Morgunblaðið - 09.08.2019, Side 67
Hann segist hafa notið þess að leik-
stýra en það sé iðulega einmanalegt
starf þar sem leikstjórinn vinnur
einn að undirbúningi uppsetninga.
„Það var mjög skemmtileg breyting
að vera skyndilega kominn í hring-
iðuna hér og fara að taka á móti öll-
um þessum listamönnum sem voru
að koma til dvalar og öðrum gestum.
Einhver sagði að leikstjórar væru
eins og kartöflur, það væri hægt að
nota þær í allt. Þess vegna geti leik-
stjórar tekið sér svo margt ólíkt fyr-
ir hendur,“ segir Ingólfur og brosir.
Hann segist þurfa að vera reiðubú-
inn til að aðstoða alla gesti svo þeir
geti gert sitt besta, sumir vilji helst
vera í friði en aðrir þurfi mikla að-
stoð. „Sumir kunna þegar á borgina
en verkefni listamanna eru mis-
flókin; einn var til að mynda að rann-
saka hvernig Rómverjar gerðu járn
og vildi hreinlega vita allt um það.
Pabbi var járnsmiður og mér fannst
spennandi að taka þátt í þessari
rannsókn og hringdi hingað og
þangað að leita svara. Mörg
skemmtileg verkefni koma hér upp.“
Þurfti að læra bókhald
– Sem framkvæmdastjóri hér
þarftu væntanlega að vera í miklu
samstarfi við stofnanir á Norður-
löndum.
„Vissulega. Og ég þurfti að læra
bókhald. Það var erfiðast.“ Hann
glottir. „Það var eitthvað sem ég
hafði talið að ég þyrfti aldrei að læra
en nú set ég saman ársreikninga og
geng frá mánaðaruppgjöri. Svo eru
mikil samskipti við Norrænu ráð-
herranefndina, sem vinnur eftir stíf-
um reglum.“
Ingólfur útskýrir að þegar hann
hóf störf við Circolo Scandinavo hafi
reksturinn verið styrktur af Kultur-
kontakt Nord, sem styrkir enn lista-
mannasetur á Norðurlöndum og á
Balkanskaga en nú sé ákveðið fé hjá
Norrænu ráðherranefndinni eyrna-
merkt stuðningi við menningar-
miðstöðina. Ráðherranefndin styrki
nú þrjú verkefni beint með þeim
hætti, auk Circolo Scandinavo eru
það Norræna ungmennahljóm-
sveitin og norræna bókmenntahá-
tíðin á Álandseyjum. „En ítalskt fé-
lag sér um reksturinn hér og við
gerum leigusamninginn um hús-
næðið, það er stærsti bitinn. Leigan
hefur ekki verið hækkuð í 12 ár,
nema sem nemur vísitölu, og við höf-
um nýgert nýjan samning um 12 ár
til. Sem er gleðilegt því staðsetn-
ingin hér er einstaklega góð, við er-
um í göngufjarlægð frá miðborginni
og með frábærar þaksvalir.“
Óperan eins og fíkniefni
Ingólfur segir fjölskylduna hafa
kunnað mjög vel við sig í Róm und-
anfarin sjö ár. Vissulega hafi það
verið viðbrigði fyrir eldri soninn að
fara inn í allt annars konar skóla-
kerfi en heima en sá yngri þekkir
ekki annað. „Það var mesta
menningarsjokkið, að koma inn í
skólakerfið hér. Það er mjög ólíkt
því heima. Aginn er mikill og sam-
skipti nemenda og kennara mjög
formleg.
Við bjuggum hér á setrinu þar til í
fyrra og það voru forréttindi; strák-
arnir sóttu listamannkynningarnar
og kynntust alls konar fólki. Það
hafði örugglega áhrif á þá, Hinrik
fór til að mynda í myndlistar fram-
haldsskóla og er að læra að verða
málari. Nú erum við flutt í íbúð rétt
hjá og tókum gömlu herbergin okk-
ar hér undir eina vinnustofu til.“
– Hvað tekur við í haust þegar
ráðningarsamningurinn hér rennur
út? Kallar óperan á þig?
„Jú, hún kallar. Hún er eins og
fíkniefni enda upplifir maður tónlist-
ina alltaf svo sterkt. Ég er spenntur
fyrir því að fara aftur í óperuna og í
leiðsögn. Þar fær leikarinn og sögu-
maðurinn í mér fína útrás. Það er al-
veg sama hversu oft ég geng hér um
Róm með fólki, alltaf kemur eitthvað
nýtt inn, borgin er alveg ótrúleg.
