Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu og viðskiptalögfræð- ingur, segir stjórnvöld ekki hafa brugðist við ábendingum fyrirtækis- ins um óeðlilegar samkeppnishömlur á útvarpsmarkaði allt frá árinu 2009. Þær hömlur birtist m.a. í villandi framsetningu á hlustun á útvarps- stöðvar, þ.m.t. Rás 1 og Rás 2, sem aftur bitni á tekjuöflun smærri út- varpsstöðva og annarra einkarekinna fjölmiðla. Nánar er fjallað um mælingarnar á síðu 26 í Morgunblaðinu í dag og undanþáguna frá samkeppnislögum sem mælingarnar byggja á. „Ég tel óeðlilegt að RÚV, sem ríkisfyrirtæki sem fær fastar greiðslur samkvæmt lögum, þurfi að leita til Samkeppniseftirlitsins með því að fá undanþágu frá gildandi lög- um til að styðja enn frekar við reksturinn,“ segir Arnþrúður. „Fyrirtækið hefur þegar ákveðið forskot og felur fyrirkomulagið því í sér ákveðna hindrun fyrir önnur fyrirtæki á markaðnum og torveldar þeim að lifa af. Það sem stendur upp úr er að Samkeppniseftirlitið og ís- lensk yfirvöld áttu að vera búin að innleiða til fulls samkeppnisreglur EES-samningsins frá 1993. Það er beinlínis eitt af því sem íslensk stjórn- völd ákváðu að undirgangast við upp- töku samningsins. Í fyrsta lagi fjór- frelsið, í öðru lagi samkeppnislögin og í þriðja lagi ríkisstyrkirnir. Þetta tvennt síðarnefnda hefur með Ríkis- útvarpið og daglega tilvist þess að gera.“ Allir séu með eða enginn – Sérðu aðra leið fyrir fyrirtæki á markaðnum til að vera með saman- burðarhæfa mælingu en að vinna saman að slíkri mælingu? „Annaðhvort eiga allir að vera með eða enginn. Ef þetta eiga að vera trú- verðugar mælingar eru allir mældir eða enginn. Eins og fyrirkomulagið er núna eru örfáir mældir og látið eins og hinir séu ekki til. Auðvitað ætti fjölmiðlanefndin sem óháður aðili að sjá um að það lægju fyrir mælingar um hlustun á íslenskt útvarp.“ – Væri betra fyrirkomulag að fela opinberum aðila, á borð við fjölmiðla- nefnd, að gera mælingarnar en til dæmis Capacent? „Við getum gert hlutleysiskröfur til opinberra aðila en við getum ekki gert hlutleysiskröfur til Capacent. Þar er beinlínis greitt fyrir hverja könnun. Tilhneigingin er sú að sá sem borgar fyrir könnunina kemur betur út úr því en hinir. Við höfum ástæðu til að ætla að fjölmiðlanefndin sé óháður aðili, því hún gegnir mjög mikilvægu hlut- verki. Það má líka líta svo á að fjöl- miðlanefndin hafi því hlutverki að gegna að hafa réttar upplýsingar um hvernig útvarpshlustun er háttað í landinu.“ Þagað um hinar stöðvarnar – Þú hefur gagnrýnt auglýsingar frá RÚV varðandi hlustun á Rás 1 og 2 enda megi e.t.v. skilja þær svo að um mælingar á allri hlustun sé að ræða? „Birtingarmyndin kemur skýrast í gegnum auglýsingastofurnar sem eru beintengdar við Capacent. Í þeirra framsetningu er RÚV auglýst með ákveðna hlustun en látið eins og hinir séu ekki til. Núna er framkvæmdinni þannig háttað að þeir sem eru mældir hjá Capacent/Gallup eru þeir einu sem eru sagðir með útvarpshlustun á Íslandi. Það þarf ekki annað en að fara á forsíðu Capacent og kalla fram útvarpshlustun á Íslandi og þá er Út- varp Saga ekki til. Þetta fullyrðir Capacent að séu réttar tölur yfir út- varpshlustun í landinu, sem eru vöru- svik. Þetta er líka neytendamál gagn- vart fyrirtækjunum sem eru að kaupa auglýsingar í góðri trú. Þetta eru því gríðarlegar viðskiptahindran- ir sem við verðum fyrir út af fram- kvæmd þessara kannana. Fjölmiðl- arnir greiða síðan auglýsingastofunum 15-18% þóknun fyrir að láta þá fá auglýsingar, auðvit- að á kostnað auglýsandans.