Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 ✝ SigurvinBjarnason fæddist hinn 22. júlí 1955 í Reykjavík. Hann lést af slys- förum 27. júlí 2019. Foreldrar hans eru Ólöf Sigríður Sig- urðardóttir og Bjarni Kristmunds- son. Sigurvin á þrjú hálfsystkini. Sam- mæðra er Guð- mundur Benedikt Hallgrímsson og samfeðra Einar Þór Bjarna- son og Helga Jóhanna Bjarna- dóttir. Sigurvin kvæntist eiginkonu sinni Svanhildi Jónsdóttur hinn 10. júlí 1976. Svanhildur fæddist 4. mars 1955, foreldrar hennar ina 1977 og prófi í hagnýtri ensku frá Háskóla Íslands 2004. Hann lauk atvinnuflugmanns- prófi 1980, blindflugsprófi 1981, flugkennaraprófi frá Flugskóla Helga Jónssonar 1982 og flug- stjóraprófi 1987. Sigurvin starfaði sem flug- kennari og flugmaður hjá Flug- skóla Helga Jónssonar og sem flugmaður hjá Arnarflugi. Hann var flugmaður hjá Icelandair frá 1986, flugstjóri frá 1998 og þjálfunarflugmaður og eftirlits- flugstjóri frá 2003. Sigurvin sinnti ýmsum félags- störfum, m.a. trúnaðarstörfum fyrir Félag íslenskra atvinnu- flugmanna. Hann tók þátt í starfi KFUM og KFUK um ára- bil og Gídeonhreyfingarinnar ásamt því að syngja með Karla- kór KFUM. Hann var einnig fé- lagi í Flugklúbbnum á Hauka- dalsmelum. Útför Sigurvins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 15. ágúst 2019, klukkan 15. eru Sigurbjörg Björnsdóttir og Jón Sturluson. Börn Sigurvins og Svan- hildar eru: 1) Jón Þór, f. 1978, eig- inkona hans er Guðrún Þorgeirs- dóttir, börn þeirra eru Svanhildur Kristín, Þórdís Björk og Kristín Birna. 2) Berglind Ólöf, f. 1984, eiginmaður hennar er Jón Ómar Gunnarsson, börn þeirra eru Sigurvin Elí og Matt- hías Kári. 3) Kristín Björg, f. 1992, eiginmaður hennar er Ív- ar Elí Sveinsson. Sigurvin lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörn- Pabbi var einstakur maður. Hann var bæði hlýr og opinn, já- kvæður og lífsglaður. Hann hafði mikla persónutöfra og húmor, var vinmargur og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Hann lagði ríka áherslu á að láta gott af sér leiða og kom fram við alla af virð- ingu. Honum var margt til lista lagt, orti ljóð, samdi lög og söngtexta ásamt því að spila á gítar og syngja. Fyrir brúðkaup okkar allra samdi hann og flutti ásamt fjölskylduhljómsveitinni frum- saminn texta við uppáhaldslög hvers og eins. Þegar barnabörnin komu hafði hann einstakt lag á þeim og við fundum svo sterkt hvað hann naut þess að leika við þau. Um þessa helgi áttum við fjölskyldan góða samverustund með honum í sumarbústaðnum þar sem við settum meðal annars upp tram- pólín og pabbi lék og hoppaði með barnabörnunum sínum. Við áttum mjög gott samband við pabba og hann var duglegur að segja og sýna hvað hann væri stoltur af okkur og hvað honum þótti vænt um okkur. Hann var meira en pabbi því hann var líka einn besti vinur okkar. Við gátum alltaf leitað til hans og þá var hann tilbúinn með kærleiksríkt knús og hjálpaði okkur að sjá já- kvæðu hliðarnar. Pabbi fyllti lífið af svo mikilli gleði, umhyggju, ör- yggi og ást. Við erum endalaust þakklát fyrir hann og allt sem hann gerði fyrir okkur. Pabbi var einstök fyrirmynd og ljós í lífi okkar. Hans er sárt saknað. Jón Þór Sigurvinsson, Berglind Ólöf Sigurvins- dóttir og Kristín Björg Sigurvinsdóttir. Sigurvin Bjarnason, pabbi Berglindar, afi strákanna minna og tengdafaðir minn var einstak- ur maður sem með jákvæðni, húmor, umhyggjusemi og ein- staka skapgerð lét öllum líða vel í kringum sig. Hann var prýddur ótal mörgum mannkostum sem ómögulegt væri að telja hér upp. Hann var heiðarlegur, duglegur, einlægur, hjálpfús, trúfastur, ráðagóður