Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þjóðleikhúsið mun halda upp á 70 ára afmæli sitt á leikárinu og leik- árið ber svolítinn keim af því,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri þegar hann sest niður með blaða- manni Morgunblaðsins og ræðir leikárið sem fram undan er. „Leikárið verður sérstaklega viðamikið og við leggjum áherslu á sýningar fyrir börn og ungt fólk. Við erum með að minnsta kosti tíu sýn- ingar fyrir þann aldurshóp og þar af látum við semja fyrir okkur þrjú leikverk. Við munum fara með þrjár leiksýningar fyrir börn og ung- menni um allt land og sýna án að- gangseyris. Þetta er gert til þess að styðja við menningu og listir án að- greiningar út frá búsetu og efnahag. Það hefur verið mér mikið metnað- armál að Þjóðleikhúsið þjónusti landsbyggðina betur en gert hefur verið og að við gætum sérstaklega að því að menningunni sé ekki mis- skipt milli þeirra sem hafa efni á að kaupa sér miða og hinna. Þetta er ein af stóru áherslunum á þessu leikári og í öllu starfi mínu sem Þjóðleikhússtjóri.“ Ari nefnir einnig að mikil áhersla sé lögð á íslensk leikverk bæði fyrir fullorðna og börn. „Við erum með sautján íslensk leikverk og þar af eru tólf sem mætti flokka sem nýjar sýningar. Auðvitað sinnir Þjóðleik- húsið skyldu sinni gagnvart nýjum erlendum verkum líka. Við erum með glæný og spennandi erlend verk.“ Hann lýsir leikárinu fram undan með orðunum: „Fjölbreyti- leiki, stórar og glæsilegar sýningar og sérstök áhersla á íslensk leikverk og verk fyrir börn og ungmenni.“ Byggjast á skáldverkum Glöggir taka eftir því að ýmsar af sýningum Þjóðleikhússins í ár byggjast á skáldsögum. Atómstöð- ina eftir Halldór Laxness og Meist- arann og Margarítu eftir Míkhaíl Búlgakov telur Ari hvora um sig eiga erindi við samtímann. „Atóm- stöðin fjallar um mjög stór ágrein- ingsmál sem klufu þjóðina í tvær fylkingar og varða sjálfstæði þjóð- arinnar og ég veit ekki betur en að það sé mjög hatrömm umræða í dag sem er lík þessari. Svo er Atóm- stöðin líka á vissan hátt ástar- og þroskasaga og er spennandi út frá því. Meistarinn og Margaríta er uppáhaldsskáldsaga margra. Þar er mjög spennandi töfraraunsæi. Hún fjallar að vissu leyti um það þegar djöfullinn kemur til Moskvu og mað- ur hefur stundum á tilfinningunni að djöfullinn sé að koma og hræra í pottum í pólitík og samfélagi.“ Skáldsaga Kamillu Einarsdóttur, Kópavogskrónika, verður einnig gerð að leikverki. „Það er ótrúlega skemmtilegur tónn í Kópavogs- króniku. Það verður spennandi að sjá hvað Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir gera við þetta, klár- ar konur báðar tvær.“ Ari vekur athygli á því að Ör eftir Auði Övu er nýtt leikrit sem hún byrjaði að skrifa áður en hún skrif- aði samnefnda skáldsögu. „Þótt verkin séu skyld þá er þetta algjör- lega nýtt íslenskt leikverk,“ segir hann. Sýningin sjálf skiptir máli Erlendu verkin Útsending og Shakespeare verður ástfanginn eru bæði byggð á kvikmyndum. „Shake- speare verður ástfanginn er býsna heitt verk. Þetta er sýning sem öll stærstu leikhús í Skandinavíu eru að sýna eða um það bil að fara að sýna. Það er skemmtilegt verk fyrir okkur í leikhúsinu því þetta er leik- verk um skáldskap Shakespeares og bakgrunninn. Þetta verður líka mik- il búningasýning og ég held að bún- ingahönnuðurinn María Ólafsdóttir, sá mikli snillingur, muni toppa sig ef hægt er að tala um það.