Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 72

Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Segja má að 10. áratugur 20.aldarinnar hafi verið nokk-urs konar gullöld fyrirDisney-fyrirtækið, þar sem teiknimyndir á borð við Aladdín, Fríða og dýrið og Litla hafmeyjan slógu í gegn. Engin þessara mynda sló þó við Konungi ljónanna, sem kom út árið 1994, og varð næstsölu- hæsta kvikmynd þess árs og um leið líklega vinsælasta teiknimynd í fullri lengd sem gefin hefur verið út. Disney hefur á síðustu árum ver- ið að endurgera allar helstu stór- myndir sínar úr fortíðinni í „lifandi formi“, ef svo má að orði komast, þar sem leikarar af holdi og blóði koma í stað teiknaðra karaktera. Endurgerðirnar hafa verið ágætar sem slíkar og staðið sig þokkalega í sýningum. Það hlaut þess vegna að koma að því að ein helsta perlan í safni Disney yrði endurgerð. Að vísu er hér ekki um „alvöru“ leikara að ræða, enda hefði verið býsna erfitt að fá ljón, antílópur, vörtusvín og hýenur til að hegða sér vel fyrir framan myndavélina. Þess í stað hefur tölvutækninni verið beitt til að glæða persónurnar lífi. Og árangurinn lætur ekki á sér standa, því að tölvuteikningarnar eru það raunverulegar að áhorfand- anum líður nánast eins og hann sé að horfa á dýralífsmynd og það eina sem vanti sé að Sir David Atten- borough þylji upp söguþráð mynd- arinnar. Hann færi þó eflaust leikandi létt með það, enda sést ekki að neinar stórvægilegar breytingar hafi verið gerðar á honum frá upphaflegu út- gáfunni, þrátt fyrir að Jon Favreau, leikstjóri myndarinnar, hafi lofað því að myndirnar tvær yrðu ólíkar að yfirbragði. Nýja myndin nær þó einhvern veginn að verða um hálf- tíma lengri en sú gamla, en helsta breytingin sem hægt er að greina er í laginu „Be prepared“ þar sem hinn illi Skari ljóstrar upp um áform sín, en það er mjög ólíkt því sem var. Þá er hlutverk Nölu gert nokkuð stærra en það var í upp- haflegu myndinni, en söngkonan Beyoncé Knowles stendur sig með mikilli prýði í hlutverki hennar. Leikaravalið að þessu sinni er ágætt, en stenst kannski ekki alveg samanburðinn. Það er þó enn þá hughreystandi að heyra James Earl Jones í hlutverki Mufasa, föður að- alhetjunnar Simba, en hann er eini leikarinn sem snýr aftur í endur- gerðinni. Fyrir unnendur fyrri myndarinnar getur það verið nokk- uð skrítið að heyra aðrar raddir í stað þeirra sem þeir kannast við úr æsku sinni. Þannig þótti undirrit- uðum til að mynda frekar skrítið að heyra hinn stórfína Chiwetel Ejio- for í hlutverki illmennisins Skara eftir að Jeremy Irons hafði nánast geirneglt það á sínum tíma, og John Oliver sem hirðfuglinn Sasú nær ekki alveg að fylla í þau fótspor sem Rowan Atkinson skilur eftir sig. Donald Glover stendur sig hins veg- ar mjög vel sem Simbi, en það eru eflaust þeir Tímon og Púmba sem stela senunni, alveg eins og í fyrri myndinni, þrátt fyrir að nýir leik- arar hafi tekið við taumunum þar. Seth Rogen er þannig séð sniðinn að hlutverki Púmba og hann og Billy Eichner, sem er íslenskum áhorfendum lítt kunnugur, ná vel saman sem hið fræga tvíeyki. Tónlist myndarinnar er að sjálf- sögðu stórkostleg enda er hún að miklu leyti sú sama og átti sinn þátt í að gera fyrri myndina jafnvinsæla og raun ber vitni. Það er samt mjög sérstakt að heyra sum lögin í nýjum búningi með nýjum söngvurum. Endurgerðin nú er því mikið sjónarspil sem bæði gladdi og grætti undirritaðan. Sjónræn feg- urð myndarinnar hittir þannig al- gjörlega í mark svo að áhorfandinn fær nánast gæsahúð og söguþráð- urinn stendur enn fyrir sínu. Helsta spurningin sem vaknar er hins vegar sú hvort þörf hafi verið á endurgerð af þessu tagi, sér- staklega þegar breytingarnar eru ekki