og góðviljaður svo fátt eitt sé nefnt. Hann kynntist trúnni á Jesú ungur og lagði áherslu á mikilvæg gildi kristinn- ar trúar og vildi láta gott af sér leiða. Þegar ég kom fyrst á heimili Svanhildar og Sigurvins upplifði ég strax þann mikla kærleika sem ríkti á heimilinu. Ég fann strax fyrir þeirri miklu hlýju og ljúfmennsku sem stafaði frá þeim hjónum og að ég væri velkominn í fjölskylduna. Við Berglind áttum eftir að leita oft ráða hjá Sigurvin og Svanhildi og bera undir þau hin mörgu hugðarefni okkar. Hjónaband þeirra var einstakt og kærleiksríkt og er það okkur hjónum mikilvæg fyrirmynd. Sig- urvin var einstakur faðir og átti mjög gott samband við börnin sín og veitti okkur tengdabörnunum líka hlutdeild í því sambandi. Hann sinnti barnabörnum sínum vel og átti með þeim margar gæðastundir og það er óendan- lega sárt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem synir okkar áttu með afa Sigurvin. Sigurvin var alltaf tilbúinn að hjálpa og það þurfti ekki einu sinni að biðja hann um hjálp. Hann var einn af þeim sem bjóða hjálpina að fyrra bragði. Þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð mætti hann með flutningabíl og flutti búslóðina okkar, þegar við máluðum var Sigurvin mættur með málingardótið sitt til að hjálpa tengdasyninum sem fædd- ist með 10 þumalfingur. Þegar við ákváðum að framkvæma í nýja húsinu okkar í haust spurði ég hann hvort það væri mikið mál að brjóta niður steinveggi og þá svaraði hann „ég á sleggju“ og skipulagði sumarfríið sitt þannig að hann gæti hjálpað okkur að laga heimilið okkar. Sigurvin kunni þá list að leið- beina öðrum í kærleika. Ég lærði svo ótal margt af honum í stóru og smáu. Hann kenndi mér að bóna bíl almennilega, að tengja ljós á réttan hátt, að mála og sparsla almennilega og að léleg vinnubrögð eða fúsk eru aldrei valmöguleiki. Með því að fylgjast með honum í hlutverki afa, föður og eiginmanns eignaðist ég ein- staka fyrirmynd fyrir lífið. En það dýrmætasta sem hann kenndi mér með fordæmi sínu var að með jákvæðu hugarfari og kærleika er hægt að mæta sér- hverri áskorun. Þess vegna fékk frumburður okkar Berglindar nafnið hans og ber hann það með stolti og af þakklæti í dag. Sigurvin Bjarnason er nú kom- inn heim til Drottins, hans verður sárt saknað af ástvinum öllum, en minning hans er okkur ljós. Það eru engin orð sem megna að lýsa því hvers konar maður sem hann var. Hann var sá besti maður sem ég hef á ævinni kynnst og skarð hans verður aldrei fyllt. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa átt Sigurvin Bjarnason að tengdaföður og vin. Far þú í friði, kæri vinur, friður Guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt og allt! Jón Ómar Gunnarsson Afi minn var besti maður sem ég hef þekkt. Það var alltaf gam- an í kringum hann og hann var alltaf tilbúinn að leika. Afi sagði aldrei bíddu eins og aðrir full- orðnir, hann kom alltaf strax. Við gerðum svo mikið saman, við tálguðum saman spýtur, klippt- um tré í sumarhúsinu, hann fór með mig á fjórhjól, hann flaug með mig í flugvélinni sinni, hopp- aði með mér á trampólíninu og við spiluðum fótbolta saman. Afi sagði mér sögur og kenndi mér lög. Það var svo mikið meira sem við ætluðum að gera saman. Afi Sigurvin var svo góður. Ég er glaður að ég sé nafni hans og ég ætla að vera frábær eins og hann. Ég elska hann mikið og sakna hans mjög mikið. Takk elsku afi fyrir allt! Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Sigurvin Elí Jónsson, átta ára. Ég leit upp til bróður míns frá því ég man fyrst eftir honum. Það hefur verið um það leyti sem systir okkar fæddist. Sigurvin mætti í heimsókn með brosið sitt og trompaði strax fjögurra ára snáðann. Áhuginn og vináttan sem hann sýndi mér og lítill rauð- ur Willys-plastjeppi sem hann skildi eftir greyptist í minn- inguna. Við ólumst ekki upp sam- an og samverustundir okkar á þeim árum voru ekki margar en alltaf var eftirvænting að fá að hitta stóra bróður. Í kringum 10 ára aldurinn var vinsælt að fara í sumarbúðir í Vatnaskógi. Eftir mikið suð fékk ég loks að fara í tvær vikur og var mikil eftirvænting að fá að hitta Sigurvin, sem var foringi þar. Tíminn var fljótur að líða og margt að gera en ég fann þá að hann passaði vel upp á mig. Vin- sældir Sigurvins sem foringja voru ómældar og var ég ótrúlega stoltur af stóra bróður. Ekki minnkaði það þegar Sigurvin bauð mér með í sendiferð á hvíta Land Rovernum niður að Fer- stiklu. Á þessum árum hittumst við alloft í bænum, hann á leið í skóla eða vinnu og ég að selja blöð. Alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla án þess að ég fyndi fyrir aldursmun. Á fullorðinsárum fékk ég aftur tækifæri til að vera með Sigur- vini í sinni vinnu. Það var ekki bara gaman að sitja frammí held- ur var einstakt að sjá hvernig hann hélt utan um og stýrði áhöfninni og þá virðingu sem fyr- ir honum var borin. Dagurinn okkar í Boston með göngutúrum, reddingum og koddahjali gaf mér mjög mikið og styrkti samband okkar. Eitt sinn hringdi Sigurvin í mig til Noregs og spurði hvort við gætum hist daginn eftir, en þá átti hann þriggja tíma stopp. Við hjónin sóttum hann út á Fornebu, borðuðum og spjölluðum á fínum útiveitingastað í nágrenninu og skutluðum honum svo aftur út á völl. Um kvöldið varð ég að hringja í hann og játa að hann hefði haldið upp á sjö ára brúðkaupsafmælið okkar án þess að við áttuðum okkur á því. Okk- ur var mjög skemmt. Í minningunni tengi ég flug- áhuga Sigurvins við Vatnaskóg. Hann lýsti því svo lifandi fyrir mér þegar DC8 skreið í lágflugi yfir Eyrarvatn með gírinn niðri og það sá gegnum gluggana. Reyndar áttu öll farartæki hug hans, hvort sem þau tengdust lofti, láði eða legi. Hann stýrði strætó, rellu, þotu eða Sómabát af mikilli innlifun en um leið af einstöku öryggi og yfirvegun. Vandvirkni hans var áberandi og kom það svo vel fram í smíðum, sem hann hafði unun af. Brosið, kveðjan og opinn faðm- urinn voru einkenni Sigurvins. Hlýhugur, umhyggja, nærgætni og áhugi eru allt í senn orð og kenndir sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til hans. Hann hafði þann eiginleika að öllum leið vel í návist hans og hann sýndi öllum áhuga. Það var aðdá- unarvert að sjá hvernig hann hlúði að fjölskyldu sinni ásamt því að hugsa svo vel um mömmu sína og Gumma bróður sinn. Það er því ekki furða að að- dáun lítils peyja á stóra bróður hafi breyst með tíð og tíma. Stóri bróðirinn varð að fyrirmynd sem heilsteypt og kærleiksrík per- sóna, góður vinur, bróðir og frændi en umfram allt um- hyggjusamur og elskaður fjöl- skyldufaðir. Elsku Svanhildur, Jón Þór, Berglind, Kristín Björg og fjöl- skyldur. Fá orð eru til huggunar en minningar um einstakan mann lifa að eilífu í hug okkar og hjarta. Sofðu vinur vært og rótt verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson) Einar Þór. Í dag kveðjum við ástkæran bróður og mág eftir sviplegt og hörmulegt flugslys. Sigurvin var einstakur maður á svo marga vegu, mikil fyrir- mynd okkar, einstaklega ljúfur, duglegur, hjálpsamur og glað- vær. Hann hafði lag á því að sýna samferðafólki sínu einlægan áhuga og vingjarnleika. Ávallt tók hann á móti okkur með opn- um faðmi, brosi á vör og ætíð var stutt í smitandi hláturinn