“ Ari segir það í sjálfu sér vera til- viljun að leikverkin byggist mörg hver á kvikmyndum og skáldsögum. „Við sækjum efniviðinn alls staðar að, í allt sem okkur finnst spenn- andi. Það er viðfangsefnið sem ræð- ur för. Umræðan um fyrirbærin leikrit og leikgerð er áhugaverð en auðvitað er leikgerð sjálfstætt verk. Leikritin geta ekki öll verið frum- samin og byggð á frumheimildum enda eru þau ekki merkilegri fyrir vikið heldur er það sýningin sjálf sem skiptir máli. Við skoðum hvort við hér í Þjóðleikhúsi Íslendinga séum á einhverju öðru róli en þjóð- leikhús í Skandinavíu eða Evrópu en það er alls ekki.“ Sannarlega trú Þorvaldi Þjóðleikhúsið setur á svið verkið Engillinn sem er unnið upp úr verk- um Þorvaldar Þorsteinssonar. „Ég lék í tveimur verkum eftir Þorvald og kynntist honum ágætlega. Hann var afburðamaður í listum, frábær höfundur og frábær málari líka. Ég fékk í hendurnar höfundarverk hans í heild sinni, var í góðu samtali við ekkju hans, Helenu Jónsdóttur, og fékk Finn Arnarsson til þess að gera úr þessu sýningu. Finnur er myndlistarmaður og hefur starfað í leikhúsi í fjöldamörg ár. Hann hef- ur gert fjölda leikmynda og er mjög góður dramatúrg. Hann fann ákveðna leið að þessu þar sem við getum annars vegar blandað saman gerningum Þorvaldar og hins vegar brotum úr verkum hans. Þetta verður að einhverju leyti óvenjuleg leiksýning en svo sannarlega trú Þorvaldi sem listamanni.“ Samstarf stækkar leikhúsið Óperan Brúðkaup Fígarós verð- um frumsýnd 7. september. „Við erum í samstarfi við Íslensku óp- eruna í fyrsta skipti í marga ára- tugi og mér finnst frábært að Stein- unn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, og Bjarni Frímann Bjarnason hafi viljað koma í sam- starf við Þjóðleikhúsið. Ég finn það á söngvurunum að þeim finnst góð- ur hljómburður hér og finnst þetta spennandi. Auðvitað er ópera að mörgu leyti leikhús, við munum nota hringsviðið og flugkerfið og það er frábært fyrir Íslensku óp- eruna að fá að nota það,“ segir Ari og bætir við: „Þetta hús var auðvit- að ætlað sviðslistum í víðum skiln- ingi þess orðs og þess vegna er gaman að vera í samstarfi við Ís- lensku óperuna. Það auðgar og stækkar Þjóðleikhúsið að vera í svona samstarfi. Þessar stofnanir styrkja hvor aðra.“ Annað sem Ari segir stækka leik- húsið er samstarf þess við Bernd Ogrodnik sem hann kallar „heims- listamann í brúðuleikhúsi“. „Hann nýtur mikillar virðingar um allan heim. Þess vegna er mikill heiður fyrir Þjóðleikhúsið að hafa hann hér í húsinu.“ Hann mun sýna Gilitrutt og auk þess frumsamda verkið Brúðumeistarinn sem ætlað er full- orðnum. „Það er mjög persónuleg „Litríkt og spennandi leikár“  Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára starfsafmæli  Áhersla á íslensk leikverk og sýningar fyrir börn og ungmenni  „Fjölbreytileiki og stórar og glæsilegar sýningar,“ segir þjóðleikhússtjóri Morgunblaðið/Eggert Innblástur „Við sækjum efniviðinn alls staðar að, í allt sem okkur finnst spennandi. Það er viðfangsefnið sem ræður för,“ segir Ari Matthíasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.