Fyrir utan þurrar sögulegar stað-
reyndir þá loða áhugaverðar sögur
við allt hér. Allar þessar minjar eru
fyrir framan okkur, hvort sem það
eru tröppur sem Júlíus Sesar stóð á
eða fyrir kirkjudyrum í hinni ótrú-
legu byggingu Pantheon þar sem
Njála segir að Sturla Sighvatsson
hafi verið hýddur! Við getum staðið
þar í dag, 2.000 árum síðar.“
– Þannig að þið verðir hér áfram?
„Hinrik vill klára menntaskóla hér
og Felix miðskólann. En Norður-
löndin heilla fjölskylduna líka; eftir
vinnuna hér í þessari norrænu lista-
miðstöð finnst mér hið norræna
samstarf bæði fallegt og göfugt. Við
erum öll opin fyrir því að færa okkur
til einhvers landanna á Norður-
löndum; meginlandið heillar meira
núna en eyjalífið,“ segir Ingólfur
Níels að lokum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sögumaður Ingólfur leiðir norræna listamenn um Trastevere-hverfið í hverjum mánuði. Hann segir leikarann og
sögumanninn í sér fá góða útrás við leiðsögn en hann gjörþekkir sögu og menningu Rómar eftir nám og störf þar.
MENNING 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Norrænir listamenn hafa öldum
saman leitað til Rómar eftir inn-
blæstri og margir þeirra hafa búið
þar og starfað. Einna þekktastur
þeirra var hinn dansk-íslenski
myndhöggvari Bertel Thorvaldsen
sem bjó í Róm í um fjóra áratugi á
fyrri hluta 19. aldar og var einn
þekktasti listamaður sinnar tíðar.
Um miðja nítjándu öld höfðu
þrjár Norðurlandaþjóðir komið sér
upp bókasöfnum í Róm, Danir, Sví-
ar og Norðmenn, en þau voru sam-
komustaður listamanna sem þar
dvöldu. Árið 1860 voru þessi bóka-
söfn sameinuð og stofnunin Cir-
colo Scandinavo per Artisti e Sci-
enziati varð til – um skeið með
aðkomu norrænna vísindamanna.
Síðan þá, í nær 160 ár, hefur Cir-
colo Scandinavo verið griðastaður
norrænna listamanna í Róm.
Á tuttugustu öld fór stofnunin
að njóta stuðnings norrænna ríkis-
stjórna og finnskir og íslenskir
listamenn fengu aðgang að henni.
Á sjöunda áratugnum var byrjað
að starfrækja vinnustofur fyrir
listamenn innan Circolo Scand-
inavo, auk þess sem hinn auðugi
bókakostur er enn til staðar, og frá
árinu 1975 hefur stofnunin notið
stuðnings frá norræna ráðherra-
ráðinu.
Circolo Scandinavo hefur verið
starfrækt á nokkrum stöðum í
Róm en frá árinu 2006 hafa nor-
rænu vinnustofurnar verið í
Trastevere-hverfinu vinsæla, á
rúmgóðri hæð og með stórar þak-
svalir í húsinu Casino di Vigna sem
var reist á 16. öld. Það er við hlið
hins rómaða húss Villa Farnesina,
með freskum eftir Rafael, og
gegnt Palazzo Corsini þar sem nú
er listasafn en var áður heimili
Kristínar Svíadrottningar.
Margir þekktir listamenn hafa
gegnum tíðina dvalið og starfað í
Circolo Scandinavo, þar á meðal
Henrik Ibsen, August Strindberg,
Selma Lagerlöf, Sigrid Undset,
Halldór Laxness og Evert Taube.
Sjö listamenn geta dvalið í Cir-
colo Scandinavo á hverjum tíma,
flestir í einn eða tvo mánuði í
senn. Meðan á dvöl þeirra stendur
kynna þeir verk sín á opnum sam-
komum sem haldnar eru tvisvar í
mánuði. Ingólfur Níels Árnason
hefur verið framkvæmdastjóri
stofnunarinnar síðan 2012 og Kol-
brún Halldórsdóttir er núverandi
stjórnarformaður.
Griðastaður og góð vinnu-
aðstaða í borginni eilífu
AÐSTAÐA NORRÆNNA LISTAMANNA Í RÓM Í 160 ÁR
Morgunblaðið/Einar Falur
Góð aðstaða Vinnustofur norrænna listamanna í stofnuninni Circolo Scandinavo eru í
húsi frá 16. öld í Trastevere-hverfinu í Róm. Þar eru sjö vinnustofur og ríkulegt bókasafn.
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir ökuskírteinið,
passann, ferilskrána o.fl.
Góð passamynd
skiptir máli
Engar tímapantanir
Skjót
og hröð
þjónusta
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is