hans. Gaman var að ræða við hann um heima og geima eða um sameig- inleg áhugamál okkar og einnig að hlusta á skemmtilegar frá- sagnir hans. Sigurvin var mikill fjölskyldu- maður. Hann kvæntist Svanhildi sinni fyrir 43 árum á sólbjörtum sumardegi, hinn 10. júlí 1976. Þau voru einstaklega samhent hjón og kærleikurinn, væntum- þykjan og vinskapurinn leyndi sér ekki þeirra á milli. Hlýjan og kærleikurinn sem fylgdi Sigur- vini hefur smitast til allrar fjöl- skyldunnar og lætur hann eftir sig fríðan og samstilltan hóp barna, tengdabarna og barna- barna. Sigurvini var mjög annt um hag allra í fjölskyldunni og var hann óþreytandi við að hjálpa til hvar sem þörf var á aðstoð. Við yljum okkur nú við allar þær fallegu minningar um góðar samverustundir sem birtast í huga okkar og kveðjum þig nú með miklum söknuði, elsku Sig- urvin. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Elsku Svanhildur, Jón Þór og Guðrún, Berglind og Jón Ómar, Kristín Björg og Ívar og barna- börn. Hugur okkar er hjá ykkur. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Helga Jóhanna og Kristján. Maður hittir ekki marga á lífs- leiðinni sem maður getur sann- arlega litið upp til, þú varst einn af þeim, Sigurvin. Það er eitt sem er ekki meðfætt í fari einstak- lings heldur áunnið, það er virð- ing. Þú vannst þér inn mikla virð- ingu meðal samferðamanna í gegnum lífið. Við kynntumst fyrir tæplega 40 árum. Byrjuðum að vinna á af- greiðslu innanlandsflugs Flug- leiða á svipuðum tíma. Ég man eftir jákvæða og hressa and- rúmsloftinu sem fylgdi þér þegar við kynntum okkur. Það þurfti ekki langan tíma til þess að sann- færast um þína fölskvalausu kosti og hrífast með. Ég, sem alltaf var sjóveikur og flugveikur, fór í fyrsta flugtím- ann minn með þér í júní 1982. 45 mínútna flug og ég ældi tvisvar en kyngdi ælunni, kannski sem betur fer fyrir okkur báða. Eftir lendingu var ég frekar lítill í mér og sagði við þig að þetta væri ekki fyrir mig. Ég man þú sagðir. „Óli, þetta er að byrja með stæl. Nú verður ekki aftur snúið, það versta er búið. Ég bóka flug fyrir okkur á morgun.“ Og hér er ég enn, takk Sigurvin. Í gegnum árin höfum við hist á förnum vegi og tekið mislangt spjall. Fengið fréttir af högum hvor annars. Það sem stendur upp úr er hversu stoltur þú varst af fjölskyldunni þinni. Þið Svan- hildur hélduð ótrúlega vel utan um fjölskylduna og voruð sam- stiga í gegnum lífið. Síðast þegar ég hitti þig varstu farinn að hlakka til starfsloka og hafðir stór plön varðandi framtíðina með fjölskyldunni þinni. Það er sárt að þau plön skuli ekki geta gengið eftir. Svanhildur og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Óli Braga. Elsku frændi, það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okk- ur svona skyndilega. Ég man eft- ir þér frá því við vorum þriggja til fjögurra ára. Þú varst alltaf svo góður og skemmtilegur og aldrei vantaði brosið þitt. Það var alltaf svo gaman þegar við hittumst, hvort sem það var heima hjá mér eða þér, eða ömmu eða Gauju frænku, þá var alltaf fjör. Stundum brotnaði eitthvað í fjörinu og systurnar, mæður okk- ar, skömmuðust en fjörið fór fljótt af stað aftur. Einu sinni ætl- aðir þú að kenna mér á skíði þeg- ar ég kom í heimsókn til ykkar í Granaskjól með mömmu og pabba. Við fórum út á KR-völl og það sem við hlógum að klaufa- skap mínum og ekki vantaði þig þolinmæðina. Á unglingsárunum hittumst við sjaldnar, þú fórst í KFUM og reyndir að fá mig til að fara í KFUK, en ég passaði ein- hvern veginn ekki þarna þótt við hefðum örugglega fengið svipað kristilegt uppeldi. Svo urðum við fullorðin og þú