stórvægilegri en raun ber vitni? Þrátt fyrir hið glæsilega yfir- borð sem hér er boðið upp á, vantar eitthvað upp á til að endurgerðin geti slegið fyrirrennara sinn af stalli. Þá eru þau nýmæli sem boðið er upp á ekki nægilega mörg til þess að einhver ástæða sé til að mæla með þessari mynd umfram hinn upphaflega konung ljónanna. The Lion King Hirðfuglinn Sasú (John Oliver) og ungi Simbi (JD McCrary) ræðast hér við í endurgerðinni. Ætlar enn að verða kóngur klár Sambíóin og Laugarásbíó The Lion King bbbbn Leikstjóri: Jon Favreau. Handrit: Jeff Nathanson. Aðalhlutverk: Donald Glo- ver, Seth Rogen, Chiwetel Ejiofor, Alfred Woodard, Billy Eichner, John Kani, John Oliver, Beyoncé Knowles-Carter og James Earl Jones. Bandaríkin, 2019. 118 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Skrúður er heiti sýningar sem Lilý Erla Adams- dóttir opnar í sal SÍM hússins, Hafnarstræti 16, í dag, föstudag, klukkan 17. Í tilkynningu segir að í óhlut- bundnum verk- um skapi Lilý samtal milli lita og áferðar. „Hún dregur fram heillandi heim þar sem hæðir og lægðir takast á og mynda kraftmikla hrynjandi á yf- irborðinu. Hún skoðar yfirborð hversdagsins og sækir innblástur jafnt í marmarakökur sem og jök- ulhlaup. Verkin á sýningunni eru loðin málverk.“ Lilý lauk BA-prófi í myndlist við LHÍ, diplómanámi í textíl við Mynd- listaskólann í Reykjavík og MA- gráðu í listrænum textíl við Sænska textílskólann í Borås árið 2017. Í listsköpun sinni hefur hún feng- ist við textíl, málverk, skúlptúr, ljóðlist og gjörninga. Hún hefur sýnt og kennt textíl og myndlist bæði hér heima og erlendis. Lilý er deildarstjóri textíldeildar Mynd- listaskólans í Reykjavík. Skrúður Lilýjar Erlu í SÍM-salnum Hluti verks eftir Lilý Erlu. Systkinin Mikael Máni Ásmunds- son og Lilja María Ásmunds- dóttir skipa dúó- ið Innri felu- staður og koma þau fram í menn- ingarhúsinu Mengi við Óðins- götu í kvöld, föstudag, kl. 21. Eru þetta loka- tónleikar ferðalags sem þau hafa verið í undanfarnar vikur þar sem þau hafa troðið víða upp. Dúóið notar fjölbreytta hljóð- færaskipan til að ná fram mismun- andi litum og áferðum, og grípa systkinin í ýmis hljóðfæri. Auk þess eru rafhlutar í ákveðnum köflum verkanna, meðal annars unnir úr umhverfishljóðum, heimagerðum spiladósum og blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna. Mikael Máni og Lilja María í Mengi Lilja og Mikael Því var fagnað í Tel Aviv á miðviku- dag að síðustu skjöl og handriti rit- höfundarins Franz Kafka hafa ver- ið afhent Landsbókasafni Ísraels til varðveislu. Hundruð skjala af ýmsu tagi, handrit, bréf, póstkort og dag- bækur, voru afhent safninu að fyr- irmælum dómstóla, bæði í Ísrael og í Sviss, en stór hluti þessara gagna hafði verið geymdur í bankahólfi í Zürich áratugum saman. Skjölin voru hluti af dánarbúi bókmenntafræðingsins Max Brod, sem var náinn vinur Kafka sem lést úr tæringu aðeins fertugur að aldri árið 1924. Kafka var þýskumælandi íbúi Prag og er dánarstundin nálg- aðist fól hann Brod að eyða öllum sínum skrifum og gögnum. Brod ákvað að hunsa fyrirmælin og stóð fyrir útgáfu ýmissa handrita Kafka, meðal annars á skáldsögunni Rétt- arhöldunum, og varð Kafka einn áhrifamesti höfundur tuttugustu aldar. Brod fól ritara sínum að koma skjölum Kafka til ísraelsku þjóð- arinnar en þau hafa síðan legið hjá ritaranum og afkomendum hennar og verið tekist á um þau í réttar- sölum, með þeim endanlegu lyktum að öll eru nú komin í safnið. AFP Verðmæti Sérfræðingur við Landsbókasafn Ísraels sýndi fréttamönnum dæmi um handrit og dagbækur Kafka, meðal annars með ýmsum skissum. Handrit Franz Kafka loksins komin í safnið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.