“ Felur í sér miklar hindranir – Rás 1 og Rás 2 taka þátt í mæl- ingunni. Hvað finnst þér um þátttöku RÚV í mælingunni? „Það er fyrir neðan allar hellur að RÚV hafi nýtt sér undanþágu frá samkeppnislögum síðastliðin 10 ár. Þetta eru miklar hindranir enda fáum við ekki auglýsingar hjá auglýsinga- stofunum þegar þær kynna auglýs- ingamöguleika fyrir stórfyrirtækj- um, þar sem Gallup mælir okkur ekki.“ – Þú vísar til greinargerðar Ástu Magnúsdóttur og Jóns Vilbergs Guð- jónssonar, starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dag- settrar 26. febrúar 2013, sem þau skrifuðu fyrir hönd ráðherra til at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- isins. Tilefnið var erindi frá þér vegna meintra brota Samkeppniseftirlitsins á fjölmiðlalögum. Fram kemur í greinargerðinni að niðurstaðan sé meðal annars sú að sterkar vísbend- ingar séu um að beiting 15. greinar samkeppnislaga til að heimila mæl- ingarnar „vinni gegn markmiðum fjölmiðlalaga um fjölræði fjölmiðla og fjölbreytni í fjölmiðlum“. Ráðuneytið óski þess því að fá að fylgja þessum sjónarmiðum eftir á fundi með at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti „með undirbúning mögulegra laga- breytinga í huga“. Afrit af greinar- gerðinni var sent til þín og forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Hver urðu svo viðbrögðin? „Mér liggur við að segja að það hafi ekkert gerst í málinu. Katrín Jakobs- dóttir [þáverandi menntamálaráð- herra] lét vinna þessa greinargerð skömmu áður en hún hætti. Hún tók sjónarmiðum okkar vel en kom alveg af fjöllum. Hún var öll af vilja gerð til að gera eitthvað í málinu en síðan tók við önnur ríkisstjórn og svo tvær aðr- ar og maður sér ekki viljann í verki.“ Setur spurningarmerki „Það næsta sem við heyrum er að núverandi menntamálaráðherra hyggist breyta lögunum til að koma til móts við einkarekna fjölmiðla. Lilja D. Alfreðsdóttir er eina mann- eskjan sem hefur gert eitthvað í mál- inu. Ráðherrann hyggst leggja áherslu á styrki til fjölmiðla en ég set mörg spurningarmerki við þá að- ferðafræði. Ríkisstyrkir eiga að vera í almannaþágu en ekki til að viðhalda einkareknum fyrirtækjum á lífi, í samkeppnisrekstri. Samkeppnin á að vera heilbrigð og skv. lögum, án undantekninga fyrir fáeina. Í mínum huga ganga þessar hugmyndir þvert á samkeppnisreglur EES-réttarins sem gera ráð fyrir að engar hindranir geti hamlað rekstri minni aðila og þegar fjölmiðlar eiga hlut að máli hefur það bein áhrif [og leiðir til] skerðingar á tjáningarfrelsi.“ Jafngildir viðurkenningu „Ef við frjálsu fjölmiðlarnir sækj- um hins vegar um þennan styrk til ríkisins erum við að sama skapi að viðurkenna ríkjandi ástand – að RÚV sé á auglýsingamarkaði – og leggja blessun okkar yfir það. Við gætum þar með misst bótarétt [vegna meintra brota á samkeppnislögum] ef við sækjum um þessa styrki. Það er því verið að setja frjálsa íslenska fjöl- miðla í talsvert erfiða stöðu með þessu. Samkeppnisstaðan hefur að- eins versnað og versnað með inn- komu erlendra netmiðla. Það hefur ekki komið nein breyting frá íslensk- um stjórnvöldum að því er varðar frjálsu og einkareknu miðlana. Það hafa hins vegar orðið ýmsar breyt- ingar til batnaðar hjá Ríkisútvarpinu til að tryggja rekstraröryggi þess enn frekar. Íslensku fjölmiðlarnir greiða 24% virðisaukaskatt af auglýsingum en erlendu netmiðlarnir sleppa við þann skatt en eru samt á sama mark- aðssvæði. Það eitt og sér er brot á jafnræðisreglu, skattalögum og EES-samningnum.