fórst í flugnámið, við eignuðumst börn á svipuðum aldri, og barnabörn, og alltaf hitt- umst við eitthvað á hverju ári. Ég var svo heppin að hitta þig á kaffihúsi í apríl og man svo vel fallega brosið þitt. Svo hittumst við í afmæli í júlí, það er gott að hugsa til þess að ég fékk að knúsa þig, en ekki datt mér í hug að það væri síðasta skiptið sem við hitt- umst. Elsku Svanhildur, Jón Þór, Berglind, Kristín Björg og fjöl- skyldur, Lóa og Gummi og Bjarni, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Björk Þorsteinsdóttir. Sigurvin Bjarnason var gull af manni og hinn mesti öðlingur. Traustur, einlægur, jákvæður, brosmildur, skemmtilegur og fannst Pepsi ansi gott eru orð sem koma strax upp í hugann þegar við hugsum um okkar ein- staka vinnufélaga. Hann kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur, hlýja og umhyggja fyrir öllum var ómetanleg, maður vissi alltaf hvar maður hafði hann. Við undirrituð vorum sam- starfsfélagar Sigurvins og vorum svo lánsöm að fara í heimsferð á vegum Icelandair, Loftleiða, þar sem Sigurvin var leiðangurs- stjóri okkar. Það er skemmst frá því að segja að ferðin var mikið ævintýri og heppnaðist í alla staði mjög vel. Við urðum lítil fjöl- skylda og ævintýrið ógleyman- legt. Kostir Sigurvins nutu sín og hefðum við ekki getað verið heppnari að fá að deila þessum tíma með honum og eiga minn- ingar sem aldrei gleymast. Það var alltaf stutt í að hann gripi í gítarinn og sprellaði með okkur og farþegunum. Okkur er sér- staklega minnistætt í Abu Dhabi þegar hann stökk á svið og lék Charlie Chaplin og sveiflaði stafnum á meðan áhorfendur veltust um af hlátri. Að ævintýri loknu héldust vinaböndin og sam- an höfum við átt góðar stundir, meðal annars á yndislegu heimili þeirra hjóna Sigurvins og Svan- hildar. Að ferðalokum er ómetanlegt að ylja sér við minningar um ein- stakan félaga. Eiginkonu og fjölskyldu send- um við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Steinar, Björn Óttar, Björg, Kristín Ingva, Kristín Helga, Birgitta María, Emil, Jón Vil. (Nonni) og Loftur (Bassi). Í dag kveðja Skógarmenn í Vatnaskógi góðan vin, Sigurvin Bjarnson. Sigurvin var mikill Skógarmaður og bar ávallt hlýj- an hug til starfsins í Vatnaskógi. Hann starfaði í Skóginum árin 1972-1973 þá ungur en frábær foringi og mikil og góð fyrirmynd drengjanna sem kynntust hon- um. Sigurvin með sinni ljúfu og glaðlegu framkomu, var einn af þeim mönnum sem fengu unga drengi til að hrífast af starfinu í Vatnaskógi og eru undirritaðir í þeirra hópi. Þrátt fyrir annasöm störf sem flugstjóri þá átti starfið í Vatna- skógi alltaf stóran stað í hjarta Sigurvins. Hann kom í Skóginn þegar færi gafst, þar var hann hvetjandi, styðjandi og uppörv- andi, alltaf jákvæður. Seinna unnu börn Sigurvins í Vatnaskógi við góðan orðstír. Í byrjun júlí síðastliðinn kom Sigurvin í Vatnaskóg þar sem nafni hans og dóttursonur dvaldi á staðnum sem dvalargestur í fyrsta skipti. Hvern hefði grunað að það yrði hans síðasta heimsókn í Skóginn? Minningin um þá stund er sem greypt í huga þeirra sem hana upplifðu. Starfsemin í Vatnaskógi hefur byggst upp á mönnum eins og Sigurvini Bjarnasyni og það er með mikilli sorg en líka þakklæti sem við kveðjum góðan dreng og biðum algóðan Guð að blessa minningu hans og styðja þá sem eftir sitja. Skógarmenn KFUM senda fjölskyldu Sigurvins innilegar samúðarkveðjur. F.h. Skógarmanna KFUM, Ársæll Aðalbergsson og Ólafur Sverrisson. Kær vinur og félagi er fallinn frá. Við í Höfðalæk, fjölskyldan á Haukadalsmelum, drúpum höfði Sigurvin Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.