfur og fór að
selja hönnunina sína, er líka með
hana á netinu, og ég fór að starfa við
leiðsögn. Ég vann fyrir amerískt
fyrirtæki og fór mest með tvo til átta
ferðamenn í einkatúra.“
Ingólfur er fæddur leiðsögumað-
ur, eins og blaðamaður kynntist af
gönguferðum með honum um Róm.
Sögumaður góður og gjörþekkir
bæði menninguna og málið. Hann
vann við leiðsögn þegar hann sá
stöðuna í Circolo Scandionavo aug-
lýsta og sótti um. Svarið kom í maí
2012, hann fékk stöðuna og hefur
stýrt stofnuninni síðan það haust.
Áhugaverðar sögur loða við allt
Ingólfur Níels Árnason stýrir Circolo Scandinavo, vinnustofum og bókasafni norrænna listamanna
í Róm Er menntaður óperuleikstjóri „Forréttindi að hitta alla þessa áhugaverðu listamenn“
Morgunblaðið/Einar Falur
Framkvæmdastjórinn „Það er eins og að sitja masterklassa í norrænni list,“ segir Ingólfur Níels um kynni sín af
þeim fjölda norrænna listamanna sem koma og dvelja í menningarmiðstöðinni sem hann hefur nú stýrt í ein sjö ár.
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is
Cuero Mariposa
Hannaður árið 1938 af:
Bonet, Kurchan & Ferrari
Leður stóll verð 149.000,-
Leður púði verð 13.900,-