“ Fái að ráða hver fái styrkinn „Ég tel rétt að skipta nefskattin- um, sem nemur nú um 4,7 milljörðum frá skattgreiðendum, á milli allra ljósvaka- og prentmiðla. Þessi greiðsla rennur beint til RÚV í dag en það mætti hugsa sér að RÚV fengi 50% af þessu en síðan skiptust hin 50% á milli frjálsu fjölmiðlanna. Skattgreiðendur gætu valið sjálfir, á skattframtali sínu, hvaða fjölmiðill fengi nefskattinn. Það þarf að end- urmeta hlutverk og starfsemi RÚV og 50% af nefskattinum ættu að duga eftir breytingar á rekstrarfyrirkomu- laginu. RÚV er nú opinbert hluta- félag, ohf., en það félagaform á ekki við að mínu mati,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir. Morgunblaðið/RAX Athafnamaður Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur langa reynslu af fjölmiðlarekstri. Hún segir starfsumhverfið ósanngjarnt. Arnþrúður Karlsdóttir telur ýmsar ástæður fyrir því að mælingar Capacent á hlustun séu ekki ábyggilegar. „Gjaldið fyrir þátttökuna var lengi vel of hátt fyrir smærri aðila. Nú hefur Capacent lækkað verðið og segir á heimasíðu sinni að öllum sé frjálst að vera með og láta mæla hlustunina. Það er hins vegar fram- kvæmdin sem við gerum athuga- semd við, enda teljum við að með því að taka þátt í mælingunum séum við bókstaflega að fara með báðar hendur í gin ljónsins.“ – Af hverju? „Fulltrúar Capacent hafa sagt það og viðurkennt á fundum með Útvarpi Sögu að þeir forkanna úr- takið sem tekur þátt í mælingunum. Þeir segja að þetta rafræna kerfi sé svo kostnaðarsamt að þeir telji sig ekki geta breytt úrtakinu nema á kannski 18-24 mánaða fresti. Það þýðir að sömu aðilarnir eru spurðir aftur og aftur og aftur. Það teljum við óeðlilegt fyrirkomulag. Við vilj- um mun meiri hreyfingu á úrtakinu. samninga við auglýsingastofur sem keyptu forrit til að taka á móti niðurstöðunum sjálfkrafa. Við hjá Útvarpi Sögu óskuðum eftir því að fá að komast inn í kerfið en fengum þau svör að það hefði ekki verið útfært til fullnustu. Við yrðum því að bíða lengur. Okkar við- brögð voru að leita til Samkeppn- iseftirlitsins árið 2009 en við feng- um ekki svör fyrr en 2014. Svarið var að eftirlitið taldi sig hafa gert allt sem í þess valdi stóð til að hafa þetta löglegt. Það var því í einu orði sagt sneypuför að leita til þeirra. Þeir gerðu ekkert til þess að leið- rétta þetta svo mér sé kunnugt um. Við höfum ítrekað rætt þetta við þingmenn og ráðherra sl. 10 ár, við litlar undirtektir. Það er skrýtið að á sama tíma og fjölmiðlar þurfa að gefa upp eigendur sína hefur enginn þingmaður gert þá kröfu að það verði upplýst um alla hluthafa og eigendur Capacent Gallup, sem hef- ur sannarlega skoðanamyndandi áhrif á þjóðina, ekki síður en fjöl- miðlar.“ Auðvitað væri betra ef það væru út- hringingar og alltaf hringt í nýtt og nýtt fólk í tvo, þrjá sólarhringa. Þá væri jafnvel hægt að fá allt aðrar tölur. Við skulum heldur ekki gleyma því að Capacent er að vinna í skjóli undanþágu frá samkeppnislögum sem félagið fékk árið 2007. Það hlýtur að teljast mjög óeðlilegt við- skiptaumhverfi að fyrirtæki sé drifið áfram á endalausri undanþágu frá samkeppnislögum ásamt RÚV. Sömuleiðis er ekki getið um alla hluthafa í Capacent í fyrirtækjaskrá Creditinfo. Hver á t.d. þjóðarpúls Gallup?“ Var sagt að bíða lengur „Jón Ásgeir Jóhannesson skrifaði undir þetta samkomulag [um mæl- ingarnar] fyrir hönd 365 þegar undanþágan frá samkeppnislögum var samþykkt 2007 og fékk með sér Ríkisútvarpið og Skjá einn. Kerfið hafði verið keyrt í eitt og hálft ár þegar við fréttum að það væri komið í samtengingu við auglýsingastofur. Þ.e.a.s. að Capacent hefði gert Færu með báðar hendur í gin ljónsins ÚTVARP SAGA FORÐAST MÆLINGARNAR VEGNA INNBYGGÐRAR SKEKKJU  26 Framganga RÚV ámælisverð  Útvarpsstjóri Útvarps Sögu segir stjórnvöld ekki bregðast við ábendingum um samkeppnishindranir  Það geti ekki talist eðlilegt að RÚV taki þátt í mælingum sem bregði upp rangri mynd af markaðnum Samkeppnin við RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.