Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Nú er sumarfríið búið hjá borg-arstjórn og þá hefjast þreng- ingar borgarbúa á ný. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar tók í gær fyrir áform um auknar bygg- ingar á lóð Þóroddsstaða neðan við Skógarhlíð. Þessi gamli burstabær, sem gegnt hefur ýms- um og ólíkum hlutverkum í tæpa öld, er um 500 fm að stærð en áformað er að auka bygg- ingamagnið á lóðinni í um 1800 fm.    Ætlunin erað þar verði alls 28 íbúðir en þrátt fyrir það segir í skipu- lagsskilmálum að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun bílastæða á lóð, enda sé töluverður fjöldi bílastæða í ná- grenninu og í götu sem samnýtist áfram. Auk þess sé gert ráð fyrir hjólagrindum á lóðinni.    Í þessu sambandi er ekki úr vegiað nefna að nú er ekkert stæði á lóðinni en 12 bílastæði munu standa við hana, samkvæmt skipu- lagsskilmálum.    Þetta þýðir að með góðum viljamá segja að rúmlega 0,4 stæði „standi við“ hverja íbúð, sem þýðir í raun að væntanlegir íbúar munu leggja í önnur stæði í ná- grenninu með tilheyrandi þreng- ingum fyrir núverandi íbúa hverf- isins.    Svona þrengingarskipulag erekki einsdæmi hjá borginni, þvert á móti er það orðið að reglu og mjög hart rekinni stefnu.    En íbúarnir í nágrenninu þurfasvo sem ekki að kvarta, þeir geta bara komið sér upp hjóla- grindum eins og verða við Þór- oddsstaði og þá er málið leyst. Hjólagrindurnar leysa vandann STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins eins og kom fram í Morgunblaðinu fyrr í sumar. Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eiga nokkra tví- hliða fundi í tengslum við leiðtoga- fundinn, meðal annars með Þýska- landskanslara. Katrín mun taka á móti Merkel á Þingvöllum á mánu- dag og þær munu í kjölfarið ræða við blaðamenn í sumarbústað forsætis- ráðherra. Fram kemur í fréttatilkynningu frá stjórnvöldum að Katrín muni enn fremur eiga fundi meðal annars með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Antti Rinne, forsætis- ráðherra Finnlands. Þá mun Löfven skoða Hellisheiðarvirkjun. Í tilkynningu kemur ennfremur fram að forsætisráðherrar Norður- landa ásamt Álandseyjum, Færeyj- um og Grænlandi fundi með forstjór- um norrænna stórfyrirtækja í Hörpu á seinni degi sumarfundarins, 20. ágúst. Munu ráðherrarnir og for- stjórarnir undirrita sameiginlega yf- irlýsingu um sjálfbærni og jafnrétti að fundi loknum. Síðar sama dag munu forsætisráðherrar Norður- landa funda með Merkel í Viðey. Merkel til Íslands í næstu viku  Kanslari Þýskalands fundar með Katrínu Jakobsdóttur á Þingvöllum AFP Gestur Angela Merkel Þýskalands- kanslari er væntanleg til Íslands. Fremur kalt hefur verið á hálend- inu undanfarna daga og nætur og dregið hefur úr innrennsli í Blöndu- lón. Þetta þýðir að því seinkar að lónið fari á yfirfall, sem kemur sér vel fyrir veiðimenn í Blöndu. Ljóst er að hægt verður að veiða mun lengur í Blöndu en í fyrra, en þá fór lónið á yfirfall 4. ágúst. Hægt er að fylgjast með yf- irborðshæð í lónum Landsvirkjunar á flipanum „rannsóknir og þróun“ og síðan vöktun á heimasíðu Lands- virkjunar www.landsvirkjun.is. Hálslón og Þórisvatn fóru á yf- irfall fyrir nokkrum dögum. Í fyrradag vantaði 60 sentimetra upp að Blöndulón færi á yfirfall og þá höfðu 13 sentimetrar bæst við á einni viku. Fyrr í sumar, þegar hitafar var hagstæðara, bættust við yfir 50 sentimetrar á viku í lónið. Það er árviss viðburður þegar líður á sumarið að hækka tekur í Blöndulóni, sem nær hámarki þeg- ar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið og þá gruggast áin mikið og verður erfið til stang- veiða. Hins vegar kunna vanir veiðimenn á ána í þessum ham. Dregur úr innflæði í Blöndulón í kuldatíð Morgunblaðið/Einar Falur Einn til Veiðimaður landar sprækum smálaxi neðst á svæði eitt í Blöndu. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 NÝ SENDING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.